Helgarpósturinn - 15.05.1996, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 15.05.1996, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR15. MAÍ1996 Nú eða (kannski) aldreií Vilt þú andlegan mann meðal forsetaefna?! Ef svo er þætti mér vænt um ef þú skrifaðir nafn þitt, lögheimili og kennitölu á reitinn hér til hliðar, klipptir hann út og sendir til mín. Slík undirritun fer beint til viðkomandi yfirkjörstjórnar þar sem farið er yfir hvort þú sért á kjörskrá. Vottorði þeirra er síðan skilað ásamt væntanlegu framboði mínu til dómsmálaráðuneytisins. Fullnægi ég skilyrðum um að lágmarki 1.500 meðmælendur gæti ég orðið forsetaefni. Þú getur orðið meðmælandi hjá öðrum frambjóðendum en mér, jafnvel öllum, ef þú vilt. Og nafn þitt verður ekki birt í auglýsingum. Og þú ert ekki skuldbundinn til að kjósa mig. Þú ert aðeins að hjálpa mér til að verða hugsanlegt forsetaefni, sem gæti hjálpað þér og öðrum við hið endanlega val. Yfirlýsing Ég undirrituð/-aður mæli með Guðmundi Rafni Geirdal sem forsetaefni við kjör til forseta íslands sem fram á að fara þann 29. júní 1996: Nafn:____________________________________ Lögheimili:_______________________________ Kennitala:________________________________ Sendist til: Guðmundur Rafn Geirdal, Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík (s. 567-8921, s. 567-8922, fs. 897-2350, bt. 846-5015, fax 567-8923). C/uðmundur Rafn Qeirdal væntanlegur forsetaframbjóðandi: þitt er valið! Ég er eini frambjóðandínn sem er : algjörlega hlutlaus í stjórnmálum. Petta kemur einníg til með að gilda ef Jón Baldvin eða Ástþór Magnússon bætast ; í hópinn. Fyrir sumum er afar míkilvægt að forseti þjóðarinnar sé hlutlaus hvað varðar stjórnmálastefnur eínstakra flokka þannig að hann sé ekki vilhallur 1 einum aðila öðrum fremur, þar sem hann á að vera sameiningartákn þjóðarinnar, Einnig er ég eini frambjóðandinn sem hefur stundað andlega rækt um árabil með virkum hætti. Petta getur verið mikill kostur fyrir forsetaefni, því embætti forseta íslands er á margan hátt háandlegt, því oft er forsetinn fenginn til að ávarpa þjóðina og þíngið á hátíðarstundum þar sem hann fjallar : um æðstu lífsgildi þjóðarínnar. Pað getur því verið æskilegt að hafa forseta sem á auðvelt með að sækja í æðri visku, ef ekki í sjálfum sér, þá meðal annarra sem hafa visku tíl að bera, og sækja til þeirra ráð með skjótum hætti. Auk þessa er ég hugsjónarmaður. Mín hugsjón er sú að stuðla að auknum þroska meðal þjóðarinnar, svo og meðal mannkynsins, eftir því sem tök eru á. Ég hallast að því að meginleiðin sé sú að mynda fordæmi í gegnum eigin ræktun og útvarpa því síðan til þjóðarinnar, sem og annarra þjóða eftir því sem við á og hvetja bæði landsmenn sem og fólk af öðru þjóðerni til að stunda þroskandi ræktun á sjálfum sér með virkum hætti. Með slíkri viðleitni getur lítíl þúfa velt þungu hlassi. Petta á ekki aðeins við um mig sem hugsanlegan forseta, heldur allt eins um þjóðina, því hún hefur oft verið flokkuð meðal smáþjóða á alþjóðavettvangi. En tilfellið er að smáþjóðir geta haft umtalsverð áhríf í alþjóðlegum stjórnmálum því þótt íslenska þjóðin sé ekkí nema með um einn þúsundasta af hlutdeild í hagkerfi heimsins, eða jafnvel enn minna, þá er hún meðal um 180 þjóða sem skráðar eru sem meðlimir Sameinuðu þjóðanna. Með sterkum áherslum á frið, kærleika, réttlæti, heiðarleika og þroska getur ísland myndað mjög sterka sérstöðu á alþjóðavettvangi sem þjóðin í norðri sem velur æðri eiginleika mannsins umfram þær lægri hvatír sem geta leitt til deilna, stríðs og jafnvel tortímingar. Sumir hafa kvartað yfír því að ég væri of ungur. Tilfellið er að í Stjórnarskrá okkar segir í 4. grein: „Kjörgengur til forseta er hver 35 ára gamall maður, sem fullnægír skilyrðum kosníngaréttar til Alþingis, að fráskildu búsetuskilyrðinu." Ég er 36 ára þannig að ég fullnægi skilyrðínu. Yngsti ráðherra í ríkisstjóm íslands var 27 ára. Yngsti alþingismaðurinn var 23 ára. Yngsti bæjarstjórnarmaðurinn er 19 ára, og er það á ísafirði. Árni Sigfússon var um 40 ára þegar hann varð borgarstjóri. Markús Örn Antonsson sagði um það að oft væru yngri menn ferskari og virkari í stjórnun. Pví ættí forseti íslands ekki að geta verið 36 áral! Auk þess gæti svo verið að ég sé gömul sál í nýjum líkama ef marka má andleg fræðí. Öðrum hefur þótt menntunargráðan fulllítil, eða hluti af BA-prófi. Tilfellið er að ég álít að ég hafi lært mest á jóga, heilun og dulspeki og að þetta séu æðri fræði en doktorsgráða úr bestu háskólum Vesturlanda, einfaldlega af því að vísindin hafa hafnað andlegri þekkíngu undanfarin árhundruð í leit sinní að mælanlegum staðreyndum en eru rétt farin að átta sig á að fjöldi vísindamanna við rannsóknir á þeim einingum sem byggja upp atómin hefur áhrif á niðurstöðuna, sem þýðir að hugur þeirra hefur áhrif á efnið sem þeir eru að rannsaka, sem þýðir áð þeir gætu verið að komast að sömu niðurstöðu og andlegu vísindin hafa haldíð fram síðastliðin árþúsund! Ég hef áhuga á æðstu sameiginlegu þekkingu þessara vísinda til að vísdómur komandi forseta landsins geti orðið sem æðstur! Pú hefur valið! Vilt þú að ég fái nægjanlegan fjölda meðmælenda til að geta orðið forsetaefni, þar sem mér gefst færí á að kynna mig betur fyrir þjóðinni, svo hún hafi valkost, allsérstæðan valkost... andlegan mann! Ef svo er, þá er ég reiðubúinn!" AUGLÝSING

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.