Helgarpósturinn - 28.11.1996, Blaðsíða 14
FIMMTUDAGUR 28. NÓVEMBER1996
14
Menningin milli
Grænlands og Grikklands
Kennarar óskast
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Leikstjórn: Þórhallur Sigurösson
Leikmynd og búningar:
Hlín Gunnarsdóttir
Lýsing: Páll Ragnarsson
Leikarar: Gunnar Eyjólfsson,
Harpa Arnardóttir, Hjálmar Hjálm-
arsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir,
Sigrún Edda Björnsdóttir,
Öm Árnason og
Þröstur Leó Gunnarsson.
★★ 1/2
Sviðsmynd Hlínar Gunnars-
dóttur af kennarastofu úti á
landi blasti við á stóra sviðinu
í Þjóðleikhúsinu, miklu víð-
feðmari og dýpri en kennara-
stofur birtast manni almennt í
þessu landi en þó jafn spart-
önsk af hugmyndaflugi, fegurð
og þægindum og þær eru flest-
ar sem ég hef komið í. Sund-
laugin í bakgrunni sviðsmynd-
arinnar — maður sá eins og út
í gegnum vegginn — virkaði þó
spennandi. Heit og rjúkandi í
ljósinu frá fölri lukt þar sem
hundslappadrífan mynntist
við gufuna frá laugarvatninu.
Með góðum vilja get ég eftir á
lesið heilmikla táknmynd út úr
þessari sundlaug og kannski er
leikritið fremur allegórískt en
symbólskt að þessu leyti, þó
svo sennilega sé hér talsvert
blandað fyrirbæri á ferðinni
t.d. í ljósi lokasenunnar þar
sem íslenski landsbyggðar-
skólinn verður á táknrænan
hátt eitt með rústum Akrópól-
is. Hins vegar er spurning
hvort slíkur skilningur á hlut-
verki sundlaugarinnar verður
henni (sem hluta sviðsmynd-
ar) eða leikritinu til framdrátt-
ar. Kannski er það oftúlkun af
minni hálfu sem á sér enga
stoð í sýningunni, því hvorki
er sundlaugin nauðsynieg fyrir
framvindu leiksins né heldur
nýtist hún leikurunum til fram-
dráttar í persónusköpun sinni
svo nokkru nemi.
Viö Þröstur félagi minn vorum því sammála aö
lokinni sýningu um aö þrátt fyrir aö hún væri
um margt trúveröug og skemmtileg heföi aö
ósekju mátt nostra ofurlítiö viö einstaka þætti
verksins. Persónurnar eru einhvern veginn ein-
hliöa. Sérstaklega Dísa, Ögmundur og Magga.
um er einfaldlega miklu áhuga-
verðara en snyrtilega forritað-
ir uppeldissérfræðingar í sálar-
kreppu og fjárhagsvandræð-
um. Við Þröstur félagi minn
vorum því sammála að lokinni
sýningu um að þrátt fyrir að
hún væri um margt trúverðug
og skemmtileg hefði að ósekju
mátt nostra ofurlítið við ein-
staka þætti verksins. Persón-
urnar eru einhvern veginn ein-
hliða. Sérstaklega Dísa, Ög-
mundur og Magga. Túlkun
Hörpu Arnardóttur á Dísu
þótti okkur frekar yfirdrifin,
enda hlutverkið frá hendi höf-
undar fremur óspennandi
nema tvær senur, t.d. þegar
Dísa trúir Ástu fyrir sorgum
sínum. Sú sena er mjög vel
undirbyggð og útfærð og náði
greiniiega í gegn til áhorfenda.
Ögmundur er frá hendi höf-
undar ákaflega óaðlaðandi fyr-
irbæri og verður eins og Þröst-
ur orðaði það „marflatur og
jafn geldur og kennisetning-
arnar sem hann er fylltur
með'
son
‘. Þröstur Leó Gunnars-
er ekki öfundsverður af
þessu hlutverki og tæp-
lega verður það ritað í
söguna meðal stærstu
leiksigra hans. Sama má
í raun segja um hlutverk
Gunnars Eyjólfssonar,
sem höfundur virðist
engum tökum ná á, enda
verður hann svo ósáttur
við þessar tvær persón-
ur leiksins að hann í lok-
in drepur aðra en hendir
hinni út í óvissuna. „Far-
ið hefur fé betra“ sagði
Þröstur félagi minn og
persónum leiksins virt-
ist jafn sama og okkur
þótt þeir hyrfu. Reyndar
vekja þær sjálfar enga
samúð með manni nema
kannski Dísa eitt augna-
blik og Jens þegar hann
missir stjórn á sér gagn-
vart föður sínum og hell-
ir sér yfir hann, sú sena
Leikhús
Kormákur Bragason
skrifar
Persónurnar sem birtast
okkur í leikritinu, í þessari
stofu, eru ungt kennarapar úr
höfuðborginni, Ásta og Ög-
mundur, sem koma að hálfnuð-
um vetri í lítinn sveitaskóla
þar sem fyrir eru tveir áður að-
komnir kennarar eða „leið-
beinendur", Binni og Magga.
Auk þeirra koma við söguna
Jens skólastjóri og svínabóndi,
Karl faðir hans og Dísa stjúp-
dóttir Karls, sem er nemandi
við skólann. Til hvers kennar-
arnir óskast kemur þó aldrei
fram í leikritinu, enda fjallar
það minna um kennslu- og
skólamál en búast mætti við af
kynningu. Ekki afhjúpar leikrit-
ið heldur neitt nýtt í þeim mál-
um og þó svo að sú mynd sem
dregin er upp af skólanum sé
trúverðug, jafnvel sönn, þá er
hún frekar kraftlaust innlegg í
þá annars spennandi umræðu
um skólamál sem fram fer í
landinu þessa dagana. Það
skiptir þó kannski litlu, því
leikritshöfundurinn hefur fyrst
og fremst áhuga á fólkinu
sjálfu og tilfinningum þess og
því sem gerist þegar fólk kem-
ur í slíkt umhverfi eða ef það
dvelur of lengi á slíkum stað.
Ólafur Haukur teflir í þessu
leikriti saman nýaðfluttum
borgarbúum og fólki, sem
dvalist hefur langdvölum í
sveitinni. Ef Magga og Benni
eru hins vegar líka uppruna-
legir höfuðborgarbúar (eins og
mér virðist án þess að það sé
beinlínis áréttað í textanum)
þá birtist í leikritinu athyglis-
verð mynd af áhrifum lands-
byggðarinnar á borgarbúann.
Umbreytingin virðist óumflýj-
Kormákur Þ. Bragason
bauð Þresti Ottóssyni
heildsala með sér
á frumsýningu Þjóðleikhússins
á nýjasta leikriti
Ólafs Hauks Símonarsonar,
Kennarar óskast.
anleg, hvort sem það er til
góðs eða ills. Sveitin, fólkið í
sveitinni, birtist í mynd þriggja
kynslóða. Þar er Jens skóla-
stjóri, sem í raun er fyrst og
fremst svínahirðir, nokkuð
jafnaldra aðkomufólkinu, mað-
ur sem virðist láta skynsemina
stjórna tilverunni
og vinnur að því að
sættast við orðinn
hlut, þó kannski sé
hann líka sá sem af-
neitar tilfinningum
sínum og velur
fremur einföld sam-
skipti við svín en
þau átök sem fylgja
mannlegum sam-
skiptum. Karl faðir
hans er fulltrúi for-
tíðarinnar, fyrrver-
andi stórbóndi, sem
lifir fastur í fornri
frægð og vaxandi
óánægju sem leiðir
hann óvægilega til glötunar.
Dísa stjúpdóttir hans er stað-
gengill æskunnar, vanvirt
stúlkubarn sem á sér enga
framtíð án mikilvægra breyt-
inga. Þessu fólki stefnir Ólafur
Haukur saman og skoðar sam-
skipti þess í gamansömu ljósi
þar sem kaldhæðin fyndnin er
í fyrirrúmi, sérstaklega í til-
svörum Möggu og Binna. Þetta
verður þó að teljast sorglegur
gamanleikur, því örlög persón-
anna eru langt í frá eftirsóknar-
verð. Þær byltast um í afkró-
aðri einsemd tilvistar sinnar
þar sem draugar fortíðar,
leyndarmál, sorgir og brostnar
vonir loka leiðinni til hamingj-
unnar.
Átökin sem fylgja þessum
samfundum á kennarastofunni
eru þó oftast ójafn leikur á að
horfa. Siðferðis- og samfélags-
hugmyndir, sem eiga að ein-
kenna „réttindafólkið" Ástu og
Ögmund, verða léttvægar og
geldar gagnvart tilfinningahita
Möggu og Binna. Fólk fullt af
tilfinningum, draumum, löng-
unum, fýsnum, öfund og von-
virkaði vel og náði í gegn.
Hjálmar Hjálmarsson skilaði
hlutverkinu ansi vel þar sem
hann leikur á fínu nótunum öf-
ugt við Ólafíu Hrönn sem
hamrar á klaverið út í gegnum
alla sýninguna. Hennar tilþrif
og Amar Ámasonar voru þó
engu að síður skemmtileg,
enda persónur þeirra bita-
stæðustu hlutverkin þótt þær
bæru í raun minnst úr býtum í
lok leiksins. Ólafía hefði mátt
leyfa okkur að sjá meir í gegn-
um kaldhæðnina og inn í kvik-
una. Á stundum var eins og
hún væri í brandarakeppni og
Örn lét þar sitt ekki eftir liggja.
Gunnar Eyjólfsson er ekki öf-
undsverður af sínu hlutverki
frekar en Þröstur Leó, hann
dettur út og inn úr sýningunni
og umbreytingin sem á honum
verður gerist öll utansviðs.
Þresti, félaga mínum, fannst að
Karl hefði að ósekju getað ver-
ið utansviðs allan tímann. Það
hefði jafnvel verið áhrifaríkara.
Engu að síður er nærvera
Gunnars mikil þegar hann er á
sviðinu en okkur fannst texta-
meðferð hans heldur yfirþyrm-
andi, enda undirstrikaði hún
óþarflega frumsýningarhnökr-
ana.
Hvað verður um þær per-
sónur sem eftir sitja í leikslok
er óljóst. Helst vildum við trúa
að ekkert hefði breyst og leik-
urinn allur hafi einungis verið
stormur í kaffibolla. Að vísu er
framtíð Dísu örlítið bjartari og
Ásta hefur eitthvað lært um
sjálfa sig þann tíma sem hún
hefur dvalist í sveitinni. Þessi
stífi og að öllum líkindum of-
dekraði smáborgari sem hún
er í upphafi leiksins gengur í
gegnum snögg hamskipti í
leikslok, sem teljast verða per-
sónunni til framdráttar en sat
langt inni miðað við gang leiks-
ins að öðru leyti. Búningarnir
fannst okkur góðir og vel við
hæfi og Þröstur var hrifinn af
sviðsmyndinni en ég átti erfið-
ara með að gera upp hug minn
gagnvart henni. Prógrammið
fanst mér hins vegar afbragðs-
gott og ýtti það verulega undir
þá tilfinningu mína að þetta
Ieikrit henti vel fyrir sjónvarp,
en þá fyrst eftir handritsmeð-
ferð eða handritsþróun, líkt og
það heitir á máli kvikmynda-
gerðarmanna um þessar
mundir.
BARIMABÆKUR
fÓI JÓNS, KIDDÝ MIÍNDA ©6
DULARFULLU
Makleg
málagj öld
★
Jói Jóns, Kiddý Munda og dul-
arfullu skuggaverurnar heitir ný
bók eftir Kristján Jónsson. Áð-
ur hefur Kristján skrifað fjölda
unglingabóka undir nafninu
öm Klói. Bókin er 134 bls.,
teikningar eftir Bjaraa Jóns-
son, Skjaldborg gefur út.
Sagan gerist í litlu þorpi úti á
landi og fjallar um hóp barna
og unglinga innan skátahreyf-
ingarinnar. Unglingarnir lenda
í baráttu við harðsvíraða
þrjóta sem svífast einskis.
Flestir eru þrjótarnir heima-
menn og góðkunningjar lög-
reglunnar. Lögreglan kemur
mikið við sögu og ekki alltaf til
góðs. Læknirinn, presturinn og
sýslumaðurinn styðja hins
vegar skátana til allra góðra
verka. Slagurinn stendur um
smygl á kókaíni en skátarnir
leysa málið og fara með sigur
af hólmi í sögulok. Versti bóf-
inn drukknar í grútarþró og
allt fer vel að lokum.
Bókin tilheyrir flokki
spennusagna og stendur fyrir
sínu sem slík. Hins vegar verð-
ur hún einum of reyfarakennd,
eins og séra Sturlaugur sá sjálf-
ur í lokin. „Þetta er með ólík-
indum,“ sagði séra Sturlaugur
óttasleginn. „Þetta líkist helst
frásögu úr svæsnum reyfara"
(bls 123).
í sögum af þessu tagi hopar
trúverðugleikinn fyrir hasarn-
um. Lögreglumaður sýnir fá-
heyrt ofbeldi, börn slegin í rot
en standa strax upp aftur og
skella sér í slaginn, skátar
skipuleggja ratleiki á hafnar-
svæði þar sem hættur eru við
hvert fótmál. En við hverju er
að búast á stað þar sem hrepp-
stjórinn er tekinn fyrir sölu
fíkniefna og læknirinn verður
að gefa lögreglustjóranum
deyfisprautu til að geta sinnt
slösuðu fólki í friði?
Fjöldi persóna er
nefndur til sögunn-
ar svo nokkurn tíma
tekur að átta sig á
hver er hvað. Per-
sónur eru ýmist
svartar eða hvítar
eins og verða vill í
af þreyingarbók-
menntum. Þó örlar
þarna á þeirri skoð-
un að í hverjum
manni búi bæði gott
og vont. Sbr. per-
sónan Runólfur og
þegar Tóti svarti
lenti í vandræðum
með sinn eigin son:
„Allt í einu flaug
gegnum huga lög-
gæslumannsins, að
svona hlyti mörgum
foreldrum að hafa
liðið þegar börn
þeirra leiddust í
fyrsta sinn út á
ógæfubrautina.
Hann hafði aldrei
áður hugleitt hverj-
ar tilfinningar þeirra væru“
(bls. 106). Skemmtilegasta per-
sóna sögunnar er án efa
Gummi svakalegi.
Sagan er lipurlega skrifuð
eins og við er að búast af svo
reyndum höfundi. Myndir eru
fimm í allri bókinni. Þar er
sparlega á haldið. Ekki er eins
sparlega haldið á upphrópun-
armerkjum, nánast notað í
staðinn fyrir punkt og ekki gott
að segja hvers vegna.
Anna Dóra Antonsdóttir
Ennþá
gerast
ævintýr...
★★★
Og enn eru skrifuð ævintýri
sem betur fer. í ævintýrum má
breyta veröldinni eins og
hverjum sýnist. Þannig geta
þau hjálpað börnum að ráða
við aðstæður sínar
og börnin geta tek-
ið þátt í að láta
draumana rætast
án skuldbindinga.
Gauti vinur minn
er hugljúf ævin-
týrasaga eftir Vig-
dísi Grímsdóttur
með gömlum ævin-
týraminnum og
jafnvel skírskotun
til Biblíunnar. Sag-
an segir frá
draumaferðalög-
um fimm ára
drengs, Gauta,
með vinkonunni
Beggu um undra-
lönd. Þau heim-
sækja gula heim-
inn og bláa heim-
inn og hitta að lok-
um sjálfan drauma-
manninn. Hjá hon-
um fá þau svör við
ýmsum spurning-
um og ævintýrið
endar vel.
Félagslegur veruleiki Gauta
litla, og Beggu raunar líka, er
listilega fléttaður inn í söguna
og þau fá þann stuðning sem
þau hafa þörf fyrir — ef þau
muna draumana. En það fáum
við ekki að vita fyrr en í sögu-
lok.
í gula heiminum braut litli
engillinn bann, gerði það sem
forboðið var með öllu og það
kom honum í koll. Þar sjást
orðin einungis ef þau skipta
máli eða ef lygin er á ferð, þá
mynda þau broddgölt. Skyldi
það ekki minna á svartan blett
á tungu?
í bláa heiminum læra þau
Gauti og Begga að fyrirgefning
í kristilegum kærleiksanda er
hið eina rétta. Þar má ekki
stríða og ekki hlæja að nein-
um. Á óvenjuskemmtilegan
hátt er því komið til skila að
enginn á að líða fyrir að vera
öðruvísi, því allir eru öðruvísi,
hver á sinn hátt.
í ævintýrum er svo margt
leyfilegt. Fimm ára drengur
getur talað eins og harðfullorð-
inn maður án þess að komi að
sök. Örlítið kemur tölva
draumamannsins annarlega
fyrir sjónir, einnig segulbands-
upptökur í gulum undraheimi.
Ef til vill er þetta tilraun til að
færa ævintýrið nær nútíman-
um. Er það ekki óþarfi? Ævin-
týrið lifir óháð tíma og rúmi.
Myndir eftir Brían Pilking-
ton eru smekklegar eins og
hans er von og vísa og falla vel
að sögunni. Sú hefð að af-
marka beina ræðu með gæsa-
löppum virðist vera á undan-
haldi hjá sumum rithöfundum.
Hvort strikamerkingin er betri
er önnur saga. Er þörf á að af-
marka beina ræðu? Það sýnist
a.m.k. vera þörf fyrir reglu-
setningu um þessa hluti.
Gauti vinur minn er fyrsta
barnabók höfundar, hún er
góð og vonandi eru börnin bú-
in að eignast þarna öflugan
liðsmann. Iðunn gefur bókina
út.