Alþýðublaðið - 03.11.1970, Side 3

Alþýðublaðið - 03.11.1970, Side 3
20 vilja ráða F asteignasel j endu r Hvers vegna ekki spara fð þúsund kr. eða meira! HVERNIG! I I SOLULAUN LÆKKA Fasteignaíialan Eiríksgötu 19, sem er ný fasteignasala hér í borg, hefur ákveSið að taka 14 hluta lægri þóknun fyrir sölu á fasteignum en nú er almennt gert, eða ÍVt.% af söluverSi. EIGNIN ÍEKKI ANNARS STADAIt Þessa sparnaðar getið þér notið með því að fela okkur einkaumboð til sölu á eign yðar í 1 mánuð a. m. k. Við tökum fyrst um sinn a. m. k. aðeins til sölu eignir, sem ekki verða jafnframt til sölu annars staðar. DÆMI UM SPARNAÐINN I , Fyrir sölu á 2 millj. kr. eign greiðið þér hjá okkur 10 þús. kr. lægri sölukostnað en almennt gerist. Við sölu á dýrari eignum verður munur- inn ennþá meiri. FASTEIGNASELJENDUR! . Felið okkur að seljá eignirnar. FASTEIGNAKAUPENDUR! Spyrjizt fyrir hjá okkur um eignirnar, sem yður vantar. FASTEIGNÁSALAN EIRÍKSGÖTU 19 r\‘ — ISÍMI 16260 — i— jkvöld- og helgarsími sölustjóra 25847 — jJón Þórhallsson sölustjóri Hörður Einarsson hdl., Óttar Ynpason hdl. „KENNARA S T R I Ð I Ð ___Hitnar í kolunum flokkanna um stöðu vinstri lireyf ingar á íslandi. Eins og kunnugt er hefur Karl Guð.iónsson sagt skilið við þing- flokk Alþýðubandalagsins vegna langvinnrar óánægju með vinnu- hi ögð þar. Bréfið er ritað til Snorra Sigfinnssonar, form. kjör flæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðurlandi.. j Reykjavík, 2. nóv. 1970. Mér hefur í dag borizt skeyti þitt. þar sem þú sendir mér álykt un fundar þess, sem haldinn var S Selfossi á spærum kjördæmis- ráðs Alþýðubandalagsins í fyrri jyiku. Efnisjnnihald samþykktarinn- Br er annai’s vegar það, að þið lýsið samþykki ykkar við, hvern- Ig formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins svaraði tillögu AI- þýðuflokksins um viðræður þing flokkanna um stöðu vinstri hreyf Ingar á íslandi. Hins vegar er svo álitsgerð ykkar um að ég eigi að segja af mér þingmannsstörf- |im svo að varamaður minn geti lekið við þeim. L'm hið fyrra atriði er því til að svara, að ég tel það lýsa miklu icsjálfstæði og ístöðuleysi kjör- flæmisráðs gagnvart flokksfor- flslunni, að kjördæmisráð leggi blessun sína yfir það, að þing- maöur Suðurlands fái ekki þing- flokksfund um annað ems stór- Inál og samstarf eða samvinnu ivinstri manna, þótt hann krefjist Iians. Svo sem við þekkjum allir, er sundrung í þeim röðum lengi húin að vera þjáningarefni okk- ar margra og að mínu mati verð- ur flokksforusta Alþýðubanda- lagsins ekki mæld þar undan sökum. Nefni ég þar til afstöðu heimar til framboðslista Alþýðu- bandalagsins við síðustu alþingis kosningar í Reykjavík og algera synjun hennar á að afgreiða eðli- lega tillögu mína og minna sam- lierja um að Alþýðubandalagið tæki forustu um athugun á sam- einingu vinstri aflanna meðan Alþýðubandalagið enn var óklof- ið Nú þegar boð um slíkar sam- ræður berst úr annarri átt er því fyrir hönd þingflokksins svarað neitandi án þess að það sé rætt á fundi. Þið getið verið ánægðir með þetta, ég er það ekki, og það er sízt réttlæting fyrir þá afstöðu, sem þið eruð að samþykkja, þótt formaður þingflokksins hafi nú eftir mina ákvörðun og þvert oían í sitt svar, beðið Alþýðu- flckkinn um að fá að vera með í samræðunum. Lm hið síðara atriði svara ég þessu; Þjð eruð ekki það kjördæmis- ráð, sem stóð að minni kosningu. Þá var Alþýðubandalagið víð- feðm kosningasamtök. Síðan hef- ur það verið gert að þröngum fiokki. Þið hélduð fund með um 20 mönnum og ályktuðuð að ég ætti að leggja niður umboð sem 11—1200 kjósendur hafa falið mér og leggur mér raunar á herð ar að vinna fyrir alla íbúa Suð- urlandskjördæmis, en þeir eru um tuttugu þúsimd talsins. Til þess að ég taki áskorun ykkar alvarlega þyrfti að fara fram miklu ítarlegri könnun á afstöðu fólksins í Suðurlands- kjördæini og hún að reynast ykk- ar sjónarmiðum hliðhollari en mínum. Ef þið óskuðuð eftir, mundi ég vera fús til að mæta á fundum, sem lialdnir yrðu í kjördæminu með svipuðum hætti og fram- boðsfundir fyrir almennar þing- kosningar, þar sem framsögu- menn yi’ðu annars vegar sá vara- þingmaður, sem setjast mundi í minn stól á þingi og mæla mundi fyrir ykkar áliti, hins vegar ég. Fundimir yrðu auðvitað að vera öllum Sunnlendingum opnir og heimamönnum þar gefinn þeim mun rýmri ræðutími en á al- mennum framboðsfundum, sem framsögumenn yrðu færri. Fyrir síðustu kosningar vora fundir á þessum stöðiun; Kirkju- bæjarklaustri, Vík, Hvolsvelll, Hellu, Flúðum, Hveragerði, Sel- fossi og í Vestmannaeyjum. Sting ég upp á sömu fundarstöð- um, og fundartíma um helgar. Ef þið vilduð sinna þessu er ég til viðræðu um nánari tilhög- un alla, sem þá byggðist á jafn- rétti málsaðila. Virðingarfyllst, Karl Guðjónsson. Á jBATAVEGI_____________(I) yngri drengsins sé nú góð orðin, en hinn eldri sé við sæmilega heilsu. — Rannsóknarlögreglan fer með rannsókn hnífstungumálsins, sem áður er getið, en þar sem ekki hefur reynzt unnt að taka skýrslu af piltinum, vill rannsóknarlög- reglan ekki gefa neinar upplýs- ingar varðandi málið. En þess er vænzt, að hægt verði að ræða við piltinn næstu daga, og mun Alþýðublaðið þá væntanlega geta skýrt nánar frá málavöxt- um, —■ Auglýsingasíminn er 14906 □ Blaðinu hefur borizt elftir- farandi frá Landssambandi fram- haldsskólakennara: í dagblöðum, útvarpi og sjón- vcrpi hafa að undanförnu verið birtar yfirlýsingar frá Félagi há- skóiamenntaðra. kennara. í yfir- lýsingum þessum er veitzt að félögum í Landssambandi fratn- haidsskólakeinnaira á mjög ósæmi tégan og ódrengilegan hátt. Auk þess eru stjórn L.S.F.K. gerðar upp skoðainir, sem hafa við engin rök að styðjast. Það hlýtur að vekja furðu, að kennarar, sem kappkosta að auglýsá á sérstak- lega áherandi hútt, að þeir séu menntaðir i háskóla, skuli fara með staðreyndir og tjá .sig á jafn óviðurkvæmilegan hátt og raun ber vitni. Af þessum sökum vill L.S.F.K. koma á framfæri eftir- töldum athuga'semdum, jafnvíel þó að það séu st.aðreyndir, sem öl'lum eigi að vera kurnnar. 1. Kennarar með B.A. próf frá Háskóla fslands hafa haft for- gangsrétt til stöðuveitinga við gagnfræðastigið frá 1952. 2. Sömu menn hafa haft hærri laun en aðrir kennarar á því stigi frá 1963. Hvorugt hefur dugað til þess að minnka kennar'askoirtinn svo nolckru nemi á gagnfræðastiginu, né örvað að umtalsverðu marki aðsókn stúd'enta að kemnaranámi í lráskóla. 3 Við samningana 1963 var að frumkvæði L.S.F.K. gerð tillaga um að launa kennara misjafniega eftir menntun, en þeirri tillögu fylgdi sú hugmynd, að það næði ékki til þeirra kennara, sem þá voru í starfi, heldur skyldi sú regla gildia sem framtíðai’skipan. Samninganefnd ríkisíns féllst ekki á þá hugmynd og var þá starfandi kennurum skiipað í 3 laumflokka. 4. L.S.F.K. hóf þá þairáttu fyr- ir því, að fá leiðréttingu á þvi augljósa ranglæti að láta nýja flokkaskiptingu verka aftur fyrir si'g, og krafðist þess, að þeir kenn arar, sem voru í stai-fi, nytu fyllsta réttar í launagreíðs-lum. Margir þessara kennara höfðu' starfað um 20 ára skeið eða leng* ur og höfðu aflað ’sér áiu)kinn.ai’ menntunar, bæði hérfendis og eriendis. Hugmynd L.S.FK. vai* þá 'ein- ungis’bundin við þann tíma,. en engum hafði dottið í hug, fð' þetta skyldi gilda um allat fram- tíð. Ríkisvaldið fékkst ekki ti'l áð taka neinar umtalsverðair. á- kvarðanir í málinu að því undan skildu, að þeir kennarai’, semi skipaðir höfðu verið í starf fyrir 1952, voru hæbkaðir um 1 launa- flckk. Tregða ríkisvaldsin's staf- aði ekki sízt af andstöðu F.HK. við þetta réttlætismál. 5. Það er ómakl'egt og óverj- andi mönnum, sem eiga að kimnfa skil á öllum máliavöxtum, að' halda því fram, að kennarar al- mennt á gagnfræða- og fram- holdsskólastigi séu ómenntaðk: og óhæfir. til kennslustarfa. Flest h’ munu hafa a.mk. kennárapróf eða stúdentspróf, en auk þess, eins og áður greinir, margs kon- ar viðbótarmenntun, sem þeh- bafa aflað. sér á námsskeiðum eða við háskóla, þar á meðál við kemiaraháskólann í Dánmörku. 6. Sú hugmynd, að kennárár geti með langri starfsheynslu og með viðbótarnámi öðlást fyllstu Frh. á bls. 10. ÞRIÐJUDABUR 3. NÖVEMBFR 1970

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.