Helgarpósturinn - 14.11.1996, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 14.11.1996, Blaðsíða 24
HELGARPÓSTURINN 14. NÓVEMBER 1996 45. TBL. 3. ÁRG. VERÐ 250 KR. Yfir kvöldverðarborðum fulltrúa á landsþingi Alþýðuflokksins I Perlunni um síðustu helgi sagöi Jón Baldvin Hannibalsson, fráfarandi formaður, sögu sem vakti athygli og heilabrot. Söguna hafði Jón éftir austur-evrópskum vini sín- um og hún var á þá leið að lævirki einn flaug hátt en lenti í hríðarbyl og féll frosinn til jaröar. Kýr kom að og skeit á lævirkjann. Ylurinn af mykjunni þíddi klakabrynjuna og lævirkinn tók flugið á ný, frelsinu feginn. En refur náði lævirkjanum og beit af honum hausinn. Ferna lær- dóma má draga af sögunni, sagöi Jón. í fyrsta lagi: Fljúgðu aldrei hærra en vængirnir geta borið þi_g. I öðru lagi: Þeir vilja þér ekki endilega illt sem ata þig sklt. í þriðja lagi: Þeir sem draga þig upp vilja þér ekki endilega vel. í fjórða lagi: Sá sem er í skít upp fyrir haus ætti ekki að syngja. Jón sagðist tileinka söguna nýjum formanni Alþýöuflokksins, Sighvati Björgvins- syni. Margir veislugestir töldu þó aö hún væri ætluö Guð- mundi Árna Stefánssyni... Sigrún Benediktsdóttir, nýkjörinn gjaldkeri Alþýðuflokks- ins, mun fá ærinn starfa. Flokkurinn glímir við verulegar skuldir og samkvæmt rekstraryfirliti jukust þær um 14 milljónir á milli áranna 1994 og 1996. Opinbert yfirlit er eitt og rauntöl- ur annaö. í greinargerð sem forveri hennar, Sigurður E. Am- órsson, skrifaði fyrir rúmu ári sagöi blákalt að ef flokkurinn væri hlutafélag færi reksturinn beint í gjaldþrotaskipti... Císli Rúnar Jónsson þreytti frumraun sína sem stjórnandi spjallþáttar síðasta sunnudagskvöld á Stöð 2. Gestir þátt- arins voru Emilíana Torrini, Rúrik Haraldsson og Laddi. Ljóst er á þessum fyrsta þætti aö þeir veröa ekki neitt í líkingu við þættina hans Hemma, sem hefur faðmað og kysst gesti sína í bak og fyrir. Gísli tekur meistara David Letterman sér greinilega til fyrir- myndar, en Letter- man hefur átt það til að gera lítið úr við- mælendum sínum. Og aumingja Emilíana Torrini fékk heldur betur gúmoren þarna í þættinum, þvf í miðri senu þar sem skötuhjúin voru að gæða sér á ólífum og fleira góögæti tók Gfsli Rúnar allt í einu upp á þvf aö sprauta framan í Emilíönu matarolíu eöa álíka gumsi. Þessi uppákoma kom söngkonunni í opna skjöldu og rauk hún út í fússi og renndi sófanum sem hún sat í með sér út. Sjónvarpsáhorfendur héldu margir hverjir að þetta atriöi hefði verið sviðsett en svo er ekki. Emilíana var komin á fremsta hlunn meö að berja Gísla Rúnar þegar hún sá sig um hönd og ákvað að taka frekar sófann í pant. Hvað ætli Gísli geri næst?... Margir urðu hissa þegar þeir opnuðu nýjasta Fasteignablaðið og við blasti 197 fm rað- hús á tveimur hæðum með stórum svölum í norður og suður á Barðaströnd á Seltjarnarnesi. Húsiö var sagt laust og að þaö fengist á góðu verði. Eins og kunnugt er á Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, hús á Barðaströnd 5, en hann hefur fram til þessa sagst ætla aö halda því. Því undr- uðust það margir að húsið skyldi vera komið í sölu. Þegar bet- ur var aö gáð reyndist þetta þó ekki hús forseta vors heldur mun húsiö við hliðina á Ólafi vera til sölu. Samkvæmt fast- eignasalanum er hér um skemmtilegt hús aö ræða og mun það án efa seljast fljótt, enda ekki amalegt að búa við hliöina á sjálfum forsetanum... Húsnæðisstofnun ríkisins hefur stefnt Húseigendafélaginu vegna ummæla og gagnrýni Sigurðar Helga Guðjónsson- ar, formanns félagsins, um lögfræöideild stofn- unarinnar. Nú hefur Húseigendafélagið skorað á Pál Pétursson félagsmálaráöherra að skipa þeg- ar í stað óháða nefnd sérfróðra manna til að fara ofan í kjölinn á þeim áviröingum sem lög- fræðideildin og stofnunin hafa verið bornar. Tel- ur stjórn Húseigendafélagsins að slík rannsókn sé brýn til þess að öll kurl komi til grafar og til að stofnunin megi endurheimta þá tiltrú sem hún þarf nauðsynlega að hafa til að geta gegnt hlutverki sínu... Félagsmálaráðuneytið er þessa dagana að skoða hverjir hafa fengið að flytja veð á milli fasteigna hjá Húsnæðis- stofnun og hvers vegna. Páll Pétursson félagsmálaráðherra hefur ekki farið leynt meö að veöflutningar stofnunarinnar séu óeölilegur viðskiptamáti sem beri ekki að nota nema í náttúru- hamförum. Hann er ekki ánægður með hve lítið er minnst á Hundruð þúsunda karla, kvenna og barna eru á vergangi vegna átakanna í Saír. Umfangsmikillar neyðaraðstoðar er þörf. Rauði kross Islands leitar liðsinnis Islendinga vegna hjálparstarfsins og hvetur landsmenn til þess að bregðast Söfnunarsíminn í bönkum og sparisjóðum Reikningur Hjálparsjóðs: ávísanareikn. nr.12 í SPRON, Seltjarnarnesi RAUÐI KROSS ISLANDS Framlögin renna óskert til hjálparstarfsins veðflutninga í stjómsýsluúttekt Ríkisendurskoð- unar og bíður nú eftir frekari upp- lýsingum um málið. Ljóst er að þessi athugun félagsmálaráðu- neytisins er mikið áfall fýrir Sigurð E. Guðmundsson, framkvæmda- stjóra Húsnæðisstofnunar, og stjórn stofnunarinnar, sem hefur ekki komið sér saman um reglur þar að lútandi þrátt fyrir athugasemdir Ríkisendurskoðunar og félagsmálaráðuneytisins á síðustu misserum... Hér kemur ein sæt úr skamm- deginu. Við hér á HP höfum fylgst með úr fjarlægð, á skemmt- anasíðum blaðsins, óléttu leikkon- unnar Tristan Gribben, hinnar írskættuöu eiginkonu athafna- mannsins Ingvars Þórðarsonar i Loftkastalanum. Og það er skemmst frá því að segja að hún varö léttari í vikunni, nánar tiltekiö snemma á þriöjudagsmorgun. Þá fæddist þeim hjónum myndarleg stúlka, sem fróðir menn telja að hljóti brátt viröulegt nafn úr íslendingasögun- um. Stjórnlaus af föðurlegu stolti mun Ingvar, sem auk þess rekur Kaffibarinn í félagi við aðra, hafa troöið vindlum upp í alla sem ráku þar inn nefið á þriöjudagskvöld... Flokksþing krata er nýafstaðið og þótti það fjölmennt og ákaflega glæsilegt með 357 fulltrúa. Nú er komiö í Ijós að félagar í Alþýðu- flokksfélagi Hafnarfjarðar voru í raun allt of marg- ir á þinginu miöað við félagafjölda og hefur svo verið í nokkur ár. Samkvæmt heimildum HP voru félagar í FUJ í Hafnarfirði ennfremur alltof margir. Olli þessi tilraun Hafnarljarðarkrata til að sýna mátt sinn og megin skipuleggjendum flokks- þingsins miklum vandkvæðum, því ekki höfðu all- ir greitt flokksgjöld. Var þvf mikil áhersla lögð á aö atkvæöaseölar færu aðeins til þeirra sem greitt hefðu öll sfn gjöld. Það hefur nefnilega vilj- að brenna við á fyrri flokksþingum aö óskilvísir flokksmenn hafi fengiö atkvæðaseöla f hendur... Blaðamaður Helgarpóstsins fór á dögunum á dekkjaverkstæði hér í borg til að skipta yfir á vetrardekkin. Allt gekk vel og voru menn fljótir aö umfelga og setja gömlu vetrardekkin undir bílinn. Þremur dögum seinna sprakk hjá blaöamanni. Fannst honum það nokkuð skrýtið svo stuttu eft- ir umskiptin. Þegar sprungna dekkið var svo skoðað aö innan kom I Ijós tappi af tveggja Iftra kókflösku sem gleymdist að fjarlægja við um- skiptin. Að sjálfsögöu var viðgerð dekksins ókeypis...

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.