Helgarpósturinn - 09.11.1995, Side 30
30
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995
popp
FIMMTUDAGUR
Fjallkonan
heldur útgáfukonsert, hvorki
meira né minna, á Gauki á
Stöng í kvöld.
Blátt áfram-
dúettinn góði á Fógetanum.
Kusk
heldur sína fyrstu risarokk-
tónleika eftir nokkurt hlé og
fara þeir að sjálfsögðu fram í
Rósenbergkjallaranum.
Laddi
er enn fyndnastur þegar
hann tekur „Austurstrætis-
Iagið“. Hann verður með
skemmtun í Ásbyrgi á Hótel
íslandi í kvöld.
Kos og félagar
skemmta á Kaffi Reykjavík í
kvöld.
FÖSTUDAGUR
Útlagamir
ku vera kántrý-sveit sem
finnur sig örugglega vel í út-
hverfi Reykjavíkur. Á Nætur-
galanum í Kópavogi.
Skítamórall
og allt þeirra drullumali á
Gauknum í kvöld.
Raggi Bjama og
Stefán Jökulsson
spila lög af nýútkominni
plötu Ragnars; Heyr mitt ljúf-
asta lag, sem var rétt í þessu
að koma út. Á Mímisbar auð-
vitað.
Guðmundur Rúnar,
hinn hafnfirski trúbador,
myndlistarmaður og hvað-
eina, á Fógetanum.
Skárr’en ekkert og
Hringimir,
sýrupolkasveit sem ætlar að
halda uppi einstöku fjöri í
Félagsheimili Seltjarnarness
í tilefni 75 ára afmælis Stúd-
entaráðs. Þar er sko margan
fenginn að finna.
Karma
í aðalsal og Laddi í Ásbyrgi
Hótels íslands.
DJ Nökkvi og
DJ Maggi Magg
eru meðal þeirra sem halda
uppi föstudagsfiðringnum á
Ömmu Lú í kvöld, á sérstakri
Knickerbox- hátíð sem þar
er haldin.
JJ Soul band
leikur blús eins og hann ger-
ist bestur á Blúsbarnum.
Hunang
gefur Kaffi Reykjavík lit með
sínum skemmtilega glamúr.
LAUGARDAGUR
Útlagarnir
aftur á Næturgalanum í
Kópavogi, þar sem bjórinn
er á boltaverði.
Skítamórall
heldur uppi flauelsmjúkum
móral á Gauki á Stöng annað
kvöldið í röð.
Kaffileikhúsið frumsýnir Kennslustundina eftir lonesco á laugardaginn. Jakob Bjarnar komst að því að Gísli Rúnar
Jónsson hefur fullkomna samúð með prófessornum sem hann leikur.
Sadó/masó-kikk fyrir alla
nemendur
Það er í raun klúður
ef ekki tekst að
gera Eugéne Io-
nesco fyndinn. En
Kennslustundin er jafn-
framt hádramatískur ein-
þáttungur — óhugnan-
legur og skoplegur í
senn,“ segir Gísli Rúnar
Jónsson, en hann leikur
prófessorinn í Kennslu-
stundinni eftir
fransk/rúmenska leik-
skáldið Ionesco. Leikur-
inn verður frumsýndur í
Hlaðvarpanum á laugar-
daginn í leikstjórn Bríet-
ar Héðinsdóttur. Það er
dóttir leikstjórans, Stein-
unn Ólína Þorsteins-
dóttir, sem leikur nem-
andann og með hlutverk
ráðskonunnar fer Guð-
rún Þ. Stephensen.
Eins og nafnið gefur til
kynna gengur Ieikritið
meðal annars út á sam-
band kennara og nem-
enda, sem Gísli segir að
sé oft á einhverjum ein-
kennilegum tilfinninga-
legum nótum.
„Slík sambönd ein-
kennast af baráttu um
völd og oft kemur upp
einhver kynferðislegur
þáttur.“ Gísli fer ekki
nánar út í það en tekur
fram að hann hafi mikla
samúð með persónunni
sem hann leikur. „Ég hef
reynslu af kennslu og
það er tragikómískt þeg-
ar nemandinn skilur ekki
það sem kennarinn er að
leggja upp. Kennarinn er
kannski stútfullur af ein-
hverri þekkingu sem
hann stendur klár á að
nemandinn hafi gaman
af. Svo er flugið tekið
upp í mörg þúsund feta
hæð, honum verður
óvart litið niður á nem-
andann og sér að hann
er kominn eitthvert allt
annað í huganum."
Þau sem standa að
Kennslustundinni hafa
tekið upp hætti erlendra
atvinnuleikara og æft
stykkið upp á mettíma
eða hálfum mánuði. Það
er nýstárlegt hér á landi,
þar sem leikhópar gefa
sér yfirleitt talsvert
meiri tíma í að liggja yfir
verkefninu. En allt um
það.
Gísli á erfitt með að
lýsa prófessornum en
hafði þó þetta að segja
Gísli Rúnar og Steinunn Ólína í hlutverkum sínum.
„Slík sambönd einkennast af baráttu um völd og oft kemur upp einhver kynferðislegur þáttur."
um samband hans og
nemandans: „Allir þeir
sem hafa verið nemend-
ur — og ekki síður þeir
sem hafa fengist við
kennslu — munu sjá sig
í sambandi þeirra. Ég er
alveg sannfærður um að
allir sem einhvern tíma
hafa verið í skóla, sem
eru nú flestir, fá mikið út
úr sýningunni. Kennar-
arnir fá sadó-kikk út úr
þessu — nemendurnir fá
svona sadó/masó-kikk.“
Eins og áður sagði er
„Kennslustundin" ein-
þáttungur og oft sýndur
með öðrum einþáttungi
eftir Ionesco sem heitir
„Stólarnir". Það hefur
Jú þegar haustið skellur á viljum við starfsfólk í La Primavera
kynna fyrir ykkur nýtt og spennandi tilboðfyrir hópa á
bilinu 10-60 manns, í okkar frábæru salarkynnum.
Tilvaliðfyrir leikhúshópa.
Hópurinn safnast saman á barnum og er þá boðið uppá þrjár
tegundir affingurfœði, síðan tæki við matseðill
sem t.d. hljóðaði svona:
KiáUduerfLifrilhod
Inrffrt oiUúfXM&rfvU+tCfG, á lalatLeði *ne& oúiaúfAette-
KáLfjOÁneid MdaneAe.
Pö*t*tuhaka> {fltlt metí Qnartd MafutieA-njámGfri^
2.100 frt. * *
Auk yiULnjeifttl
%
JteikttúAXfieitiA afttucfrÁ viÁ
r rU
LA PRIMAVERA
RISTORANTE
þótt við hæfi, enda gera
þeir samanlagt eina
langa kvöldsýningu.
Þannig voru leikþættirn-
ir kynntir íslendingum í
Iðnó árið 1961. Það er þó
ekki hægt að segja að Io-
nesco hafi verið al-
gengur gestur á sviði
atvinnuleikhúss hér-
lendis. Gísli segir það
reyndar í anda Ionesc-
os að vera utangarðs.
Hann hefur verið þeim
mun vinsælli meðal
Ieiklistarfélaga fram-
haldsskóla, en þar er
hann iðulega færður
upp.
„Ionesco hefur átt
mjög greiðan aðgang
að yngra fólki,“ segir
Gísli. „Og það þrátt fyr-
ir að um hann hafi ver-
ið vafið einhverri intel-
ektúal helgislepju. En
það er ekki honum að
kenna. Það urðu ein-
hverjir aðrir til að setja
þann stimpil á hann.“
Ionesco hefur verið
flokkaður meðal ab-
súrdhöfunda og víst er
að hann hefur átt stór-
an þátt í því hvernig
absúrdstefnan er skil-
greind í fræðibókum
með verkum á borð við
„Sköllóttu söngkon-
una“ og „Nashyrninga“.
Gísli vill þó benda á að
absúrdhöfundar séu
mjög ólíkir innbyrðis.
„Menn hafa reynt að
drepa þessa absúrd-
ista af sér með því að
segja þá úrelta,“ segir
hann. „En Ionesco er
fjandi klassískur. Menn
verða væntanlega ekki
eins slegnir og þegar
Kennslustundin var
frumsýnd árið 1951. En
það er sláandi engu að
síður hvað þetta verk
heldur sínu. Og til
marks um það þá er
enn verið að sýna leik-
ritið í einhverju skápa-
leikhúsi í París. Þeir
skipta bara um leikara.
Kennslustundin hefur
gengið nánast jafnlengi
og Músagildran eftir
Agöthu Christie í
London."