Helgarpósturinn - 14.11.1996, Síða 7
FIMMTUDAGUR14. NÓVEMBER1996
7
iiir:
Verð á notuðum bílum hefur að sögn bílasala lækkað verulega síðan samkeppni fór að gæta frá innflutningi
notaðra bíla. Þótt verulegan hagnað hafi mátt hafa af þessum innfiutningi eftir löglegum leiðum virðist sem
sá hagnaður hafi ekki verið öllum nægur því Rannsóknarlögreglan hefur nú „nokkur" innflutningsmál til
rannsóknar.
tveimur eða þremur bílum
miðað við gangverð í Þýska-
landi, til að losna við þá. Þetta
er bara eitt dæmi um það
hvernig getur verið hægt að
. gera góð kaup.“
Þeir stóru vinsælastir
Það eru einkum stærri og
dýrari gerðir fólksbíla og jeppa
sem hafa orðið tíðari í skýrsl-
um Hagstofunnar yfir notaða,
innflutta bíla. Þetta sést vel á
yfirliti sem Helgarpósturinn
fékk hjá Bílgreinasambandinu.
Þar er bílum skipt í sjö flokka
eftir vélarafli. Af þeim notuðu
bílum sem fluttir hafa verið inn
á þessu ári (til septemberloka)
lenda yfir 40% í stærsta flokkn-
um. Þetta er sem sagt stórir
jeppar eða mjög aflmiklir fólks-
bílar. Ef innflutningur nýrra
bíla á sama tímabili er skoðað-
ur til samanburðar kemur í ljós
að einungis innan við 3% eru í
þessum stórbílaflokki.
Einn þeirra sem Helgarpóst-
urinn ræddi við um þessi mál
taldi hugsanlegt að bíl sem
hérlendis gæti gengið á 900
þúsund krónur eða upp undir
milljón væri með „smávægi-
legri heppni" hægt að fá fyrir
200-250 þúsund krónur erlend-
is. Flutningskostnaðurinn til ís-
lands gæti verið nálægt 50 þús-
undum, 40% tollur miðað við
hærri töluna 120 þúsund og
loks virðisaukaskattur á allt
saman ríflega 100 þúsund.
Samtals kostaði bíllinn þá
kominn til landsins og tollaður
nokkuð yfir hálfa milljón.
Blaðran sprungin
Ekki ber mönnum þó alls
kostar saman um þann hagnað
sem hafa megi af innflutningi
notaðra bíla. Annar viðmæl-
andi Helgarpóstsins taldi að sá
tími væri liðinn að unnt væri
að hagnast á innflutningi not-
aðra bíla. Hann vitnaði til þess
að verð á notuðum bílum hefði
lækkað í kjölfar samkeppninn-
ar við innflutninginn og sagðist
álíta að þessi blaðra væri
sprungin.
„Það var hægt að hagnast
vel á þessu fyrst eftir að regl-
unum var breytt í fyrra. Þeir
sem byrjuðu á þessu á þeim
tíma höfðu góðan hagnað en
þeir sem ætla að fara af stað
núna eru of seinir. Til þess að
geta hagnast á að flytja inn
notaða bíla þarf maður að geta
boðið lægra verð en gildir al-
mennt á markaðnum hér. Það
er ekki lengur unnt. Þar með er
blaðran sprungin."
„Að missa ástvin sinn í sjálfsmorði er trúlega erfiðustu hremmingar sem
fólk getur lent í, — hvað þá ef sá látni er barnið þitt,“ segir Wilhelm
Norðfjörð sálfræðingur.
um brennivínsdrykkju, stelur
bíl pabba síns, brýtur rúður og
þvíumlíkt. Margt smátt gerir
eitt stórt og þegar þessi áföll
verða mörg getur lífið endað á
þennan hörmulega hátt.“
Lftið gert til að
hjálpa aðstandendum fólks
sem fremur sjálfsmorð
„Á námskeiðinu eru þessir
áhættuþættir skoðaðir en
einnig er skoðað hvað gerist
eftir sjálfsvíg, því sjálfsvíginu
lýkur ekki við verknaðinn,
heldur situr það eftir hjá þeim
sem eiga þann látna að. Að
missa ástvin sinn í sjálfsmorði
er trúlega erfiðustu hremming-
ar sem fólk getur lent í, hvað
þá ef sá látni er barnið þitt.
Þetta fólk jafnar sig að mínu
áiiti ekki hjálparlaust. Sorgar-
viðbrögðin verða mjög flókin
og fólk sem vill veita hjálp veit
ekki hvernig það á að haga sér,
verður óöruggt. Sjálfsvíg stuð-
ar fólk mikið og sjálfsásökunin
og sektarkenndin verður oft
mjög mikil. Fólk spyr sig enda-
laust: „Ef ég hefði, ef ég
hefði. Af hverju? Af
hverju?"
Yfirleitt koma sjálfs-
morð fólki í opna skjöldu,
jafnvel þó að einhver að-
dragandi hafi verið að
verknaðinum í formi van:
líðunar eða þunglyndis. í
dag er algerlega tilviljun-
arkennt hvort aðstand-
endur fá einhverja aðstoð
frá kerfinu, en að mínu
áliti þarf að hlú vel að að-
standendum og bjóða
þeim hjálp. Enn er allt of
lítið gert til að hjálpa
þessu fólki. Þegar ég var
að læra sálfræði var ekk-
ert í náminu sem fjallaði
sérstaklega um sjálfs-
morð. Það átti einnig við
um aðrar stéttir eins og
geðlækna, lækna o.fl.
Fyrstu bækur um líðan
fólks eftir að sjálfsmorð
hafði átt sér stað voru
ekki skrifaðar fyrr en í
kringum 1980. Þetta stend-
ur til bóta. Umræðan hef-
ur verið meiri milli fag-
fólks og eins er til nýleg
skýrsla, gerð á vegum
menntamálaráðuneytis-
ins, með könnun á tíðni og
orsökum sjálfsvíga á ís-
landi og tillögum til úr-
bóta. Þar er til að mynda
stungið upp á að komið
verði á fót vissri þjónustu
fyrir fólk sem lendir í að
ástvinur fremur sjálfs-
morð. Eins þarf að ná til
unglinganna til að reyna
að fyrirbyggja sjálfsmorð.
Því er nauðsynlegt að ein-
hver fræðsla fari fram inn-
an skólanna. Það er samt
mjög vandmeðfarið. Það
má t.d. ekki vera of mikil
umræða; þá gæti krökkun-
um farið að líða illa og
hugsa óeðlilega mikið um
sjálfsmorð. En þau þurfa
að fá kerfisbundna
fræðslu um hvað það er
að líða illa, hvað vanlíðan
er. Þau þurfa að vita að
hægt er að fá hjálp,“ segir
Wilhelm að lokum.
PHIUPS
PHILIPS VR151 er vandað
og áreiðanlegt myndbandstæki
sem er einfalt og þægilegt í notkun.
íslenskur leiðarvísir fylgir.
Það er búið 2 myndhausum,
hraðspólun, kyrrmynd, tímastillingu
á upptöku og einfaldri og góðri
fjarstýringu.
29.900 kr!