Helgarpósturinn - 14.11.1996, Side 6
6
msm
HMIVmJDAGDR 14. NÓVEMBER
RLR rannsakar innflutning notaðra bíla:
Fimmti hver bfll á
fölskum pappírum
Rannsóknarlögregla ríkisins
hefur nú til rannsóknar
„nokkur mál“ þar sem innflytj-
endur notaðra bíla eru grunað-
ir um að hafa framvísað fölsk-
um pappírum í þeim tilgangi
að lækka aðflutningsgjöld. í
einhverjum tilvikum var það
Tollstjóraembættið sem lét
Rannsóknarlögregluna vita, en
þar á bæ álíta menn að falskir
pappírar kunni jafnvel að
fylgja fimmta hverjum bíl sem
fluttur er inn. Helgarpósturinn
hefur fengið staðfest dæmi
þess að hraðamælar bíla hafi
verið „skrúfaðir" upp til að láta
líta út fyrir að bílarnir væru
meira keyrðir en þeir raun-
verulega voru. Með því móti
átti óeðlilega lágt innkaups-
verð að verða trúlegra i augum
tollvarða.
Hjá Rannsóknarlögreglu rík-
isins vildu menn í gær ekki
staðfesta annað en að „nokkur
mál“ af þessu tagi væru til
rannsóknar. Helgarpósturinn
hefur hins vegar eftir öðrum
leiðum fengið staðfest að með-
al þeirra sem yfirheyrðir hafa
verið og liggja undir grun eru
tveir ungir menn sem flutt hafa
inn milli tuttugu og þrjátíu not-
aða bíla að undanförnu, Berg-
ur Rósinkranz og Georg Mika-
elsson. Þeir hafa einnig flutt
inn einhverja bíla á nöfnum
annarra.
Reglum breytt
og breytt aftur
Reglum um aðflutningsgjöld
af notuðum bílum var breytt á
síðasta ári og raunar í svipað
horf og var fyrir reglugerðar-
breytingu sem á sínum tíma
var einmitt ætlað það hlutverk
að koma í veg fyrir svindl af
þessu tagi. Fyrir breytinguna í
fyrra miðuðust aðflutnings-
gjöld við verð nýs bíls af þeirri
gerð sem verið var að flytja
inn. Frá því verði voru svo
dregnar afskriftir fyrir hvert
aldursár bílsins og tollur reikn-
aður af niðurstöðutölunni. Inn-
kaupsverðið skipti ekki máli
við tollútreikninga og ekkert
þýddi fyrir innflytjandann að
sýna nein skjöl því til sönnun-
ar að hann hefði fengið bílinn á
lægra verði en þessir útreikn-
ingar gerðu ráð fyrir.
Nýjar reglur tóku gildi 1. júlí
í fyrra. Samkvæmt þeim er það
uppgefið kaupverð í útflutn-
ingslandinu sem lagt er til
grundvallar ásamt flutnings-
kostnaði til landsins, trygging-
um og öðrum áföllnum kostn-
aði eftir aðstæðum í hverju til-
viki.
Rangt verð gefíd upp
Samkvæmt heimildum Helg-
arpðstsins er það fyrst og
fremst kaupverð þessara not-
uðu bíla sem innflytjendurnir
eru grunaðir um að falsa. Bíll-
inn er, samkvæmt þessu,
keyptur fyrir eitthvert ákveðið
verð en á afsali eða sölukvitt-
un er gefið upp allmiklu lægra
verð. Þetta getur verið hag-
stætt fyrir báða aðila. Seljand-
inn getur í sumum tilvikum
losnað undan einhverjum
skattgreiðslum í heimalandi
sínu og kaupandinn framvísar
sölunótunni með þessu falska
verði við tollafgreiðslu hér og
sleppur með talsvert lægri að-
flutningsgjöld en ef rétt verð
hefði verið gefið upp.
Sú hætta er að vísu fyrir
hendi að athugulir tollverðir
geri athugasemdir við kaup-
verðið og vilji fá nánari skýr-
ingar á því. Til að hið lága
kaupverð verði skiljanlegra í
augum tollvarða hefur hraða-
mælirinn verið „skrúfaður
upp“ þannig að bíllinn virðist
hafa lagt fleiri kílómetra að
baki en rétt er.
Innflutningur margfaldast
Innfiutningur notaðra bíla
hefur allt að því fjórfaldast frá
því að nýju reglurnar gengu í
gildi 1. júlí í fyrra. Á fyrri hluta
ársins 1995 voru fluttir inn alls
111 notaðir fólksbílar og jepp-
ar.
Síðari sex mánuðina eftir að
farið var að tolla bíla eftir nýju
reglunum voru fluttir inn 359
bílar. Á þessu ári hefur svo
innflutningurinn enn aukist.
Frá ársbyrjun og til loka sept-
ember á þessu ári voru fluttir
inn 1.046 notaðir fólksbílar og
jeppar.
Fimmti hver
bíll grunsamlega ódýr
Reynir Haraldsson, deildar-
stjóri hjáTollstjóraembættinu,
staðfesti það í samtali við Helg
arpóstinn í gær að starfsmenn
embættisins hefðu gert Rann-
sóknarlögreglu ríkisins viðvart
um hugsanlegt misferli í þess-
um efnum. Reynir kvað það
heldur ekki neitt leyndarmál
að starfsmönnum embættisins
þætti uppgefið kaupverð not-
aðra innflutningsbíla í allmörg-
um tilvikum grunsamlega lágt.
„Við áiítum að það sé um eða
rétt undir 20% tilvika," sagði
hann.
Líka hægt
að græoa löglega
Reyndar virðist unnt að hafa
álitlegan hagnað af innflutn-
ingi notaðra bíla án þess að
brjóta nokkrar reglur við inn-
flutninginn og að sögn bílasala
sem blaðið ræddi við hefur
verð á stærri notuðum bílum
hériendis lækkað umtalsvert á
því rúma ári sem liðið er frá
gildistöku nýju reglnanna.
Einn þeirra nefndi sem dæmi
að nú fengjust ekki nema 12-14
hundruð þúsund fyrir Merce-
des Benz sem á fyrri hluta síð-
asta árs hefði gengið á tvær
milljónir króna.
Bergur Rósinkranz, sem áð-
ur er getið og yfirheyrður hef-
ur verið af Rannsóknarlög-
regiu, hefur einkum flutt inn
bíla frá Þýskaiandi. Hann sagði
í samtali við Helgarpóstinn í
gær að þegar talað væri um
lágt eða jafnvel „óeðiilega"
lágt innkaupsverð á notuðum
bílum þyrfti að hafa í huga að
víða erlendis væri markaður
fyrir notaða bíla verulega frá-
brugðinn þeim íslenska. Þar
tíðkaðist jafnvel að bílar væru
seldir á eins konar pakkaverði.
„Þýskur bílasali kaupir
kannski tíu til fimmtán bíla í
einum pakka. í þessum pakka
geta verið tveir til þrír bílar
sem eru ekki sérstaklega væn-
legir til sölu í Þýskalandi en
geta hins vegar verið í tiltöiu-
lega háu verði hér á landi.
Bílasalinn getur verið tilbúinn
að slá töluvert af þessum
Námsmenn krefjast endurskoöunar á lánasjóöslög-
unum og efna til mótmælafundar á morgun á Austur-
velli. Þóra Björk Baldursdóttir, nemi í hjúkrunarfræði
og tveggja barna móöir, hefur undanfarið ár gengiö
stofnana á milli til aö krefjast réttmæts láns fyrir 80
prósent námsárangur — en án árangurs.
„Mennta-
málaráðherra
bara glotti
Eg fór með þá trú í farteskinu
í Háskóla íslands að hér á
landi ríkti jafnrétti til náms, en
komst að því þegar á reyndi að
svo er ekki. Bjöm Bjarnason
menntamálaráðherra bara
glotti að mér þegar ég fór á
hans fund og sagðist ekki geta
lofað neinu og stóð við það,“
segir Þóra Björk Baldursdóttir,
nemi í hjúkrunarfræði við HÍ og
tveggja barna móðir, sem hefur
staðið í árs árangurslausu
stappi við Lánasjóð íslenskra
námsmanna, menntamálráð-
herra, umboðsmann Alþingis
og fleiri til að freista þess að fá í
gegn það sem henni — og
reyndar mörgum öðrum —
finnst mikið réttlætismál. Mál
Þóru Bjarkar snýst um það að
þrátt fyrir 80 prósent námsár-
angur fær hún ekki námslán.
Fyrir tæpu ári, þegar Þóru
fékk í hendur útkomu úr próf-
um eftir fyrstu önnina í hjúkr-
unarfræði, komst hún að því að
þrátt fyrir að hún væri með
töluvert háa meðaleinkunn var
hún ekki meðal þeirra sextíu
sem komust áfram í hjúkrunar-
fræðinni: „Það var ekkert við
því að segja, ég yrði bara að
reyna aftur næst. Ég hafði náð
að minnsta kosti 75 prósent
námsárangri og gott betur og
var því, að ég ég hélt, trygg með
námslán.“
En þrátt fyrir að Þóra væri
með betri meðaleinkunn en að
minnsta kosti tíu þeirra sem
komust áfram kom hún alls
staðar að lokuðum dyrum. Mál
hennar stoppaði að hennar
sögn á því að hún hafði ekki
náð einkunninni 6.0 í eina fag-
inu í Háskólanum þar sem
hærra en 5.0 er krafist. Hún
fékk 5,5. Samt sem áður var
meðaleinkunn hennar í jóla-
prófunum í samtals fimm fög-
um 6,9. „Þó að skýrt sé kveðið á
um þetta með 75 prósent náms-
árangurinn þýddi þessi niður-
staða að ég fengi engin náms-
lán. Ólíkt flestum öðrum deild-
um segir einhvers staðar óljóst
varðandi iæknadeildina að
komist maður ekki í gegnum
numerus clausus-síuna — eða
sé með 100 prósent námsárang-
ur — fái maður ekki námslán."
Umboðsmaður Alþingís
getur ekkert gert
Eins og svo margir verða að
gera, einkum barnafólk, þurfti
Þóra Björk að taka bankalán að
upphæð krónur 280 þúsund
strax haustið ‘95 áður en hóf
námið. Það var gert til þess að
framfleyta fjölskyldunni, í þeirri
von að fá námslán í lok annar-
innar, en eins og áður sagðj hef-
ur allt komið fyrir ekki. „Ég er
búin að tala við Lánasjóðinn,
Þóra Björk Baldursdóttir segir það hafa verið ömurlega reynslu að fara á
fund menntamálaráðherra. „Er hann kannski bara eitt af fórnarlömbum
kerfisins?" spyr hún.
sem vísar á reglur námsbrautar
í hjúkrunarfræði og bendir mér
á að tala við hjúkrunarstjórn og
öfugt. Það virðist ekkert hægt
að gera þar, jafnvel þótt for-
maður námsbrautarinnar
standi með mér. Ég hef tvívegis
kvartað við umboðsmanns Al-
ingis; hann getur ekkert gert.
g hef líka farið á fund mennta-
málaráðherra; sem svaraði mér
með bréfi og sagðist ekki hafa
nein völd. Það finnst mér und-
arlegt. Er hann bara eitt af fórn-
arlömbum kerfisins? Mér
fannst ömurlegt að leita til
hans. Og svona er þetta búið að
velta fram og til baka í heilt ár
og lánið mitt líka. Ég hélt alltaf
að nú færi þetta að koma og
velti því láninu á undan mér,
enda gat ég ekkert annað gert.
Nú er ég hálfpartinn að gefast
upp og búin að fá bankalán fyr-
ir framfærsluláninu og er því að
taka mikinn séns með því að
hafa farið aftur á fyrsta árið
núna. Maður veit nefnilega
aldrei hvað gerist; barnið gæti
veikst, eða ég, eða eitthvað
kemur upp á. Þá lendi ég heldur
betur í súpunni."
Alls ekki fyrir barnafólk
„Ég benti einmitt formanni
Stúdentaráðs, Vilhjálmi Vii-
hjáimssyni, sem einnig stendur
með mér, í gær á stúlku sem sat
með mér í fyrra í hjúkrunar-
fræðinni. Hún náði öllu, en fékk
miklu lægri meðaieinkunn en
ég — sem betur fer raunar af
því hún er einstæð móðir — en
í þessu er ekkert samræmi.“
Þó að Þóra eigi mann sem er í
vinnu segir hún hann rétt svo
þéna fyrir leigunni og nokkrum
reikningum. „Það er ekki eins
og maður ákveði sísvona að
fara í nám. Eftir stúdentspróf
eignaðist ég tvö börn og vann
þess á milli sem sjúkraliði í
fimm ár. Á meðan íhugaði ég
það mikið að drífa mig í nám og
ákvað svo á síðasta ári að
skelia mér. Það var auðvitað
erfitt að byrja og allt það og ég
lærði, lærði og lærði. Maður
leggur auðvitað heilmikið á fjöl-
skylduna.
Þess vegna finnst mér þetta
allt svo svekkjandi, sérstaklega
í ljósi þess að það er fólk á at-
vinnuleysisbótum út um hvipp-
inn og hvappinn, oft vegna þess
að það hentar því vel. Svo er
eins og maður sé að biðja um
peningagjöf þegar maður er að
rembast við að fá námslán. Það
leikur sér enginn að því að fá
námslán í dag, ekki miðað við
greiðslubyrðina af þeim — sem
er mál sem út af fyrir sig þarf að
skoða betur.“ _gk
Sj álfevígs-
bylgjur
á Islandi
Félagsleg sefjun, þunglyndi
og áfengi eru helstu orsakir
sjálfsvígs ungs fólks hér á landi
síðustu ár, en það þýðir að ef
einn unglingur fremur sjálfs-
morð eru vinir hans og kunn-
ingjar í mun meiri hættu á að
fremja sjálfsmorð líka,“ segir
Wilhelm NorðQörð sálfræð-
ingur í viðtali við Helgar-
póstinn, en hann og Hugo Þór-
isson sálfræðingur halda nám-
skeið um sjálfsvígsfræði á
föstudag og laugardag á veg-
um Endurmenntunarstofnunar
Háskóla íslands.
„Sjálfsvígsbylgjur þekkjast
hér á landi,“ segir Wilhelm.
„Til að mynda á Austurlandi á
árunum 1985 til 1991 drápu
sautján karlmenn á aldrinum
15 til 24 ára sig. Þessi byigja
virðist vera gengin yfir, en eng-
in sjálfsvíg hafa verið gerð á
Austfjörðum síðan þá. Þarna
virðist sem einhver sefjun
gangi inn í unglingamenning-
una. Sefjun getur þýtt það að
menn fara að metast: „Þið á
þessum stað þorið ekki að
drepa ykkur, en við á þessum
stað þorum sko að drepa okk-
ur.“ Áhættuhegðun, eins og að
keyra á hundrað og tuttugu
kílómetra hraða yfir blindhæð
vitlausu megin, virðist ýfast
upp og einhvers konar sefjun
fer í gang. Þá er sagt: „Fyrst
hann þorir þetta þá þori ég
það líka.““
Byssur
algengasta sjálfsmorðs-
vopnio á Austurlandi
Wilhelm, sem vinnur nú að
rannsókn fyrir landlæknisemb-
ættið um samanburð á sjálfs-
morðsbylgjunni á Austurlandi
og svo ástandinu í Reykjavík á
sama tíma, segir sjálfsmorðs-
tíðni hafa aukist mjög á síð-
ustu árum hér á landi meðal
ungs fólks, en sjálfsmorð er nú
önnur algengasta dánarorsök
ungra karlmanna. „Stúlkur
gera fleiri sjálfsvígstilraunir,
en þær virðast meira vera að
hrópa á hjálp,“ segir Wilhelm.
„Oftast eru það pillur sem
stelpur nota við sjálfsvígstil-
raunir. Karlmenn nota bíla
mest. Á Austurlandi eru það að
vísu byssurnar, enda Austfirð-
ir mesta byssusvæði landsins.
Þeir virðast ganga ákveðnar til
verks og sjálfsvígstilraunir
þeirra heppnast oftar.
Áhættuþættir sjálfsvíga eru
margir. Þunglyndi er meðal
annars einn áhættuþátturinn,
en erfitt getur verið að meta
þunglyndi meðal unglinga.
Sum einkenni blandast svolítið
inn í gelgjuna, - samanber að
fá bólu á nefið og fara alveg í
baklás.
Fíkniefnaneysla, sérstaklega
áfengisneysla, kemur mjög oft
við sögu þegar um sjálfsmorð
er að ræða. Unglingurinn lend-
ir í einhverjum áföllum í gegn-