Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 7
FIMMUJDAGUR17. OKTÓBER 19§6 7 Þetta telja menn til marks um ótvíræðan hagsmunaárekstur. Sigurður Þórðarson, for- stjóri Ríkisendurskoðunar, segir í viðtali við blaðið, að ekkert sé athugavert við að KPMG Endurskoðun hafi farið með fjárhagsendurskoðun. Endurskoðunarskrifstofan starfi í umboði Ríkisendur- skoðunar, sem nýti sér jafn- framt starfskrafta annarra endurskoðunarskrifstofa. Á dögunum birtist stjórn- sýsluendurskoðun á Húsnæð- isstofnun ríkisins sem beind- ist að stofnuninni í heild. Hvergi er vikið að sérrann- sókn Ríkisendurskoðunar frá því síðastliðinn vetur, sem beindist að lögfræðideild stofnunarinnar. í nýju skýrsl- unni kom fátt fram sem gefur tilefni til grunsemda um óeðli- lega starfsemi innan stofnun- arinnar. Kann það að helgast af orðavali skýrsluhöfunda. Aðeins var kveðið á um að ein- stakir verkþættir væru ekki til- greindir, eða mælt fyrir um vinnubrögð veðdeildarinnar eða eftirlit með störfum deild- arinnar. Þar segir ennfremur að veðdeildin „... virðist þess í stað hafa afar mikið svigrúm og sjálfdæmi í þessum efnum. Það verður að telja afar óheppilegt fyrirkomulag þar sem veðdeildin er verktaki Húsnæðisstofnunar". Enn- fremur er bent á að inn- heimtuferill stofnunarinnar sé fremur tilviljanakenndur og ómarkviss þar sem heildar- stefnu í innheimtumálum og skriflegar verklagsreglur skorti. í framangreindri tilvitnun er falinn harður dómur Ríkisend- urskoðunar um starfsemi lög- fræðideildar HR. Það sem vek- ur athygli er hvernig sneitt er hjá einstökum dæmum og til- fellum. Orð gegn orði Sú heimild sem blaðið hefur innan úr Húsnæðisstofnun segir að lögmönnum stofnun- arinnar hafi verið lofað greiðslum úr þeim sjóði sem safnaðist til vegna innheimtu- kostnaðar. Skýrsla og úttekt Ríkisendurskoðunar bendir til þess að ekkert hafi farið úr- skeiðis. Úttekt á lögfræði- og veðdeild stofnunarinnar gefur hins vegar til kynna að þar sé ekki allt með felldu. eftir fornum Rómarrétti, sem segir að einstaklingur sem greiðir skuld í rangri trú án fyrirvara fái ekkert endur- greitt. Þrátt fyrir niðurstöðu um- boðsmanns um að stofnunin hafi ekki heimild til að beita fyrir sig taxta manna í einka- geiranum hefur HP heimildir fyrir því að árið 1993 hafi engu að síður verið gerð drög að samningi af hálfu lögfræðinga stofnunarinnar í von um að hljóta einhverja hlutdeild í því sem safnast hafði í sjóðinn góða. Ráðherra kemst í mál HR Nokkru eftir að lagabreyt- ingin um endurgreiðslu oftek- inna skatta og gjalda var geng- in í gegnum þingið bað Páll Pétursson, núverandi félags- málaráðherra, Ríkisendur- skoðun um athugun á lög- fræðideild Húsnæðisstofnun- ar, sem leiddi í ljós fjármálam- isferli hjá tveimur lögfræðing- um deildarinnar. Annar þeirra segir við HP að hann hafi látið fé renna til sín vegna þess að hann teldi að hann ætti sinn hlut í innheimtukostnaðinum í „leynisjóðnum" sem væri geymdur á sérstakri banka- bók. Hann telur sig eiga inni á bilinu fjórar til sex milljónir króna sem hann vill að gangi upp í greiðslu þess fjár sem hann er sakaður um að hafa dregið sér. Forstjóra Húsnæðisstofnun- ar, Sigurði E. Guðmundssyni, var mikið í mun að Ríkisendur- skoðun tæki málið upp á sína arma og lýsti því á skýrari hátt en gert var í bréfi stofnunar- innar þann 30. nóvember 1995 í skýrslu KPMG Endurskoðun hf. frá 22. nóvember 1995 að ekki hefði verið um misferli hjá öðrum starfsmönnum lög- fræðideildar að ræða en þeim tveimur sem áður var getið um. Úttekt Ríkisendurskoðun- ar vegna meints misferlis starfsmanna kom fram í janú- ar 1996 og niðurstöður hennar bentu ekki til misferlis ann- arra starfsmanna lögfræði- deildarinnar. Ríkisendurskoð- un fór þess á leit við KPMG Endurskoðun hf. að fyrirtækið ynni rannsóknina. Það kemur raunar flatt upp á ýmsa, þar sem Húsnæðisstofnun er einn stærsti viðskiptavinur þessar- ar endurskoðunarskrifstofu. til þess að jafna niður á skuld- ara sérstökum kostnaði í ein- stökum tilvikum. En lögfræðingar hjá Hús- næðisstofnun áttu hauk í horni á Alþingi íslendinga: í kjölfar úrskurðar umboðsmanns lagði félagsmálaráðherra fram frum- varp á Alþingi árið 1993 sem heimilaði breytingar á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins og gerði henni heimilt að inn- heimta af lánum sem væru í vanskilum. Því er komið fram lagafrumvarp sem heimilaði innheimtuþóknun. Þannig gaf Jóhanna Sigurðardóttir, þá- verandi félagsmálaráðherra, umboðsmanni Alþingis langt nef. Eftir að þetta mál var til „lykta leitt“ sendi umboðs- maður bréf til Alþingis um ósanngjarna innheimtu Hús- næðisstofnunar ríkisins á van- skilafjárhæðum gagnvart borgurum landsins. Hér er um annað gjaldtökumál að ræða en að ofan greinir. Ljóst var að lögin voru ákaflega óljós og á síðasta ári voru sett ný „lög um endurgreiðslu oftekinna skatta og gjalda“. Ríkinu var þar gert skylt að endurgreiða það sem oftekið hafði verið ásamt vöxtum, óháð því hvort gjaldandi hafi greitt með fyrir- vara eða ekki. Hvað varðar það fé sem var innheimt fyrir gildistöku laganna var farið Budget International hótar íslenskri bílaleigu „Fáum engin svör frá Islandi“ Vegna þess að bílaleigan Gullfoss hefur ekki orðið við ítrekuðum óskum okkar um að hætta að kalla sig Budget höfum við lagt málið í hendur lögmanna okkar í aðalstöðvum fyrirtækisins í Chicago. Þeir munu sækja málið fyrir okkar hönd og hafa samband við Gullfoss-menn á næstunni,“ sagði Terry Clark hjá Budget International á Bretlandi í sam- tali við HP. Eins og kom fram í blaðinu fyrir skömmu hefur bílaleigan Gullfoss misst sérleyfi til að reka og nota nafn alþjóðlega bílaleigufyrirtækisins Budget International. Þrátt fyrir leyfis- missinn hefur Gullfoss haldið áfram að kenna sig við Budget- fyrirtækið með skiltum við hús- næði sitt í Ármúla og með aug- lýsingu í símaskránni. Terry Clark sagði að Gullfoss hefði misst leyfið fyrir mörgum mán- uðum en aðstandendur fyrir- tækisins engu að síður haldið áfram að kalla sig Budget. Eins og málum væri nú háttað gæti Budget International ekki feng- ið nýja aðila til að taka við sér- leyfinu. „Gullfoss-menn hafa ekki svarað okkur að undan- Bílaleigan Gullfoss kennir sig enn við Budget þrátt fyrir yfirvofandi málsókn. förnu þrátt fyrir að við séum búnir að hóta þeim málsókn og við erum satt að segja orðnir fremur þrejdtir á þessu máli. Við fáum engin svör frá ís- landi.“ Terry sagði að búið væri að útiloka Gullfoss algjörlega frá alþjóðasamstarfi og þeir fengju engar pantanir að utan. „Þessi gjörningur Gullfoss-manna hef- ur skaðað alþjóðafyrirtækið vegna þess að þeir eru ekki tengdir lengur hinu alþjóðlega neti og því ekki hægt að senda pantanir til íslands eða frá.“ Minniháttar ágreiningur Hjá fyrirtækinu Gullfossi sem rekur Budget-bílaleiguna varð Vilhjálmur Sigurðsson, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, fyrir svörum. Hann sagðist ekkert hafa heyrt frá Budget International eða Terry Clark í nokkurn tíma. „Það hefur lítið gerst í þessum málum og við erum þessa dagana að bíða eft- ir svörum frá þeim. Við gerum okkur hins vegar vonir um að þessi ágreiningur fari að leys- ast. Þetta er bara minniháttar ágreiningur okkar á milli eins og kemur upp í viðskiptum.“ -gþ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.