Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 28.12.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 28. DESEMBER1995 7 Það sem er flestum Islendingum efst í huga sem það hræðilegasta sem gerðist á síðasta ári eru snjóflóðin mannskæðu á Vestfjörðum. Sorgin sem grúfði þá yfir lét engan ósnortinn. Ami Mathiesen: „Þegar maður hugsar um það versta á árinu kemst maður ekki hjá því að hugsa um mannskaðasnjóflóðin. Þær hörmung- ar yfirgnæfa allt annað þó að maður hafi ekki lent í því persónulega heldur sem einstaklingur í 260.000 manna þjóðfélagi. Það dapurlegasta í pólitíkinni var þegar slitn- aði upp úr meirihlutasamstarfinu í Hafnarfirði, Það er allt hið dapurlegasta mál en leysist eins og önnur.“ Sonja B. Jónsdóttir: „Versta áfallið sem hefur riðið yfir þjóðina eru snjóflóðin á Súðavík og Flateyri þar sem fjöldi fólks fórst og fjöl- margir misstu sína nánustu ástvini. Svo er Guði fyrir að þakka að það kom ekkert sérstaklega slæmt fyrir mig eða mína á þessu ári, en maður hefur áhyggjur af því að ekki skuli vera hægt að greiða hærri laun hér á íslandi og að ekki skuli leiðrétt það launamisrétti milli kynjanna sem var staðfest í skýrslu sem kom fram á þessu ári og hefur fengið að viðgangast. Ég hef ekki orðið vör við neinn vilja í til að breyta þessu.“ Birna Þórðardóttir: „Það versta er að við stjórnartaumunum skyldi taka ríkisstjórn íhalds og framsóknar, en stefna þeirrar stjórnar mun leiða til enn frekari niðurrifsstarfsemi og mis- skiptingar. Þetta eru mannanna verk en hitt, sem enginn fékk við ráðið, var enn hörmulegra. Þar á ég við afleiðingar snjóflóðanna á Flateyri og í Súðavík." Þorvaldur B. Þorvaldsson: „Það versta var að ég hafði ekki tíma til að gera Tweety- plötu, sem hefði verrið full af frumsaminni tón- list, en frumsaminnar tónlistar var sárt saknað á jólamarkaðnum þetta árið. Við munum bæta um betur og taka upp nýtt efni á nýju ári.“ Anna Hildur Hildibrandsdóttir: „Það versta eru snjóflóðin á Vestfjörðum, við sáum myndir af þessu í fréttunum í Bretlandi og það var sárt að sjá hvað náttúruöflin léku landa okk- ar grátt. Þetta er það sem er mér minnisstæð- ast. Það var líka alger skandall að ráðamenn skyldu skammta sjálfum sér launahækkanir þegar almennt launafólk lepur dauðann úr skel. Ef það er svo eitthvert mál sem ég gubba yfir á fréttaferli mínum er það mál Rosemary og Freds West á Englandi.“ Ögmundur Jónasson: „Það versta var þeg- ar þjóðin fékk yfir sig ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks." Elísabet Elma Líndal: „Það versta sem kom fyrir mig á árinu var þegar ég skar mig í þumalputtann, svo var ég líka klóruð. En það al- versta var þegar Brandur lenti í bílslysi og dó en Kobbi, hinn kötturinn, var orðinn svo gam- all. Mér finnst gott að Kobbi skuli passa Brand og hlýja honum á himnum." Drífa Hrönn Kristjánsdóttir: „Tilvera sjö- tíu prósenta kvenna er slæm nú þegar og það hlýtur öllum að vera ljóst. Útkoma kvenna í síð- ustu kosningum var forkastanleg og einnig það að gefa einungis einni konu möguleika á ráð- herradómi. Mér finnst afar slæmt að málflutn- ingur Sjálfstæðra kvenna skuli hafa orðið til að gefa Sjálfstæðisflokknum alibí í málefnum kvenna. Svo kemur upp í hugann framkoma Davíðs og málflutningur hans í EB-málinu, sem var fyrir neðan allar hellur. Hann ætti að drífa sig á Interrail með Ástríði, því manni virðist sem hann hafi ekki komið til Evrópu. Að lokum finnst mér þessi nýi búvörusamningur alger skandall." Ellen Kristjánsdóttir: „Snjóflóðin og sorg- in í kringum þau eru það versta sem kemur upp í hugann. Mér finnst ofbeldisþróunin og þessi mannvonska, sem ég verð meira vör við, einnig afar slæm. Það eiga allir að vera góðir hver við annan á nýju ári sem og eftirleiðis." Amal Rún Quase: „Það versta sem kom fyrir þjóðina voru snjóflóðin, en fólkið allt í kringum mann fylltist svo mikilli sorg að það var líkt og það hefði sjálft orðið fyrir þessu. Fólk mætti ekki í skólann og bar fyrir sig veik- indi og ég sá einn kennara minn gráta opinber- lega. Þá skildi ég fyrst hvað þessi þjóð er sam- rýnd. Ef eitthvað kemur fyrir einn kemur það fyrir alla.“ Dóra Takefusa: „Snjóflóðin á Vestfjörðum voru það versta sem henti á þessu ári.“ Gangið hratt um gleðinnar dyr Gera má ráð fyrir að X-kynslóðin sæki skemmti- staðinn Síberíu um áramótin, því þar verða allir helstu DJ-ar landsins í einum hnapp, enda aldrei þessu vant heilar tvær hæðir í boði í ár. Meðal skemmtisnúða í Síberíu á nýhafinni nýársnótt verða þeir Robbi rapp, Ámi E, Margeir og sá nýj- asti í hópnum, sem er reyndar kona að nafni Helena. Þeim til aðstoðar er DJ-inn Mark Anthony frá New York, sem ku vera þekktur í þessum geira víða um heim. Aðeins verða seldir 200 miðar á Síb- eríu á gamlárskvöld og þegar hafin forsala á þeim, sem þýðir með öðrum orðum að þeir, sem líka telj- ast tilheyra þessari kynslóð en fá ekki miða, verða að bregða sér eitthvað annað. Má í því sambandi nefna Tunglið og Ingólfscafé, sem verða með sinn árlega áramótadansleik, en fyrir þá sem eru búnir að fá nóg af dansleikjum um áramót má geta þess að undanfarin ár hefur verið haldið risapartí í Hraunholti í Hafnarfirði með barasta nokkuð ágætu uppagengi innanborðs. Þeir sem tilheyra hins vegar Kósý-kynslóðinni koma sjálfsagt til með að leggja lykkju á ieið sína og bregða sér af Hallærisplaninu alla leið upp á Hótel ísland. Þar skemmta enda helstu goð ungu kynslóð- arinnar, Páll Óskar og Emilíana Torrini. Aðeins fjær miðbænum, á Ömmu Lú, ætlar Kiddi Bigfoot einnig að halda áramótaveislu með tilheyr- andi knöllum og höttum, en þess í stað verður eng- inn nýársfagnaður á þeim bænum. Þótt ekki sé komin mikil hefð á áramótadansleiki á Ömmu Lú mun Kiddi sjálfsagt, eins og flestir aðrir, reyna að höfða til X-kynslóðarinnar. Leikhúskjallarinn ætlar hins vegar að reyna að höfða til þeirra, sem nú dýrka diskóið, með hjálp Stjómarinnar. Knöll og hattar og tilheyrandi verða einnig á veitingastað hinna fráskildu, Astró, eftir miðnætti. Einn frumlegasti áramótadansleikurinn á Stór- Reykjavíkursvæðinu verður haldinn í Félagsheimili Kópavogs með rokkhljómsveitinni Koi: Meðal leynigesta á þeirri skemmtun er ein þulan úr Ríkis- sjónvarpinu, en það sem meira er; hluti ágóðans sem kann að verða af skemmtun þessari rennur til Kópavogshælis. Það er vonlaust að ætla að reyna að smokra sér á nýársfagnað á Hótel Borg eða Perlunni. Á síðar- nefnda staðinn var upppantað fyrir ári og þannig hefur það nánast verið undanfarin fimm ár. Það er ekki nema einhver flytjist utan eða bara hrökkvi upp af að hægt er að bæta nýjum gestum inn á ný- árslistann. Einnig er þó nokkuð síðan upppantað var í matinn á Hótel Borg, enda meðal vinsælustu nýársfagnaðanna í bænum. Hægt verður þó fyrir þá, sem ekki voru nógu fljótir til, að komast inn að afloknu borðhaldi. Astró ætlar einnig að freista þess að koma upp éinhverri nýársstemmningu og þar verður djamm- að með fjórtán dægurlagasöngvurum. / Leikhúskjallaranum verður árviss dansleikur undir stjórn þeirra Erlu Friðgeirsdóttur og Gulla Helga. A meðan það kostar, svo dæmi sé tekið, Rokkhljómsveitin Kol heldur áramótadansleik í Félagsheimili Kópavogs. 7.900 krónur í matinn á Borginni kostar 4.500 krón- ur í fjögurra rétta máltíð í Leikhúskjallaranum. Þar að auki fylgir miði á skemmtunina í Kjallaranum, það er að segja; sá sem snarlar getur selt þeim sem hann langar til að fá inn á skemmtunina einn miða á dansleikinn á eftir. Það þýðir jafnframt að ekki verður opið fyrir hvern sem er á eftir.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.