Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 9
RMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1996 9 að lesandi fer hálfpartinn hjá sér að þurfa að verða vitni að svo hrapalleg- um mistökum. Lofgjörð til einfalds lífs, fjarri heimsins glaumi og spilltu snobbi auðvaldsins er vissulega góður og gildur boðskapur enn í dag, en það er algjört lágmark að hann sé settur fram á vitrænan eða nýstárlegan hátt. Að minnsta kosti gerum við kröfu um að dýptin í bókmenntaverkum vorum sé öllu meiri en í lélegri amerískri bíó- mynd. Til vara gerum við þá kröfu að bók af þessu tagi sé þá altént svo skemmtileg að það vegi upp á móti ófrumleikanum. En það er einmitt einn megingalli sögunnar, í ofanálag við það sem áður var nefnt, að hún er ekki skemmtileg. Bókin vill að vísu gjarnan vera skemmtileg og reynir dá- lítið við fyndni en sú fyndni er svo stirðbusaleg að úr verður í hæsta lagi einkennilega karlagrobbsleg drýldni. Nefna má sem dæmi kafla þar sem sögumaður fer að hitta bókaútgefend- ur á íslandi sem hafa náttúrlega öðl- ast gífurlegan áhuga á ljóðum hans eftir að hann er orðinn frægur og rík- ur. Sá kafli er jafn fyrirsjáanlegur og annað í bókinni en fyndnin virðist líka svo skringiiega úrelt að það er eins og hún sé upp úr bók frá því um 1940, eða þar um bil. Persónusköpun er ná- lega engin; lesari fær hvorki mynd af né áhuga á persónunum, og meira að segja glansnúmer bókarinnar, stór- kaupmaðurinn Gils, hefur birst ótelj- andi sinnum áður í bókum og bíó- myndum og leikritum og sjónvarpi. Albert Finney hefur lifað góðu lífi áratugum saman á að leika þennan karl. Einkennilegast af öllu er kannski að stíllinn, sem hingað til hefur átt að vera aðal Ólafs Jóhanns Ólafssonar sem höfundar, er algjörlega flatur og óspennandi, og reyndar stundum beinlínis vondur. Hvergi er falteg eða óvenjuleg setning og höfundur virðist til dæmis álíta að til þess að skapa fal- legt og notalegt andrúmsloft sé nóg að kveikja á kerti og láta persónurnar gutla eitthvað í rauðvíni. Eða þannig. Það er mikið ævintýri að vera góð- ur rithöfundur og aðeins örfáum út- völdum gefið. Ef marka má Lávarð heims er því miður ekki hægt annað í bili en draga þá ályktun að í tilfelli ól- afs Jóhanns sé ævintýrið búið. Illugi Jökulsson las tvær gerólíkar bækur en komst aö sömu niðurstöðu um þær báðar: Andleg fátækt Það er fátt sorglegra en að lesa vonda bók. Ég hef dálitla nasa- sjón af því hversu erfitt það getur ver- ið að finna orð og setningar vilja brjótast út í sögu en ná henni ekki fram nema eftir langa setu og margar misheppnaðar tilraunir; og finna svo um síðir ánægjuna altaka sig þegar maður þykist viss um að nú sé rétti tónninn fundinn og tóm snilld streymi úr pennanum eða á tölvu- skerminn. Þegar lesandi er svo kom- inn með prentaða bók í hendur, vand- lega innbundna og með ISBN-strika- merki, þá veit maður að höfundurinn er sáttur; hann hefur lagt sál sína í þetta verk, þykir það gott hjá sér, og vonar heitt og innilega að sem allra flestir séu honum sammála. Og svo les maður bókina og brúnin tekur að þyngjast þegar það rennur upp fyrir manni að höfundurinn hefur allan tímann verið á villigötum. Loks leggur maður frá sér bókina og kemst ekki hjá þeirri skelfilegu niðurstöðu að allt þetta erfiði hafi verið gersamlega fyr- ir gýg. Það er alls ekki af löngun til að setja mig á háan hest gagnvart þeim höfundum sem slysast til að setja saman vondar bækur sem ég segi að það sé sorglegt. Það er bara eins og fylgjast með góðum manni byggja hús eftir bestu getu en svo er húsið ljótt og það hrynur. „Vissulega er þetta stundum sniðugt; annaðhvortværi nú ef höfundi tækist ekki öðruhvoru að vera fyndinn, eins mikið og hann reynir, og hugkvæmnina skortir yfirleitt ekki í þessum orðafimleikum. En fyrr en varir er þetta orðið afar þreytandi og lesandi óskar þess eins að höfundur gæti bara látið orðin í friði, svo þeim mætti vinnast tími að segja einhverja brúklega sögu.“ barneignir en því miður, sambandið við raunveruleikann var þá löngu far- ið veg allrar veraldar. Að uppbyggingu er bókin næsta hefðbundin þroskasaga. Hún sver sig að mörgu leyti mjög í ætt við ýmsar kunnar þroskasögur drengja gegnum Bókmenntir llluqi Jökulsson skrifar Hallgrímur Helgason vakti allmikla athygli þegar hann sendi frá sér bókina Þetta er allt að koma fyrir líklega tveim- ur árum. Þótti þá ýmsum sem kominn væri fram á sjónarsvið- ið óvenju fjörlegur höfundur og tæki púls á nútímaþjóðfélaginu með skeleggari hætti en gert hafði verið um skeið. Ég var að vísu ekki í hópi allra heitustu að- dáenda þeirrar bókar. Vissulega örlaði í bókinni á skarpri þjóðfé- lagsrýni og skemmtilega kald- hæðnislegri analísu á ungu kyn- slóðinni, en höfundur fór yfir strik- ið bæði í stíl og frásögn. Þjóðfélags- rýnin varð á endanum marklítil vegna þess að höfundurinn gat ekki stillt sig um að keyra hana út í kant farsans og flugeldasýningarnar sem einkenndu stílinn urðu á endanum helstil þreytandi. Glöggskyggni höf- undar á ýmislegt fáránlegt og hlægi- legt í þjóðfélaginu og fari mannanna og gleði hans og metnaður við að smíða því hentugan nútímabúning vildu á endanum kafna í látunum. Því miður hefur Hallgrímur ekki borið gæfu til að draga réttan lærdóm af Þetta er allt að koma. Kannski var það varla von, svo mikið lof og prís sem á hann var borið fyrir bókina, en altént þykir mér hann hafa tekið kol- vitlausa stefnu. Ef hann hefði stillt flugeldasýningum sínum í hóf og gefið sér tíma til þess að finna eitthvað verulega markvert til að skrifa um, þá getur vel verið að úr því hefði orðið eftirtektarverð bók. En hann fer hina leiði'na, gefur bensínið í botn, drekkir kostum sínum en gallarnir fara ham- förum. Sagan 101 Reykjavík segir frá ein- um vetri í ævi ungs manns í Reykja- vík. Hann býr heima hjá fráskilinni móður sinni, lifir á atvinnuleysisbót- um af því hann nennir ekki að vinna fyrir sér og stundar skemmtistaðina af kappi og reynir í ákafa að komast yfir kvenfólk. Andlegt líf hans felst í amerískum bíómyndum og Internet- inu. Allt í kringum hann er fólk sem hefur litlu fjölbreytilegri áhugamál og líf og störf þessa fólks rekur Hallgrím- ur í löngu máli og af ósvikinni nautn. Þetta þyrfti í sjálfu sér ekkert að vera ómerkilegra söguefni en hvað annað. Margir rithöfundar hafa tekið sér fyrir hendur að lýsa fánýti tilverunnar og/eða fólki sem álpast hefur inn í fá- tækleg öngstræti andlegrar tilveru, og súmum tekist prýðilega upp. En í fyrsta lagi er Hlynur Björn, söguhetja Hallgríms, þvílíkur andlegur fátæk- lingur að það hálfa væri nóg og þessi óspennandi persóna stendur einfald- lega ekki undir öllu því orðaflóði sem Hallgrímur hellir yfir síðurnar í nafni hans. Kynlífsórar hans verða fljótlega afar þreytandi og ég sé hreint og beint ekki tilganginn með því að eyða mörgum klukkutímum í að lesa um einhvern vesaling rúnka sér andlega og iíkamlega á alla lund. Eigi þetta að vera afhjúpun á andlegri fátækt unga fólksins, þá hefur það vissulega tekist á sinn hátt, en þessum lesanda hér stóð bara fljótlega fullkomlega á sama um andlegt líf söguhetjunnar, um leið og ég fór að hlaupa yfir heilar og hálf- ar síður af lýsingunum á hinu líkam- lega lífi hennar. Hlynur Björn er, þrátt fyrir aila þá orðfimi sem Hallgrímur leggur honum í munn, sérlega leiðin- legur maður, fyrir utan að vera skít- hæll og dýraplagari, auk þess sem hann hefur kvenfyrirlitningu upp í æðra veldi. Fljótlega hættir lesandi að trúa því að nokkur maður geti verið jafn gersneyddur nokkrum andlegum verðmætum og hugðarefnum og söguhetja Hallgríms en jafnvel það stóð mér fullkomlega á sama um. Hann gerir tilraun til að auka dýpt söguhetjunnar undir lokin með hugleiðingum hans u m „Hugmyndafræði sögunnar jafnt sem söguþráður er með ólíkindum gamaldags og myndi sóma sér best í einni af rauðu ástarsögunum og það er satt að segja svo furðulegt að ungur höfundur, sem hefur metnað til að semja alvöru bókmennta- verk, skuli ekki hafa áttað sig sjálfur á því að hér er um að ræða svona margnotaða klisju að lesandi fer hálfpartinn hjá sér að þurfa að verða vitni að svo hrapallegum mistökum.“ ingjusamur í fátæktinni. Köttur úti í mýri... Þyki nú einhverjum það goðgá að ég skuli hafa rakið hér söguþráðinn svo nákvæmlega þá er því til að svara að sá söguþráður er algerlega fyrir- sjáanlegur frá fyrstu stund og mun því ekki koma neinum á óvart. Raunar hélst þessi lesari hér fyrst og fremst yfir sögunni vegna þess að ég trúði ekki mínum augum; var maðurinn virkilega á þessari gömlu og þraut- píndu Ieið án þess að hafa nokkuð nýtt til málanna að leggja? Og viti menn: svo fór. Og þá er spurningin einfaldlega: Er höfundurinn að gera gys að sjálfum sér, eða lesendum sín- um, eða getur verið að hann hafi talið þetta gott hjá sér? Og af hverju benti þá útgáfufyrirtæki hans honum ekki á að þetta dygði ekki og þyrfti miklu meiri vinnu til ef eitthvað ætti úr að verða — ef það væri þá til einhvers? Hugmyndafræði sögunnar jafnt sem söguþráður er með ólíkindum gamal- dags og myndi sóma sér best í einni af rauðu ástarsögunum og það er satt að segja svo furðulegt að ungur höf- undur, sem hefur metnað til að semja alvöru bókmenntaverk, skuli ekki hafa áttað sig sjálfur á því að hér er um að ræða svona margnotaða klisju tíðina, og kemur þá Þetta eru asnar Guðjón eftir Einar Kárason upp í hug- ann, auk vitaskuld bóka Péturs Gunn- arssonar, en mest minnti bókin mig satt að segja á Gauragang Ólafs Hauks Símonarsonar í gelgjulegum töffaraskap sínum. Munurinn er bara sá að allar þessar bækur áttu til fleiri og fjölbreytilegri drætti í lýsingunum á hinum ungu töffurum en innantómt rúnk. Annar munur er sá að til dæmis Ormur Ólafs Hauks var fjórtán fimm- tán ára, og fyrirgefast því ýmsir gelgjustælar, en Hlynur Björn á að vera 33ja ára! Ég neita að trúa því að gelgjuskeiðið geti verið svona langt. Reyndar grefur Hallgrímur sjálfur undan trú lesanda á hina algeru and- legu fátækt söguhetjunnar með stíln- um. Það er dálítið erfitt að kyngja því að maður sem segir sögu sína af svo yfirspenntum þrótti og óumdeilan- legri fimi sem söguhetjan í 101 Reykjavík geti verið jafn hæfileikalaus og sinnulaus um hvaðeina í kringum sig og Hallgrímur vill vera láta. En þetta lætur lesandi sér líka brátt standa gjörsamlega á sama um. En í öðru lagi er stíllinn svo yfir- keyrður að Þetta er allt að koma virð- ist eins og hófsemin uppmáluð í sam- anburði. Flugeldasýningarnar eru nú svo linnulausar að Hallgrímur getur vart fest eitt einasta orð á blað án þess að búa til úr því orðaleik, snúa út úr því og gamna sér með það út í það óendanlega. Vissulega er þetta stundum sniðugt; annaðhvort væri nú ef höfundi tækist ekki öðruhvoru að vera fyndinn, eins mikið og hann reynir, og hugkvæmnina skortir yfir- leitt ekki í þessum orðafimleikum. En fyrr en varir er þetta orðið afar þreyt- andi og lesandi óskar þess eins að höfundur gæti bara látið orðin í friði, svo þeim mætti vinnast tími að segja einhverja brúklega sögu. Líkt og raunin var um Þetta er allt að koma má gefa Hallgrími prik fyrir að freista þess að skrifa um nútíma- fólk á nútímamáli. Það er virðingar- vert í sjálfu sér. En leiðin sem hann hefur valið sér er blindgata. Bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Lá- varður heims, er gerólík bók Hall- gríms Helgasonar en því miður get ég ekki litið öðruvísi á en hún sé líka illilega misheppnuð. Raunar ætlaði ég ekki að trúa því langt fram eftir bókinni að hún gæti verið svo grunnfærin og einfeldningsleg og raun virtist bera vitni en þegar upp var staðið var niðurstaðan samt sú. Þetta er saga um íslend- ing sem býr í New York með konu sinni og ungum syni, hún er þar í námi en hann að reyna að yrkja kvæði og þau eru býsna blönk en mjög hamingju- söm. Svo vinnur Íslendingurinn óteljandi milljónir í lottói og verður moldríkur. Umsvifa- laust verður hann af aurum api, hættir að yrkja, fer að leggja lag sitt við alls konar skoffín í hópi ríka pakksins í heimsborginni og hrindir frá sér konu sinni og syni. Hann þykist nú geta keypt allan heiminn en svo rennur náttúrlega upp fyrir hon- um að lífshamingjan verð- ur ekki keypt með pening- um, hann fer nærri því að missa vitið endanlega en að lokum rennur upp fyrir honum ljós, hann elt- ir konu sína heim til íslands þar sem hún hefur hreiðrað um sig í fallegri og vistlegri en fátæklegri lítilli íbúð og fargar svo peningunum sínum með tilþrifum á gamlárskvöld. Þá getur hann byrjað aftur að yrkja og haldið áfram að vera góður við strákinn sinn og elska konuna sína og vera ham-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.