Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 31

Helgarpósturinn - 09.11.1995, Qupperneq 31
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 31 Kusk stígur á stokk Axel söngvari, Aðalsteinn trommari, Þórarinn Elvar bassi og Hannes Þór gítarleikari mynda Kusk ásamt Pétri Jó- hanni, sem var vant við látinn þegar myndin var tekin. Með vorinu heldur hljómsveitin utan með tuttugu frum- samin iög í farteskinu. var ég að hugsa þetta?“ segir 1. Hver er yngstur þeirra sem hafa verið kjörnir á Alþingi íslendinga? 2. Hver er höfundur skáldsögunn- ar Madame Bovary? 3. Stjórnmálamaðurinn sem hér er í giöðum dansi var helsti leiðtogi Þýska alþýðulýðveldisins? Hann hét? 4. Hvaða tvö íslensk skáld eru sögð jarðsett í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum? 5. Sumarið 1933 kom flugsveit frá Ítalíu til Reykjavíkur og hefur at- burðurinn síðan veríð nefndur Hópflug ítala. Hvað hét foríngi flugsveitarinnar? 6. Textinn við hið vinsæla dægur- lag Vorkvöld í Reykjavík er eftir Sigurð Þórarinsson jarðfræðing. En eftir hvern er lagið og hverrar þjóðar var hann? 7. Hvað heitir hin lánsama stúlka sem hér er í örmum James Bond í kvikmyndinni Dr. No? 8. Hvaða ár var bruninn í Kaup- mannahöfn sem meðal annars er sagt frá í íslandsklukkunni? 9. Hvar eru eyjarnar Lewis og Uist? 10. Áríð 1976 var fenginn hingað þýskur lögreglumaður til að ann- ast rannsókn Geirfinnsmálsins. Hvað hét hann? 11. Hvað heitir þessi náungi sem er einn af örgustu þrjótunum í bókunum um Tinna? 12. Hvaða íslensk landsliðskona í fótbolta hefur stundað íþrótt sína á Ítalíu? ■JIHopspuiuuæs unjQng mzj •jannw JO II ■zinqos |JB» -oi •erXasapjjqaH mjeu njgo ‘eííajngns |j) )sef|a) jæ<j ‘6 '9ZL\ '8 •ssajputf einsjg 'L •has ‘aqnei yaAj -9 •oqieg 'S ■uossmug||en seuof 3o uosspijpauag jeuy ■Wauqm jaiieM £ ■paqneu aAefsng mz ■eje £2 suiage eq jba So ‘ÞE6I ‘uasppojoqj. jeuung *| n)e3||0)| giA joas Hin rúmlega ársgamla rokk- sveit Kusk er enn með lífs- marki, sem væntanlega kemur frekar í ljós þegar hljómsveitin stígur í fyrsta sinn í langan tíma á stokk í Rósenbergkjall- aranum í kvöld. Þar mun jafn- framt koma á daginn að hljóm- sveitin hefur ekki setið auðum höndum í pásunni löngu. „Það er rétt, því á tónleikunum í kvöld flytjum við frumsamin lög af væntanlegri tuttugu laga geislaplötu hljómsveitarinnar sem nú er í vinnslu," segir trymbill sveitarinnar, Aðal- steinn Ólafsson, en söngvar- inn og helsti textasmiður hljómsveitarinnar, Axel Jó- hann Bjömsson, var fljótur til svars þegar minnst var á text- ana; sem eru upp á ensku: „Eg er að öllu leyti menntað- ur erlendis og því liggur ensk- an beint við. En svona burtséð frá því er ég geðveikur öryrki og því er veran í hljómsveit- inni og textasmíðin í mínum huga þerapía. Maður byrjar með óljósar hugmyndir um hvað maður á að syngja, en smám saman raðast allt sam- an. Það er ekki oft fyrr en ári síðar að maður fattar það: Já, söngvarinn, sem flakkað hefur heimshorna á milli. Þeir félagarnir eru sammála um að rokk sé ekki mikil sölu- vara á íslandi. Því stefnir allt í að hljómsveitin fari með vor- inu út til Skandinavíu, þar sem hún ætlar að ástunda spilerí og ef til vill gefa eitthvað út. Á tónleikunum í kvöld hefur hljómsveitin í hyggju að láta áhorfendur taka virkan þátt, ekki þó með þeim hætti að þeir þurfi að borga sig inn. Botninn skafínn Botnleðja, ein efnilegasta hljómsveit landsins, heldur útgáfutónleika í kvöld Heiðar, Haraldur og Ragnar í Botnleðju. „Þessir 25 tímar koma sko ekki niður á gæðum tónlistarínnar því það er frábært sánd á diskinum." sjónvarp HP mælir með: A Hard Day’s Night **** (Stöð 2 fös., 21.20) Bítlamyndin góða. Það er víst að þeir sem ieggja allt upp úr lýsingu, klippingu... og bíó- spekúlantarnir myndu seint splæsa fjórum stjörnum. En hverjum er ekki sama? Þema- dæmið hjá Páli Baldvini byrjar með iátum; Guðfaðirinn og nú Bítlarnir. Hvernig í ósköpunum ætlar maðurinn að fylgja þessu eftir? Texasville *** (RÚVfös., 21.50) Sjálfstætt framhald The Last Picture Show með sömu Ieikur- um. Jeff Bridges enn með stjörnuleik. Ein og hálf Iögga ** 1/2 (Stöð 2 fös., 22.50) Telst kannski ekki með stór- virkjum bíósins en Burt Reyn- olds (,,Bud“) er í henni og það dugar. fslenskt, já takk (Stöð 2 sun., 20.05) Skemmtiþáttur undir stjórn Bhins geðþekka Steingríms Ól- afssonar, sem verður fínni í tauinu með degi hverjum. ís- lenskir þættir ávallt vel þegn- ir, en af hverju þessi haliæris- legi titill? Ef þetta er ekki pen- ingalykt þá er þetta minnimátt- arlykt. HP varar við Oprah Winfrey (Stöð 2 lau., 17.00) Þessi bollulega blökkukona kallar til „sér- fræðinga'* og áhorfendur og veltir sér upp úr samfélagsleg- um vandamálum. Algjört þrauk. Ef einhvers staðar er lít- il von til þess að fá einhver svör þá er það þarna. Amerísk vella og gott ef „í sannleika sagt“ — eftiröpunin — var ekki skárra dæmi. Sjónvarpsmaður vikunnar Sigurður Valgeirsson Það er ekki hægt að segja að Siggi Valgeirs hafi byrjað feril sinn sem sjónvarpsstjarna vel. Hann hefur svona lunta- og luralegan front, sem er ekki beint til þess fallinn að hitta þjóðarsálina beint í hjartastað. Hann Siggi er enginn smellur. En það er nú þannig með mannskepnuna að hún hefur ótrúlega aðlögunarhæfileika. Og rétt eins og með Bjarna Fel. þá hefur þjóðin lært að meta Sigga svona smátt og smátt. Og nú er hann orðinn hvers manns hugljúfi. Nú má það vera hverjum manni Ijóst að þessi fúllyndislegi maður er hreint enginn fúlisti! Það er helst að hann mætti vara sig þegar hann er að reyna að gera lítið úr Jóni Viðari. Jón Viðar er fullfær um það sjálfur. Hljómsveitin Botnleðja er að senda frá sér sinn fyrsta disk og heldur út- gáfutónleika í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld. Diskurinn er tólf laga og heitir Drullumall — nema hvað? „Nýbylgju- pönk. Það er skásta skilgreiningin ef við eigum að skilgreina þetta á annað borð,“ segja þeir Heiðar Öm Krisljáns- son og Haraidur F. Gíslason þegar þeir ráku nefið inn á ritstjórnarskrifstofur HP. Auk þeirra skipar Ragnar Páll Steinsson hljómsveitina. Botnleðja er dúndurtríó úr Hafnar- firði, en hljómsveitin sigraði í Músíktil- raunum ‘95 með glæsibrag. Fyrir vikið fengu þeir piltar 25 stúdíótíma í Sýr- landi. Og þeir voru jafnlengi að taka Drullumallið upp. Það var sjálfur Jón Skuggi sem stjórnaði upptökum og þeir bera honum vel söguna. „Þessir 25 tímar koma sko ekki niður á gæðum tónlistarinnar því það er frá- bært sánd á diskinum,“ segja þeir hvergi smeykir. Það kom reyndar á þá þegar þeir fréttu að Raggi Bjama væri líka með disk á jólaplötumarkaðinum. „Shit, Raggi Bjarna og Cigarette! Þetta er búið.“ Meðlimir Botnleðju eru allir fæddir ‘74 og líta framtíðina sæmilega björtum augum. „Jájá, við erum ekkert að hætta. Það er reyndar lítil framtíð hér á íslandi í þessari poppmenningu þannig að við hljótum að líta út fyrir landsteinana. Að minnsta kosti til Vestmannaeyja,“ segja þeir og það vekur greinilega ekki áhuga þeirra að hasla sér völl á sveitaballa- markaðinum. Það var helst á þeim að heyra að það væri hálfgert mellerí. Á næstunni ætla þeir að þræða félagsmið- stöðvarnar og eru sammála um að þetta sé hark. En Botnleðja? Hvurskon- ar nafn er þetta á hljómsveit? „Sko,“ útskýrir Halli trommari. „Nafn- ið er út af afmæliskókinu. Þegar maður var sex ára fékk maður kók í afmælum, missti hálfa kökuna í flöskuna og þegar maður var búinn með kókið varð botn- leðjan eftir. Og við erum að skafa botn- inn á íslensku tónlistarlífi.“ Það er Rafn Jónsson eða Rymur hf. sem gefur Drullumall út. popp Raggi Bjarna og Stefán Jökulsson, flottasta bar-parið, aftur á Mímisbar á Sögu. Saga Kiass skemmtir eftir þriggja rétta máltíð í bland við Ríó-sögu í Súlnasalnum. JJ Soui band og allur blús heimsins á Blúsbarnum, stað þar sem vel má fela blús- kennda framhjáhalds- rómantík. Guðmundur Rúnar aftur og nýbúinn á Fóg- etanum. DJ Kiddi Big Foot ætlar að freista þess að ná upp gamalli og nýrri stemmningu með sínu nefi. Beitan í kvöld er sýndarveruleiki og Smirnoff. Hunang verður sem fyrr freist- andi fyrir allar skemmti- legu býflugurnar sem sækja Kaffi Reykjavík. SUNNUDAGUR Sixties, já haldið ykkur fast; hljómsveitin Sixties skemmtir í höfuðborg- inni, nánar tiltekið á Gauki á Stöng á sunnu- dagskvöld. Jón Ingólfsson trúbador endar eins og venjulega helgina á Fóg- etanum. intercoiffure -hársýningar hafa alltaf verðið svolítið poppað- ar, ein slík verður á Hót- el íslandi á sunnudag. Grétar Örvars og Bjarni Ara fara á kostum á Kaffi Reykjavík eins og vana- lega. SVEITABÖLL Hafurbjöminn, Grindavík Bubbi og Þorleifur með nýtt og gamalt stöff... Sandgerði og Grindavík loga (smáheimfæring). í Grindavík á föstudags- kvöld. La Parilla, Sandgerði Bubbi Morthens og Þor- leifur Guðjónsson á næsta bæ á laugardags- kvöld. Siglufjörður — en hvar á Siglufirði er ekki vitað. Nuno og Millj- ónamæringarnir verða þarna á föstudagskvöld. Þið rennið bara á hljóð- ið. Sjallinn, Akureyri Nuno Miguel og Millarn- ir hressa upp á Akureyr- inga á laugardagskvöld.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.