Alþýðublaðið - 26.01.1971, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1971, Blaðsíða 1
KAFFISTOFAN KOSTAÐI ÞRIÐJUD AGUR 26. JANÚAR 1971 — 52. ÁRG. — 24. T8L. REINSAÐ UT UR ÍIMKAIlilllÞegar imMÍili seig á hópinn □ Á Alþingi í gær var lagt fram af rikisstjórninni frum- varp til laga um skólakerfi. Gerir frumvarp þetta rá'ð fyr- ir mjög gagngerum breyting- um á skólakerfinu í landinu og væntanlegt er í dag annað frumvarp í framhaldi af því, — mikill lagabálkur um grunnskóla, en þeim skólum er ætlað að' taka við af núver- andi barna- og gagnfræðaskól- um. • Samkvæmt frumvarpinu um skólakerfið, sem lagt var fram í gær, á íslenzka skóla- kerfiff að skiptast í þrjú stig, — skyldunámsstig, fram- haldsskólastig og háskólastig. Á skyldunámsstiginu verður skv. ákvæðum frumvarpsins aðeins einn skóli, — gmnn- skóli —, í stað tveggja skóla, — barnaskóla og unglinga- skóla, — eins og nú er. Þá gerir frumvarpið' ráð fyrir því, að skólaskylda verði lengd um eitt ár og fræðslu- skylda því lögboðin frá 7 til 16 ára aldurs. Skólaskyldan verður þvi 9 ár í stað 8, eins og nú er. Eins og átta ára fræðslu- skyldmmi er nú hagað fer námið fyrstu sex árin fram í bamaskóla en síðari tvö árin í unglingaskóla eða tveim neðstu bekkjum barnaskóla. Samkvæmt ákvæðum fmm- varpsins mun einn skóli, — gmnnskólinn —, taka alger- lega við fræðslunni á skóla- skyldualdrinum og verða einu . ári lengri en núverandi bama- plús unglingaskóli. — Hvað tímalengd snertir sam- svarar námstiminn skv. hinni nýju fræðsluskyldu því náms tíma núverandi bamaskóla auk námstíma 1., 2. og 3. bekkjar í gagnfræðaskóla. Þá er einnjg gert ráð fyrir því, að lengja árlegan náms- Frainh. á bls. 3 Myndin er frá setníngu Gagnfræðaskólans vfö Lindargotu. Þar verdur gagnfræSaskóli ekki settur aftur samkvæmt nýju lögunum. ARA SKOLASKYLDA □ Alþýðublaðið liafði í gær tál af Gylfa Þ. Gíslasyni, menntamálaráðherra, og bað hann að segja í stuttu máli frá nokki'um markverðustu atriðunum í frumvörpunum um hin nýju fræðslulög. Gylfi sagði. — — Fyrir Alþingi koma nú tvö fmmvörp, sem ætlað er að koma í stað allrar fræðslulög- gjafarinnar frá 1946, og má segja, að hér sé um að ræða lokaáfangann í þeirri (alls- herjarendurskoðun skólalög. gjafarinnar, sem fariff hefur fram undanfarin ár. Aðalatriði þessara fmmvarpa eru leng- ing skólaskyldunnar um eitt ár, úr 8 árum í 9, sameining barnaskóla, imglingaskóla, og 3ja bekkjar gagnfræða- skóla í einn 9 ára grunnskóla, auk margs konar skipulags- breytinga og nýmæla í skóla- starfinu. Afleiðing samþykktar þess- ara frumvarpa mundi verða, að gagnfræðaskólar í núver- andi mynd hyrfu úr sögunni, en ýmiss konar framhaldsskól ar mundu taka við af gmnn- skólanum. Menntaskólarnir ættu síðan að breytast í 3ja ára skóla, þannig að stúdents- aldur lækkaði um eitt ár, þar eð gert er ráð fyrir, að sam- kvæmt hinu nýja kerfi fái nemendur í gmmiskólanum a. m. k. jafn mikla menntun og þeir fá á tiu árum nú. - Frumvörp þessi hafa verið mjög rækilega undirbúin og hafa verið rædd ýtarlega við samtök kennara og samband sveitarfélaganna. Fulltrúar nemendasamtaka hafa emnig átt aðild að umræðum um málið. Öll meginatriði fmmvarp- anna hafa hlotið eindreginn stuðning kennarasamtakanna, og vona ég, að ekki verði á- greiningur á Alþingi um aðal- atriði málsins, sagði Gylfi Þ. Gíslason að lokum. — □ Nú nýverið rud.di lögæglan „kommúnu" í Fiskhöllinni við Tryggvagötu. Þar höfðu unglingar hreiðrað um sig og vart varð viff pillunotkun og þynnisnotkun, sem uiíglingarnir höfðu notað til að komast í „rúss“. Einnig höfðu þoir notað lím, sem þeir settu í plast- poka og báru síðan op hans a® vitum sér. Er þetta í fyrsífa sinn, sem lögreglan hefur lsaft afskipti af kommúnu hér á Islandi. Tveir unglingar voru Ieigjerid- ur að staðnum og hafffi húsráff- andi farið fram á, að húf.næffiff væri mtt. Þarna hafffist v'ff alls kyns lausungalýður og útigangs- klárar vöndu komur sínar þang- að. Taldi lögreglan því áste;ff« til að kanna málið og komst þá npp um notkun unglinganna á rillum, þynni og lími til þess áð komast í rús. Ekki varð vart við neina notkun hass eða annarra cæmabis efna. Framh. á bls. 8. lenzkur lax í fleygnót í Mausrstad. vika í Nórfffirði í Vestoi r-Noi— egi, en Norðfjörðui- er skamnat suður af' Álasundi. Laxinn vúí rriefrktur sem laxaseiði í Lax- eldisstöðinni í Kollafirði 8. ínal 1969 þá 14,1 em að lengd, og var því síðan sleppt þar seiaat i maímánuði. Laxinn var sagðlus 3,1 kg. að þyngd. Merkið fannsí ekki á laxinum fynr en farið var að barða hann, þar sem það vah gróið' inn í hold fisksins. Þetta er þriðji laxinn, sem merktur hefir verið hér á landi og sem vei'ðzt hefur erlendie. f septemb'fir 1967 veiddist lax við Sukkertoppen í V estur-Græn- landi. Hafði hann verið mesrkt- ur í Kollafirði vorið 1066 og sleppt þar sem gönguseiði. Hina Framih. á bls. 8. Heynt... □ Ungfrú Stokkhólmur heitir Hannibal og er köti- ur. 5000 kaltavinir hylltu hann í stórum sýningarsal í Stokkhólmi fyrir skönunn. .V.og séó

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.