Helgarpósturinn - 14.11.1996, Side 11
FlMIVnUDAGUR 14. NÓVEMBER1396
11
■
þjóðernishyggja
Stjórnmálamenn sem eru
læsir á þjóðarstemmning-
una vita að skynsamlegt er að
vera í fararbroddi fyrir fyrir-
sjáanlegum breytingum en
hvorki fara of geyst né draga
lappirnar. Það skilur á milli
árangurs og áhrifaleysis í
stjórnmálum að skynja tíðar-
andann og draga af rétta lær-
dóma. Með sannindi af þessu
tagi í huga verður skiljanlegri
óbjörguleg staða vinstri-
manna annars vegar og hins
vegar pólitískt forræði Sjálf-
stæðisflokksins.
Á sama hátt og við fengum
innlendan hæstarétt áður en
heilbrigt réttarkerfi festi hér
rætur, háskóla áður en há-
skólasamfélag myndaðist og
nútímatækni áður en tækni-
menning þróaðist þá var efna-
hagskerfið frumstætt löngu eft-
ir að við töldum okkur trú um
að það væri orðið vestrænt.
Ekki fyrr en með þjóðarsátt-
inni 1989 um afnám verðbólg-
unnar var kinnroðalaust hægt
að nefna íslenska hagkerfið í
sömu andrá og nágrannaþjóð-
anna. Byltingunni í efnahags-
málum fylgdu verulegar breyt-
ingar í erlendum samskiptum.
Bandaríkin hættu að skipta
jafnmiklu máli og áður en Evr-
ópusambandið komst í for-
grunn. EES-samningurinn var
málamiðlun milli þeirra sem
vildu inngöngu í ESB og hinna
sem vildu sneiða hjá Evrópu-
samrunanum. Annar alþjóða-
samningur, GATT, hafði veru-
leg áhrif á innanlandsmál,
enda töldu efasemdarmenn að
fríverslun með landbúnaðaraf-
urðir stefndi búsetu í sveitum í
hættu en talsmenn þröngra
neytendasjónarmiða voru
sannfærðir um að samningur-
inn myndi lækka matvöruverð
og flýta óhjákvæmilegri upp-
stokkun í landbúnaði. Ofan á
þetta bætist að aðalatvinnu-
vegur þjóðarinnar er í upp-
námi. Engin sátt er í sjónmáli
um fiskveiðistjórnunina þótt
umræðan hafa staðið í meira
en áratug. Um stórkostlega
hagsmuni er að tefla, ekki að-
eins í útgerð og vinnslu heldur
blandast inn í umræðuna
staða byggðarlaga og þróun
heilla landsfjórðunga.
Fyrir þjóðarsáttartímabilið
voru teikn á lofti um að hálf-
gerður gangsterismi næði tök-
um á viðskiptalífinu. Óðaverð-
bólga áranna á undan brengl-
Stiórnmál
Páll VilHjálmsson
skrifar
aði bæði verðskyn og siðvit-
und, sem leiddi til þess að í
góðærinu upp úr miðjum síð-
asta áratug bar nokkuð á við-
skiptaháttum sem iðulega
sjást meðal nýfrjálsra ríkja
þriðja heimsins og Austur-Evr-
ópuþjóða sem sögðu skilið við
úrelta þjóðfélagshætti. í flest-
um tilvikum voru sukkið og
spillingin tengd smárekstri af
ýmsu tagi, s.s. myndbandaleig-
um, veitingahúsarekstri og
heildverslunum. En stærri mál
komu einnig við sögu. Tugir og
hundruð milljóna króna töpuð-
ust í verðbréfafyrirtækinu
Ávöxtun og verktakafyrirtæk-
inu Hagvirki. Viðskipti Stöðvar
2 við Verslunarbankann eru
einnig dæmi um ævintýra-
mennsku tímabilsins.
Undir formennsku Davíðs
Oddssonar tileinkar Sjálfstæð-
isflokkurinn sér stefnu sem má
kalla borgaralega þjóðernis-
hyggju. Helstu drættir þessar-
ar stefnu eru þjóðleg gildi, fast-
heldin fjármálapólitík, var-
kárni í erlendum samskiptum
og íhaldssöm viðhorf til félags-
og menntamála. Sjálfstæðis-
menn kenna stefnuna við stöð-
ugleika og út á hana stóðu þeir
uppi sem sigurvegarar síðustu
þingkosninga. Svo frábitin var
þjóðin hvers kyns léttúð og
framandi pólitík að hún veitti
Framsóknarflokknum brautar-
gengi, næst á eftir Sjálfstæðis-
flokknum, fremur en að kjósa
yfir sig Evrópustefnu Alþýðu-
flokksins, útflutningsleið Al-
þýðubandalagsins, samfylking-
arpólitík Þjóðvaka eða kynja-
stefnu Kvennaiistans.
Vangasvipur borgaralegrar
þjóðernishyggju getur auð-
veldlega orðið búralegur.
Snjallir áróðursmenn eins og
Jón Baldvin Hannibalsson,
fráfarandi formaður Alþýðu-
flokksins, vita það og eru með
á takteinunum uppnefni eins
og „vaðmálshugmyndafræði"
og fleira í þeim dúr. Tilvísunin
er til vanmetakenndar þjóðar
sem veit að þrátt fyrir mann-
dómstákn eins og vestræna
velmegun og tæknivæðingu er
stutt síðan hún bjó í torfkofum
við miðaldamenningu. Rang-
hverfa vanmetakenndar er
Undir formennsku Davíðs Oddssonar tileinkar
Sjálfstæðisflokkurinn sér stefnu sem má kalla
borgaralega þjóðernishyggju. Helstu drættir
þessarar stefnu eru þjóðleg gildi, fastheldin
fjármálapólitík, varkárni í erlendum samskipt-
um og íhaldssöm viðhorf til félags- og mennta-
mála. Morgunblaðið vakti athygli á því í leiðara
á þriðjudag að ekki væri óhugsandi að Sjálf-
stæðisflokkur og Alþýðubandalag öðluðust
sama skilning á stjórnmálum samtímans.
mikillæti þeirra sem sannfærð-
ir eru um að ísland geti staðið
jafnfætis meginlandsþjóðum
Evrópu í samrunaferli álfunn-
ar.
Aukið sjálfstraust og meiri
veraldarvafstur skjóta stoðum
undir borgaralega þjóðernis-
hyggju. Smuguveiðarnar og
fiskveiðideilur við Rússa og
Norðmenn eru til marks um út-
þenslumátt atvinnulífsins;
sömuleiðis kaup akureyrsku
útgerðanna á þýskum útgerð-
arfélögunum, landvinningar ís-
lenskra sjávarafurða á Kamt-
sjatka og fleiri fyrirtækja á fjar-
lægum slóðum. Frumkvæðið
að þessum viðskiptum kom í
flestum tilfellum frá fyrirtækj-
unum sjálfum og í sumum til-
vikum dró forysta Sjálfstæðis-
flokksins lappirnar, t.d. Þor-
Vangasvipur borgaralegrar þjóðernishyggju get-
ur auðveldlega orðið búralegur. Snjallir áróð-
ursmenn eins og Jón Baldvin Hannibalsson, frá-
farandi formaður Alþýðuflokksins, vita það og
eru með á takteinum uppnefni eins og „vað-
málshugmyndafræði" og fleira í þeim dúr. Til-
vísunin er til vanmetakenndar þjóðar sem veit
að þrátt fyrir manndómstákn eins og vestræna
velmegun og tæknivæðingu er stutt síðan hún
bjó í torfkofum við miðaldamenningu. Rang-
hverfa vanmetakenndar er mikillæti þeirra sem
sannfærðir eru um að ísland geti staðið jafn-
fætis meginlandsþjóðum Evrópu í samrunaferii
álfunnar.
Hugmyndafræðin á bak við landvinningastefn-
una var ekki Sjálfstæðisflokksins. Útflutnings-
leið Alþýðubandalagsins og framganga Ólafs
Ragnars Grímssonar, þáverandi formanns
fiokksins, á alþjóðavettvangi var miklu nær því
að túlka sjónarmið þeirra sem hugðu á erlend-
ar fjárfestingar og brjótast úr viðjum viðskipta-
legrar vanahugsunar. En Sjálfstæðisflokkurinn
mun, þegar til lengri tíma er litið, hafa mestan
pólitískan ávinning af breyttri heimssýn íslend-
inga.
það átt traustan stuðning í
samtökum launafólks. Morg-
unblaðið vakti athygli á því í
leiðara á þriðjudag að ekki
væri óhugsandi að Sjálfstæðis-
flokkur og Alþýðubandalag
myndu öðlast sama skilning
um stjórnmál samtímans og
hvert skuli stefnt.
Á fyrsta þingi nýrrar ríkis-
stjórnar reyndi stjórnarand-
staðan að festa merkimiðann
kyrrstaða og afturhald við
ráðuneyti Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Þjóðin
keypti ekki skilgreiningu
stjórnarandstöðunnar. Eftir
umrót síðustu ára kaus hún
kjölfestu og íhaldssemi og eftir
öllum sólarmerkjum að dæma
er hún sátt við sitt hlutskipti.
Sjálfstæðisflokkurinn las þjóð-
ina rétt.
steinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra í upphafi Smugu-
veiða. Hugmyndafræðin á bak
við var heldpr ekki Sjálfstæðis-
flokksins. Útflutningsleið Al-
þýðubandalagsins og fram-
ganga Ólafs Ragnars Gríms-
sonar, þáverandi formanns
flokksins, á alþjóðavettvangi
var miklu nær því að túlka
sjónarmið þeirra sem hugðu á
erlendar fjárfestingar og brjót-
ast úr viðjum viðskiptalegrar
vanahugsunar. En Sjálfstæðis-
flokkurinn mun, þegar til lengri
tíma er litið, hafa mestan pólit-
ískan ávinning af breyttri
heimssýn íslendinga.
Sjálfstæðisflokkurinn mun
eftir sem áður þurfa á banda-
mönnum að halda og ekki
endilega víst að það verði
Framsóknarflokkurinn til lang-
frama. Verkefni borgaralegrar
þjóðernishyggju er að treysta
innviði stjórnkerfisins og festa
í sessi hugmyndir og gildi vest-
rænnar stjórnmálamenningar,
t.a.m. um ábyrgð opinberra
aðila, upplýsingaskyldu stjórn-
valda og sanngjarnar leikregl-
ur í viðskiptalífinu. En meira
þarf til. Án lifandi sambands
við mikilvægustu þætti samfé-
lagsins fær engin stjórnmála-
stefna staðist. Sjáifstæðisflokk-
urinn er veikur fyrir á lands-
byggðinni og í verkalýðshreyf-
ingunni. Framsóknarflokkur-
inn var til skamms tíma öflug-
astur flokka á landsbyggðinni
en fékk aldrei neina stöðu í
verkalýðshreyfingunni. Víða
úti á landi er Alþýðubandalag-
ið orðið sterkara en Framsókn-
arflokkurinn og alltaf hefur
Sj álfvirkniverkfræði og skyr!
Skövde er lítill og fallegur
bær í Vestur-Gotlandi, mitt
á milli vatnanna stóru Vánern
og Váttern. Hér búa fimmtíu
þúsund manns og þar af eru
um hundrað og fimmtíu íslend-
ingar. Mér finnst bærinn
minna um margt á Akureyri.
Háskóli og menntaskólar setja
sterkan svip á Skövde, eins og
höfuðstað Norðurlands, og
svo er hér mikið menningarlíf
miðað við stærð bæjarins. Hér
er listasafn, leikhús, skipulagt
tónleikahald og kvikmyndahá-
tíðir.
Ástæður fyrir fjölda fyrrver-
mdi Frónbúa hér á svæðinu
:ru aðallega tvær. Margir ís-
enskir læknar hafa sest hér að
:ftir nám og svo eru um fjöru-
íu íslendingar hér í háskólan-
ím. íslenskur kennari við skól-
mn, Ingi Jónasson, hefur farið
til Islands undanfarin ár og
kynnt starfsemi skólans, sem
býður meðal annars upp á fjöl-
breytt nám í ýmsu sem ekki er
hægt að nema á íslandi. Há-
skólinn er ekki nema tíu ára og
sérhæfir sig í tölvu- og tækni-
fræðum. Skólinn er vel tækjum
búinn og kennararnir ungir og
metnaðarfullir. íslendingarnir
eru að læra til dæmis tölvunar-
fræði, kerfisfræði, hugfræði og
sjálfvirkniverkfræði.
Alveg er það merkilegt hve
fljótt maður fer að sakna þess
að borða íslenskan mat. Ég
held ég hafi ekki verið búin að
vera hér nema í tvo mánuði
þegar mig var farið að dreyma
um skyr og nýjan fisk. Því var
kærkomið að heyra um Guð-
björn Elísson, íslending sem
hefur undanfarin sex ár keyrt
milli bæja hér í Svíþjóð og selt
íslendingum góðgæti að heim-
an. Ýsa og lambakjöt eru efst á
vinsældalistanum en svo selur
Bréf frá Skövde
Sigríður Pétursdóttir
sknfar
hann líka rækjur, saltfisk, lifr-
arpylsu, malt og sælgæti. Fyrir
nokkrum dögum kom hann í
söluferð og íslendingarnir
söfnuðust saman við sendi-
ferðabílinn hans, flestir að ná
sér I fisk í soðið. Ég stakk því
að einni frúnni að nú vantaði
ekkert nema blessað skyrið.
Hún brosti leyndardómsfullu
brosi og sagðist kunna ráð við
því. Ég átti að sía hreina jógúrt
yfir nótt og hræra síðan sykri
saman við það sem eftir sæti í
bleyjugasinu J)egar mysan
hefði síast frá. Eg lét ekki segja
mér það tvisvar og fór að ráð-
um hennar. Ég segi nú ekki að
Skövde-skyrið sé alveg eins og
það íslenska, en með miklum
rjóma og góðum ásetningi slær
það á söknuðinn eftir frumút-
gáfunni.
Aðalfundur íslendingafélags-
ins hér var haldinn einn laug-
ardaginn fyrir skemmstu og
um kvöldið var árshátíð. Auk
árshátíðarinnar stendur félag-
ið meðal annars fyrir þorra-
blóti og sveitaballi og svo er
bakað hér laufabrauð fyrir jól-
in. Ekki má gieyma að nefna
saumaklúbb kvennanna hér,
sem er stór, hláturmildur og
kemur saman einu sinni í mán-
uði.
Það var skondið að fylgjast
með Svíunum hér um daginn
þegar gaus í Vatnajökli. Þá
„Ég segi nú ekki að
Skövde-skyrið sé alveg
eins og það íslenska, en
með miklum rjóma og
góðum ásetningi slær
það á söknuðinn eftir
frumútgáfunni."
varð nú lítil fjöður að vænum
strúti. Bekkjarfélagar mínir í
kvikmyndafræði og fjölmiðla-
tækni fylgjast auðvitað vel með
fjölmiðlum og sáu frétt á einni
sjónvarpsstöðinni þar sem
sagt var frá gosinu og því bætt
við að búist væri við miklu
flóði, sem að öllum líkindum
færði eyjuna í kaf. Þeim fannst
ég bera mig ansi vel miðað við
aðstæður og skildu ekkert í að
ég væri ekki búin að gera ráð-
stafanir til að bjarga því sem
ég ætti á íslandi frá vatnselgn-
um. Það tók mig langan tíma að
sannfæra þau um að þau gætu
sleppt því að búa um gestarúm
fyrir landflótta íslendinga.
Bekkjarfélagar mínir vita nú
ekki mjög mikið um ísland en
kunna þó flest að segja „túngur
knívur“. Þau höfðu séð kvik-
mynd Hrafns Gunnlaugsson-
ar, Hrafninn flýgur, en gátu ekki
nefnt mér aðrar íslenskar kvik-
myndir. Þá varð ég hissa.
Mörg þekkja þau til nóbel-
skáldsins okkar og nokkur hafa
meira að segja lesið bækur eft-
ir Laxness. Flestir Svíar sem ég
hef talað við þekkja Vigdísi
Finnbogadóttur og vita að það
er kalt á íslandi, en svo er það
upptalið.
Bekkjarfélagar mínir eru þó
óþreytandi að spyrja mig um
allt milli himins og jarðar varð-
andi ísland og finnst gaman að
læra íslensk orð.
Svo er bara að vona að eitt-
hvert þeirra verði í framtíðinni
frægur kvikmyndaleikstjóri
eða fjölmiðlastjarna og geri sér
mat úr íslandsáhuganum.
Höfundur stundar nám í Skövde í Svíþjóð.