Alþýðublaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 7
 taKSOD Úts.: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Signv. ÍJjörgvinsson <áb.) ----------------—nrminii— Fjármál borgarinnar Á síðasta fundi borgarstjórnar Reykja- víkur var samþykkt að heimila Reykja- víkurborg að taka rúmlega 30 m. kr. lán í Bretlandi. Var sagt, að lánsfénu yrði m. a. varið til byggingar verkstæðis fyr- ir Strætisvagna Reykjavíkur. Hið rétta í málinu mun þó vera það, að aðalástæða lántökunnar hafi verið almennir fjár- hagserfiðleikar Reykjavíkurborgar. Lántaka þessi væri þó ekki í frásögur færandi, ef ekki hefði verið ritað í Morg unblaðið um traustan fjárhag Reykja- víkurborgar og örugga fjármálastjórn meirihlutans einmitt sömu dagana og borgarstjóri kvartaði sem mest yfir fjár- hagserfiðleikum höfuðborgarinnar. Fyrir nokkrum vikum birtist í Morg- unblaðinu grein eflir Birgi ísleif Gunn- arsson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisfiokks- ins, þar sem f jallað var um það er hann nefndi traustan fjárhag Reykjavíkur og' örugga fjármálastjórn Sjálfstæðisflokks ins. Hinum unga íhaldsmanni fórujt i upphafi greinarinnar orð eitthvað á þessa leið: Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur virðast telja það eitthvert náttúrulögmál, að fjár- málastjórn Reykjavíkur sé í góðu lagi. En það er ekkert náttúrulögmál. Fjár- mál borgarinnar eru í góðu lagi vegna traustrar fjármálastjórnar Sjálfstæðis- flokksins. Og síðan bætti hinn ungi íhaldsmaður hreykinn við: „Veldur, hver á heldur“. Um sama leyti og þessi gi’ein birtist í Morgunblaðinu lágu nokkrir nýir strætis vagnar fyrir SVR á hafnai'bakkanum ó- tollafgreiddir, — og höfðu legið þar um skeið — veg’ná þess, að ekki voru til pen ingar til þess að leysa þá út! Og um sama leyti talaði borgarstjóri fjálglega um mikla fjárhagserfiðleika borgarinn- ar og hafði raunar nokkru áður gefið borgarstjórn skýrslu um það, að á árinu 1970 hefði borgin orðið að safna enn auknum skuldum og auka lántökur mjög vegna fjárhagserfiðleika. Vissi Birgir fsleifur þetta ekki er hann reit sína grein, eða var hann vísvitandi að reyna að slá ryki í augu lesenda Moi'gunblaðs- ins? Sannleikurinn er sá, að fjárhagur Reykjavíkur er alls ekki traustur. Og fjármálastjórn Sjálfstæðisflokksins á borginni er ekki góð, — heldur þvert á móti mjög handahófskennd. Fyrst er eytt og síðan slegin ný lán! Slíkt er ekki góð fjármálastjórn! Lántakan, sem vikið var að hér í upp- hafi er í rauninni heldur ekkei’t annað en dulbúið rekstrarlán fyrir borgina vegna almennra fjárhagserfiðleika hennar. Það hefur ekki þótt góð fjár- málapólitík hingað til, að taka eyðslulán erlendis. Og sennilega mun ekkert ann- að bæjarfélag hér á landi en Reykjavík- urborg fá leyfi til slíkrar lántöku. □ Hvernig er SVTongólía? Brúnieit hástétta, iþakin þurru grasi. Menn á ihestum út við sjóndeiidai'hringinn. Reykur rís upp frá tjáldi. Þannig er mestur hluti Mongólíu. Starfs- menn kommúnistaflokiksins vildu gjarnan, að minningam- ar, sem sætu eftir i huga ferða mannsins væru um fyrirmynd- ar ríkisbú eða nútiíma skóla- stofur. En svoleiðis lagað er ekikert 'einstakt, hefur engin sérkenni. Sú Mongólfa, sem sit ur eftir í huga ferðamannsins, er sú sarna mynd og fiestir vesturlandabúar gera sér á skóladögum. Hvaða mainnsnafn iklemur ykkur í hug, þegar minnzt er á Mongólíu? E-f ykílrur fcemur nokkurt nafn í hug er það lxk- lega Genghis Khan. Og Mongólamir sjáitSr hafa ekikert við það að athuga. Þeir Mta á Genghis sem mestai leið- toga sinn fyrir byltingu, en í'eyna þó að leyna aðdáun sinni, vegna þess, að kariinn er fremur óvinsæll í Rússlandi og Kínverjar viija eigna sér hann. Vesturlandtybúinn, sem iærði um villta Húna og Tartara sem krakki, áMtur Mongxúa harð- snúna og drambsama. Þeir voru það, einu sinni. Núorðið eru þeir yfirieitt viðmótsþýðir, jafnvel sinnulaAisir. í fari sínu sameina þeir örlæti hirðingj- ans og afskiptaleysi austur- iaodamannsins. Ulan Bator, sem þýðir „rauða hetjan“, er :eins og iborg út úr geimferðaf.cvikmynd, með kornlyftur og rafoiikustöðvar miili teyðilsgra hæðanna. TVær gamlar byggingar, ihaliarsafnið og munkaklaustrið eru einú ieifarnar áif borginni Urga, s'enp var aðsetur hinna liifandi Búdda, allt frá sautjándu öld til andláts síðasf^ Búddans ár ið 1924. Aðrar byggingar þairna 'eru verksmiðjur, íbúðarblokkir í sovézkum stíl, opinberar bygg- ingar í stíl Stalíns, gríðarmikið torg og á því riddarastytta, kringlótt fílttjöld, sem eru hi- býlá Mongóla. 'Mongólskt þjóðfélag hefur tekið miklum stakkaskiptum síðustu áratuginp. Það hefur horfið fró lénsskipulagi og tek ið upp nútíma þjóðfélagsháttu. í utanrfkisráðuneytinun segir leiðsögumaðui'inn okkur: „Þetta er mjög gamalt hús. Það var byggt órið 1940“. Nú í júM munu Mongólar halda upp á fimmtíu ára exf- mæli lýðveldisins. Fyrstu „rík- isstjóm fólksins“ var komið á fót árið 1921, en mestu fram- farirnar hafa þó orðið síðustu tvo áratugina. Hirðingjaættbálkar, kallaðir Mongólteir, eru fyrst nefndir í kínverskum annálum, sem skrifaðir voru á tímum Karia- magn-úsar. Ef til vill voru þeár afkomtendur Húnanna, sem fóru svo illa með Rómaveldi undir forystu Attiila konungs. Og Húnarnir sjálfir voru að öll um IMkindum Hsiung-Nu þjóð- flokkurinn, sem var svo skS- gangsfrekur, að Kínverjar sóu sig neydda til að byggja Kín- værska múrinn, tveimur eða þremur öldum fyiiir Krist. Genghis Khan, sem fæddist árið 1162; sameinaði. ættbálk- ana og réðst inn í Norður- Kíriaj, Indlanid, Rússiland og Mið-Austurlönd. Hermenn. hans voru ekki eingöngu Mong ólar þeldur voru þeir af mörg um þjóðernum. Tyi'kir vom lika í liði hans, en iþeir voru einnig hirðingjar og fjarsikyld- ir Mongólum. Það var barnabarn Genghis, Kublai Klian, sem lagði undir sig 'afllt Kína og varð fyrsti keisari af Mongól kJeisaraætt- inni árið 1260. Marco Polo kynnti sér ríki Mongólættarinn ar mjög gaumgætfilega áður en henni vár bolað Ærá af Ming- ættinni árið 1368. Rústir þeirrar frægu borgar Karíjkorum, sem Marco Polo heímsótti forðum daga, eru enn að sjá í mongólska alþýðu lýðvældinu, þótt lítt haíi þær verið rannsakaðar. Aðrir afkomendur Genghis Khan fóru um Austur-Evrópu, kúguðu Rússa og stofnuðu Mógúlkieisaráidæmið í Ind- r ÞANKASTRIK „HÆRRA, MAÐUR! HÆRRA!“ landi. Einn þeirra, Tambur- laine, byggði borgina Samar- kand og varð enska leiikrita- slkiáldiniu Christoph'er Marlovve efni í mi'kið leikrit. Þegar veldið var mest, náði ríki Mongól!a(nna til Póllands og Ungverjadands í vestri, til Tlbet og Víetnam í austri. Eftir að þteir voru reknir burtu frá Kína og Rússar tóku að efliast, hrakaði veldi Mon- góla mjög. Tíbeykur Búddismi nóði tök um meðal Mongóla á sextándu og sautjándu öld. ÞnS er í rauninni furðulegt, að „trúarbrögð hinna gulu lama“ skyttdu ná svo sterikum tökum í Mongólíu. því að þau voru í beinni andstöðu við svo margt í lí-fi Mongóla. í lama t>úarbrögðun u m var gert ráð fyrir munkaklsiustrum, en Mon gólar höfðu vierið hirðingjar um aldaraðir. Þau kenndu hflvðní, bænagjörð og íhugun þjóð riddara og bardaga- manna. En trúafþrögðin blönd uðust frumstæðm hjótrú og urðu að þjakandi arðranskerfi. Enda þótt lamarnir slunduðu lækningar, höggmyndag'erð, mólaraVst, tónlist og ýmsar iðn greinar og gerðu hvmaklaustr- in að miklum menningarmið- stöðvum, voru þeir sem sníkju dýr á þjóðinni. Þegar komiið er fram á nítjándu öfld, er taltð, að.aillt að því helmingur allra karlmanna í landinu hbyfi verið lamar og voru þieir mikil efna hagsleg -byrði á öðrum ’hlutiun þjóðarinnar. Árið 1644 komst Kína undir stjórn hinna kraftmiiklu Man- chumanriai, og Mongólar voru undirokaðir af. Manchuættinni i tvær og hálía. öld. í innri Mongólíu, þeim hlutanum, sem næstur er Kína, tóku kínversk ir smábændur að setjast að. Innflutningur þeirra hélt á- fram og hefur aukizt á valda- tíma kommúnista. Þótt meirihilutá Mongóla, lík lega tvær milljónir, búi nú í Innri Mongólíu og Sinkiang, má vera, að eftir noltkra ára- tugi hafi þeir algjörlega bland azt KínVerjunum. Ytri Mongólía, sem nú er mongólska silþýðulýðveldið, komst hjá því að verða ný- lenda Kínverja á keisaratím.'- unum.. Keisarinn stjórnaði henni með hjáip innlendra lénshöfðingja og háttsettra pfesta, sem lutu yfirstjórn hins „Lifandi Búdc(cv“ í Urga. Viðskiptin við kínverska kaupmenn og þarfir höfðingj- anna og lamanna voru þungar byrðar á herðum mongólskra hjarðmanna. Farsóttir, sýfilis og berklar veiktu þrekið og við námsþróttinn og litla sem enga þekkingu höfðu menn á dýra- lækningum. Þegar komið var fram á sautjándu öld, fóru kó- sa'kkar og síðan rússneskir sendimenn og kaupsýslumenn að leggja leið sína til Austur- Síberíu, Mongólíu og Kína. Bui-yat Mongólarnir, &em bjuggu austan við Baikalvatn urðu að lúta Rússum eftir harða bardaga. Á nítjándu öld fékk rlkisstjórnin í St. Pétui-s- borg meiri óhuga ó þessum vanrækta heimshluta. Ytri Mongól-ía, sem þá var undir stjórn „Lifandi Búdda“, not- aði sér byltinguna í Kína ár- ið 1911 til þess að lýsa yfir sjálfstæðl. Voru Iþeir hvattir til þessa af Rússum. Lýst ’Vai' yflir stofnun lýð- veldás i Ytri Mongólíu árið 1921 og var það gert undir for ystu herforingja, sem Suhe Bator Ihét og þjólfaður hafði verið i Rússlandi. Lenin, sem var sagður hafa Mongólablóð í æðum, gaf lýðveldinu blessun sína. Síðasti „Lifaindi Búdd- ann“ lézt árið 1924 og félagi Suhe Bators, Choibalsan nóði völdum í ríkinu. Á öðrum og þriðja tugi ald- arinnar fór Choibalsan og rak þjóð sína í vesöld kommúnískr ar byltingar. Lamaklaustrin og lénshöfðingjarnir liðu undir lok. Reynt var að sameina all- ar hjarðir, en árangurinn var hörmulegur. Tryggir byltingar menn og foríngjar í hernum lentu í hreinsunum og voru skotnir. Alilir stjórnmálasiðir voru eftir sovézkri fyrirmynd. Mongólia tók þátt í velheppn- uðum herferðum sovéinrainna gegn Japönum árín 1939 og 1945. Annars var þátttaka þeirra í styrjöldinm fólgin í því að birgja Rússa að vistum, þegar þeir börðust við Þjóð- verja í vestri. Það afrekaði Choib'aflsan helzt, að hann eyðilagði virka andstöðu við Alþýðubyltingar- filokkinn og einaugraði landið gegn öllum erlendum áhrifum, nema rússneskum. ; Þetta. .tvennt var gniridv.öllur „upp,- byggingáir sósíaMsmans“ eftir stríð. Einræðisherrann lézt í Moskvu árið 1952. Núverandi stjórnandi ríkis- ins ier Yumzhagin Tsedenbal, litlaus ptersónufleikii. í hans tíð hafa stjómarvöldin orðið nokk uð frjálslyndai-i og iðnaði ver- ið komið á i landinu með hjálp Rússa. Kommúnismi í Mongólíu byrjaði sem stefria í utanríkis- málum. Hann veitti vörn gegn Manchumönnum, Kínverjum, Japönum og rússneskum keis- arasinnum. En kommúnisminn var einnig efnahagsstefna, leið til þess að afriema hjarð- mannaMíshætti. Og hann er menningarstefna, sem beinist að innflutningii sovézks hug&- unarháttar, áróðui-s og tælkni- stefnu. Hjarðmennirnir flafcka ekki eins mikið, þeir eru heilsu- betri og ekki eins hjátrúarfull ir og fyrir byltingu. Líld'ega vinna þeir minna og láta minna af hendi i'ajkna til yfir- boðara sinna. Annars fæfckar hjarðmönn- um óðfluga. Ríkisbýli og sam- yrkjubú þurfa ó fólki að halda tál komræktar og bókh^lds, til að keyra vörubíla, kenna börnum, stjórna 'hveitimyllum og kaiffistofum. Borgirnar þarfnast verkamanna, ilögi'eglu þjóna og stúdenta. Ríkisstjórn in þarf ó hermönnum að halda. Og úr hópi hjarðmann- anna verður fól'kið að koma. Mongólsk kvikfjárrækt hcf- ur aldrei orðið söm og áður eftir tilkomu samyrkjubúanna. Þótt æt húsdýr séu um það bil tuttugu sinnum fleiri en fólk í Mongólíu, stendur kvik- fjárrækt ekki undir sér. Iðn- reksturinn nýi er rétt að koma undir sig fótunum. Fjármagnið kemur mest- megnis frá Sovétrílkjunum, en önnur lönd í Austur-Evrópu sikulu einnig leggja fram sinn skerf. Austur-þýzikir og búlg- arskiir verkfræðingar 'koma til Ulan Bator til þess að byggja kjötvinnslustöðvar. A hótelinu eru pólskir glímumenn og rússneskir blaðamenn, sem skrifa um ferðamál. Mongóiía .gæti eins verið á Bajkanskaga, væri það ekki fyrir ameríska vaiðimienn, sem borga hóar Fraxnh. á bis. 2. MONGÓLAR ERU LÍTIL ÞJÓÐ í STÓRU LANDI. KLEMMDIR Á MILLI KÍNA OG RÚSSLANDS GERA ÞEIR SÉR LITLAR VONIR UM VERULEGT SJÁLFSTÆÐI. FRAMTÍÐIN BER VARLA ANNAÐ í SKAUTI SÉR EN SAMRUNA VIÐ ANNAÐHVORT STÓRVELDIÐ. AÐ ÖLLUM LÍKINDUM RÚSSLAND. ÞÁ VERÐUR EINNI SMÁÞJÓÐINNI FÆRRA. 6 ÞRIÐJUÐAGUR 16. FEBRÚAR 1971 ÞRIDJUOAGUR 16. febRÚAR 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.