Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 28. NÓVÐVIBER1996 ,888 - /' Omar Ragnarsson og um sex- tíu aðrir ílugmenn kærðir til flugmálast j ómar fyrir lágflug... „Nei, ég kannast ekki við að ég né aðrir flugmenn hafi verið kærðir,“ sagði Ómar Ragnars- son, flugkappi og fréttamaður, en hann var einn fjölmargra flugmanna sem voru kærðir til flugmálastjórnar í upphafi mánaðarins fyrir brot á reglum um lágmarkshæð við hlaupið á Skeiðarársandi og gosið í Vatnajökli. Kærendurnir eru nokkrir flugmenn sem telja að um sextíu flugmenn hafi farið niður fyrir 500 fet, sem er bannað samkvæmt almennum fiugreglum í óbyggðum. Fjöldi flugmanna flaug yfir svæðið þann tíma sem gosið og hlaupið stóðu yfir og var Ómar Ragnarsson fréttamað- ur einn þeirra. Hann sagði að Ómar Ragnarsson er einn fjölmargra flugmanna sem kærðir voru til flug- málastjórnar fyrir að fljúga niður fyrir 500 fet þegar hamfarirnar áttu sér stað við Vatnajökul. Flugmálastjórn vísaði kærunni frá og taldi ekki ástæðu til að kanna málið frekar. það kæmi sér á óvart að flug- menn væru að kæra kollega sína til flugmálastjórnar. „Eg veit ekki hvernig hægt er að meta hvort flugvélarnar eru komnar niður fyrir 500 fet við slíkar aðstæður. Það er svo margt sem þarf að huga að. Flugmenn í til dæmis 3.000 feta hæð eiga frekar erfitt með að dæma um hvort aðrir hafi brotið lágmarksreglur, enda sýnist allt niðri við jörð.“ Hjá Loftferðaeftirlitinu feng- ust þær upplýsingar að fiug- málastjórn hefði vísað kær- unni frá, meðal annars á þeim forsendum að málið væri óljóst og því stæði ekki til af hálfu stofnunarinnar að hlut- ast frekar til um það. -gþ Skoöunarferö M7Y-sjónvarpsstöövarinnar um næturlíf Reykjavíkur endaöi meö lögregluhandtökum ísland í dag... Ahugi tónlistarsjónvarpsstöðvarinnar MTV á íslandi virðist vera allmikill og eru menn frá stöðinni orðnir nokkuð tíðir gestir hér á landi. Þeir voru hér í síðustu viku til að taka upp efni í nýjan ferðaþátt sem sýndur verður í vor á stöðinni. MTV- menn voru hér í þrjá daga og ferðuðust meðal annars á eldstöðvarnar í Vatnajökli, Gullfoss og Geysi og fóru á hestbak. Þátt- urinn verður byggður þannig upp að MTV- stöðin býður unglingi með sér í ferðalagið og fylgist svo með ævintýrum hans í við- komandi landi. Að sjálfsögðu var næturlíf Reykjavíkur skoðað. Var það gert síðast- liðið laugardagskvöld og fengu þeir sér til liðs og leiðsagnar Erik Hirt, veitingamann á Kaffibarnum. Skoðunarferðin fékk ansi skrautlegan endi þegar lögreglan mætti á sjö lögreglubílum, stútfulium af vörðum laganna, í eftirballspartí og leysti það upp. „Haldið var af stað síðastliðið laugar- dagskvöld og lá leiðin til að byrja með á veitingahúsið Við Tjörnina í góðan mat,“ segir Erik. „Síðan var farið upp á Kaffibar og þaðan á Tuttugu og tvo. Við fluttum okkur svo í Tunglið til að sjá Pál Óskar. Þaðan yfir í Casablanca að dansa diskó. Loks skelltum við okkur á Skuggabarinn. Við enduðum svo í ekta eftirballspartíi, sem var haldið í Þingholtsstrætinu. Þetta var í raun útgáfupartí nýja tímaritsins Decode. Mikið stuð var í partíinu og skemmtu MTV-menn sér konunglega með íslenska partíliðinu. Klukkutíma eftir að „MTV-menn skemmtu sér vel, þrátt fyrir skrautlegan endi,“ segir Erik Hirt, veitingamað- ur á Kaffibarnum og leiðsögumaður MTV- manna um næturlíf Reykjavíkur. geimið hófst komu sjö lögregiubílar og heilt lögreglulið rýmdi partíið. Ætli þetta hafi ekki verið öll vaktin sem mætti á stað- inn! Þeir rýmdu húsið á mettíma og fólkið var komið út á götu. Þá vildi lögreglan rýma götuna. Fólk var nú eitthvað tregt við að labba eitthvað út í bláinn, enda vissi það ekki hvert það ætti að fara. Ég stóð þarna fyrir utan og var að kjafta við vin minn þegar lögreglumaður kemur aft- an að vininum og tekur hann traustataki í því skyni að henda honum í lögreglubíl- inn. Ég var nú ekki alveg sáttur við það og ætlaði aðeins að láta lögregluþjóninn vita að ég væri ekki samþykkur þessu. Afleið- ingarnar voru þær að ég var tekinn í stað- inn. Við vorum um tíu manns sem vorum tekin upp á lögreglustöð. Mér í raun of- bauð hvernig lögreglan hagaði sér. Þeir voru allir mjög æstir og hreyttu ókvæðis- orð að fólkinu.“ Aðspurður um hvort hann hefði verið ölvaður sagðist Erik hafa drukkið eitthvað en ekkert að ráði. MTV-menn mynduðu grimmt í partíinu og einnig þegar lögregl- an kom til að rýma svæðið, en þorðu ekki í myndatöku úti á götu með allar þessar löggur í kringum sig. Að sögn Eriks fannst Englendingunum æðislegt að fá ísland í hnotskurn, bæði ferðalögin út á land og svo næturlífið í Reykjavík, sem þeim fannst eins og gefur að skilja æði skraut- legt. Höfðu þeir orð á því að koma aftur og vera þá í lengri tíma. Þá höfum við það. íslenska löggan í ís- lensku partíi á MTV-sjónvarpsstöðinni einhvern tímann í vor. Villtir morgnar Wýlega kom út sól- óplata Önnu Hall- dórsdóttur; Villtir morgn- ar, og segir meðal annars í gagnrýni að með plötunni hafi nýrri stjörnu skotið upp á stjörnuhimininn. Anna semur öll lög og ljóð fyrir utan eitt, sem fengið er úr smiðju Steins Stein- arr, en auk þess útsetur hún og spilar á píanó. HP komst fljótt að því að laga- smíðar eru ekkert nýmæli fjölskyldu Önnu, því afi hennar er Theodór Einarsson sem samdi Kata rokkar, og því ljóst hvaðan hún hefur músíkina. Textarnir eða ljóðin á plötu Önnu eru einkar vel gerð og skemmtileg, en hvert skyldi hún sækja yrkisefnið? „Það er svolítið mismunandi. Ljóðin eru afar mynd- ræn, í raun bara útfærsla á hugsunum mínum og líðan. í sumum Ijóðunum heimsæki ég æskustöðvarnar og læt hugann reika, — það má eiginlega segja að ég sé að mála myndir í huganum, svona sambland af draumi og veruleika. Mér finnst ofsalega erfitt til dæmis að út- skýra ljóðin, þau á fremur að skynja en skilja.“ Ert þú þá líka eitthvað að eiga við myndlist? „Það er bara fyrir mig sjálfa, hefur eiginlega verið hálfgert leyndarmál. Ég lít frekar á mig sem teiknara, þó að ég hafi reyndar komist svo langt að fikta við ol- íuverk.“ Hversu miklu máli skiptir sú góða gagnrýni sem þú hefur fengið nýlega? „Hún skiptir töluverðu máli, ég lít á hana sem mikla viðurkenningu og þykir vænt um hana. Það krefst kjarks að senda frá sér plötu með sínum eigin lögum og ljóðum, — er jafnvel svolítil opinberun og allt mjög persónulegt. En ég valdi að fara jiessa leið og er bara stolt af árangrinum!" Nú gerðir þú fjögurra ára samning við RR-músík, ertu farin að huga að nœstu plötu? „Nei, þetta er allt mjög opið. Það er líklegt að það komi önnur plata, en samningurinn felur ekki í sér neinar skuldbindingar. Þetta kemur allt í ljós.“ Ritarar á tvöföldum rithöfundarlaunum Ríkissjóður greiðir umyrða- laust allháa reikninga frá læknum og læknariturum fyrir læknisvottorð (svonefnd áverkavottorð) og vélritun þeirra. Sem dæmi má nefna að samkvæmt ljósritum sem Helg- arpósturinn hefur undir hönd- um voru greiddar samtals 10 þúsund krónur fyrir eitt slíkt vottorð. Af þessari upphæð runnu 2.400 krónur til lækna- ritarans, sem við þessa vélrit- un virðist hafa verið á tæplega tvöföldum taxta Rithöfunda- sambands íslands fyrir þýðing- ar á fagurbókmenntum. Á eigin vegum Á Slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, þar sem fjöldi þessara vottorða er gefinn ár- lega, er sá háttur hafður á að læknar og læknaritarar vinna þessa vinnu á eigin vegum og utan eiginlegs vinnutíma síns á deildinni. í því einstaka tilviki sem hér um ræðir bað lögregl- an í Reykjavík um áverkavott- orð vegna manns sem fluttur hafði verið á slysadeild eftir slagsmál fyrir utan veitingahús í borginni. Beiðni lögreglunnar var stíluð á Slysadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur en vottorð- inu sem lögreglan fékk fylgdi enginn reikningur frá Slysa- deildinni heldur frá ákveðnum lækni, að upphæð kr. 7.600, fyrir læknisvottorð, og auk þess reikningur frá læknarit- ara, að upphæð kr. 2.400, fyrir ritvinnslu. Á síðari reikninginn bættist svo virðisaukaskattur, 588 krónur, þannig að samtals þurfti Lögreglustjóraembættið í Reykjavík að greiða 10.588 krónur fyrir þetta læknisvott- orð. Embættið fær slíkan kostnað svo endurgreiddan úr ríkissjóði. Helgarpósturinn sér ekki ástæðu til að benda sérstak- lega á lækni þann og læknarit- ara sem í hlut eiga í þessu ákveðna máli enda er það ein- ungis dæmi, upphæðin aðeins lítið brot af miklu stærri niður- stöðutölu sem árlega er greidd úr ríkissjóði. Rétt er að taka fram að vottorðskostnaðurinn mun að vísu endurheimtast í einstöku tilvikum. Það er þeg- ar einhver er sakfelldur í mál- inu og — vel að merkja — reynist fær um að borga. Vottorð vélrituð heima Læknirinn sem vann þetta ákveðna vottorð vildi í samtali við Helgarpóstinn ekki ræða hversu langan tíma það tæki hann að vinna vottorð af þessu tagi, en fullyrti á hinn bóginn að hann gerði það utan eigin- legs vinnutíma síns á sjúkra- húsinu. Vinnutilhögun mun í meginatriðum vera sú að öll gögn um viðkomandi sjúkling eru tekin saman á sjúkrahús- inu. Þessi vinna er framkvæmd á kostnað sjúkrahússins, sem ekki rukkar sérstaklega fyrir hana. Læknirinn fer yfir þessi gögn og les athugasemdir sín- ar og niðurstöður inn á segul- band. Læknaritarinn, sem í þessu tilviki fékk segulbands- spóluna og vélritaði vottorðið eftir henni, segist ævinlega vinna slíka vinnu heima hjá sér. Læknaritarinn sagði að sér væri ekki kunnugt um að neinir taxtar giltu um þessa vinnu en kvaðst í upphafi hafa tekið mið af reikningum annarra lækna- ritara. Gömul hefð Jón Baldursson, yfirlæknir á Slysadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur, sagði í samtali við Helg- arpóstinn að það fyrirkomulag að læknar og læknaritarar önn- uðust þessi störf á eigin vegum byggðist á mjög gamalli hefð. Hann sagðist ekki hafa neinar tölur um fjölda þessara vott- orða en taldi þó líklegt að þau gætu skipt hundruðum árlega. Jón kvaðst þó ekki hafa trú á því að það myndi borga sig fyr- ir sjúkrahúsið að taka þessa vinnu að sér og rukka fyrir hana. „Hitt get ég fullyrt,“ sagði Jón, „að þessi vinna er unnin utan vinnutíma, enda myndi ég taka í hnakkadramb- ið á þeim sem bryti þá reglu.“ Hann bætti því við að það væri læknanna sjálfra að setja upp þóknun, en sagðist halda að hin almenna tilhneiging væri sú að stilla gjaldtökunni í hóf. Það tók blaðamann Helgar- póstsins rétt rúmar tíu mínútur að slá inn texta læknisvott- orðsins sem hér hefur verið gert að umtalsefni. Tölvunni taldist svo til að það væri tæp- lega 1.800 stafir að lengd. Verk- takalaun læknaritarans eru samkvæmt þessu ríflega 1,30 krónur á hvern staf. Til saman- burðar má taka samning Rit- höfundasambands íslands og bókaútgefenda. Samkvæmt þessum samningi fá rithöfund- ar nú 44 aura fyrir stafinn nema um sé að ræða sérstakar „fagurbókmenntir". Þá eru greiddir 73 aurar á stafinn. Ef til gamans væri reiknað með að þessi laun væru greidd í fullu starfi yrði tímakaupið hjá þokkalega færum vélritara ekki undir 10 þúsundum, jafnvel þótt gert væri kaffihlé við og við.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.