Helgarpósturinn - 15.05.1996, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 15.05.1996, Blaðsíða 28
MtÐVIKUDAGUR 15. MAÍ1996 heitt Sértu karlmaöur; I guöanna bænum ekkl eyða allri sumarhýrunní t einhverja litríka glansgalla. Á hausti komanda breytist nefnilega karlmannatískan í andstæðu slna. Og ekki gleyma þt/í aö sumariö á íslandi er örstutt en vetur- inn langur og kaldur. Settu heldur pen- ingana í sparibaukinn og safnaöu fyrir haustfatnaöinum, þvi í ár mun hann kosta skildinginn. í haust er ómissandi að eignast hálfsíöan frakka, annaö- hvort úr leöri eöa kamelull. Þessi úr leðrinu á helst aö vera þröngur og brúnn en kamelullarfrakkinn vandaður aö vanda. Fyrir veturinn er einnig nauö- synlegt að fjárfesta í afar herralegum gráum flannelsfatnaöi. Eftir því sem HP kemst næst verður flannel t þvílík- um hávegum haft aö enginn telst maö- ur meö mönnum nema eignast eitt- hvað þvíumlíkt. Helst grá jakkaföt. Fróöir menn spá því aö flannelstískan í ár slál viö flannelstísku sjötta áratugar- ins. Og svo er þaö nú alltaf þannig aö þegar eitthvaö nýtt kemur upp t karl- mannafatatlskunni þá dugir þaö — óltkt kventiskunni — aö minnsta kosti í tvö til þrjú ár. Kúkalabbar. Kalt — kúkalabbar. Þaö lætur aö minnsta kosti mjög vel í eyrum. Auövitaö eru kúkalabbar alltaf kaldir. Hvaö annaö? En hvað merkir annars orðið kúkalabbi? Þaö eru sktt- hælar, froöufés, fantar, fúlmenni og fjandafælur, sagöi mér fróö kona ein- hverju sinni þegar hún taldi eiginmann- inn hafa tekið hliöardans. Til aö grennslast nánar fyrir um hvaö þetta orö merkir var flett upp i oröabók Máls og menningar, en þar segir aö kúka- labbi sé rusti og um rusta stendur aö hann sé durtur, kauöi, drussi, dóni. Sem sagt ekki mjög svo fýsilegur mannkostur þar. ... kókómjólk út í kaffið meö henni getur maöur ímyndaö sér eitt augnablik aö maður sé kominn meö oappucclno t staö hins steingelda stofnanakaffis sem boöiö er upp á um allan bæ. ... subbulegri kosningabaráttu sem allt stefnir!, fari þeir Jón baldni og Óli grís t slag. Úff. ... háspennu sem skellur reyndar á t þjóöfélaginu innan mánaöar; kosningar, listahátíö; Bowie, Björk. Allt bendir til skemmti- legs sumars. ... heitapottspartiuni vorveöriö dag eftir dag gerir þaö aö verkum aö mann er farið aö dauölanga I heitapottsparti og bjór. ___kokkurinn Sverrirá Café Operu Nýveriö var skipt um eigendur á Café Óperu. Einn þeirra sem sjá um aö matreiöa ofan t gesti staöarlns er Sverrir Hall- dórsson: „Café Ópera er kannski þekkt- ast sem steikhús, en þó er hægt aö fá hér ýmsa fisk- og pastarétti. Viö erum í raun meö mjög stóran matseöil og mikiö úrval. Viö reyn- um aö hafa nokkuö létta stemmningu á staönum meö lif- andi píanótónlist og reynum aö losna viö þetta stífa andrúmsloft sem oft fylgir fínni veitingastöö- um. Af forréttum er helst aö nefna lemongrass-thai-kjúklinga- súpu og engifer- og laxarúllu í pip- arrótarsósu, sem er vafiö upp í rúllu og léttdjúpsteikt aö utan. Síöan erum viö meö mikiö af grill- steikum í aöalrétt. Einnig bjóöum viö upp á önd, borna fram meö djúpsteiktum kartöflum t kirsu- berjakoníakssósu, en steinasteik- urnar eru nú einna vinsælastar. Þá fá gestimir platta meö sjóö- andi heitum steini og svo steikir hver fyrir sig eftir smekk. Það myndast oft mikil stemmning f kringum þetta og gestirnir fá til- heyrandi kokkahúfu og svuntu. í þessu er hægt aö velja nauta- lundir, humar, lambasteik á teini og fisk- og kjötfantasíu. Aö lokn- um málsveröi geta gestir svo brugöiö sér í koníaksstofuna. Loksins Þótt ekki beri hann þaö með sér skartar Vignir Daðason úr Keflavík einhverri dýpstu rödd sem um getur á íslandi. Án þess að blikna spreytir hann sig nær óaðfinnanlega á köppum eins og Tom Waits og Louis Armstrong. Loksins, eftir hvorki meira né minna en tíu ára meðgöngu, kom á dögunum út fyrsta plata Vignis, sem ber einfaldlega heitið Loksins. „Ég sagði einmitt á tíu ára fermingarafmælismóti mfnu og félaga minna úr Keflavík, sem haldið var fyrir réttum tíu árum, að til stæði að ég færi að gefa út plötu. Á tuttugu ára fermingarmótinu, sem haldið var svo fyrir nokkrum dögum, gat ég einmitt sýnt fram á að ég hafði nýverið gefið út mína fyrstu plötu, Loksins," segir Vignir, sem aúk þess að hafa sungið töluvert f kirkjum landsins, þó ekki gospel, var á sínum yngri ár- um í nokkrum nýbylgjugrúppum. En afhverju plata nú; eftir öll þessi ár? „Það var eiginlega lán í óláni sem leiddi til þess að hún kemur út nú í vor og of langt mál að rekja hér. Upphaflega stóð til að Bjöm Bjöms- son aðstoðaði mig en á endanum fékk ég til liðs við mig þá Friðrik Sturluson, Þór Sigurðsson í Deep Jimi og Tómas Jóhannesson, þar af samdi Friðrik slatta af textum á plötunni, og kann ég þeim miklar þakkir fyrir. Ég gerði hins vegar Sjálfur öll lögin.“ Afhverju helltirðu þér ekki í jólafárið? „Hefði ég gefið út plötu fyrir jólin, eða jafnvel rétt eftir áramótin, hefði ég —jafnóþekktur og ég er — orðið undir f flóöinu. Ennfremur er platan mín þess eðlis að það þarf að hlusta á hana oftar en einu sinni. Meö því að gefa út plötu nú er ég hins vegar einn á markaðnum." Ætlarðu að fylgja smíðinni eitthvað eftir? „Nei, ég hef ekki hugsað mér það, ekki nema platan slái þvílíkt í gegn að undan því verði ekki vikist! Satt að segja er ég búinn að fá nóg af harkinu á börunum undanfarin ár. Þar af leiðandi Ift ég á þessa plötu sem nokkuð sem ég varð að klára áður en yfir lauk," segir Vignir, sem þó ætlarekki alveg að sleppa hendinni af tónlistinni á næstunni, því hann hyggst láta þann draum sinn rætast að fara út til Danmerkur og læra upptökustjóm." Þú veist af því að það er laus söngvarastaða hjá Jet Black Joe. Hefurðu ekkert hugsað þér að sœkja um? „Nei, — ætli ég sé nógu hærðurfyrir þá?!“ -gk Mexíkóskir töfrar Það er ekkert nýtt að uppskriftir að góðum réttum verði að eins konar „trendi“ og fari eins og eldur í sinu milli vinkvenna- hópanna — og reyndar karla- veiðihópa einnig í seinni tíð. Einn vinsælasti flökkurétturinn í mínum vina- og kunningjahópi þessa dagana er hinn heims- frægi mexíkóski réttur chili con carne. Nú kann einhver að hugsa; Vá, merkilegt eða hittðó, er ekki hægt að nálgast þessa chili con carne-uppskrift hvar sem er? Vissulega er það hægt, en þið munið þetta með að þeg- ar ein beljan mfgur þá byrja all- ar hinar. Tjái maður sig um ein- staka rétti af innblæstri; haldi ekki vatni yfir bragðinu, lýsi því fjálglega hvað þetta sé nú allt einfalt (skipuleggi maður sig) og tali um töfrana veit maður ekki fyrri til en allir sem maður innblæs eru búnir að toga upp úr manni uppskriftagaldurinn. Það er nefnilega eins með ís- lenskt súpukjöt, ítalska kjöt- sósu og hinn heimsfræga mexí- kóska chili con carne-rétt; hver og einn gæðir þessa rétti lífi með sínu nefi, notar sína töfra, ef svo má að orði komast. Svo þróast réttirnir og þróast og fyrr en varir eru þeir orðnir svo góðir að stappar nærri full- komnun. Að upplifa slíkt er ógleymanleg lífsreynsla; maður næstum því grætur af gleði, svo vægt sé til orða tekið (svona eins og í mexíkósku myndinni Kryddlegin hjörtu). Fyrir rúmu ári bauð karlkyns vinur minn mér og nokkrum vinum mínum í mat. Ég held að þetta hafi eitthvað með með- fædda fordóma að gera, en satt að segja, eftir að hann tjáði mér hvað yrði í matinn, hélt ég að ég fengi barasta einn svona chili con carne-réttinn í viðbót. Og sosum allt í lagi með það. Mað- ur veit sem er að það að borða í góðum félagsskap er líka mikils virði. En til vinarins mættum við alltént. Kom þá ekki gest- gjafinn færandi hendi með dúndursterka Margarítu (sem við öll erum sammmála um að sé ástæðan fyrir svartnættinu síðar um kvöldið, en það er önnur saga). í byrjun dúndruð- um við semsé í okkur nokkrum Margarítum og jöpluðum á flög- um og avókadóídýfu. Vorum fyrr en varir öil komin á flug og sögðum fáeinar kjaftasögur. „Matur!“ var svo kallað. Með það sama færðum við okkur í vel búna borðstofuna innan um aragrúa athyglisverðra bóka, byrjuðum að sötra á rauðvíni og sögðum fleiri kjaftasögur. Sveittur með svuntuna færði svo vinurinn fram einn réttinn af öðrum og þegar allir voru komnir með sitt var byrjað að snæða. „Mmmmrn," rumdi í okkur og það er ekki laust við að maður sæi gæsahúðina fara um líkama matargestanna. Þetta var ekki bara kurteisi. Chili con carne-rétturinn var guðdómlegur. Og það var því heidur ekki bara fyrir kurteisis- sakir sem við heimtuðum öll sem eitt uppskriftina. Uppskriftin reyndist svosem ekki miklu flóknari en aðrar sams konar uppskriftir, nema hvað töfrarnir voru fólgnir í sítrónusafa, sykri og slatta af rauðvínsediki. Þar að auki hafði rétturinn fengið að malla óáreittur í margar klukkustundir. Þetta límdist vel á heila minn, því næst er ég eldaði chili con carne tók ég vininn á orðinu og notaði næstum því sömu töfra, nema hvað ég hafði púðursykur (er ekki mikið fyrir þann hvíta) og balsamico-edik, en barasta venjulegan sítrónusafa. Og viti menn: hróður minn barst víða (smámont). Nú ætla ég að deila þessum draumi með ykkur. Chili con carne Minnst 1 kíló nautahakk (fyrir grænmetisæturnar má í staðinn vel notast við sojabaunahakk) 2 dósir nýrnabaunir (þær má náttúrlega leggja í bleyti og sjóða, ef viil. Dósabaunirnar eru ekki síðri) 1 msk. grænmetisolía 1 stór laukur 1/2 pakki chili con carne- kryddblandan hennar Sigfríðar í Pottagöldrum 1 dós tómatar, eða fimm ferskir og fláðir 2 stk. rauður chili-pipar, mega vera fleiri 1 msk. púðursykur væn sletta af unaðslegu Bal- samico-ediki (fæst í Heilsuhús- inu) safi úr hálfri sítrónu salt slatti af rauðum pipar, ef þið viljið hafa réttinn „hot“ Byrjið á að brúnsteikja lauk- inn í grænmetisolíunni, það tek- ur að minnsta kosti tíu mínútur eða svo. Hrærið vel á meðan. Saxið síðan niðúr rauða pipar- inn en passið að fræhreinsa hann, nema þið viljið hafa rétt- inn eldheitan, og bætið honum á pönnuna. Hellið því næst öllu kryddinu út í. Galdurinn við gott kryddbragð er fólginn í því að steikja það í svona tvær þrjár mínútur á pönnu áður en kjötið er steikt. Þannig nær maður fram magnaðasta krydd- bragðinu. Brúnið kjötið. Bætið tómötunum út í og lækkið hit- ann. Ef þið notist við tómata úr dós hellið þá safanum út í með. Ef þið eruð hins vegar með ferska tómata (sem mér finnst betri og bragðmeiri) hellið þá u.þ.b. hálfum lítra af soði með út í, sítrónusafa, ediki og púður- sykri. Látið nú malla á lágum hita í minnst fimm til sex klukkustundir. Mér finnst reyndar langbest að byrja að elda þennan rétt kvöldið áður og geyma hann í lokuðum potti eða pönnu yfir nótt og láta hann svo malla í um það bil fjór- ar klukkustundir áður en hann er borinn fram. Nýrnabaunirnar lætur maður ekki út í fyrr en um það bil hálftíma áður. Ef þið ætl- ið að geyma hann svona yfir nótt, geymið þá líka að setja út í hann sítrónusafa, sykur og edik þar til þið hefjist handa á nýjan leik. Avókadó-dressing 2 vel þroskaðir avókaao- ávextir 2 bolli AB-mjólk 2 tsk. sítrónusafi 1 hvítlauksrif 1 msk. Tahini (sesamsmjör), fæst í Heilsuhúsinu Hellið öllu saman í blandara og mixið vel. Látið síðan standa í ísskáp í tvær klukkustundir til að sósan fái að brjóta sig. Berið að auki fram með þessu slatta af sýrðum rjóma, stóran vel saxaðan rauðlauk og hvít hrís- grjón. Gott brauð er heldur ekki svo galið. Og svo segi ég eins og ætíð þegar um sterkan mat er að ræða: PIís, ekki kaupa dýrt rauðvín, bragðið hverfur hvort eð er alltaf í skuggann af matn- um. Iskaldur bjór er eiginlega bestur með sterkum mat sem þessum. Ef þið viljið fljótt verða tipsí þá er um að gera að hafa matinn sem sterkastan, sem gerir það að verkum að maður bókstaflega þambar bjórinn. Eftirskrift: Sumir kvarta yfir því að uppskriftirnar mínar séu ívið flóknar. Það má rétt vera, en á þó alls ekki við um chili con carne-ið. Hins vegar má geta þess að það er nú alveg óþarfi að elda eftir þessum uppskriftum í hvert einasta skipti. Það má vel skemmta sér (eða láta sér leiðast) yfir þeim bara með því að lesa þær. Líkt og maður tárast stundum yfir fallegum ástarsögum er tilfinn- ingin' að fá vatn í munninn hreint ágæt. Skál! -Guðrún Krístjánsdóttir Betri en Stjáni bróðir Pyrir nokkru kom á markað amerískt hvít- vín, Chablis Blanc, Gallo Livingstone Cellars, sem einvörðungu fæst í eins og hálfs lítra flöskum. Þar sem vín þetta kost- ar ekki nema 1.300 krónur og er hvítt í ofanálag átti maður ekki von á góðu. Þaö hugboð reyndist kolrangt. Vín þetta er nefnilega hið ágætasta. Það er hvorki súrt né sætt heldur svona léttkryddað og rennur Ijúflega niður. Enn eitt dæmið um hvað Kaliforníubúar eru orðnir hreint ágætir víngerðarmenn. Þegar ég var unglingur var gjarnan — þegar hvítvín var á annað borð keyþt — fjárfest í Stjána bróður, sem er í senn dísætur og ódýr (maður var þá enda rétt kominn af sleikibrjóstsykursstig- inu). Nú hefur smekkur fólks sem bet- | ur fer þroskast og hvorki Bláa nunnan | né Stjáni bróðir komast á listann, ekki einu sinnu hjá unglingum. Kryddað skal það vera.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.