Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 17.10.1996, Blaðsíða 10
10 RMMTUDAGUR17. OKTOBER1996 nm HELCARPÓSTURINN Útgefandi: Útvörður ehf. Útgáfustjóri: Arnar Knútsson Ritstjórí: Guðrún Kristjánsdóttir Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Kj ami máisins Frá og með þessu tölublaði verða tímamót í sögu Helgarpóstsins, sem nú hefur verið seldur starfs- mönnum Vikublaðsins. Var samningur þessa efnis und- irritaður í gær af hálfu prentsmiðjunnar Odda og nýrra eigenda. Taka fyrrverandi Vikublaðsmenn við stjórnar- taumum blaðsins frá og með deginum í dag. Það er von- andi að með þessum samningi ríki friður, að minnsta kosti með innri starfsemi blaðsins, í nánustu framtíð. Síðustu vikur í útgáfu Helgarpóstsins hafa verið starfs- mönnum, einkum þó blaðamönnum HP, þrautin þyngri, þótt vissulega hafi þær líka á sinn hátt verið ánægjuleg- ar. Það er enda svosem ekki eftirsóknarvert að reka jafn óþekkt blað og HP með aðeins vikusýn fyrir augum. Um slíkar slítandi vinnuaðstæður þarf ekki að fjölyrða. Þrátt fyrir nokkurn skort á góðri og ítarlegri rannsókn- arblaðamennsku í HP undir núverandi stjórn — sem kom meðal annars til af skorti á framtíðarsýn — hefur blaðinu verið mjög vel tekið af lesendum, sem sést á stóraukinni sölu blaðsins síðustu vikur. Það merkir væntanlega að eitthvað hefur lesendum þótt til blaðsins koma. Tryggur lesandi blaðsins, sem sá loks neista í HP síðustu þrjár vikurnar, var að vonum svekktur og líkti yf- irvofandi breytingum á blaðinu við konu sem væri gegn vilja sínum þvinguð í fóstureyðingu. En hjá breytingun- um varð ekki komist. Óþægilegir hagsmunaárekstrar prentsmiðjunnar Odda við aðra viðskiptavini gerðu henni ókleift að standa í blaðaútgáfu. Það þýðir samt ekki að „nýja“ barnið fái ekki að dafna í höndum framtíð- areigenda. Og óskum við gamlir starfsmenn HP þeim góðs gengis. Þorgeir Baldursson, forstjóri prentsmiðjunnar Odda, sagði í blaðaviðtali í vikunni að það væri mikilvægt að útgáfa HP dytti ekki niður og að blaðið væri ekki mikils virði ef útgáfan slitnaði. í þessum orðum Þorgeirs felst einmitt kjarni málsins; hvorki HP né aðrir fjölmiðlar eru mikils virði án óslitinnar útgáfu. Þótt auglýsingamenn, framkvæmdastjórar og annað fólk séu auðvitað nauð- synlegir hlekkir í blaðaútgáfu er það deginum ljósara að það eru blaðamenn og það sem þeir gefa af sér hverju sinni sem gera blöð ýmist áhugaverð eða ekki. Lausa- sölublað eins og HP mun alltaf standa og falla með rit- stjórn hverju sinni. Guðrún Krístjánsdóttir Helgarpósturinn Borgartúni 27, 105 Reykjavík Sími: 552-2211 Bréfasími: 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2311, fréttaskotið: 552-1900, tæknideild: 552-4777, auglýsingadeild: 552-4888, dreifing: 552-4999. Áskrift kostar kr. 800 á mánuði efgreitt er með greiðslukorti, en annars kr. 900. Pólitík Páls - pólitík Helgarpóstsins? Fiölmiðlar Halldór Halldórsson skrifar verið um að ræða menn, sem ætla mætti að hafi haft skítugt mél í pokanum og talið sig geta komið í veg fyrir, að þetta „hnýsna blað, siðapostuli og refsivöndur" færi að fjalla um þá sjálfa. Hér er ekki talað út í hött. Því miður eru til dæmi um þetta úr eigendasögu Helg- arpóstsins. „Gera verði strangari siðferðilegar kröfur til eigenda fjölmiðla en ann- ars konar fyrirtækja, og e.t.v. sérstaklega þessa tiltekna fjölmiðils.“ Helgarpósturinn hefur verið til sölu í nokkrar vikur. Eigandi hefur verið prent- smiðjan Oddi, sem stofnaði út- gáfufélagið Útvörð ehf. um blaðið. Það kemur undirrituð- um ekki á óvart, að hátt í þriðja tug aðila hefur sýnt áhuga á blaðinu. Af ýmsum og ólíkum ástæðum hafa forsvars- menn Odda ekki talið vænlegt að selja sumum þessara manna Helgarpóstinn. Þessar klukkustundirnar er verið að ganga frá samningi við nýja eigendur Helgarpóstsins. Þeir eru ritstjóri og blaðamenn Vikublaðsins og áhrifamenn í Alþýðubandalaginu. Blaðið fór á verði góðs einbýlishúss!! í viðskiptum almennt skiptir að- almáli að fá sem mest fyrir þá vöru eða fyrirtæki, sem er til sölu. Þegar fréttablað eins og Helgarpósturinn er til sölu koma hins vegar mun fleiri at- riði til álita. Eitt þessara atriða er t.d. hvort hugsanlegum kaupend- um sé treystandi til að reka fjölmiðil af ábyrgð og heiðar- leika. Gera verði strangari sið- ferðilegar kröfur til eigenda fjölmiðla en annars konar fyrir- tækja, og e.t.v. sérstaklega þessa tiltekna fjölmiðils. Þann- ig hefur hvílt rík siðferðileg skylda á Odda, seljanda blaðs- ins. Oddaverjar gátu t.d. ekki hugsað sér að selja blaðið til- teknum aðilum, vegna efa- semda um góðan vilja, heiðar- leika og/eða heilindi þeirra! Á köflum í sögu Helgarpósts- ins hefur þess orðið vart og jafnvel orðið að veruleika, að einstaklingar hafa eignazt hlut í blaðinu í því skyni einu að kaupa sér eins konar „líftrygg- ingu“. Þannig hefur stundum Blaðamannablað - einkamálgagn? Kaup Vikublaðsmanna gefa manni von um að blaðið verði rekið með góða blaðamennsku að leiðarljósi en verði ekki vettvangur prédikana. Hitt á eftir að koma í ljós hvort nýj- um eigendum tekst að búa til blað í anda hins sígilda Helgar- pósts, sem aldrei hefur haft á sér fiokkspólitískan stimpil. Það væri mikið óráð að víkja frá meginstefnu blaðsins. Helg- arpósturinn hefur helgað sér syllu á markaðnum, sem verð- ur illa tekin frá honum. Ýmsum var brugðið, þegar Morgunblaðið hafði eftir Páli Vilhjálmssyni, ritstjóra Viku- blaðsins, formælanda nýrra eigenda Helgarpóstsins: „Þetta verður blaðamannablað með pólitík Páls Vilhjálmssonar." Hingað til hefur Helgarpóstur- inn aldrei verið einkamálgagn nokkurs manns. Það er von- andi, að þetta sé mismæli, því hugsjónin um Helgarpóstinn snýst um tjáningarfrelsið og grundvallaratriði mannlegs samfélags, en ekki „pólitík" eins manns! Helgarpósturinn er „rót- tækt“ blað og hefur ávallt verið það. Róttækni blaðsins hefur verið í þágu réttlætis, lýðræðis og vakandi hugsunar. HP er eini fjölmiðillinn, sem hefur haft það að yfirlýstu markmiði að berjast í verki fyrir opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi í þágu almennings, almannaheilla. Það hefur rekið það sem kalla mætti „borgaralega róttæka" blaðamennsku, án tengsla við stjórnmálaflokka eða staðnaða hugmyndafræði. HP eegnir nauosynlegu hlutverki í áranna rás hefur það marg- sýnt sig, að Helgarpósturinn er blað blaðamannanna, sem hafa talið brýna nauðsyn á því, að einn íslenzkur fjölmiðill sýndi ekki þann algenga hroka í blaðamennsku að vinna verk sín ekki nema að hluta til. Á HP hefur oftast ríkt sá starfsandi, að blaðið gegni mikilvægu, nauðsynlegu og nánast ómiss- andi hlutverki. Þetta hlutverk felst í því að veita valdhöfum virkt aðhald. í eina tíð hafði Helgarpóstur- inn gífurlega mikil áhrif á efnis- val og framsetningu dagblað- anna og reið á vaðið með ágenga nútímablaðamennsku, sem nú er hið viðurkennda vinnulag allra íslenzkra fjöl- miðla. Miðað við alla sögu Helgarpóstsins er e.t.v. svolít- ið erfitt að skilgreina blaðið. Áherzlur hafa verið breytilegar og léttmetið vegið æ þyngra. Mörg fyrstu árin var blaðið vissulega með létt, læsilegt og skemmtilegt efni ásamt fræð- andi fréttaflutningi, rannsókn- arblaðamennsku og menning- arumfjöllun. HP hefur veitt ríkisvaldinu, löggjafarvaldinu, dómsvald- inu, viðskiptavaldinu og stök- um valdhöfum aðhald í anda lýðræðislegra hugsjóna. Helg- arpósturinn hefur þjónað þessu hlutverki, rutt nýjar brautir og innleitt ný vinnu- brögð, rofið hefðir, jafnvel brotið „reglur" og hafnað þátt- töku í samtryggingu, í þágu al- mennings og sjálfstæðrar og óháðrar blaðamennsku. Að réttu lagi er hægt að búa til blað, sem selst, og er ekki endilega þrungið af alvarlegum málum, pælingum, menningar- snobbi o.s.frv. Upphafleg blanda blaðsins mörg fyrstu árin gekk upp og blaðinu óx ás- megin eftir því, sem fjölbreyti- leiki efnisins varð meiri. Á stuttri ævi hefur Helgarpóstur- inn haft meiri og heilladrýgri áhrif á ísienzka blaðamennsku en flest önnur blöð hérlendis. Eftir stendur, að grunnhug- myndin að blaðinu og þær áherzlur, sem þróuðust í efnis- vali og efnistökum, hafa staðið tímans tönn og jafnvel kominn tími til að draga einhverja lær- dóma af fortíðinni. Ummæli Neyðarástand sem bæta verður úr strax Strætisvagnarnir hafa aug- lýst ákveðna jjjónustu við borgarana og að vagnarnir muni taka farþega á ákveðn- um stöðum á ákveðnum tíma. Það er því engan veginn stætt á því fyrir almenningsfarar- tæki að láta vagna sína aka framhjá fólki á auglýstum við- komustöðum í stórum stíl. Þetta hefur skapað allt að því neyðarástand fyrir fjöida manns, sem ekki á önnur úr- ræði en nota strætisvagna á leið í og úr vinnu eða skóla. Telji stjórn Strætisvagnanna sér ekki fært að fullnægja þjónustuþörf borgaranna á þessu sviði á mestu annatím- um, þegar mest á ríður fyrir borgarana að þessi þjónusta sé í fyllsta samræmi við aug- lýst loforð — og telji stjórn Strætisvagnanna og borgaryf- irvöld ekki fært að verja þess- um þjónustufjármunum til að leysa úr því neyðarástandi, sem nú hefur skapazt, verður að krefjast þess, að einkaaðil- um sé falið að aka ákveðnar leiðir á ákveðnum tímum í leiðarkerfi Strætisvagnanna og taka fyrir sanngjarnt gjald af SVR þar til þessu hefur ver- ið kippt í lag... Höfundur dálksins „Á víðavangi“ í Tímanum var ekki ánægður með nýtt leiðarkerfi SVR þann 7. október 1970.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.