Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 15.05.1996, Qupperneq 10

Helgarpósturinn - 15.05.1996, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR15. MAÍ1996 X HELCARPÓSTURINN Útgefandi: Miðill hf. Framkvæmdastjóri: Þorbjörn Tjörvi Stefánsson Ritstjóri: Stefán Hrafn Hagalín Ritstjómarfulltrúi: Guðrún Kristjánsdóttir Setning og umbrot: Helgarpósturinn Filmuvinnsla og prentun: Prentsmiðjan Oddi hf. Er líf eftir Jón Baldvin? Þegar þessi orð eru rituð aðfaranótt miðvikudags er ekki annað vitað en að Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokks- ins, hyggist gefa kost á sér í slaginn um Bessastaði. Raunar greina heimildir blaðsins frá því, að Jón Baldvin hafi þegar gert upp hug sinn og telji sig eiga möguleika á að ná sigri, en nú velti hann því fyrst og fremst fyrir sér hvort hann langi yfirhöfuð að verða for- seti... Alltént bíður formaður Alþýðuflokksins nú í ofvæni eftir sunnu- deginum næstkomandi þegar ektakvinnan Bryndís Schram snýr aftur úr kvikmyndavíkingi í Cannes. Væntanlega verður þá blásið til blaðamannafundar í beinni útsendingu frá Vesturgötu 38 með börn og barnabörn þeirra hjóna viðstödd. Eða varla hinkrar Jón Baldvin eftir Bryndísi sinni til þess eins að tilkynna ásamt henni að ekki verði af framboði að þessu sinni. Það er ekkert launungarmál að helstu stuðningsmenn Jóns Baldvins Hannibalssonar um forsetaframboð koma úr röðum hægrimanna og borgarastéttar: semsagt heiðbláir sjálfstæðis- menn, sem hugsa til þess með hryllingi ef fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins fær að verma stássstólinn á Bessastöðum í að minnsta kosti fjögur ár. Minna hefur nefnilega borið á stuðningi við Jón Baldvin innan Alþýðuflokksins, enda gríðarleg forystu- kreppa og innanflokksvíg yfirvofandi við framboð hans. Svartsýnir flokksfélagar hans hafa síðustu daga ákaft reynt að draga úr sínum manni kjarkinn. Það er hinsvegar ólíkt persónu formanns Alþýðu- flokksins, að taka mark á slíkum fortölum og bölsýnishjali. Þar af leiðandi skulum við ætla að maðurinn rjúki fram. Olafur Ragnar hefur frá páskum haldið sér í fimmtíu til sjötíu prósenta fylgi (breytist helst eftir því hvort einkarekin eða rík- isstyrkt fréttastofa situr við og reiknar) þrátt fyrir að hafa í upp- hafi hangið í tuttugu og fimm prósentunum. Þannig er glögglega ljóst, að ekkert hinna fjögurra — Guðrún Agnarsdóttir, nafna hennar Pétursdóttir, Pétur Kr. Hafstein og hvað þá Guðmundur Rafn Geirdal — á hinn minnsta möguleika á að ná embættinu. ^IMPánustu samstarfsmenn formanns Alþýðuflokksins óttast fátt Xll meira en að foringinn gjaldi afhroð í kosningunum og neyðist í kjölfarið — greinilega rúinn trausti þjóðarinnar — til að gefa frá sér embætti formanns. Og hver tekur þá við? Hver, hver, hver? Vitað er að Sighvatur Björgvinsson, Guðmundur Árni Stefánsson, Össur Skarphéðinsson og Rannveig Guðmundsdóttir eru þess mjög fýsandi að Jón Baldvin fari fram, enda losnar þá enn um á toppnum, sem Jóhanna Sigurðardóttir hafði fyrir nokkru hreinsað sjálfa sig af. Vinstrikratar bera einnig fyrir sig, að með framboði muni Jón Baldvin rústa öllum möguleikum á friðsamlegri samein- ingu jafnaðarmanna. Það er náttúrlega líktog hvert annað húm- búkk. Staðreyndin er sú að þeir óttast fyrst og fremst að sitja uppi með flokk sem einhver annar leiðir en Jón Baldvin Hannibalsson — einhver sem er jafnvel enn óvinsælli meðal þjóðarinnar; ein- hver sem er enn óútreiknanlegri; enn ólíklegri til að afla flokknum fjöldafylgis á nýjan leik; einhver sem er án nokkurs vafa síðri stjórnmálamaður. Þetta er forystukreppa Alþýðuflokksins í hnotskurn: ókræsilegt mannvalið við toppinn. Iöllu falli myndi Jón Baldvin krafsa í fylgi annarra forsetafram- bjóðenda og taka með í púkkið tíu til fimmtán prósenta per- sónufylgi sitt. Með kröftugri kosningabaráttu gæti hann þannig náð sterkt inní annað sæti með tuttugu til þrjátíu prósenta fylgi — og í sjálfu sér vel við unað, en hann á líka nokkra möguleika á sigri og aðeins undir þeim formerkjum ætlar hann fram. Jón Baldvin veit fullvel að hann þarfnast jákvæðra atburða í pólitískt hundalíf sitt á tímum þegar Álþýðuflokkurinn er í pínlegri kreppu og keppi- nautarnir um formannsembættið teknir að raða sér upp við rás- markið. Ef þeir þjófstarta ekki strax á flokksþingi í haust þá vaða þeir örugglega í foringjann að tveimur árum liðnum þegar flokkur- inn hefur enn og aftur farið slaklega útúr sveitarstjórnarkosning- um og hangir í pilsnerfylgi í alþingisskoðanakönnunum. Sennilega verður raunin sú að helmingur þjóðarinnar kýs þann frambjóðanda sem helst á möguleika á að leggja hinn um- deilda stjórnmálamann Ólaf Ragnar Grímsson að velli — og mun þá engu skipta hvort viðkomandi er sjálfstæðismaður eða jafnað- armaður með bláum keim. Verður þessi frambjóðandi Jón Baldvin Hannibalsson eða einhver annar? Það skýrist án vafa næstkom- andi mánudag. — í beinni útsendingu. Stefán Hrafn Hagalín Helgarpósturínn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241, dreifing: 552-4999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. íslenzkir fjölmiðlar í klóm risa Iumræðu um íslenzka fjöl- miðla hefur ekki borið mikið á alvarlegum athugasemdum við þá þróun eignarhalds á ís- lenzkum fjölmiðlun og gífur- legu samþjöppun, sem átt hef- ur sér stað á skömmum tíma. Nokkur liðin ár og fram á þenn- an dag hafa orðið til þrír fjöl- miðlarisar á íslandi. Þetta eru: (I) Stöðvar 2-Sýnar-samsteyp- an með Bylgjuna, DV og Tím- ann í farteskinu og (II) Stöð 3 með Morgunblaðið, Sambíóin og Nýherja sem eigendur með- al annarra. Þarna eru komin á tvær hendur tvö öflugustu dagblöðin á íslandi og þær tvær sjónvarpsstöðvar, sem stefna að því að einoka að minnsta kosti afþreyingar- markaðinn í sjónvarpi. Fjöl- breytnin á dagblaðamarkaði er horfin, en í staðinn hafa sprott- ið upp eins og gorkúlur alls kyns tónlistarstöðvar, einkum poppstöðvar, þar sem sjaldn- ast heyrist stuna af viti. Þá má ekki gleyma þriðja ris- anun á fjölmiðlamarkaði: (III) Fróða hf., öflugri tímaritaút- gáfu allra helztu og vinsælustu tímaritanna, sem gefin eru út á íslandi. Fróði var með 55% veltu allrar tímaritaútgáfu á ís- landi áður en fyrirtækið keypti Samútgáfuna, sem hafði 17% hlutdeild. Samtals ætti hlutfall Fróða af heildarveltu að vera um 72% eða sem næst 450 milljónum króna á ári. Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, alþingismaður, vakti at- hygli á því á Alþingi í byrjun mánaðarins í sambandi við ágreining Sýnar (Stöðvar 2- samsteypunnar) og Stöðvar 3 vegna úthlutunar rása til Sýn- ar, að svo virtist sem hringa- myndun væri í fjölmiðlun hér á landi og væri það áhyggjuefni. Hjálmar Árnason tók undir og raunar fleiri. Þessi ágreiningur um niður- stöðu Utvarpsréttarnefndar um að taka rásir af Stöð 3 og láta Sýn fá þær fyrirvaralítið er staðfesting á mikilvægi þess, að ótvíræðar reglur gildi um útvarps- og sjónvarpsrekstur á íslandi, einkum í tilvikum, þar sem um er að tefla „takmark- aða auðlind" (að minnsta kosti í bili). Ákvörðun útvarpsréttar- nefndar var sannast sagna ákaflega klunnaleg og grunn- hyggin og breytir rökstuðning- ur nefndarinnar í sjálfu sér engu þar um. Núverandi skip- an nefndarinnar gengur ekki upp. Það ber ekki vott um sér- lega skynsemi að afhenda markaðsráðandi sjónvarps- stöð viðbótarrásir, sem eru teknar hljóðalaust frá nýrri stöð, sem er rétt að byrja að fóta sig í samkeppninni. Það er eins og að hækka forgjöfina hjá þeim næstbezta en lækka hana verulega hjá skussanum. Á fjölmiðlafrelsi hér í vök að verjast? Leonard R. Sussman, aðal- sérfræðingur Freedom House- stofnunarinnar í Bandaríkjun- um í fjölmiðlarannsóknum, annast á hverju ári könnun á fjölmiðlafrelsi í heiminum (187 ríki í fyrra). ísland og íslenzkir fjölmiðlar fengu allgóða ein- kunn í fyrra eða þá sömu og fjölmiðlar í Bandaríkjunum. Samkvæmt niðurstöðum skýrslu Sussmans fengu ís- lenzkir prentmiðlar ekki nógu góða einkunn í einum af fjórum þáttum rannsóknarinnar, en hann fjallaði um „áhrif hags- muna í efnahagslífi á innihald fjölmiðla". Þeir sem til þekkja vita, að jafnvel Morgunblaðið hefur ekki farið varhluta af slíkum þrýstingi í frelsisbar- áttu blaðsins undanfarin 2-3 ár. Hvað þá aðrir prentmiðlar! Dæmin um þrýsting og áhrif efnahagslífsins á innihald ís- lenzka fjölmiðla eru sennilega fleiri en Sussman hefur vitn- eskju um. í Bandaríkjunum fengu ljósvakamiðlar sömu slöku einkunnina í efnahags- þættinum. Skýringuna mætti yfirfæra á ísland áranna 1995/1996: „Fjölmiðlar eru að færast á færri hendur, eigend- ur þeirra eru valdamiklir og hagsmunir byggðir á því að halda góðu sambandi við fjár- mögnunaraðila.“ Þetta hljómar kunnuglega. Þá er pólitískur þrýstingur og vald einn þáttur- inn til'viðbótar, sem lagður er til grundvallar mælingu á frelsi fjölmiðlunar. Enda þótt pólit- ískur þrýstingur sé minni en oftast áður er víðs fjarri, að hann sé á burt. Það er í þessu ljósi og ljósi samþjöppunar og eigna- tengsla, sem skoða ber ís- lenzka fjölmiðla og draga álykt- anir um hringamyndanir, frelsi fjölmiðla, skoðanafrelsi og jafnvel hættuna á skoðanakúg- un. Fjölmiðlar Halldór Halldórsson í skýrslu Samkeppnisstofn- unar frá desember 1994 um stjórnunar- og eignatengsl í ís- lenzku viðskiptalífi var dregin upp óttavekjandi mynd af eign- arhaldi fárra einstaklinga og fyrirtækja í íslenzku viðskipta- lífi. Þetta átti ekki síður við um fjölmiðlana en önnur fyrirtæki. Frá því skýrslan var gerð hefur þessi samþjöppun orðið meiri. Samþjöppun eignarhalds á fjölmiðlum er bein ógnun við stjórnarskrárverndað tjáning- arfrelsi. Helmingaskipti Moggans og DV Er það hollt fyrir litla þjóð, að hérlendis ríki eitt öflugt og óhagganlegt morgunblað (Morgunblaðið) og eitt öflugt síðdegisblað (DV), bæði skil- greind hægra megin við miðju? Þessi tvö blöð velta hvort um sig yfir einum milljarði króna á ári og samanlagt nemur velta þeirra 87% af heildarveltu blaðaútgáfunnar á íslandi, sem nam rúmum þremur milljörð- um í lok 1994. Þetta er ekki samkeppni og ekki heldur tví- keppni. Blöðin keppa ekki á sama tíma dags og una hag sín- um vel við óbreytt ástand, óbreytta einokun. Það er huggun harmi gegn, að enn skuli gefin út fréttablöð á borð við HP og pólitísk „safn- aðarrit" eins og Alþýðublaðið og Vikublaðið. Þau hafa ærnu hlutverki að gegna. Eignarhald í sjónvarpsgeir- anum er enn í mótun. Fram undir lok liðins árs var um að tefla íslenzka útvarpsfélagið (Stöð 2 og Sýn) með 37% heild- arveltu útvarps- og sjónvarps- rekstrar og Ríkisútvarpið með 49%. Síðan bættist Stöð 3 við, en enn sem komið er er alltof snemmt að dæma um vel- gengni stöðvarinnar og hlut- deild í markaðnum. Miðað við pólitískt og efnahagslegt afl eigenda stöðvarinnar má búast við því, að hún eigi eftir að spjara sig. En yrði til dæmis af illa mótaðri hugmynd Blábók- arhöfunda um Ríkisútvarpið um að svipta stofnunina aug- lýsingatekjum sínum mundi hún ekki síður koma illa við Stöð 3. Forskot Stöðvar 2 er þvílíkt, að þeim yrðu gjafir gefnar með slíkri aðgerð. Út- varpsréttarnefnd var ekki stofnuð til að úthluta gjöfum. Hvað sem því líður eru ann- ars vegar tengsl Stöðvar tvö- samsteypunnar við DV og hins vegar Stöðvar 3 við Morgun- „í umræðu um íslenzka fjölmiðla hefur ekki borið mikið á alvarlegum athugasemdum við þá þróun eignarhalds á íslenzkum fjölmiðlun og gífurlegu samþjöppun, sem átt hefur sér stað á skömmum tíma.“ blaðið erfiður biti að kyngja fyrir þá, sem óttast skoðana- kúgun í skjóli fákeppni. í sum- um ríkjum Bandaríkjanna væri eignarhald á dagblöðum og sjónvarpi, að ónefndu útvarpi, í einni borg, í jseim mæli, sem hér tíðkast, í blóra við sam- keppnislög. Það sem er mikils um vert er, að eina aðhaldið, sem þess- ar stöðvar fá, er Ríkissjónvarp- ið, sem öflugir aðilar vilja losna við af markaðnum í nú- verandi mynd. Þótt ekki sé lit- ið nema til fréttaþjónustu Rík- issjónvarpsins nægir hún til þess að sannfæra mann um holla samkeppni úr þeirri átt, þótt ekki sé allt þar með mest- um ágætum fremur en víðast hvar annars staðar. Sú þjöppun á fjölmiðlamark- aði, sem er í mótun á íslandi, hefur í sér fólgna stórhættu- lega þróun. Þekking gerir ykk- ur frjálsa, segir einhvers stað- ar, en samkvæmt jarðbundnari skilningi er þekking vald. Þetta vald er hægt að misnota herfi- lega með |jví að reka fjölmiðla á sömu forsendum og gotterís- fabrikku. Til þess að skila sam- félaginu nokkuð fram á veg þurfa þegnarnir að þekkja „ástand landsins“ og eiga þess kost að skiptast á skoðunum. Höfundur er blaðamaður og hefur meistaragráðu í fjölmiðlafræðum.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.