Alþýðublaðið - 21.11.1970, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.11.1970, Blaðsíða 9
IÞROTTIR -sagöi Ramsey □ í sjónvarpsviðtali á miðviku- dag, lýsti Sir Alf Ramsey því yfir, að hann veldi aðeins í enska landsliðið með tilliti til 'getu mianna. Það væri skoðun hians, að Bobby Chai’lton og Gordon Banks væru ekki nógu góðir um þessar mundir til að komast í landsliðið. — / ( 9)1 if il El Rl II vs A LV El U IÐ m II Dl Kl Nj r n LE IKI m ny 1“ □ Einn Ieikmanna íslenzka landsliðsins, Gunnsteinn Skúla- son, Val, leikur í dag sinn fyrsta Iandsleik. Af því tilefni ræddi hlaðið stuttlega við hann. Gunn steinn er 23 ára gamall, kvænt- ur Sigrúnu Gunnarsdóttur og eiga þau tvö börn, Skúla og Guðnýju. Hann rekur hjclbarða verkstæði ásamt föður sínum. — Hvenær byrjaðir þú að iðka handknattleik, Gunn- steinn? — Ég byrjaði að æfa með 4. flokki Vals 11 ára gamall, og hef alla tíð keppt með Val, bæði í handknattleik og knattspyrnu. Þú varst kosinn bezti sóknar- maður Norðurlandamcts ungl- ir.ga 1966. Síðan verða engar framfarir. Hversvegna? — Því er nú ekki gott að svara, en þó má geta þess, að ég stcð í húsbyggingum á þess- um árum. og hafði þar af leið- ardi ekki eins mikinn tíma til æfinga og æskilegt var. — Og nú þegar þú ert 23 ára, þá koma framfarirnar allt í einu. Hversvegna? — Já, það er satt, þetta geng- ur allt miklu betur núna, og ég hekl að það sé mest því að þckka hvað ég æfði vel í sumar. Valur æfði mjög vel fyrir úti- mótið, og hélt æfingum áfram af fullum krafti eftir það. Voru það bolta-, þrek- og lyftinga- æfingar, en þær lel ég alveg nauðsynlegar ef árangur á að nást. Einnig hætti ég iðkun knattspyrnu í sumar, en sneri mér alveg að handknattleiknum. — Þú heíur ekki vtrið farinn að örvænta um að komast í landslið? — Nei. nei. Ég hef bara æft handknattleik mér til gamans, og að leika í landsliði hvarflaði ekki að mér. Það er vissulega gaman að vera kominn í lands- lið, og hver vill ekki Ieika fyrir þjcð sína? Mér finnst andinn í liðinu góður. þetta eru allt strák ar sem maður hefur kynnzt gegnum íþrcttirnar. Dettur þér í hug einhver leik maður sem ekki hefur leikið í landsliði, en ætti það skilið að þínum dómi? Þessu er erfitt að svara. en þó kemur mér strax í hug Bergur Guðnason. Hann er leikmaður sem hefði átt skilið landsliðs- sæti fyrir löngu. — Ætlar þú ekki í Rússlands ferðina? — Jú, ég er alveg ákveðinn í því, svo framarlega sem ég verð valinn. — Hvernig leggjast svo átök in í þig? — Bara vel. Þó verðum við að biíast við öllu af Bandaríkja mönnunum, því við vitum að það hafa orðið miklar framfar- ir hjá þeim í handknattleik. Þeir hafa ausið í hann peningum, og það hefur sitt að segja. En ég er staðráðinn í að gera mitt bezta. — SS í i ISLANDSMET □ Á innanfélagsmóti 'frjáls- íþróttadeildar Ármanns í Bald- urshaga í gærkvöldi, voru sett 4 Islaindsmet. Annars urðu úrslit X mótinu þessi; Langstökk kvenna: Láu-a Sveinsdóttir Ármanni 4,84 (ísl. m'et). Langstökk karla: Valbjörn Þorláksson Ármanni 6,75. 50 m. grindahlaup kvíenna: Sigurborg Guðmundsd. Árm. 8,7 sek. (isl.met). 50 m grindahlaup karla: Val- □ Islendingar leika fyrri lands- leik sinn gegn Bandáríkjamönn- um í Laugardalshöllinni í dag, og héfst leikurinn kl. 16. Seinni leikurinn fer fram á morgun kl. 15. Aðgöngumiðasala hefst báða dagana M. 13. Forleikir eru að báðum leikjunum. Fólk bjöi’n Þorláksson Árm. 6,9 (ísl.- met). 50 m hlaup karla: Bj arni Stefánsson KR 5,9. 50 m hlaup kvenna: Sigurborg Guðmundsdóttir Árm. 7,0 (ísl, met). Þess má geta að Sigurborg er dóttir hins kunna hlaupara Guð- mundar Lárussonar. — er eindregið hvatt til að sækja þessa leiki vel, því fjárhagur HSÍ er mjög bágborinn nú sem stendui-. Bandaríska liðið er í mikilli framför, og má því búast við jafnri og skemmtilegri keppni. — I Áskriftarsíminn er 14900 Styrkið og styðjið HSÍ Aukafundur LANDSSAMBANDS LÍFEYRISSJÓÐA sem boðaður >hafði verið föstudaginn 20. þ.m. en fresta varð af óviðráðanl'egum ástæðum, verður haldinn í Átthagasal HÓTEL SÖGU mánudaginn 23. nóv, n.k. kl. 14.00. Stjórnin Utboð Öryrkjabandalag íslands óskar eftir tilboð- um í eiftirfarandi efni og tæki: . 1. Pípur og fittings (fyrir skolp, vatns-. og hitaliagnir) 2. Hreinlætistæki (salerni, handlaugar og böð) Útboðsgagna má vitja á Teiknistofunni Óð- insgötu 7. Tilboð verða opnuð 4. des. n.k. LAUGARDAGUR 21. NÓVEMBER 1970 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.