Alþýðublaðið - 04.01.1971, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 04.01.1971, Qupperneq 10
Ávarp forseta íslands (5) í mönnunum er, mun sjá til þess. En una má við ef rétt stefnir og áfram að því marki að þúa öllum þegnum þjóð- félagsins sem réttlátastan hlut og efla svo hagsæld með hamingju sem efni standa frekast til. En um þetta munu skoðamr löngum verða að sama skapi skiptar og þær eru samhljóða um markið, sem að skal stefnt. Og það væri barnalegt að biðjast und an siíkum skoðanaskiptum. Umræða er óhjákvæmileg og umræðu er þörf um alla sam- þýlishætíi þeirra s®m saman leiga að vara. Oss fslendingum er það hollt og skylt, eins og öllum öðrum, að hafa með því vakandi augu, hvar vér erum á vegi staddir. Þó að allir sjái og viðurloenni, að þjóð vorri hefur skilað áfrani með undraverðum hraða á síðustu áratugum og efnahags leg aflooma landsmanna er nú svipuð því sem er í hinum mleiri háttair velfarðarríkjum, mun ekki þaa- fyrir skorta um ræðuefni á vettvangi þjóð- félhgsmála í víðasta skilningi á þessu og komandi árum. Margt bendir miklu heldur til þess, að í hönd fari tími mieiri könnuhar og umræðu um alla þætti velferðarríkisins. Þjóð- 'félagsrýni laetur þegar mikið til sín taka, og hún mun áneið anlega færast í aukana, og það ekkert síður fyrir því þótt allir hafi nóg að bíta og brenna, svo að notað sé Orð- tak frá frumbúskaparöldum. Sú lágmarkskrafa til lífsins er fynr löngu orðin söguleg minining ein. Engu að síður er það þó og verður frumskilyrði alls annars að haf'a nóg til hnífs og Skeiðar. Og þvi er þá ek'ki að leyna, að mitt í sæmilegu veraldíirgengi vorra tíma ber talsvert á óróleika, svo að ekki sé sagt kvíða, að því er varðar þessi fruniskilyrði. — Mönnum er spurn, og jaínvel til efs, hvort grundvöllurinn, Sem afkomia þjóðarinnar bygg ist á, sé nógu traustur, hvort vér munum fá haldið því sem vér höfum og þar við aukið. Slíkt á sjálfsagt sínar eðlilegu orsakir. íslendingar hatfa það á tiifiningunni að tetflt sé á tæpt vað um margt það sem þjóðin vill og ætlar sér, liðfá Og fjármiagnslítil í hörðu landi, og engum dylst að stundum hiefur verið velting- ur á skútunni á vorri öld. En hér á móti kemur það gleði- ’lega tínranna tákn að ísienzka þjóðin hetfur líld;ega aldrei vérið jafnvakandi fyrir því og einmitt nú, að efla og nýta þá lífsbjiargarmöguleika, sem hún hefur yfir að ráða í landi sínu. Þjóð sem hefur stundað landbúnað frá upphafi vega sinna, gerir sér nú Ijóst, að ,i hún getur ræktað fleira en -gras, kýr og kindur, þjóð sem hefur dregið fisk úr sjó frá 10 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1971 alda öðli, er nú sem óðast að átta sig á, að auðsuppspriettur sjávar eru fleiri en hún hugði til skamms tírna og verða hag- nýttar á fleiri og betri vegu, þjóð sem löngum var því vön- ust að líta á útlendinga eins og sjaldséða furðufugla, vill nú greiða götu þeirra sem fleatra hingað til landsins, þeim til ánægju og landinu til hagsbótar, og síðast en ekki sírt, þjóð sem stóð ógn af fallvötnum og taldi jarð- hita til landspjalla, veit nú að þama á hún orkulindir, sem ekki þrýtur og vieitt geta þús- undum manna skilyrði til lífs og starfs í landinu. Vitaskuld er ekki svo að skilja, að augu manna hafi skyndilega lokizt upp fyrir þessu öllu, en um- ræður um það hafa aldrei verið lifl'egri en nú, menn leita fyrir sér með opnari huga og skyggnari á úrræði en nokkru sinni fyrr. Hér á það hlut að máli, að sífellt koma til starfa fteiri og fleiri menn, sem hlofið hafa vís- indalega menntun, menn méð réttmæta trú á beitimgu tækni og vísinda í þágu atvinnuVeg- anna. Það mætti vetra önnur nýjársósk á þessum degi, að gott fnamhald yrði á almenn- um umræðum um þessi mál, sem varða sjálfan lífsgrund- völl þjóðarinnar, og að þær mættu bera mikinn og skjót- an árangur í athöfn og fram- taki. Sú verður þó umræðan for- vitnilegust, sem víkur að þjóð félaginu sjálfu, hvernig það er gert og hvernig það vinn- ur. í þeirri umræðu mun eink um hin fjölmenna unga kyn- slóð láta mikið að sér kveða. Ég nefndi áður orðið þjóð- félagsrýni. Það er einkenni á þleirri tíð sem vér lifum, að ungt fólk vill ganga fram fyr- ir skjöldu og hafa forustu um könnun og mat á ýmsum fyr- irbærum þjóðfélagsins, taka það hispurslaust tii athugun- ar, ræða og reifa og gagnrýna, meðal annars sitt af hverju, sem hingað til hefur verið talið gott og gi'lt, ja'fnvel í. velferðarríki. Ungt fólk vill mleta að nýju raunverulegt gildi hlutanna, óblindað af vanabundinni hugsun, hafa á sér vara, þangað til rannsókn hefur farið fram. Hér mun vera úr mörgu að moða, og ekki nemia gieðilegt lífsmark, að menn taki sem flesta þætti samfélagsins til prófunar, — hefji umræður um þjóðfélags mál, ekki aðeins stjórnmál, heldur um þjóðfélagsmál á isiem breiðustum grundvlelli. Og það fer vel á þvi, að æsk- an, sem áður en hún sjálf veit mun fimna heill og forráð þessa lands hvíla á herðum sér, láti mikið til sín taka, —■ Þetta þjóðfélag er arfur sem hún tekur við, og henhi er frjálst að spyrja, hve mikill hann sé og hve góðvír hiann sé, hvort velferðamkið1 sé það sem það þó vill vera, hvemig því tekst að færa sem fiestum hamingju með hag- sæld. Því verður að trúa að frjáls og skynsamleg umræða og endurskoðun ýmissa félags 'legra sambúðarhátta, stofn- ana þjóðfélagsins, veiraldlegra og andlegra, jafnvel siða og ungengnishátta ýmiss konar, eigi á sér fullan rétt og geti leitt til lagfæringa og breyt- inga, sem horfa til mieiri far- sældar, itteiri lífsfyllingar fyr ir einstaka menn og stæirri heildir, sem þjóðfélagið hefur ef til vill ekki enn komið til “ móts við, svo sem þó væri skyldugt samkvæmt mark- miði farsældarríkisins. Enginn þarf að ganga að því gruflandi, að í þeirri þjóð- félagsrýni, sem einkum Ungt fólk mun eiga mikinn þátt í á komandi tíð, mun sitthvað Verða vegið og léttvægt fund- ið, sem vér eigum nú við að búa. Ungt fólk hefur víst al- dhei verið fjær því en á vor- um dögum að kalla allt ömmu sína. fslenzk æáka er þar eng- in undantekning, og sízt á- stæða til að harma það. Hitt má minna á, að það er engin frægð, hvorki fyrir ungan né gamlan, að reyna að komast sem rtéyðarllegast að órði um það mannfélag, sem vér ís- lendingar búum við. Sá sem eitthvað vill vega eða mæla, hann gái sem grandgæfilegast að stiku sinni og vog. Heil- brigt verðmætaskyn er for- senda þess, að þjóðféla'gsrýni Verði ekki einhliða neikvæð. Ef ungt fólk á íslandi hugsar sig um, mun það skilja, að það hefur hlotið dýrmætan arf, bæði fornian og nýjan. Hinn forni arfur er menn- ingararfleifð vor frá öllum öld um, grunnur sem vér munum ætíð hyggja þjóðmienningu vora á, hver kynslóð með sín- um hætti, hinn nýi er allt það sem gert hefur verið á síðustu árum til þess að búa í haginn fyrir þá sem landið eiga að erfa. Það má ekki vanmeta, að véf lifum í mennskara þjóð félagi en flestir aðrir, þrátt fyrir ýmsan ófullkomleik, vér búum við meiri jöfnuð, minni stéttaskiptingu og manngrein- aráli't. Þessar eigindir ís- lenzks mannlifs má ekki láta sér sjást yfir, ekiki heldur hitt, að vér erurrl bliessunar- lega laus við sitthvað ó- skeimmtilegt, sem þegnar stór þjóða verða að sætta sig við. Þær geta boðið margt betra og fullkomnara, en þar á móti koma kostir fámennisþjóðfé- - lagsins, sem vissuiega eni margir, þótt annmarkar þess liggi í augum uppi. Á vorum dögum er víða um heim talað um uppreisn æsk- unnar. Ég hef; lítill'egai'vjkí? aij’ þessu fyrirbæri hér, en þó yildi ég heldur kjósa að kalla -'liað uppgjör æskunnar, eins og það kemur fyrir sjónir hér á landr. Þegar nú ungir menn halda áfram umræðum sinum um málefni lands og þjóðar í nútíð og framtíð, þá óska ég þeim þess öðru fremur að þeir ger-i það með jákvæðum huga, geri sér grein fyrir þvi sem gott er og nýtilegt af því sem þeim hefur verið í hendur fengið, um leið og þeir gagn- rýna og koma á framfæri nýj- um hugmyndum, sem kunna að bera í sér frjókorn meira réttlætis og hamingjuvæn- légra lífs á ■ ýmsum sviðum nægtasamfélagsins. — Ungir menn hafa miklár skyldur við samfélag sitt engu síður en þeir sem hitinn og. þung- inn hvílir á um sinn. Allir vilja landi sínu Og þjóð vel, hver eftir sínum skilningi, og öll orðaskipti um þjóðfélags- mál ættu að einkenn’ast af þeirri vissu, þrátt fyrir allan skoðanaági'eining, en að visu skortir allmikið á að svo sé í opinberum umræðum oft og tíðum. Áður en ég lýk máli mínu I dag vil ég minnast þeirra mörgu samferðamanna, sem með oss fögnuðu nýju ári í ‘fyrra, en nú hafa horfið úr hópi vorum, sumir að loknu dagsverki eins og lífsins lög- mál segir fyrir um, aðrir fyrir aldur fram, meðal annai'S vegna slysfara, sem voru ó- :yenjulega miklar á árinu og öll þjóðin harmar. Þá vil ég ekki heldur láta hjá líða að þakka þjóðinni alla vinsemd í garð okkar hjónanna. Það hafði verið ætlun okkar að fara í kynnisför um einn fjórð ung landsins eins og í fyrra. Það fórst fyrir vegna svip- legs andláts forsætisráðherra, eins og alþjóð er í fersku minni. En aftur verður sá þráður upp tekinn. Með þakk læti til dönsku konúngshjón- anná Og ríkisstjórnar Dan- merkúr vil ég minnast heim- sóknar ökkar þar í landi í haust er leið. Sú vinsemd sem dkkur var hvarvetna sýnd var vinarkveðja til íslenzku þjóðarinnar, og hefur verið rétt skilin svo. Það er styrkur og uppörvun- að búa við gott nágrenni, og vináttu við grannþjóðir vorar er ljúft og skylt að rækja, mieðal annars með heimsóknum opinberra fulltrúa, eftir því sem efni standa til og gott hóf er á. Góðir landsmenn. Ég vitn- aði fyrr í 125 ána gamalt kvæði Jónasar. Svo rís um aldir árið hvert um sig, eilífð- ar lítið blóm. Mætti hið hreina skin, sem skáldið talar um, lýsa þjóð vorri á .nýbyrj- uðu ári. Ég óska yður öllu'rii árs og friðar og að blessun fylgi allri góðri viðleitni í orðum og athöfn. Gleðilegt nýjár. — BURSTAFELL RÉTTARHOLTSVEGl 3 - SÍMl 38840 PfPUR HITA- OG VATNSLAGNA. sanifaraHSi Tðkum að okkur breytingar, viðgerðir og húsbyggingar. Vönduð vinna Upplýsingar í síma 18892. t BRÓÐIR OKKAR AGNAR HÁKON JÓNSSON NESVEG 37 ANDADIST 1 BORGARSPlTALANUM SUNNUDAG- INN 3. JANÚAR. ■•■■■ FYRIR HÓND SYSTKINA OG ANNARA AÐSTANDENDA, . IIILMAR JÓNSSON

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.