Helgarpósturinn - 17.10.1996, Qupperneq 29
FIMMTUDAGUR17. OKTOBER1996
Sælgætisflóra okkar Islendinga hefur líkt og annað breyst
mikið og þróast með árunum. Hér áður fyrr var málið einfalt.
Sælgæti var spari, og auk þess fáar tegundir á boðstólum.
Nú á tímum aukins hraða og kröfu um gott úrval hefur margt
uppáhaldsnammið misst gildi sitt og ýmist horfið af mark-
aðnum eða týnst á meðal útlenskra risa og íslenskra arf-
taka. Hvað varð t.d. um Isboltana frá Kjörís? Hvenær blés
maður síðast upp Húbba Búbba-kúlu?
Nostalgíu
Ieð Hrauninu (mynd 1)
skapaði Góa náttúrulega
stemmningu. Það duldist ekki
nautnin sem bjó að baki sælu-
brosi þeirra sem í sjónvarpinu
jöpiuðu á þessu alíslenska sæl-
gæti. Þetta var á þeim tíma
þegar sælgætistegundir voru
stórstjörnur. Fyrirbæri í popp-
kúltúr landsmanna. Prins pól-
óið náði meira að segja inn á
vinsældalista í meðförum
Magnúsar Ólafssonar leikara.
Og líkt og iðulega gerist með
það sem á slíka lista nær urðu
fljótt til kópíur á borð við Prins
og Smakk. (mynd 3)
Lindu-súkkulaði (mynd 4)
átti dygga fylgismenn um land
allt. í samkvæmum voru haldn-
ar Krembrauðs- og Kókos-
bolluátkeppnir. Hið æðislega
Æði þótti flestum algjört æði
og naut það mikilla vinsælda á
samkomum þar sem saman-
komnir voru margir aldurs-
hópar, t.d. í jólaboðum, starfs-
mannaferðum og á heimilis-
sýningum, — þá venjulega
brotið í munnvæna bita og
borið fram í körfum.
Stykkjanammi
Nú á tímum „blands í
poka“ hafa köld stálhólf
tekið við af gömlu sæl-
gætiskrukkunum og
sjarminn virðist farinn af
sælgæti seldu í stykkja-
tali. En fram eftir öldinni
voru það slíkar krukkur,
fylltar af marglituðum
brjóstsykri, kandís og
karamellum, sem öðru
fremur voru stolt kaup-
mannsins, enda um
munaðarvöru að ræða.
Seinna komu súkkulaði-
kúlur til sögunnar og
náðu þær fádæma vin-
sældum. Fór þar
skemmtileg blanda af
súkkulaði og karamellum. Má
segja að kúlurnar hafi brotist
inn á markaðinn á kostnað
kandísins, sem mátti víkja úr
krukkunum og sást eftir það
helst í lófum eldra fólks útrétt-
um að stinga mola upp í barna-
börnin. En karamellan hélt
bannaðar eftir nokkurra
ára vinsældir og hefur lít-
ið til þeirra spurst síðan.
Glermenning
gosframleiðenda
Ein helsta táknmynd
áranna eftir stríð er hið
klassíska Spur Cola
(mynd 2), sem í dag er
Lindu-súkku-
laði sigraði
landsbyggðina.
velli og gerir enn. Um tíma
voru Freyjukaramellur helst í
tísku og gengu þær oft undir
gælunöfnum á borð við „haltu-
kjafti-karamellur" eða „frekju-
karamellur". Önnur bylgja
varð er gospillurnar komu
fyrst á markað, en þær voru
Tropican var vinsælt hjá ungviðinu.
ófáanlegt. Coca Cola fékk þar
verðugan keppinaut og sér-
kennilegt lag umbúða Spursins
gaf litlu kókinni ekkert eftir.
Spurið var frá Canada dry, inn-
flutt af Ölgerðinni, og þaðan
komu síðar ýmsar tegundir.
Ber þar að nefna Hi-spot, Gin-
ger ale og Tonic water. (mynd
5)
Líkt og með
Spurið var hið
þýska Sinalco
drykkjarbóla
sem birtist og
hvarf, en skildi
eftir sig goð-
sögn. Litur
þess var pissu-
gulur og lögun-
in fylgdi fast á
hæla Spursins í
útlitsfegurð, en
báðar flöskurn-
ar afrekuðu að
verða viður-
kenndar stofu-
mublur, þá yf-
irleitt í formi kertastjaka eða
blómavasa.
Með tilkomu Soda stream-
tækjanna snemma á síðasta
áratug og skömmu síðar með
áldósabyltingunni misstu gos-
flöskur mikilvægan sess sinn í
sósíallífi íslendinga. „Nýtt, gott
Sinalco!" var auglýst af Ladda
sem „sindrandi ávcixtadrykkur
í áldósum". En vont varð verra
og innreið plastsins var síð-
asta skrefið á Ieiðinni til helvít-
is. í stað massífrar lítrakók-
flösku í gleri tóku við síbreyti-
leg plastform. Eðalvökva var
hellt í nytjalausar ruslumbúðir
og þótt gíerið hyrfi ekki alveg
af sjónarsviðinu var ljóst að
tími sjarmerandi glerflaskna
var liðinn. Óskar Þór Axelsson
Lakkrísrör o§
súkkulaðitreflar
Síríuslengjan frá Nóa-Síríus
telst án efa á meðal helstu höf-
uðtegunda íslenskrar sælgæt-
isflóru, en þar má einnig flokka
lakkrísrúlluna. Þeir eru fáir
Frónbúarnir sem ekki hafa
prufað að vefja svarta lakkrís-
rúllu utan um eitt stykki Síríus-
lengju og náð þannig að fram-
kalla goðsagnakennt bragðið
sem mixið myndar.
Um tíma seldu sjoppueig-
endur vart Síríuslengju án
þess að lakkrísrúlla frá Kólus
fylgdi með. Og öfugt. Það var
svo seint á síðasta áratug og
fram eftir þessum að allt í einu
birtust í sjoppuhillum alls
kyns týpur af lakkríshúðuðu
súkkulaði og súkkulaðihúðuð-
um lakkrís. Gamla Síríuslengj-
an var seld í samneyti við
lakkrísborða, innpökkuð í
skrjáfpappír; Eitt sett.
En súkkulaði var ekki það
eina sem lakkrís var etinn með
í gamla daga. Gosdrykkir þóttu
vart drekkandi nema í gegnum
lakkrísrör. Vökvinn sogaður af
áfergju og rörið gegnsósa af
gosbragði. Spenningurinn var
þó að mestu bundinn við at-
höfnina sjálfa fremur en bragð-
bæti og er það líkleg ástæða
þess að lakkrís- og gosfram-
leiðendur sáu ekki ástæðu til
að rugla saman reytum og
sameinast með pakka; „Eitt
sett rör og gos“.
Barnamyndatökur
Litur og svart/hvítt
Nánari upplýsingar í síma 587 8044
Krístján Sigurðsson ljósmyndari
HUGSKOT h/f
Nethyl 2, 110 Reykjavík
sími 57 8044
DONSKUSKOLINN
Stórhöfða 17
Auður Leifsdóttir cand. mag.
hefur margra ára reynslu í dönskukennslu við Námsflokka
Reykjavíkur, Háskóla íslands og Kennaraháskóla íslands.
Dönskuskólinn er nú að hefja ný námskeið bæði fyrir byrjendur og
þá sem vilja bæta við sig kunnáttu og þjálfun. Hagnýt dönsk
málnotkun kennd í samtalshópum þar sem hámarksfjöldi nemenda
er átta og fer kennsla fram í tvo tíma, tvisvar í viku. Einnig verða
haldin stutt námskeið fyrir unglinga sem vilja bæta sig í málfræði og
framburði. Jafnframt er boðið upp á einkatíma eða annars konar
kennslu í munnlegri og skriflegri dönsku, sem og sérstaka
bókmenntahópa fyrir fullorðna.
INNRITUN ER ÞEGAR HAFIN í SÍMA 567 7770
EFTIR KL. 13.00 OG EINNIG ERU VEITTAR
UPPLÝSINGAR í SÍMA 567 6794.
DÖNSKUSKÓLINN
Stórhöfða 17 • Símar 567 7770 / 567 6794