Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 12
12 RMMTUDAGUR 28. NOVEMBER1996 http://this.is/net Stefna ríkis og þjóðar í Netmálum í framkvæmd net /■ Netpósturinn Bragi Halldórsson netfang Netpóstsins er: np@this.is Uiaf«r$ iil ©a trl 441 Qncktnt Uhvfírd til lardsins Un'ferð fVá lanðTnií 1993 1994 1995 199« Þetta línuríti sem fengið er af vef INTÍS, sýnir sögulegt yfiriit yfir bandbreidd sem í boði hefur veríð á hverjum tírna og hversu fljótt við höfum fyllt hana. Efast svo einhver um að við munum ekki fýlla strax þá bandbreidd sem byðist ef verðið yrði lækkað? Hljóðsendinear á Netinu hófust á Islandi fyrr á þessu ári með tilraunaútsend- ingum á vikulegu fréttayfirliti RUV. Þetta var einstaklings- framtak Guðmundar Ragnars Guðmundssonar sem þá var með þáttinn „í sambandi" (fyr- irrennara þáttarins „Netlíf") á Rás 2 um net og tölvumál. Þetta byrjaði eiginlega sem hugmynd að því að senda þennan þátt beint út á Inter- netinu, en hugmyndin vatt upp á sig. Hljómgrunnur var hjá RUV og einnig hjá INTÍS fyrir því að stuðla að því undir forystu Guðmundar að reyna þetta. Og árangurinn í dag er sá að var- anlega hefur verið komið fyrir hljóðmiðlara (Audio Server) hjá INTÍS sem gerir öllum kleift að senda út Real Audio-hljóð á Netið frá íslandi (RealAudio er algengasta form hljóðsendinga á Netinu í dag). En þá byrjaði vesenið. Þátt- urinn er jú sendur út eins og til stóð, en fátt annað er sent út. Fyrirstaða misskilinnar verka- lýðsbaráttu og ríkissporslu- hugsunarháttar gerði það að verkum að þessar útsendingar RÚV eru ennþá hvorki fugl né fiskur. Fréttamenn RÚV, sem og fleiri innanbúðarmenn, mótmæltu, þess vegna heita og eru þetta enþá „tilraunaút- sendingar“. Misskilinn höfundarréttur Þessir starfsmenn þóttust eiga „höfundarréttinn" að fréttum sínum og þáttavinnu og sögðu að ekki hefði verið samið um sérstakar sporslur í þeirra vasa fyrir ómakið (sem er ekkert ómak). Þeir sem sagt fara fram á að fá greitt fyrir þetta, nokkuð sem er engin aukavinna fyrir þá, rýrir núver- andi tekjur þeirra ekkert á nokkurn hátt og kemur þeim í raun ekkert við (þeir ættu kannski að fá greitt fyrir hvert hérað sem útsendingarnar nást í, hvort sem einhver hlustar eða ekki!). Eins hafa menn haft áhyggjur af STEF- gjöldum fyrir hljóðsendingar, skiljanlega, þar sem íslenskir tónnlistarmenn með STEF í far- arbroddi hafa skipulega reynt að úthýsa hvers konar tónlist- arflutningi utan hefðbundinna „gjaldmælasvæða" (RÚV og stærri útvarpsstöðvar) og þar eru þeir núna að reyna að koma á betri „stöðumæla- vörslu“ og fjölga stöðumælum (stöðumælaverðir STEF eru semsagt að kvarta undan því að lítið sé flutt af íslenskri tón- list í útvarpi, nokkuð sem mér finnst ekkert skrýtið þar sem ennþá er „frjálst“ að spila það sem maður vill í útvarpi, enn- þá að minnsta kosti). Þetta er ein helsta ástæða þess að ekki er meira um raun- verulegar „upplýsingar" á ís- lenku horni þessarar svoköll- uðu upplýsingahraðbrautar. Það er þessi misskilda tilhneig- ing íslendinga að segja alltaf: „Þetta er mitt og þú mátt ekki hafa það.“ Þeir vaxa aldrei upp úr sandkassanum að þessu leyti. Það lengsta sem þeir komast úr honum er að reyna að reisa stöðumæla við dóta- bílinn og ef það dugir ekki til, þá berjast þeir fyrir lögbind- ingu nefgreiðslna (samanber afnotagjöld RÚV). Trúin á valfrelsi er varla til í þessu samfélagi og þeir sem tala fjálglegast um það, eins og Sjálfstæðisflokkurinn, setja nátttröllið og ríkiseinokunar- gæslumanninn Halldór Blön- dal í ráðherrastól fjarskipta- mála. „Hvernig væri til dæmis, í stað þess að breyta P&S í blóðþyrst tvíhöfða villidýr og siga því á landsmenn, að láta það standa sem öflugt veitufyrirtæki? Hvaða rök eru enda fyrir því að P&S þurfi endilega að vera í sam- keppni um hvað fer eftir þess- um leiðslum?“ Stefna ríkis og þjóðar í Netmálum Þessi heimóttarháttur ís- lendinga lýsir sér í flestu sem þeir taka sér fyrir hendur. Póstur og sími er með ljósleið- arakerfi sem getur borið marg- falt það sem það gerir í dag, bandbreidd úr landi sem er nær alveg ónotuð. En af því að þeir ætla bara að selja á upp- sprengdu verði, verði sem þeir ákveða einhliða I engri sam- keppni, þá safnar þetta kerfi ryki meðan þeir „þröngva" not- endum sínum niður í örmjóa pípu þar sem þeir mega kúldr- ast hver um annan þveran og horfa svekktir út um rimlana á ónotaða víðáttuna til beggja handa. Þetta er stefna ríkis og þjóð- ar í Netmálum. Hún er ekkert bundin við Netmál engöngu, hún einkennir flest það sem þessi eyþjóð tekur sér fyrir hendur. Að gera þetta öðruvísi Hvernig væri til dæmis, í stað þess að breyta P&S í blóð- þyrst tvíhöfða villidýr og siga því á landsmenn, að láta það standa sem öflugt veitufyrir- tæki? Hvaða rök eru enda fyrir því að P&S þurfi endilega að vera í samkeppni um hvað fer eftir þessum leiðslum? Það er álíka og að Vegagerðin teldi al- veg nauðsynlegt að reka bens- ínstöðvar við þjóðvegi í sam- keppni við olíufélögin, það sér hver heilvita maður fáránleik- ann í þeirri röksemdafærslu og eins er það með rökin fyrir þörf P&S fyrir að vera í sam- keppni um hvað fer eftir leiðsl- unum. Þeir vilja kannski næst fara að reka kapalsjónvarp fyrst þeir eru með kaplana? Eða Vegagerðin hf. að reka Landflutninga? Flugmálastjórn hf. að reka flugfélag? Nei, þetta eru engin rök og ótrúlegt að einkavæðing P&S skuli ætla að Ieiða af sér annan eins skrípa- leik. Nær væri að taka það full- komna ljósleiðarakerfi sem í landinu er og fullnýta það. Með því að lækka einingaverðið vex notkunin, það þarf engin lang- skólapróf til að sjá það. Kostn- aðurinn er enginn, heyriði það, enginn! Helmingsnotkun á fullu verði gefur jafnmikið í aðra hönd og full notkun á hálfvirði; stærðfræði sem fámennispóli- tík íslendinga virðist ekki geta lært, hvað þá skilið. Ef þeir seldu notendum (sem eru allir eyjarskeggjar) afnot af lagnakerfi sínu miðað við há- marksnotkun og -nýtingu þá yrði þessi þjóð sannarlega í fremstu röð þeirra þjóða sem geystust inn í 21. öldina (sem kemur eftir örfá ár, fyrir ykkur sem hafið ekki fattað það) en ekki ein þeirra sem þrjóskast við að halda í þá 19. eins og lenska er núna. Þetta myndi ekki kosta krónu meira fyrir P&S en hafa afgerandi áhrif á samkeppnisstöðu ails íslensks framtaks. Og ef þessi þjóð ætl- ar ekki að tengjast heiminum og vera þátttakandi í 21. öld- inni þá verða fáir eftir á þessu skeri, nema þeir sem vilja iifa á jaðarbyggðastyrk frá EES. Flótti einstaklinga og fyrir- tækja er þegar hafinn. Á meðan afdankaðir embættismenn reyna að innleiða upphaf 19. aldar iðnvæðingu í formi stóriðju flyst hæfileikaríkasta fólkið úr landi. Vaxtarbroddur íslensks atvinnulífs er tölvu- og hugbúnaðargerð. En ef bestu bílaframleiðendur í heimi væru með lélegasta vegakerfið og hæstu vegatollana þá flyttist framleiðslan bara úr því landi, nær markaðnum, og það er annaðhvort það eða flytja markaðinn hingað, vera með, ekki tala, heldur gera. Hvernig væri að breyta þessu ástandi? Eða á maður kannski bara að flytja út líka? Mér býðst vinna hérna San Fransico, og hæfileikar mínir eru hér metnir að verðgildi. San Francisco, 27.11.’96 Einnig í netútgáfu Netpóstsins, á slóðinni „httpV/this.is/net“: Namibía tengdist Netheimum fyrir stuttu og auövitað eru Islendingar „on-line“ þar eins og annar staöar. Hvaö finnst þeim, hvernig lítur íslenska nethorniö út frá þeim séö? Hádegisfréttirnar með Kwöldmatnum fl fl I L fl I fl fl Saklaus í klóm réttvísinnar Jónas Jónasson Vaka-Helgafell 1996 ★★★ Bók Jónasar Jónassonar um Magnús Leó- poldsson er ákaflega varfærnislega skrifuð og af miklu næmi. Ljóst er að Jónas hefur lagt mikla vinnu í hana. Samstarf þeirra Magnúsar virðist einnig hafa verið með miklum ágætum og ber bókin þess merki. Þrátt fyrir það var sitt- hvað sem ég ekki var ekki ánægð með. Þunga- miðja bókarinnar er dvöl Magnúsar í Síðumúla- fangelsinu. Ég saknaði þess hins vegar að fá ekki að kynnast Magnúsi og lífshlaupi hans nánar. Það er samt ekki sanngjarnt að deila á Jónas fyr- ir það, því hann er fyrst og fremst að skrifa um 105 daga dvöl Magnúsar í algjörri einangrun og Iíðan hans þann tíma. Persónulega fannst mér Jónas gera því of mik- il skil á kostnað mannsins og lífs hans öll þau ár sem hann átti fyrir utan múrana, en því er ekki að leyna að um margt kemst Jónas vel frá verki sínu. Mér fannst hann þó leggja of mikla áherslu á hugsanir Magnúsar innan veggja þröngs klefa þar sem nákvæmlega ekkert var hægt að hafa fyrir stafni dagana langa; allir hver öðrum líkir. Tilbreytingin fólst aðeins í að heyra fótatakið staðnæmast fyrir framan klefadyrnar og slag- brandinum svipt frá hurðinni. Jónas segir söguna í fyrstu persónu frá hendi Magnúsar og brýtur upp frásögnina með því að Magnús snýr aftur öðru hvoru og segir frá æsku sinni og lítillega hvað á daga hans hefur drifið fram að deginum örlagaríka. Frásögn Bjarkar, eiginkonu hans, er hins veg- ar í þriðju persónu og fer vel á því og gefur frá- sögninni vídd. Þessi bók er sannarlega þörf. Og þeir yngri sem ekki muna atburði en hafa heyrt af þeim ættu að hafa gagn af henni og átta sig betur á hve hroðalegt rriál var um að ræða. Við hin mun- um þessa atburði mjög glöggt og hve múgsefj- unin var algjör. Það er deginum ljósara að Geirfinnsmálið er eitt mesta hneyksli í réttarfarssögu okkar ís- lendinga og tími til kominn að það verði tekið upp að nýju. Ég las ekki bók Einars Bollasonar sem kom út í fyrra og veit því ekki hver þunga- miðja þeirrar bókar var eða hvaða tökum Einar og höfundur tóku efni hennar. Ég get því ekki borið þær saman. Hvað sem því líður er þessi bók afar þörf og tími til kominn að yngri kyn- slóðin kynnist þessu einstaka máli, sem vonandi á aldrei eftir að endurtaka sig í íslensku réttar- fari, þar sem dómsvaldið lét undan þrýstingi al- mennings og dagblaða. Það kunna þó að líða einhver árin þar til mál þetta verður tekið upp að nýju og alsaklausir menn fá uppreisn æru. Það breytist ekki fyrr en þeir embættismenn sem enn hafa völdin láta af störfum: Þeir hafa sannarlega hags- muna að gæta, því erf- itt er að eta ofan í sig mistökin. Jónas Jónasson er góður penni og skrifar á ágætu máli. Hann á þó til að vera helst til til- finningasamur og í byrj- un fer hann nokkuð yfir strikið. Þegar fer að líða á kemst hann nær jörð- inni og frásögnin verður eðlilegri. Bókin er prýdd mynd- um af Magnúsi og fjöl- skyldu hans frá yngri ár- um og fram til dagsins í dag og er frágangur vand- aður í alla staði ásamt nafnalista. Ég get mælt með þess- ari bók, ekki endilega til að fá innsýn í þann skrípaleik sem átti sér stað, heldur hvernig einum af sakborningunum leið og hvað hann hugsaði þá 105 daga sem hann dvaldi innan múra fang- elsis og algjörrar ein- angrunar. Hvernig hann var markvisst brotinn niður andlega og líkam- lega og naut ekki þess réttar sem honum bar sem gæslufanga. Ekki síður hvað rúmir þrír mánuðir í lífi mann- eskju hafa afgerandi áhrif á líðan hennar og þeirra sem næst standa um ókomna tíð. Þessi bók er öllu fólki þörf lesning; ekki aðeins til að svala for- vitni, ekki síður til að kunna að meta frelsið sem við flest búum við. Að opna glugga og draga að sér hreint loft. Mynd á vegg til að gleðja aug- að. Velja sér föt að morgni. Allir þessir smáu hlutir sem okkur þykja svo sjálfsagðir að við tökum ekki einu sinni eftir þeim, en kunnum svo vel að meta þegar við er- um svipt frelsi. Bergljót Davíðsdóttir Þörf bók og lærdómsrík ■3 « fl

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.