Helgarpósturinn - 15.05.1996, Page 20

Helgarpósturinn - 15.05.1996, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR15. MAÍ1996 áfangastaðir ■w uun ■ nt í Albaníu Týnda borgin Pyrir fimm árum fann enski bankamaðurinn Rothchild lávarður hina týndu, fornu Butrint-borg á albönsku eyj- unni Saranda. Hann var á göngu um þessa einmanalegu paradís þegar hann rakst á hina týndu borg. Rothchild eyddi rúmu ári af lífi sínu á þessum stað, sem talið er að hafi eitt sinn veriö vagga kristninnar. Þarna ríkti alger frlður: engin diskótek eða nú- tíma tæknidót á borð við götu- Ijós. Um nætur var svarta- myrkur og dökk fjöllin risu úr sænum við dögun. Árið 1991 hrundi síðan kommúnisminn í gjörvallri Evrópu og helkrumla fátæktarinnar greip Albaníu heljartaki. Og Rothchild fór til baka til Corfu. Hann lýsti æv- intýrinu eins og að hverfa aft- ur í tímann. „Maður er umvaf- inn fornum minjum sem heim- urinn hefur gleymt. Það sem kemur mest á óvart er hversu heillegar þessar rústir eru svo og það sagnfræðilega mikil- vægi sem þar er aö finna og eftir er aö skoða." í dag hefur veriö sett upp siglingaleið milli Corfu og Saranda, nokkrum kJlómetrum frá Butrint. Grikkir hafa miklar áhyggjur af þessu, því flóttamenn frá AlbanJu flykkjast í burtu með þessum ferjum og enda margir J Grikk- landi. Áður fyrr fór enginn frá kommúnistavirkinu AlbanJu og hægt var aö telja ferðamenn J landinu á fingrum annarrar handar. Enn þann dag í dag leggja fáir feröamenn leið sJna til þessa eyðilega Evrópu- lands, en um borð J ferjunni er þó hægt aö kaupa sér ferða- mannaávlsun til landsins af albönskum embættismönnum fyrir þrjú hundruð krónur. Þrátt fýrir fátækt og áratugalanga einangrun er Albanía eitt feg- ursta land Evrópu. Hin fagra náttúra, með fjöllum og fall- vötnum, hefur fengiö að standa óhreyfö og í friði fyrir ágangi mannsins. Malarveg- irnir í landinu eru svo slæmir aö margir þeirra eru gjörsam- lega ófærir, en það kemur kannski ekki aö sök þar sem almenningur í Albaníu á ekki blla. Og aö mörgum fjallaþorp- anna liggja engir vegir, þanníg að menn komast aðeins þang- aö fótgangandi. Fyrir sunnan Albanlu er Grikkland og Ítalía hinum megin viö Adríahafiö, en aöeins í Albaníu má enn finna óspjallaða Miðjaröar- hafsnáttúru. Nú fer hver að veröa síöastur, — áður en flugvélar og pakkaferöir ríða þessari náttúruperlu að fullu. -EBE Óperan Galdra-Loftur eftir Jón Ásgeirsson verður frumflutt í íslensku óperunni 1. júní. Sæmundur Guðvinsson ræddi við höfundinn, sem vann linnulítið að samningu verksins um tveggja ára skeið. Þetta erhrein Jú, þetta hefur verið geysilega mikil vinna og eiginlega hrein geggjun að ráðast í þetta. Maður er vand- ræðabarn á heimilinu með sérþarfir meðan á þessu stendur. Ég gerði textann sjálfur bæði samtímis tónlistinni og á undan. Raddskráin er upp á 637 síður fyrir hljómsveitina. Upp úr þessu þurfti ég að búa til fyrir píanó til æfinga og það er heilmikil bók þar sem eru raddir með texta og píanóundirleik- ur. Síðan þarf að taka allar raddir fyrir spilar- ana. Fyrir utan hvað ég þurfti að skrifa verkið oft meðan ég var að semja það þurfti ég að ganga frá tveimur gerð- um, annars vegar fyrir hljómsveit og hins veg- ar fyrir æfingar,“ sagði Jón Ásgeirsson tónskáld í viðtali við Helgarpóstinn. íslenska óperan frumflytur óperuna Galdra-Loft eftir Jón Ásgeirsson þann 1. júní og er það einn af viðburðum Lista- að sér þetta meira sem show en lifandi texta. Ég varð því að setja ansi mikinn texta í síð- asta kaflann. Síðan er viðbótar- kafli sem ég bjó til þar sem þau syngja yfir honum látnum." Á hvaða þœtti leikverksins leggurðu megináherslu í óperunni? „Ég snikka allt úr þessu nema það sem varðar beinlínis átök þessara fjögurra persóna, Lofts, Ólafs, Steinunnar og Dísu. Gamli maðurinn, sem er blindur í leikritinu, er alsjáandi í óperunni og hann lánar Lofti galdrabók sem hann hirðir svo af honum dauðum eftir átökin. Á þann hátt tengir gamli mað- urinn á táknrænan hátt upphaf og endi verksins. Ég felli niður senu Jóhanns með Lofti og föð- ur hans og læt Loft bara syngja dúetta við sjálfan sig. Það er ein persóna sem heitir Andi og er innri maður og samviska Lofts. Hann á því í átökum við sjálfan sig á andvökunótt og ég fæ dúett út úr því þó að ég hafi fellt burt persónu.“ Tveggja ára vinna Jón sagði tveggja ára vinnu að baki óperunnar. Að vísu hefði hann samið hornkonsert í millitíðinni auk ýmissa söng- laga. Hefurðu gert breytingar á verkinu eftir að œfingar hóf'■ ust? „Ég gerði smábreytingu á tveimur lögum, aðallega til að fá meira út úr söngvaranum. Einnig tónflutti ég einn kafla. Ég er viðstaddur allar æfingar og það er mikil og góð sam- vinna milli mín og Garðars RAMMALISTINN Hverfisgötu 34 - Rvk. Sími: 552-7390 Mikið úrval af barrokk- og hringrömmum. Römmum inn málverk, . grafík, Ijósmyndir og útsaumsmyndir. . hátíðar. Stjórnandi er Garðar Cortes en leik- stjóri Halldór E. Lax- ness. Leikmynd gerir Axel Hallkell Jónsson og búninga Hulda Kristín. Lýsingu annast David Walters. Jón lauk við að semja óper- una árið 1989 en hún hefur ekki verið færð upp fyrr en núna. Söguþræðinum fyigt Jón sagðist lengi hafa verið með tvær hug- myndir að óperu. Ann- ars vegar Möttulssögu og hins vegar Galdra- Loft og Loftur hefði orðið á undan. Nú þekkja margir leikrit Jóhanns Sigur- jónssonar um Galdra-Loft. En hvernig varð óperan til? „Óperan er allt annað form. í fyrsta lagi þarf að stytta og þétta textann vegna þess að líf- tími sagðra orða er miklu styttri heldur en sunginna. Það tekur um fjórfalt lengri tíma að syngja texta en segja hann fram. Ég felldi því margt úr leikritinu og þurfti að bæta talsvert miklu við. En ég fer al- veg eftir leikriti Jóhanns. Óper- an er ótímabundin og á ótil- teknum stað. í síðasta kaflan- um, sem á að gerast í kirkjunni þegar Loftur magnar fram bók- ina og biskuparnir koma, þá er það galli á leikritinu hvað text- inn er lítill. Jóhann hefur hugs- „Jú, þetta hefur verið geysilega mikil vinna og eiginlega hrein geggjun að ráðast í þetta. Maður er vandræðabarn á heimilinu með sérþarfir meðan áþessu stendur.“ Cortes og Halldórs E. Lax- ness.“ Verður uppfœrslan svipuð og þú hafðir séð hana fyrir? „Nei, senan er allt önnur. Ég hafði séð þetta eins og í leikrit- inu, inni í bóndabæ og annað slíkt, en það er búið að taka það allt burtu. Ég varð mjög hissa fyrst þegar ég sá sviðs- myndina og hún er gjörólík því sem ég hafði hugsað mér. Hins vegar er ég mjög sáttur við hana og finnst að Halldór hafi tekið rétta stefnu. Auðvitað er hann að skapa lifandi gerð verksins. Ég sat bara við mitt skrifborð og samdi texta og tónlist." Nú eru margir viðkvœmir fyrir breytingum á gömlum íslenskum verkum. Attu von á að þínar breytingar verði gagnrýndar? „Ég sýndi bókmenntafræð- ingum og fleirum þetta verk mitt og þeir voru ekki ósáttir við breytingarnar. Ég fylgi verki Jóhanns alveg hvað varð- ar atburðarásina og texta hans þar sem ég nota hann.“ Góðir söngvarar Með helstu hlutverk í óper- unni fara Elín Ósk Óskarsdótt- ir, Þóra Einarsdóttir, Þorgeir Andrésson og Bergþór Páls- son. Jón Ásgeirsson sagðist vera mjög ánægður með söngvarana. „Þorgeir fer með hlutverk Lofts og er aiveg sér á parti, hann er svo kraftmikill í þessu erfiða hlutverki. Elín Ósk er í hlutverki Steinunnar og Berg- þór Pálsson er Ólafur. Viðar Gunnarsson syngur Gottskálk og ég læt hann fá heila aríu þótt hlutverk Gottskálks sé lít- ið í leikverkinu. Síðan eru þarna þrír ungir söngvarar sem ég er einnig mjög montinn yfir, Þóra Einarsdóttir, Loftur Erlingsson og Bjami Þór Krist- insson bassi í hlutverki gamla mannsins sem opnar verkið og lokar því. Þetta er allt komið í fullan gang og allir kunna sitt. Nú syngja menn og syngja og frumflutningurinn nálgast óð- um,“ sagði Jón Ásgeirsson. Altt að verða uppsett Óperan Galdra-Loftur verður flutt sex sinnum meðan á Lista- hátíð stendur og er þegar orðið uppselt á nokkrar sýn- ingar.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.