Helgarpósturinn - 14.11.1996, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 14.11.1996, Blaðsíða 2
V FIMMTUDAGUR14. NOVEMBER1996 Fyrir tæpu ári reyndi Axel Karlsson aö smygla tæpu kílói af amfetamíni inn til landsins frá Amsterdam. Trúlega hefur einhver sagt til hans, því fíkniefnalögreglan beiö hans í tollinum í flugstöö Leifs Eiríkssonar. Síöastliðinn þriðjudag féll svo dómurí máli Axels og fékk hann þriggja ára fangelsisvist auk þess sem hann var dæmdur til aö greiða all- an sakarkostnað/Blaðamaður Helgarpóstsins ræddi við Axel og spurði hann íýrst: Fékk það sem ég átti skilið Ivernig datt þér í hug að smygla til landsins tœpu kílói af amfetamíni? „Góð spurning,“ segir Axel og hugsar sig um. „Ja, ég er spennufíkill og smygli fylgir mikil spenna. Kemst ég upp með hlutinn? Maður reynir alltaf að ganga eins langt og maður getur. Að smygla inn tæpu kílói af amfetamíni var nú samt fulliangt gengið,“ segir hann og hlær. „Svo spiluðu peningarnir inn í, en þetta virt- ist vera auðveld leið til að ná inn góðum pening á stuttum tíma. Á þessum tíma hafði ég kynnst liði sem fannst smygl vera hinn eðlilegasti hlutur, þannig að ég leit mjög bjána- lega á þetta og fannst það í raun allt í lagi. Mér finnst það skrýtið núna, því venjulega tel ég mig hafa ágæta rökhugsun. Sjálfur notaði ég ekki amfetam- ín, hafði að vísu prófað það, en notaði það ekki. Ég var bara I peningavandræðum þannig að ég lét til leiðast að fara út í að smygla amfetamíninu hingað til lands. Þetta var langt í frá útpælt hjá mér. Ég vissi með viku fyrirvara að ég gæti farið í þessa ferð og ég hellti mér út í þetta hugsunarlaust má segja." Fíkniefnalöjgreglan vissi allt fra upphafi „Ég flaug til Amsterdam. Þar var búið að skipuleggja fyrir mig fund með manni sem var með efnið. Ég hitti hann og fékk efnið. Það tók ekki langan tíma og ég borgaði manninum um 350 þúsund krónur fyrir. Síðan var ég í nokkra daga í Amsterdam áður en ég flaug aftur heim. Ég var orðinn ansi spenntur þegar á flugvöllinn var komið. Eg var búinn að pakka efninu inn, en hluti af því fór í koníaksflösku sem ég hafði keypt. Afganginn faldi ég í kexpakka. Ég fékk mér bara nokkra bjóra til að losa um spennuna og það skotvirkaði," segir Axel og brosir. Hann seg- ir ástæðuna fyrir því að hann var stoppaður í flugstöðinni þá að trúlega hafi einhver kjaftað frá. „Eftir því sem ég hef heyrt vissi fíkniefnalögreglan þetta frá upphafi," segir Axel. „Ég var bara spurður um nafn og síðan tekinn afsíðis. Þeir rifu koníaksflöskuna strax upp úr kassanum og skoðuðu hana, en þeir voru lengur að finna efnið í kexpakkanum, því þeir vissu ekkert af því. Lögreglan vissi sem sagt um efnið í kon- íaksflöskunni. Hvernig leið þér? „Ég var í raun búinn að búa mig undir að þeir gætu hugs- anlega tekið mig,“ segir Axel. „Ég vissi hverjar afleiðingarnar yrðu og var tilbúinn að taka þeim. Mér leið auðvitað ekki vel en var samt sæmilega ró- legur. Þetta var hlutur sem gat gerst og við því var ekkert að gera.“ Ég á fangelsisdóminn skilið „Eg sé góðar og slæmar hlið- ar þess að hafa verið tekinn,“ segir Axel. „Það slæma er að þetta hefur haft eyðileggjandi áhrif á líf mitt, en það góða er að handtakan fékk mig til að hugsa. Ég væri ekki í þeim sporum sem ég er í dag ef ég hefði ekki verið tekinn. Ef ég hefði komist upp með þetta væri ég líklega í innflutningi og neyslu. í staðinn er ég í ágæt- um málum, stunda mína vinnu og gengur mjög vel. Lífið er nokkuð jákvætt, þó svo að ég fari í fangelsi. Ég ætla að reyna að nota þann tíma til að fara í skóla, þannig að fangelsisdvöl- in verður ef til vill ekki eins hrikaleg og ætla mætti. Ég á þetta náttúrulega skilið og sætti mig fullkomlega við þær aðstæður sem ég sjálfur hef komið mér í.“ Hvað með siðferðishlið málsins. Fannst þér ekki rangt að smygla inn eitur- lyijum? „Ég leit aldrei á þetta þannig og þetta var mjög grunnt hugs- að hjá mér. Ég ætlaði að flytja þetta inn, losa mig við efnið í heilu lagi, — búið. Auðvitað er þetta mjög brenglað hugarfar. Ég er löngu búinn að átta mig á því, enda gaf ég mér góðan tíma til að hugsa það mál. Mér líður að minnsta kosti betur með að málið skyldi fara svona heldur en ef ég hefði komist upp með þetta. Fyrir mig var þetta góða leiðin út úr þessu." Þú varst ekki einn í þessu. Hverjir voru með þér? „Það skiptir ekki máli,“ segir Axel. „Fyrir mig breytir það engu hvort ég segi frá eða ekki. Ég fæ til dæmis ekki lægri dóm og ef ég segði frá gæti það komið sér illa fyrir ættingja „Peningar, spenna og grunnhyggni gerðu það að verkum að ég smyglaði amfetamíninu inn,“ segir Axel. mína og vini. Þess vegna fannst mér einfaldast að taka þetta allt á mig. Það er besta lausnin fyrir alla aðila og í raun einnig fyrir mig. Þessir menn sem sluppu taka bara út sinn dóm á annan hátt.“ Hvenœr ferðu inn? „Ég get ekki rætt við Fangels- ismálastofnun fyrr en eftir að áfrýjunarfresturinn rennur út eftir fjórar vikur. Þeir senda mér bréf um hvenær ég á að mæta. Ætli ég geti ekki frestað fangelsisvistinni um allt að ár. Það á bara eftir að koma í ljós.“ Hugsaði ekki út í hvað ég gerði fjölskyldunni „Ég hugsaði aldrei svo langt að fleiri en ég gætu lent í erfið- leikum út af þessu. Þegar ég var tekinn og settur í einangr- un í fjórtán daga vissi enginn neitt um mig, þannig að með verknaðinum fór ég mjög illa með vini og vandamenn og það finnst mér mjög leiðinlegt. Sumir voru að frétta þetta fyrst í gær þegar Stöð tvö birti mynd af mér. Til að mynda amma og margir ættingja minna fréttu þetta fyrst þá, — vonandi hafa ekki orðið nein hjartaáföll,“ segir Axel og hlær. „Annars var ég búinn að segja flestum í kringum mig frá þessu, þannig að fólk var við- búið því að Jætta gæti komið í blöðunum. Eg er að vísu hissa á þessari myndbirtingu Stöðv- ar tvö. Hver er tilgangurinn? Að sýna almenningi forhertan glæpamann? Ár er liðið síðan atburðurinn átti sér stað og ég hef ekki gert neitt af mér síðan. Ég gæti skilið myndbirtingu af glæpamanni sem hugsanlega einhver skaði gæti stafað af í þjóðfélaginu.“ Ertu sáttur við dóminn? „Ég bjóst við í versta falli þremur og hálfu ári og í besta falli tveimur og hálfu. Ég er með hreina sakaskrá. Skilorðs- bundni dómurinn sem Morg- unblaðið blés út að ég væri með er umferðarslys sem ég lenti í. Það var ekkert verið að segja frá því í fréttunum, — bara að ég ætti inni gamlan skilorðsbundinn dóm. Ég fékk þrjú ár og er sáttur við þá niðurstöðu. Eg fékk það sem ég átti skilið og tek því,“ segir Axel Karlsson. „Hlutabréfakóngur íslands“ hefur hann oft verið kallaður og það ekki að ástæðulausu. Már Ásgeirsson, óbreyttur starfsmaður hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar til þrjátíu ára, á hlut í fleiri tyrirtækjum en flestir stórfor- stjórar geta stært sig af Ætlarað hlutabréf í hundrað fyrirtækjum Hvað viltu vita?“ spyr Már Ásgeirsson í anda harð- snúins athafnamanns og býður blaðamanni sæti úti undir ber- um himni á rennblautum tré- bekk við vinnuskúr Reykjavík- urborgar á Miklatúni. Hann bíður eftir viðbrögðum, svo ég spyr hann beint: Mér er sagt að þú sért hlutabréfakóngur Islands, hvað áttu hlut í mörgum fyr- irtœkjum? „í heildina á ég hlut í 92 fyrir- tækjum, en ekki stóran hlut í öllum." Ertu búinn að safna hluta- bréfum lengi? „Já, í mörg ár, en ætli ég láti ekki duga að eignast hlut í hundrað fyrirtækjum. Það mun sjálfsagt takast á næsta ári, enda vantar ekki upp á nema átta.“ Ég segi honum frá því að oft hafi sést til hans prúðbúins á hluthafafundi hjá Eimskipafé- lagi íslands. Þá bætir hann við að fimm, sex ár séu síðan hann eignaðist hlut í því fyrirtæki. Og hefurðu síðan mœtt alla á fundi? „Já, svona þá sem ég hef get- að, sérstaklega fer ég á fundi hjá fyrirtækjum sem ég er ný- búinn að eignast hlut í.“ Þú mœtir þó ekki á aðal- fund hjá öllum þessum 92 fyrirtœkjum? „Nei, það get ég ekki, ég er í fullri vinnu svo ég kemst ekki á þá alla. Það yrði líka full vinna að fara á alla þessa fundi og þá yrði ég að hætta að vinna.“ Hvað kemstu á marga fundi árlega? „Aldrei fleiri en fimm eða sex. Helst fer ég bara á fundi hjá nýjum fyrirtækjum. En þó að ég hafi lengi átt hlut í Flug; leiðum fer ég aldrei þangað. í staðinn sendi ég kvenmann sem ég læt hafa umboðið mitt.“ Már segist hafa verið afar heppinn í viðskiptum. Stund- um hafi það þó komið fyrir að hlutabréfin hafi setið ansi föst og hann þurft að leggja sig fast eftir þeim, sem hann geri með því að fylgjast með fjölmiðlum og hlusta á hvað fólk segir. „f sum fyrirtæki kemst maður aldrei. Til dæmis er manni aldrei hleypt inn í Tryggingu hf. Þar er vonlaust að ná í bréf sem og í nokkrum öðrum fyrir- tækjum." Hæsti hlutur Más í einu og sama fyrirtækinu segir hann að hljóði upp á 50 þúsund krónur og á hann þann hlut í Tæknivali. Hluturinn er nú metinn á fimmfalt hærra verði. Lægsti hlutur hann í fyrirtæki er hins vegar um eitt þúsund krónur. Árlega segist hann fá 60 þúsund króna arð af hluta- bréfum sínum, en fái væntan- lega meira á næsta ári, þar sem hann hafi nýlega eignast hlut í ágætu fyrirtæki, Plastprenti. í gegnum þessi viðskipti sín hefur Már eignast ágæta vini. Már Ásgeirsson segir algengt að menn séu stirðir við sig í fyrstu: „Hörður Sig- urgestsson var fyrst þurrpumpulegur við mig en nú erum við orðnir ágætir vinir; getum talað saman og svona.“ „ Hörður Sigurgestsson var fyrst þurrpumpulegur við mig en nú erum við orðnir ágætir vinir; getum talað saman og svona. Sama var að segja um Óla í Oiís. Hann var líka í fyrstu þurrpumpulegur við mig, ætlaði ekki að hleypa mér inn í fyrirtækið, en svo urðum við ágætis vinir.“ Þegar blaðamaður ætlaði að pumpa hann meira um vinskap þeirra vildi hann engu við bæta, nema hann sagði það al- gengt að menn væru stirðir í sinn garð til að byrja með. Hvaða skýringu gefur Már á því að einnig sést oft til hans á samkomum eins og erfid rykkju m ? „Maður kemst ekki hjá því að þekkja marga þegar maður á í yfir níutíu fyrirtækjum,“ segir hann, en bendir á að hann geti nú ekki farið í þessu (á við appelsínugula vinnu- gallann): „Maður verður að kaupa sér reglulega föt og fylgjast með tískunni vilji maður mæta á hluthafafundi. Er það ekki svoleiðis hjá öll- um?“ Ertu ekki gulltryggður í ellinni? „Ég er náttúrulega enginn maður til þess að kaupa fyrir milljónir, en ég á þarna fasta peninga, þar af eru sum bréfin á genginu ellefu. Ég ætla samt að halda áfram að vinna hjá borginni þar til ég verð rekinn eða kemst á ellilaun,“ segir þessi 55 ára gamli hlutabréfa- safnari, sem er ekki lengur til setunnar boðið, kveður og gengur út í skammdegið sam- kvæmt læknisráði til þess að styrkja lungun. -gk

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.