Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 17
1=
HMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1996
i
i
i
)
>
í
)
>
*
>
\
m
ÍÍ
17
við sig hitaeiningarnar er
gleymnara en aðrir á talnarað-
ir og því um líkt. Þetta felur
ekki síst í sér ákveðin skilaboð
til kvenna, sem fremur en karl-
ar láta til skarar skríða til
verndar línunum með ströng-
um matarkúrum. Farið ykkur
hægt. Það er allt í lagi að spara
við sig hitaeiningar, en eitt
pund á viku í minni vigt er
hæfilegt, það veikir hvorki lík-
ama né sál.
* ' /
Hér kemur stuttur minnis-
leikur: l)Ertu orðinn seinn að
skilja? 2)Er eins og hugsunin
stíflist annað veifið, líkt og
þegar tölva tekur ekki iengur
við einu einasta bæti í við-
bót? Ef þú ert eins og fóik er
flest eru svörin væntanlega
1) já svolítið og 2) já stundum,
hvemig vora spurningamar
aftur?
Stressaðir Bandaríkjamenn,
þjakaðir af of mikilli vinnu og
of litlum svefni, hafa á tilfinn-
ingunni að það að muna hluti
sé líkt og að skjóta á mark;
annaðhvort hittir þú eða hittir
ekki. Það er algengt að fólk
klúðri spurningum, þar sem
það er beðið að rifja upp hiuti
sem það var að gera fyrir
stuttri stundu. Svo segir Dr.
Alan Searleman, prófessor í
sálfræði við St. Lawrence-há-
skólann í Canton, NY. Á hinn
bóginn muna flestir afar skýrt
hve fúlir þeir urðu þegar þeir
týndu bíllyklunum. Og hver
man ekki þessa óþægilegu
stund þegar gamall kunningi
var allt í einu orðinn Man-ekki-
hvað-þú-heitir-en-ég-kannast-
svo-vel-við- svipinn?
Barry Gordon, sérfræðingur
í minni og höfundur bókarinn-
ar Minni og gleymska í daglegu
lífi, segir að mannsheilinn sé
gerður fyrir miklu einfaldara líf
en nútímamaðurinn lifir. „Auð-
vitað hefur stress fylgt mann-
inum alla sögu hans,“ segir
hann, „en fyrr á öldum þurfti
enginn að muna leyniorð
vegna heimilis og vinnutölva,
póstföng, faxnúmer eða svæð-
is- og landsnúmer símans".
Hér á eftir fylgja tíu góð ráð
til að hressa upp á minnið.
1. Slappaðu af
Hormónar sem losna vegna
streitu, tveir símar hringjandi í
einu, æpandi börn að reyna að
ná athygli þinni, — þetta er
ekki hollt fyrir heilafrumurnar.
Tilraunir á dýrum sýna að
streituhormónar komast auð-
veldlega inn í mikilvægar
minnisstöðvar í heilanum. Ef
það gerist í miklum mæli geta
frumur minnisstöðvanna rýrn-
að og jafnvel dáið.
Rannsóknir á mönnum hafa
sýnt að miklar áhyggjur skerða
minni tímabundið. Þess vegna
eru slökunaræfingar það fyrsta
sem sjúklingum er boðið upp á
í rannsóknarstöð öldrunar-
sjúkdóma í Læknaháskólanum
í Kalíforníu.
2. Sofðu betur
Bandarískir sérfræðingar
álíta að of lítill svefn hrjái
bandarísku þjóðina. Rann-
sóknir benda til þess að
Bandaríkjamenn sofi að meðal-
tali 6,4 tíma á sólarhring, en
eðlilegur svefn sé 8 tímar.
Sérfræðingar hafa lengi álitið
að þegar einstaklingurinn lærir
eitthvað, eins og nafn eða
símanúmer, taki þær upplýs-
ingar sér fyrst bólfestu í kjarna
minnisstöðvanna. Til að þær
festist í minninu þurfa þær
hins vegar að færast yfir í
„langtímageymslu" í heilanum,
annars hverfa þær eins og
snjór sem bráðnar á heitu
þaki. Þessi tilfærsla á sér eink-
um stað á meðan á djúpsvefni
stendur og truflanir á svefni
geti því leitt til minnistaps.
Svefn er forsenda góðrar
hvíldar. Forðastu því allt sem
rænir þig svefni, gerðu ekki Iík-
amsæfingar skömmu áður en
þú leggst til hvílu og drekktu
ekki kaffi eftir klukkan 18.00.
3. Ræktaðu líkamann
Settu þér það markmið að
gera líkamsæfingar að minnsta
kosti þrisvar í viku, hálftíma í
hvert sinn.
Dr. Robert Dustman, kunnur
taugasálfræðingur í Bandaríkj-
unum, segir að það sé óþarfi
að þræla sér út til að öðlast
betra minni. Dustman rannsak-
aði hóp fyrrverandi kyrrsetu-
fólks sem tók að ganga daglega
í klukkustund og jafnvel
skokka inn á milli. Eftir fjóra
mánuði hafði þessi hópur tek-
ið meiri framförum en saman-
burðarhópur sem stundað
hafði teygjuæfingar, sem ekki
kröfðust raunverulegrar
áreynslu. Dustman skýrir
þetta með því að vissar æfing-
ar, svo sem hlaup, sund og
hjólreiðar, auki streymi súrefn-
is til heilans.
4. Æfið hugann
Æfingar eru bráðnauðsyn-
legar fyrir heilastarfsemina, að
sögn Dr. Sherry Willis þróun-
arsálfræðings. Hún mælir með
æfingum sem sameina rök-
hugsun og ímyndunarafl: Hún
segir: „Ræðið stórvirki bók-
menntanna, skoðið listsýning-
ar, púslið, spilið brids. Fjöl-
breytnin er mikilvæg, því fólk
þarfnast margs konar hugs-
anaþátta til að styrkja minni og
rökhugsun.
Rannsóknir Sherry Willis
sýna að fólk sem stöðugt beitir
hugarorku sinni heldur minn-
inu betur við en hinir sem ekki
eru eins virkir andlega. Ráð
hennar til þeirra sem vilja
þroska minni sitt er svipað og
þau sem gefin eru á líkams-
ræktarstöðvum: „Notið það,
ella týnist það“.
5. Borðið vel
Vísindamenn hafa ekki enn
fundið upp neitt sem kalla
mætti matseðil fyrir minnið, en
á hinn bóginn telja þeir sýnt að
langir og strangir megrunar-
kúrar veikla hugann jafnt sem
líkamann.
Það þykir nú sýnt að fólk
sem stöðugt er að skera niður
6. Skynsamleg lyflanotkun
Sumar tegundir lyfja hafa
áhrif á heilastarfsemina Ró-
andi lyf og kólesteróllækkandi
lyf geta haft áhrif á minnið. Ef
þú óttast að lyf sem þú notar
hafi áhrif á hugarstarfsemina,
ræddu það þá við lækni þinn
og kannaðu hvort til greina
kemur að minnka skammtinn
eða breyta um lyf.
Óhófleg áfengisnotkun getur
valdið óafturkræfri minnis-
röskun. Meira að segja hafa
verið leiddar líkur að því að
„sósíaldrykkja“ — einn til þrír
á dag — hafi áhrif á minnið,
þótt óljóst sé hvort það er
alkóhólið sjálft eða streitan
sem e.t.v. veldur drykkjunni
sem hefur þessi áhrif.
7. Fáðu hjálp við þunglyndi
Þunglyndi dregur úr hugar-
orkunni. Tökum dæmi af
bandarískri konu á sextugs-
aldri sem leitaði aðstoðar
vegna þunglyndis. Hún hafði
gott starf sem ritari samtímis
því sem hún ól upp þrjú börn.
En stöðugt tal um niðurskurð á
skrifstofunni byrjaði að valda
höfuðverkjar- og geðofsaköst-
um. Að lokum varð hún að
segja starfi sínu lausu og upp
frá því hætti hún að aka bíl og
elda mat. Hún skýrði sálfræð-
ingi sínum frá því að hún hefði
gleymt því hvernig ætti að
nota örbylgjuofn. „Heilinn í
mér er að bráðna," sagði hún.
Sálfræðingurinn komst að
þeirri niðurstöðu að konan
þjáðist af þunglyndi með með-
fylgjandi svefnleysi og sjálf-
morðshugleiðingum. Eftir eins
árs meðferð hafði konan tekið
miklum framförum og sagðist
sjálf vera ný kona. Og til að
öllu sé til skila haldið: með-
ferðin við þunglyndi hafði í för
með sér að konan endurheimti
minni sitt.
8. Taktu þér tíma
„Að gleyma er óaðskiljanleg-
ur hluti þess að læra,“ segir dr.
Harry Barrick, prófessor í sál-
fræði í Ohio. „Ef þú þarft til
dæmis að festa þér í minni
ræðu eða efni sem þú þarft að
kynna, byrjaðu þá á því nokkr-
um vikum áður en stundin
rennur upp. Rannsakaðu efni
þitt vel, rifjaðu það síðan upp
tveimur dögum síðar eða svo,
og þannig áfram. Með þessu
móti lærirðu efnið mun betur
en ef þú reynir að læra það í
eitt skipti fyrir öll.
9. Allt á sínum stað
Bahrick setur jafnan bíllykl-
ana sína á merktan stað nálægt
útidyrunum, og þar setur hann
einnig ýmislegt fleira; bók sem
þarf að skila, minnismiða um
fundi og þess háttar. Hann ráð-
leggur fólki að hafa fasta staði
fyrir hluti sem eru gjarnir á að
týnast, eins og gleraugu, lykla
og veski.
Til að festa sér í minni nýtt
nafn er gott að setja það í sam-
band við eitthvað sérstakt. Jón
við Jón Sigurðsson forseta, Ei-
rík við ríkidæmi og svo fram-
vegis.
10. Minnisatriði í kassa
„Lítill kassi á borðinu mínu
hjálpar mér að muna það sem
mestu máli skiptir,“ segir Ba-
hrick. „Utan á honum er mynd
af börnunum mínum á strönd-
inni. 1 kassanum eru ýmis
minnisblöð; á einu stendur til
dæmis til hamingju með af-
mælið, þar er líka fallegur
steinn og blómkróna, svo eitt-
hvað sé nefnt. Þegar ég opna
hann finn ég vakna hlýjar til-
finningar bundnar því sem í
kassanum og utan á honum er.
Það minnir mig jafnframt á það
sem ónefndur höfundur sagði
eitt sinn: „Það þarf fleira en
gott minni til að eiga góðar
minningar.““
(jj~ APÓTEKGARBABÆJAR (£
ALLT AÐ 100%
AFSLÁTTUR
af hlut sjúklings við kaup á lyfseðilsskyldum lyfjum
EINNIG 25% AFSLÁTTUR AF NIKÓTÍNLYFJUM
Góð þjónusta, mikið vöruúrval. Verið velkomin
<D APÚTEK GARDABÆJAR, Garðatopgi <£