Helgarpósturinn - 17.10.1996, Qupperneq 8
FIMMTUDAGUR17. OKTÓBER1996
8
\
Bretinn Ivor Herbert staldraöi á dögunum viö á íslandi, skoöaöi
Gullfoss og Geysi en kunni vægast sagt illa viö sig. Þaö væri svo
sem ekki í frásögur færandi ef hann væri ekki helsti ferðamála-
blaðamaður The Mail on Sunday, sunnudagsútgáfu The Daily Mail,
eins víðlesnasta dagblaös Bretlands.
It1terbert% Ulrwtís yearníng for
Með heimþrá í
ömurlegu norð-
lægu eyðilandi
Rylsor
Ilcrberí
Ivor Herbert kom til íslands
snemma í haust og eyddi hér
þremur dögum og þremur
nóttum. Fór svo heim til Bret-
lands og skrifaði opnugrein í
blaðið sitt um það hversu öm-
urlegt honum fannst ísiand.
Landið hefur sjálfsagt ekki
fengið aðra eins útreið á prenti
í útlöndum frá því að frásagnir
birtust í ferðabókum fyrri tíma
og sögðu frá því að á íslandi
lifði auvirðilegt, skítugt og illa
lyktandi fólk sem byggi í mold-
arhólum. Herbert hefur skrifað
um ferðamál í hið útbreidda
dagblað The Daily Mail um ára-
bil, en The Daily Mail er í hópi
virtustu blaða Bretlands svo
áhrif greinarinnar á ímynd ís-
lands sem ferðamannalands
geta verið allveruleg.
íslendingar eru risavax-
ið og þungiamalegt fólk
í byrjun greinar sinnar segir
hann frá því að á þeim
1.760.000 kílómetrum sem
hann hefur lagt að baki um
heiminn hafi hann aðeins
tvisvar áður þráð að komast
heim.
„Einu sinni í stingandi heit-
um og jagúarógnandi Amason-
frumskógunum. í hitt skiptið
þraukandi fáránlegan ógeð-
felldleika Agadir í Marokkó. En
andstyggilegir dagar, ógnvekj-
andi stundir og skelfilegar mín-
útur hafa þó verið ríkulegur
efniviður í greinaskrifin.
Hræðilegt á köflum en þó lit-
ríkt. Og nú er komið að hinu
gráa íslandi. í því er lárétt
regnið tætti á 80 km hraða á
klukkustund yfir þessar ömur-
legu svörtu hraunsléttur undir
kolagráum skýjabökkum
óskaði ég þess að Flugleiðir
næðu mér fljótt á brott,“ segir
Herbert og er mikið niðri fyrir.
Þegar kemur að íslendingum
virðist Herbert ætla að vera á
mildari nótum og segir að ís-
lendingar séu með vinalegustu
og hjálpsömustu Evrópubúum
sem hann hafi kynnst. En held-
ur kárnar gamanið þegar hann
heldur útlistun sinni áfram og
gerir hann til dæmis lítið úr út-
liti okkar íslendinga, og við
sem höfum alltaf talið okkur
með fallegasta fólki heims:
„íslendingar eru risavcixið og
þunglamalegt fólk. Þetta eru
ekki eldhressir eða bak-klapp-
andi kumpánar, né heldur
leiftrandi hnyttnir... Ekki bar á
nokkru í ætt við þann litla
dökka poppstjörnuálf Björk.
Varla ein falleg stúlka var eftir.
Þunglamaleikinn vokti yfir
öllu.“
Eins og eftir Ragnarök
Og ekki er hann hrifinn af
landslagi eyjunnar bláu.
„Önnur stærsta eyja Evrópu
á eftir Bretlandi er því næst
trjálaus, limgerðalaus og án
akra. Ráðandi litur hennar er
svartur. Jarðvegur er sjaldséð-
ur. Einungis votlend strand-
svæðin eru ræktuð. Annars
staðar teygir þessi andstyggi-
lega, grófa, nakta, svarta
hraunmylsna sig yfir allt... í
kvalinni sorg sinni líkist þetta
ömurlega auða landslag jörð-
inni eftir Ragnarök eða sundur-
sprengdu Flandri árið 1918.
Neðar streitast fáein grasstrá
„í því er lárétt regnið
tætti á 80 km hraðaá
klukkustund yfir þessar
ömurlegu svörtu hraun-
sléttur undir kolagráum
skýjabökkum óskaði ég
þess að Flugleiðir næðu
mér fljótt á brott.“
og vindbeygt lyng upp úr
blautum sprungum; þau líta
álíka ánægjulega út og grónir
gjallhaugar."
Því næst segir Herbert frá
því að á íslandi séu, þótt und-
arlegt megi virðast, einhverjar
bestu laxveiðiár Evrópu en
bendir svo á að þær séu flestar
bókaðar yfir besta veiðitímann
í júlí og ágúst af ríkum Bretum
og ríkari Bandaríkjamönnum.
Klykkir hann svo út með því að
segja að þeir sem séu illa
haldnir af veiðidellu láti sig
umhverfið engu skipta og vitn-
ar í veiðimann sem segir að
honum hafi fundist ísland svo
leiðinlegt þegar hann kom
hingað fyrst að hann hafi ekki
komið aftur fyrr en eftir sjö ár.
Nú komi hann hins vegar alltaf
í júlí, en einungis í sjö daga.
Herbert minnist á íslenska
hestinn og segir að þúsundir
hesta gangi frjálsir um landið.
Sér til skelfingar sá hann að
folaldakjöt var á matseðli eins
veitingastaðarins. Jöklana af-
greiðir hann snaggaralega:
„Vatnajökull er stærstur
fimm gríðarlegra jökla, hann er
jafnstór og Korsíka. Þeir segja
að þeir séu stórkostleg sjón
skoðaðir úr lofti.“
HOME IN Á BLEAK MORTHERN WÁSTELÁNÖ
OBXÍfa the
Í40ð,e60 miies
ot Berbert’s
Travela, Tve
orvty twíee
yearncð for fiome.
Oncc wsg in f.he
thsmr fswe« »að itsaax
thxKit of tte Anraœniíœ
jtmgtes. The ofher was
ehöurinR tte ludliatous
drefitííulness c, Ágatíir,
MurocTO,
Theoí ftare faeen n:uvi>
íriírhu-nirij; ÍKmm atiíi
stfiðciimg minutes. föo muen
tfte hHter to uTtie afKmt
Isktxiy at tinrx,, but isífSiíiíí,v
frrou.nx;,
AOfl r,ow there’t ?■:<'*
Ksel&tM.
ás tft« ifniírvisiísi rsiin
ftirti svi: V': tjtjiií :tf
íftose VH'ifs: íiiUsi'is: iftrs
íjrtrrts ufxírr rhr.rruíiS
ri.iiuú ftis.ifii;. 3 nuif'rcí
S<:f;;ífi:fí:i:r trftuítí
gíjt mft tff.it nuícríy.
Yí:f: fiir ftYlitníkrs
ttnftrag i:iie tjiftfrt.
ifrssst: iifiviui iixsff:fft;i;
f"rfi- ,ff;li,
ítf’frff; i'tsí-u úrstifri'ii-
íally ifi ti:,r íiritisif rcrii
■Kiir.finiffiff íivfunatfíOffff1
íftinris fiff' Y:sr, Áfffi
tíie OS i>. 1» iMi> afíl
ther?.
fítiiusnffnfi sirtf ifuífe.
fttiUV’y ^enfifts. Nrn. irfift,
rfi i'frr; f;< back-y!<>.ppi;íy
tfftfs. jxtr ílasififtgSý
uli-ijf srtiesr fteadfs jujftixf
ffíÉ fif íffsí-k
ífiffffX'fi fftii.il?, f>;
fiimií; >v;»
The people
maii .w.. v-
rnmMí-mmmm i‘l>
%' á ClS I 1 % | %
lceland
iiict loayfkc
Jj%4Í43r « ll#<» w
me cold
. ft -• •
' - / j
like Xhai
Utele sprite ot &
kint Bjork. was
ni Bcaroeíy obt
39 íumher&d;
| mm
lated leiBed.
has %íx to t he
i-c[-iare mllfc
eous, ruugh, b»re hlíK-k
iava crust. We
resiiKcíed ttiés Breekmd
a* t he reaaoa í<ít tr'dö: a
vífiesué: enyjticr* xiraa
th reaiienlag floDdiríg
í.md Bíifs eíirita ixixnatsox'A
ín their ternared
asoarnfutn«s«. í-hese-
hire empty
Kssemfeíe earth after
Armt^náúm or sheh-
biasted Fhsnders 'm
imtt.
fxúi£SKi.&gi, ‘WJteru eíse
t»u1d yuu fifkí u ríver
riiíít i.n s&lxrxúti runnlm?
i:hröu;?h íhe
Th<jy fcish h
year ux»t «? ííÆ'.ykýivi.k’s
ríverí'
A !3 o i her exj>«r.(.
enthused: TJrsœwl ekey
and the. csaíaioa íreuh
h<mi the sea, iire eagrr
tafcers ~~ Eí*>t like i'áine
at fhusé grtmijyv úlh ríAh
itx Á»d the
on íuy first vísit l
didn't ecme hack íer
eeven vsarx. Nnw t m
evejv duiy. Bul sevéu
oayEí is eisoughi'
Up eountry fchere'a
mthlng ei«s. 'Tiny fsg-
uree i» u is»d*
M&pe, Uto Thou'.aa
S&mj? ehametení, eovsiá
Ue l>V&v» youníf huefc--
Sseehs-r* <«
era ö» tuv.gj?, ihSy iee-
íáttat; rnexBf: ath?
■M«brúií<'='<^ »08.»»
jmu?h termu; xrs ttse ir
fiítúús ?i noúvAiú.
:U)<«?k»d, that 'hcxi' ■vm
<>íí. the -xwííi in one
Puriher íölMsd.
Vatnaý'yíKhi, iatgest úí
tkv» tíXige gjiscleff!, ás
blg tfes Cexaitsax Htey stt-y
tbey e.re t»»m'öih;us
Jreaí ibe eír,
I K TWO heurti m
ww. ««t aftef"
noÁtt ? msy t»x»e
othesr cu? orx thtt
noety tsfach, tvo
walksrs, <sh» boyteci,
ib?avhy oeatfíá terthíu
hwtdíng sAvy pöísiee
iltrouýh the imtsh asui
fce&v&ggled ehetíp
Therc'ís liítht Ixere tó
'eeh aahl' sxíxsutx Bsú &
„Annars staðar teygir þessi andstyggilega, grófa,
nakta, svarta hraunmylsna sig yfir allt... í kvalinni
sorg sinni líkist þetta ömurlega auða landslag jörðinni
eftir Ragnarök eða sundursprengdu Flandri
árið 1918.“
Hverirnir giataðir
Herbert virðist hafa farið
þennan dæmigerða ferða-
mannahring og skoðað Gull-
foss og Geysi. Honum finnst
töluvert til Gullfoss koma og
segir frá því að bóndadóttir
hafi bjargað honum frá virkjun.
Hverirnir í Haukadal fannst
honum og meðreiðarfólki hans
aftur á móti glataðir.
„Við Geysi góndum við á
hveri: hvíta gufustróka, pínu-
litla bláa polla; iyktin eins og af
fúleggjum. „Heima í Yellow-
stone,“ kvörtuðu fjórir pirrandi
Ameríkanar, „höfum við alvöru
hveri.“ Og það er rétt hjá þeim,
Old Faithful er risavaxinn.
Á Hótel Geysi rákum við upp
stór augu þegar við komumst
að því að bjórinn kostar S4.50
(u.þ.b. 500 kr.) lítil flaska,
„íslendingar eru risavax-
ið og þunglamalegt fólk.
Þetta eru ekki eldhressir
eða bak-klappandi kump-
ánar, né heldur leiftrandi
hnyttnir...“
ásamt súpu og laxi á S 13.50
(u.þ.b. 1.500 kr.). Af einhverj-
um fáránlegum ástæðum kost-
ar glas af góðu Remy Martin-
koníaki ekki meira en flaska af
innlendum bjór.“
Já, Herbert undrar sig verð-
laginu á íslandi eins og aðrir er-
lendir ferðamenn sem hingað
koma. Hádegisverður á Hótel
íslandi, þar sem hann dvaldi,
segir hann að sé á ágætisverði.
Fínni veitingastaðirnir séu á
hinn bóginn í dýrari kantinum.
„Á Jónatan Livingstone Mávi,
sem er í Parísarklassa, kostar
máltíðin S40 (u.þ.b. 4.250 kr.) á
mann og á hinni heillandi Lækj-
arbrekku, sem er til húsa í einu
af fáum gömlum húsum borg-
arinnar, kostar maturinn S45
(u.þ.b. 4.800) á mann. Ekkert
vín að sjálfsögðu; það ódýrasta
var hálfflaska af venjulegu
Beaujolais á S19 (u.þ.b. 2.000
kr).
Það getur komið sér vel að
það er aðeins þriggja klukku-
stunda flug frá London. En það
er ekki ódýr helgarferð. Það á
hið sama við og um Frakkland;
gengismunurinn er út úr korti.
„Við erum ódýrustu leigubílar í
Evrópu,“ rumdi í bílstjóranum
mínum. En þegar þarf að borga
S8.50 (u.þ.b. 900 kr.) fyrir fimm
mínútna ferð, þá get ég ekki
verið sammála,“ segir Herbert.
Blóðkýlið Perlan
Herbert lýsir íslandi sem
ákaflega stjálbýlu. Segir að ein-
ungis sex íbúar séu á hverri
fermílu (hið rétta er reyndar
fjórir íbúar á fermílu) „og flest-
ir þeirra búa í hinni ljótu
Reykjavík". Höfuðborgin verð-
ur sérstaklega illa úti í grein
hans.
„Á öllu íslandi er varla einn
gamall hlutur eftir. Engar dóm-
kirkjur, kastalar eða hallir eins
og prýða önnur Evrópulönd.
Hér er bara svart grjót. Og
andstyggilegar eftirstríðsára-
byggingar. Reykjavík líkist
hversdaglegum Milton Keynes
í bland við Slough Trading Est-
ate á slæmum degi. [Aths.
þýð.: Milton Keynes er lítill, ka-
rakterlaus bær sem byggður
var á sjöunda áratugnum
skammt frá London. Þykir
dæmi um einstaklega ljótan
arkitektúr. Sloug'h Trading Est-
ate er ljótt iðnaðarhverfi
skammt frá Heatrow-flugvelli.]
Á hæðum höfuðborgarinnar
standa raðir af blokkum í ætt
við einingahús og eru á litinn
eins og vatnsþynnt mjólk.
„Gömlu húsin voru gerð úr
torfi“ útskýrir vinalegur dyra-
vörður fyrir mér, „við rifum
þau öll.““
Og ekki er Herbert hrifinn af
Perlunni, sem er orðin
skylduviðkomustaður er-
lendra ferðamanna eins og
Gullfoss og Geysir.
„Á hæð, yfir risavöxnum
heitavatnstönkum, hringsnýst
veitingastaður undir glerþaki
og líkist einna helst blóðkýli á
sílikonbrjósti," segir Herbert.
Það eina jákvæða sem hann
sér við Reykjavík er að hún er
mjög hreinieg.
En Perlan er ekki eini ferða-
mannastaðurinn sem verður
fyrir barðinu á Herbert. Meira
að segja Bláa lónið, krosstréð
sjálft, fær háðulega útreið:
„Það lítur út eins og eitt-
hvert ömurlegt virki frá næstu
öld. Geysistór appelsínugul
rör merkt: „Hætta, mikill hiti“
eru þvers og kruss yfir gígum
setta sléttuna,“ segir Herbert.
Og hann heldur áfram:
„Til þess að auka á þung-
lyndið púlið þá áfram til hinn-
ar dapurlegu Grindavíkur, fylg-
ið svo brimbarinni ströndinni
allt þar til þið komið að hinni
risastóru bandarísku herstöð
við Keflavíkurflugvöll. Þið
munuð taka eftir því að banda-
rísku hermennirnir og fjöl-
skyldur þeirra eru þægilega af-
girtir og koma sjaldan út.“
Svona endar Herbert grein
sína um ísland.