Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 24
HELGARPÓSTURINN
28. NÓVEMBER 1996 47. TBL. 3. ÁRG. VERÐ 250 KR.
Páll Baldvin Baldvinsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, sagði
hátíðlega á ráðstefnu útvarpsréttarnefndar I síðasta mán-
uði að Stöö 2 væri hætt að sýna myndir bannaðar börnum um
miðjan dag þegar foreldrar geta vart komið
við eftirliti með börnum sínum. Útsendingar
Stöðvar 2 höfðu verið gagnrýndar víða í
þjóðfélaginu. Páll Baldvin erekki maður
orða sinna. Samkvæmt auglýstri dagskrá
sýndi Stöð 2 kvikmynd stranglega bannaða
börnum miðvikudaginn 20. nóvember klukkan eitt eftir hádegi
og mynd bönnuð börnum er aftur á dagskrá á morgun klukkan
eitt eftir hádegi...
eikindi Margrétar Frimannsdóttur, for-
manns Alþýðubandalagsins, koma í veg fyrir
að hún geti setið á þingi. Óttast var að veikindi
Margrétar myndu koma I veg fyrir samstarfsvið-
ræður stjórnarandstöðunnar, en frá sjúkrabeði á
Stokkseyri símar Margrét í allar áttir og er með
fingurna á púisinum...
Heitt er í kolunum í Islendingafélaginu í Kaupmannahöfn
þessa dagana og eru deilurnar um Jónshús hvergi nærri út-
kijáðar. Þórdís Bachmann, sem kjörin var formaður félagsins
í haust, er líkleg til að láta af því embætti með góðu eða illu,
segja heimildirí Kaupmannahöfn...
Innan úr Garðastræti virðist rikja
mikill söknuður eftir hagfræð-
ingnum Ásmundi Stefánssyni úr
starfi fo'rseta ASÍ, en hann starf-
ar nú hjá Islandsbanka. Að sögn
var Ásmundur tal-
inn hafa skiigreint
hiutverk sitt sem forseti launþegahreyfingar ákaf-
lega vel. Þeim í Garðastrætinu er aftur minna
gefið um eftirmenn hans, Benedikt Davíðsson
og síðar Grétar Þorsteinsson, sem báðir eru
taldir hafa orðið að reiða sig meira á sérfræði-
þekkingu annarra innan ASÍ og haft fremur almennt sjónarmið
til einstakra mála...
|"hópi ótal skálda sem gefa út eigin verk fyrir jólin eru ekki
nema örfáar konur. Hafa margir velt því fyrir sér hver sé skýr-
ingin. Ýmsar tilgátur eru á lofti,
meðal annars sú að konur séu
ragari við að taka áhættu; haldi
stöðugt áfram að yfirfara verk sín
fremur en að eiga það á hættu að
verða rifnar niður. Aftur á móti
séu karlmenn ekki haldnir sömu
fullkomnunaráráttu og ávallt tilbúnir á vígvöllinn. Þessar fáu
skáldkonur hafa, til að vekja á sér athygli, ákveðiö að efna til
síðkjólakvölds á Hótel Borg um miöjan desember. Þær sem
ætla með ýmsum hætti að skemmta fólki eru Vigdís Gríms-
dóttir, Elísabet Jökulsdóttir, Gerður Kristný, Linda Vil-
hjálmsdóttir, Nína Björk Ámadóttir, Jóhanna Kristjóns-
dóttir og Vilborg Dagbjartsdóttir...
Fjölmargir hafa haft samband við HP til þess að lýsa furðu
sinni á því að gamli rokkarinn og róttæklingurinn Bubbi
Morthens, sem fyrir allmörgum árum söng af
mikilli innlifun og reiði baráttusöngva á borð „Þið
munuð öll, þið munuð öll, þið munuð öll
deyja..." og marga texta um lítilmagnann T þjóð-
félaginu, skuli nú vera farinn að syngja lofsöng
um stórveldið Hagkaup. Vissulega hafi Bubbi
smátt og smátt, frá því hann kyrjaði með Egó og
Utangarðsmönnum, allur verið að mildast og markaðsvæðast.
Margir velta fyrir sér hvaða peningasummu eða hve margar
matarkörfur félagi Bubbi hefði þegið frá Hagkaup fyrir lofsöng-
inn. En það er bæði gömul saga og ný aö róttæklingar mildist
með aldrinum...
Deilur Húsnæðisstofnunar við Húseigendafélagið virðast
ætla að draga verulegan dilk á eftir sér, meðai annars með
þeim afleiöingum að afgreiðsla mála gagnvart Húsnæðisnefnd
ReykjavTkur er farin í hnút. Telja margir að ástæðan sé sú að
Guðrún Ámadóttir, starfandi framkvæmdastjóri, erjafnframt
í stjórn Húseigendafélagsins. Titringur þessi hefur auk þess
beinst gegn húseigendamönnunum Karli Axelssyni og Bene-
dikt Bogasyni, sem sitja í kærunefndum fjöleignahúsamála
og húsaleigumála, sem eru á könnu Húsnæöisstofnunar.
Greinilegt er að deila þessi er að komast á alvarlegt stig...
■ http://this.is/ne
lifandi vefur um Internetið, fólkið, fyrirtækin og framþróunina
Reykjavíkurborg hefur á undanförnum
árum komið myndarlega til móts
við þörfina á fleiri bílastæðum í hjarta
borgarinnar meðal annars með byggingu
bílahúsa, sem hafa fjölmarga kosti
framyfir önnur bílastæði.
Fátt er skemmtilegra en að rölta
um miðborgina og njóta mannlífsins,
verslananna og veitingahúsanna.
Þeim fjölgar stöðugt sem hafa upp-
götvað þau þægindi að geta lagt bílnum
í rólegheitum inni í björtu og vistlegu
húsi og síðan sinnt erindum sínum
áhyggjulausir. I bílahúsi rennur tíminn
aldrei út, þú borgar aðeins fyrir þann
tíma sem notaður er.
Og síðast en ekki síst eru bílahúsin
staðsett með þeim hætti að frá þeim
er mest þriggja mínútna gangur
til flestra staða í miðborginni.
Nýttu þér bílahúsin. Þau eru
þægilegasti og besti kosturinn!
Bílastæðasjóður
Njótið
- notið
Sex glæsileg bílahús í
lífsins
húsin
hjarta borgarinnar
Staðsetning
bílastæða er
á götukortum
flMÓ
Þjónustuskrá
Gulu linunnar
Vitatorg, bflahús með innkeyrslu frá Vitastíg og Skúlagötu. 223 stæði.
Traðarkot, Hverfisgötu 20, gegnt Þjóðleikhúsinu. 271 stæði.
essa dagana eru aðilar vinnumarkaðarins
að koma sér saman um leiðir í vinnustaða-
samningunum og viröist það ganga fremur
seint. Frá aðalstöðvum VSÍ heyrast þær raddir
að ASÍ hafi dregið lappirnar og vinnuveitendur
í raun tekið frumkvæðið í þessum málum.
Sjálfsagt svíður ASÍ-mönnum að heyra slíkar
fullyrðingar, en þeir hafa meðal annars bent á
að umræöan um vinnustaðasamningana hafi
staöiö yfir frá því á síðasta Alþýðusambands-
þingi...
Seifyssingum og nágrönnum gefst
um helgina kostur á að sjá mynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar Djöfla-
eyjuna á allnýstárlegan hátt. Vegna
kvikmyndahúsaleysis á Suðurlandi
hefur verið ákveðið að sýna myndina í
bílabíói á íþróttavelli UMFS á Selfossi.
Trúlega eiga Sunnlendingar eftir að hópast á bílum sín-
um á völlinn um helgina til að beija myndina augum og
bætast þannigí hóp 65.000 manna sem séö hafa
Djöflaeyjuna. Vonandi snjóar ekki...
Innan úr Garðastræti virðist ríkja mikill söknuður
eftir hagfræðingnum Ásmundi Steflánsvsyni úr
starfi forseta ASÍ, en hann starfar nú hjá íslands-
banka. Að sögn var Ásmundur talinn hafa skil-
greint hlutverk sitt sem forseti launþegahreyfing-
ar ákaflega vel. Þeim í Garðastrætinu er aftur
minna gefið um eftirmenn hans, Benedikt Davíðs-
son og síðar Grétar Þorsteinsson, sem báðir eru
taldir hafa orðið að reiða sig meira á sérfræði-
þekkingu annarra innan ASI og haft fremur al-
mennt sjónarmið til einstakra mála...