Helgarpósturinn - 14.11.1996, Side 23
FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1996
23
\
Ekki
missa a
ÉÉ il ii
Platan nefnist 77/ hamingju
með fallið. í því tilefni ætlar
Megas ásamt Tryggva Hiibner
gítarleikara og Haraldi Þor-
steinssyni bassaleikara að
flytja nýtt og gamalt efni í
bland. Viðburðurinn verður í
Listaklúbbi Leikhúskjallarans
á mánudagskvöldið og hefst
klukkan 21. Á þessu Megasar-
kvöldi verður einnig boðið upp
á valda kafla úr verki Megasar
Gefin fyrir drama þessi dama
(— og öllum stendur svo inni-
lega á sama).
Stripshow
með leikhúsrokk
„Ef Boris Karloff, Chariie
Chaplin, Salvador Dali og
Tracy Lords hittust og gæfu út
plötu myndi hún hljóma eins og
okkar,“ segir Ingólfur Geirdal,
gítarleikari hljómsveitarinnar
Stripshow, en fyrsta plata
þeirra, Late Night Cult Show, er
nýkomin á markað. Næstkom-
andi mánudagskvöld halda þeir
útgáfutónleika ásamt hljóm-
sveitinni Dead Sea Apple í Borg-
arleikhúsinu og hefjast tónleik-
arnir stundvíslega klukkan níu.
Tökulið Stöðvar tvö verður á
svæðinu og festir tónleikana á
filmu. Verða þeir svo sýndir
einhvern tímann fyrir jól.
„Þeim hjá Stöð tvö virtist líka
platan okkar svo vel að þeir
buðu okkur að halda útgáfutón-
leika í Borgarleikhúsinu, þar
sem þeir munu taka upp sýn-
inguna,“ segir Ingólfur. „Þetta
verða ekki beint tónleikar, held-
ur meira en það. Sumir hafa
kallað tónlistina okkar sirkus-
rokk eða leikhúsrokk, enda hef-
ur platan þema, sem eru frík
alls kyns. Frík-karakterarnir á
plötunni verða meðal annars
hluti af sviðsetningunni. Hér
áður fyrr tíðkaðist nokkurs
konar leikhússtemmning á tón-
leikum margra frægra poppara,
David Bowie var trúlega þeirra
frægastur og eins Alice Coo-
per. Þá gerðu menn myndræna
tónlist. Við verðum að gera
svipað á mánudaginn á tónleik-
unum okkar.“
Bókakvöld
áSúfistanum
í kvöld, í hinu þægilega
bókakaffi Súfistanum á annarri
hæð bókabúðar Máls og menn-
ingar á Laugaveginum, munu
rithöfundarnir Thor Vilhjálms-
son, Ólafur Gunnarsson, Þór-
arinn Eldjárn og Böðvar Guð-
mundsson lesa úr nýjum verk-
um sínum. Upplesturinn hefst
klukkan hálfníu og stendur til
tíu. Aðgangur er ókeypi.
Kyrrðarstund
í Kristskirkju
Þeir sem áhuga hafa á trúar-
legri tónlist ættu að leggja leið
sína í Kristskirkju í kvöld þegar
kvennakórinn Vox Feminae
heldur þar tónleika. Meðal efn-
is er nýlegt verk eftir Hjálmar
H. Ragnarsson sem nefnist
Salve Regina. Á tónleikunum
leikur Stefán S. Stefánsson
saxófónleikari af fingrum fram
á sópransaxófón í einu verk-
inu. Svana Víkingsdóttir leikur
á orgel kirkjunar en Margrét J.
Pálmadóttir stjórnar. Tónleik-
arnir hefjast klukkan 21.
Tískan hjá eskimóum
Á Tvíhöfðauppistandi fyrir
nokkru á Borginni gerði Steinn
Ármann Magnússon, Radíus-
bróðir og Akranesmóðgari,
heilmikið grín að tískusýning-
arsamtökunum Eskimo mod-
els. Við förum ekki nánar út í
brandara Steins Ármanns, en
eitthvað minntist hann á
Grænlendinga, án þess þó að
vera með kynþáttafordóma.
Ekki mikla. Altént sýna Eskimo
models í kvöld föt frá ýmsum
vestrænum tískubúðum á
Borginni. Eins verður boðið
upp á vínkynningu á staðnum
og til að trekkja betur verður
krúttið Emilíana Torrini feng-
in til að syngja nokkur lög fyrir
gesti.
Polyester Day
frumsýnd
Nýjasta mynd Bernardos
Bertolucci, Stealing Beauty,
verður frumsýnd í Regnbogan-
um á morgun, föstudag. Á und-
an myndinni verður sýnd ný
stuttmynd Gus-Gus-hópsins,
Polyester Day. Myndin er tæp-
ar sjö mínútur að lengd og er í
formi tónlistarmyndbands.
„Stuttmyndin er án orða og
fjallar um stúlkuna Pollý, unga
stúlku sem býr hjá ríkum for-
eldrum og fær ekki ást,“ segir
Daníel Ágúst Haraldsson Gus-
Gus maður. „Hún leitar ástar-
innar ákaft og beitir ýmsum
brögðum til þess. Hún ákveður
að stela bíl pabba síns og þá
upphefst eltingaleikur
sem endar með ósköp-
um. Vítamannobb
kemur þá til skjalanna
og bjargar henni með
lifnipillum sínum. Vít-
amenn eru nokkuð
margir, en Vítamann-
obb er einn þeirra.
Þeir geta lesið í
skyggnilýsingablaði
þar sem sagt er frá
hvað gerist daginn eft-
ir.“
Að sögn Daníels hefur stutt-
myndin verið sýnd alloft á evr-
ópsku M7V-sjónvarpsstöðinni
að undanförnu og verið nokk-
uð vel tekið. „Ég er að minnsta
kosti búinn að sjá myndina
tvisvar á skömmum tíma,“ seg-
ir hann.
Kirkja tveggja alda
Dómkirkjan í Reykjavík er
tvö hundruð ára um þessar
mundir og hefur verið mikið
um dýrðir af því tilefni. Tón-
listardagar Dómkirkj-
unnar standa nú sem
hæst og eru lokatón-
leikar hátíðarinnar
næstkomandi laugar-
dag, 16. nóvember,
klukkan 17 í Dómkirkj-
unni. Flutt verða ýmis
verk: Sextándu aldar
mótettan Pater Noster
fyrir áttraddaðan kór
eftir Jakob Handl;
Sálmar um lífið og Ijós-
ið, þrjú lög fyrir barna-
kór eftir Hjálmar H.
Ragnarsson; Leyfið
börnunum að koma til
mín fyrir kór, barnakór,
einsöngvara og orgel
eftir Jón Ásgeirsson;
einsöngsverkið 0
Salutaris hostia eftir Ga-
briel Fauré; kórverkin
Aldasöngur eftir Jón
Nordal og The wall is
down eftir Knut Ny-
stedt.
Flytjendur á þessum
lokatónleikum Tónlist-
ardaga Dómkirkjunnar
eru Dómkórinn undir
stjórn Marteins H.
Friðrikssonar, Kór
Vesturbæjarskólans í Reykja-
vík undir stjórn Kristínar Vals-
dóttur og einsöngvararnir
Bergþór Pálsson, Marta Guð-
rún Halldórsdóttir og Sigrún
Vala Þorgrímsdóttir. Organisti
er Pavel Manásek.
Fjörið verður í Rósenberg-
kjallaranum aðfaranótt sunnu-
dags, því hljómsveitin Soma
heldur tónleika í þeim mæta
kjallara strax eftir miðnætti á
laugardagskvöld. Að sögn Þor-
láks Lúðvíkssonar, hljóm-
borðsleikara sveitarinnar, flyt-
ur sveitin „öðruvísi dægurflug-
ur með áherslum" (hvað sem
það nú þýðir). Soma sigraði í
hljómsveitakeppni sem haldin
var í vor á Akureyri. „Við vær-
um þakklátir ef þú minntist
ekki á hvað keppnin er kölluð,
því nafnið er mjög vont,“ segir
Þorlákur. Blaðamaður gat því
ekki staðist að segja frá nafn-
inu, sem er Fjör-unginn.
Á sunnudaginn frumsýnir
leikhópurinn Draumasmiðjan
verkið Safnarinn eftir John
Fowles í Höfðaborginni í Hafn-
arhúsinu. Leikritið er sálfræði-
tryllir um ungan mann sem er
ástríðufullur fiðrildasafnari.
Hann vinnur mikla peninga í
lottói, kaupir stórt hús í útjaðri
Lundúna og notar það til að
halda fanginni stúlku sem
hann elskar og hefur numið á
brott. Að sögn Magnúsar Árna
Magnússonar, eins aðstand-
enda sýningarinnar, er leik-
gerðin eftir Dofra Hermanns-
son og fékk leikgerð hans sér-
stakt samþykki höfundarins. „-
Þetta er tiltölulega fræg skáld-
saga og var meðal annars gerð
kvikmynd eftir sögunni," segir
Magnús. „Síðan var gerð leik-
gerð sem sett var upp í Lond-
on við góðar undirtektir í ein-
hver ár þangað til höfundurinn
sá leikritið. Honum leist víst
svo illa á það að hann bannaði
leikgerðina. Dofri skrifaði John
Fowles og sagði honum frá
hugmyndum sínum um leik-
gerð og John varð svo hrifinn
að hann hafði samband við
Dofra og sagði að þeir mættu
setja leikritið upp út frá þess-
um hugmyndum. Og nú verður
leikritið frumsýnt á sunnu-
dagskvöldið og allir að sjálf-
sögðu velkomnir."
Ný plata með manninum
sem sumir kalla meistara, sjálf-
um Megasi, er að koma í búðir.
Lífoglóð
Ofgamál
elsti galli félags-
■ Blega kerfisins er
sá, að það eyddi sátt
mannsins við lóð
sitt. Horfin er auð-
mýkt mannkindar-
innar gagnvart örlögum sín-
um. Það er sama hvaða lítil-
ræði bjátar á í lífi fólks; heimil-
ismissir, helsýki, húsbrunar,
heyleysi, hamfarir; strax er
rekið upp ramakvein og heimt-
að að hið opinbera breyti ör-
lögum þeirra, þeim að endur-
gjaldslausu. Fólk heldur að
fæðing þeirra kaupi kaskó-
tryggingu gegn lífinu sjálfu.
Þessi misskilningur, því mis-
skilningur er það; náttúran
gerði aldrei ráð fyrir að það
væru engin afföll; þessi mis-
skilningur veldur því að sífellt
er verið að agnúast út í sparn-
aðaraðgerðir. Eins og t.d.
nauðsynlegan niðurskurð í
heilbrigðiskerfinu. Þjóðin
þjarkar og þrefar og þrasar og
þvertekur fyrir að koma auga á
að eina skynsamlega sparnað-
arleiðin liggur í gegnum sjúkra-
húsin.
Hér áður fyrr, þegar fólk
kunni að lúta höfði og lifa með
lóði sínu, var heilsa mann-
skepnunnar látin ráðast, eins
og náttúran gerði ráð fyrir.
Bæklaðist einhver af því að
hestvagn dytti á hann var
hann ekki settur á neinn
þriggja ára biðlista, nei. Hann
var borinn heim, þar sem hann
átti heima og var hvort eð er
búinn að borga fyrir að vera,
og þar fékk hann að gróa eins
hratt og hann lysti. Og eins og
hann lysti. Reyndist hann að
því loknu ófær um að bera
bagga eða grafa skurði snikk-
aði einhver honum nákominn
ódýrt trébretti með hjólum
sem hann virkjaði strax til að
ýta sér út um allar trissur og
njóta hollrar útiveru á meðan
hann betlaði sér til viðurværis.
Það var ekki setið heima og
beðið eftir bílastyrk.
Eigi var heldur hangsað á
stofnunum á meðan tíu manns
höfðu fulla vinnu af að smíða
tölvuvædda tæknilimi undir
óhappagemsa. Nei. Mamma
þeirra fór með spotta til tré-
smiðsins og bað um svona
langan tréfót. Þetta réð fjöl-
skyldan við að fjármagna án
þess að skila umsóknum í átj-
án mánuði samfleytt á meðan
menn húktu einfættir á rúm-
bríkinni. Trésmíðaverkstæði
með sjálfsvirðingu áttu birgðir
tréfóta í öllum stærðum og við-
artegundum, annað en í dag,
þegar almennt dugleysi veldur
að þau dudda í innfluttu par-
keti. Menn voru sízt verr settir
með tréfót, við minnum á hvað
Audur Haralds
skrifar
Long John Silver gerði það
gott.
Nú á að loka gigtardeild um
áramótin og veinin rísa þegar
til himins yfir því. Meðan skyn-
semi réð í heilbrigðismálum
„Fólk fékk auðvitað síður
gigt, það dó snemma. En
þeir sem fengu hana samt
höfðu hana þá bara. Þegar
þeir höfðu stirðnað og
kreppst svo að þeir komu
ekki lengur að almennu
gagni var þeim komið fyrir í
hornunum, þar sem þeir
héldu uppi barnakennslu
og -gæzlu og leystu þannig
af hólmi tvær dýrar stofn-
anir nútímaþjóðfélagsins.“
var engin gigtardeild til. Fólk
fékk auðvitað síður gigt, það
dó snemma. En þeir sem Íengu
hana samt höfðu hana þá bara.
Þegar þeir höfðu stirðnað og
kreppst svo að þeir komu ekki
lengur að almennu gagni var
þeim komið fyrir í hornunum,
þar sem þeir héldu uppi barna-
kennslu og -gæzlu og leystu
þannig af hólmi tvær dýrar
stofnanir nútímaþjóðfélagsins.
Entist þeim svo ævi að þeir
næðu fullri stirðnun voru þeir
nýttir sem snagar undir fatnað
og þar sem vottaði fyrir vel-
megun voru þeir skreyttir á
jólum. Kvalakurr þeirra, því
ekki var bruðlað með verkja-
stillandi, kom í stað síbyljunn-
ar í útvarpinu, sem heldur ekki
var til þá. Hver sá sem er orð-
inn þreyttur á innihaldsleysi
afþreyingarrásanna ætti að
nota tækifærið og fá sér gigtar-
sjúkling í hornið um áramótin.
Menn ráku heldur ekki dýrar
geðdeildir. En hver einasta
húsaþyrping átti sér sinn
þorpsfávita. Þeir sáu svo rit-
höfundum fyrir söguefni og
Isaac Bashevis Singer fékk
Nóbelinn, þökk sé framlagi
sturlaðra í heimasveit hans.
Rís íslenzk list hærra eftir
því sem fleiri deildum er lok-
að?
Höfundur er rithöfundur.
ARABISKT-
ISLENSKT
KVOLD
á veitingastaðnum MARHABA
Rauðarárstíg 37, fimmtudaginn 14.
nóvember kl. 18-21.
Matseðill:
15 arabískir réttir frá ýmsum arabalöndum.
Skemmti- og menningaratriði:
KK leikur og syngur.
Ólafur Gunnarsson rithöfundur les úr nýrri bók sinni.
Arabískur magadans o.fl.
Verð með mat 1.400 kr. - Allir velkomnir.
FÉLAGIÐ ÍSLAND/PALESTÍNA