Alþýðublaðið - 02.03.1971, Síða 7

Alþýðublaðið - 02.03.1971, Síða 7
a\tLKY-01| (HKSKD Útgr.: Alþýðuflokkurinn Bitstjóri: Sigliv. Björgvinsson (áb.) Velmegun og velgengni rnmmmm Eggert G. jborsteinsson rádherra, um a Imannatryggingar FREKARIHÆKKANIR FYRIRHUGAÐAR . „Ef litið er á árið 1970 í heild, er ljóst, að j; það reyndist eitt hagstæðasta ár, sem Is- i'lendingar hafa lifað“. Þetta sagði við- skiptamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, m. a. í ræðu er hann flutti s. 1. föstudag. í ræðu sinni gerði ráðherra úttekt á árinu í fyrra og kom fram með ýmsar athyglisverðar upplýsingar, sem leiða það í ljós, að árið 1970 er eitt bezta ár, . sem íslenzka þjóðin hefur átt að fagna. Framfarirnar frá erfiðleikaárunum 1967 og 1968 hafa því orðið bæði miklar og örar, og þær sanna það, að ráðstafanir ríkisstjórnarinnar er gerðar voru til þess að mæta efnahagserfiðleikunum voru ekki aðeins réttar heldur jafnframt svo hagkvæmar þjóðarbúinu, að uppbygging ín hefur orðið örari en nokkru sinni fyrr. Til þess að varpa nokkru ljósi á hversu hagkvæmt árið 1970 reyndist vera skulu hér tilfærð nokkur dæmi af þeim, er ráð herra nefndi í ræðu sinni. Þjódarframleiðslan jókst frá árinu áð- ur um 6% og þjóðartekjur um i 11%. í\ kjölfar stórbættrar afkomu alls almenn-* ings óx einkaneyzlan um 13%,'en það er tálin mjög mikil aukning á aðeins einu ’árl og ber vott um ört batnandi lífsaf- komu. Tekjur fólksins í landinu jukust mjög árið 1970 bæði sem afleiðing verulegra kauphœkkana og vegna mjög hækkaðra bðtagreiðslna trygginga. Beinir skattar hœkkuðu hins vegar lítið þannig að ráð- stöfunarfé heimilanna í landinu jókst á þessu eina ári um hvorki meira né rrýnna en 30%.____________________________■ Gylfi gerði einnig í ræðu sinni saman- burð á atvinnutekjum launastéttanna ár ið 1960 og áætluðum atvinnutekjum á s. 1. ári. Sá samanburður leiddi í Ijós, að á s. I. ári voru atvinnutekjur launastéttanna 47% meiri í raunverulegum verðmætum en árið 1960. Árið 1970 var því sérlega gott á í sögu þjóðarbúskaparins og áratugurinn frá 1960 til 1970 í heild tímabil mikilla fram fara fyrir landsmenn alla, enda þótt við mikla erfiðleika hafi verið að etja hluta þess tímabils. Sá áratugur hefur þó verið áratugur þeirra mestu framfara, sem átt hafa sér stað í sögu þjóðarinnar og það er sérstakt ánægjuefni fyrir Alþýðu flokksmenn hversu ríkan þátt Alþýðu- flokkurinn, þingmenn hans og ráðherrar hafa átt í þeim framförum. Það er einnig staðfastur ásetningur 'Alþýðuflokksins, að þessu framfara- skeiði verði fram haldið og mun flokk^ . urinn starfa að því að svo geti orðið méð sama ábyrga hættinum og hingað til UNDANFARNAR vikur hefur mikill áhugi vafcnað fyrir lagfæringu og endurbót- um á gildandi löggjöf um al- mannatryggingar á undarleg- ustu stöðum, sem annars hafa lítt eða aldrei látið til sín heyra um þau mál, hvað þá léð þeim hinn minnsta stuðn- ing. Fylgjendum almannatrygg- inga, hlýtur hins vegar að vera það gleðiefni að fá slík- an liðsauka, sem vonandi stendur fram yfir júnímán- uð n.k. Stjómskipuð nefnd hefur undanfarna mánuði unnið að endurskoðun laganna um Almannatryggingar og mun væntanlega ljúka störfum innan skammg tíma, þannig að unnt verði að leggja fram nýtt og endurskoðað frum- varp að nýjum lögum fyrir yfirstandandi Alþingi. Vitneskjan um þessi nefnd- arstörf á e.t.v. þátt í þeim mikla áhuga, sem fyrrverandi andstæðingaa’ og eða hlutleys- ingjar hafa nú allt í einu far- ið að sýna þessari löggjöf, á- samt væntanlegum kosning- um til Alþingis í júní næst-k. en svo sem fyrr er sagt, þá endist þessi gtuðningur von- andi lengur. Það er það, sem skiptir bótaþega máli, en ekki augnabliktestuðningur, rétt fyrir kosnin-gar. Nokkuð hefur verið um það deilt hvert hlutfall sé milli bótahækkana og hækk- ana launa undanfarin ár. Hér verður stuttlega gerð grein fyrir því hvernig sambandi milli launahækkana og bóta- hækkana hiefur verið farið, síðan viðreisnarráðstafanir hófust árið 1960. ★ Um almennar launa- hækkanir og bætur almannatrygginga. A. Ákvarðanir um hækkun bóta. Til ársloka 1964 voru ekki í gildi nein lagaáfcvæði um verðlagsuppbót á bœtur al- mannatrygginga, en 1. marz 1966 hófst greiðsla verðlags- uppbötar samfcvæmt lölgum nr. 63 1964 um verðtrygg- ingu launa. Þau lög voru felld úr gildi með lögum nr. 70 1967, og síðan hafa ekki verið í gildi ákvæði um verð- lagsuppbót á bætur almanna- trygginga. Með lögum nr. 20 1965 var ráðherra veitt heimild til að breyta bótafjárhæðum til samræmis við breytingar á grunnkaupstaxta verkamanna við almenna fiskvinnu (áður hafði ráðlierra fengið svipaða heimild til hækfcun- ar á bótum slysatrygginga). í des. 1970 var þessi heim- ild ráðherra aukin og nú er miðað við launabreytingar. Samkvæmt framanrituðu má ákveða með reglugerð hækfcun bóta til samræmis við launabi'eytingar verka- mannakaups. B. Yfirlit um almennar kaup- hækkanir og áhrif þeirra á bótafjárhæðir. ★ Kauphækkun sumarið 1961. Seint á árinu eru sett lög nr. 95 1961 um 13,8% hækk- un á öllum bótum lífeyris- trygginga frá 1. júlí 1961 að telja. i ★ Kaupliækkun sumarið 1962. Að nokkru leyti hafði Ver- ið gert ráð fyrir hækkun í samningum ársins á undan og lö-gum nr. 95 1961. Vegna umframhækkunar var í árs- lok 1962 með lögum nr. 89 1962 ákveðin 7% viðbótar- hækkun, er eingöngu tók til elli- og örorkulífeyris. ★ Kauphækkun fyrri hluta árs 1963. Seint á árinu er með lög- um nr. 72 1963 ákveðin 15 % hækkun bóta annarra en fjölskyldubóta, frá 1. júlí 1963 að telja. ★ Kauphækkun í desem- ber 1963. í ársbyrjun 1964 er með lögum nr. 2, 1964 15% hækk- un bóta, annarra en fjöl- skyldubóta. (Sú röskun hlut- falla milli bótategunda, sem átt hafði sér stað 1962 og á- stæða þótti til að lagfæra, var lagfærð með lögum nr. 40 1963, sem öðluðust gildi 1. janúar 1964. ★ Kauphækkun sumarið 1964. Með lögum nr. 20 1965 fékk ráðherra auk þeii’rar al- mennu heimildar, sem áður er getið, heimild til að hækfca elli- og örorrkulifeyri um 5 % frá 1. júli 1964 að telja, og var þessi heimild notuð. ★ Kauphækkun sumarið 1965. Samkvæmt ■ áðurnefndri heimild setti ráðherrá regiu- gerð um 8,9% hæfckun bóta, annarra en fjölskyidubótn, frá 1. júlí 1965 að telja. ★ Kauphækkun sumarið 1966. Ráðherra setti reglugerð um 5,2% hækkun bóta, ann- arra en fjölskyldubóta. (Síð- ar á árinu var sett reglu- gerð um hækkun fjöiskyldu bóta með skírskotun til kauphækfcana 1965 og 1966, — en þar komu einnig önnur sjónarmið til greina. ★ Kauphækkanir síðan 1968. Á árunum 1968 til 1971 hafa átt sér stað bótaihækk- anir, sem rfeynt hefur verið að taka tillit til fyrirfram við ákvörðun iðgjalda og fraim- laga. Þannig voru hækkanir bóta ákveðnar með hliðsjón af kauphæbkunum sam- kvæmt samningum frá 18. marz 1968 og 19. maí 1969 og samningum og vísitölu- töluhækkunum á árinu 1970. ★ Bótafjárhæðir al- mannatrygginga og kaupmáttur þeirra samanborið við laun. Ef litið er á stæi’stu bóta- flokka lífeyristryggingar al- mannatrygginga og borið sam an bótaupphæðir frá 1959 og tíl janúar 1961, þá hafa bæt- ur hækkað þannig: l Elli- og örorkulífeyrir einstaklings Barnalífeyrir Ekkjubætm- þriggja mán. — níu mánaða Fullur eklcjulífeyrir I Þess ber og að geta eins og fram kemur á þessari töflu, að það hefur kömið fyr ir á þessu tímabili, að elli- og örorkulífeyrir hefur verið látinn ganga fyrir hækkun annarra bóta og þesg vegna á sama hundraðshluta hækkun ekki við um aliar bætur al- mannatrygginga á þessu tímabili og ef litið er til ein- stakra bótaflokka, að þá kem- ur í ljós að barnalífeyrir hef- ur hækkað minna. En þá ber einnig að taka tillit til þess, að til árlsloka 1963, voru fjöl skyldubætur ekki greiddar samtímis með barrtalífeyri og sé tekið tillit til þess, þannig að fjölsk.bótum sé bætt ig að fjölskyidubótum sé baett við barnalífeyri, þá verður hækkun á þessum liðum sam- an nokkru meiii en hækkun á elli- og örorkulífeyri ein- staklinga á þessu tímabili. ★ Kaupmáttur bóta, Til þess að gera sér grein fyrir kaupmætti bóta, er eðlilegast að bera bótabróyt- ingar saman við visitölubreyt ingar neyzluvöriuverðlags annars vegar og visitölu fi-amf ærslukostn a ðar hins vegar, eins og þær eru gefin- ar upp af Hagstofunni og Efnahagsstofnuniníni, ef mið- að er við að vísitala neyzlu- vöru og verðlags sé 190 í apríl 1959, þá eru sömu vísi- töluupphæðir 1. janúar 1970 þannig að vísitala neyzluvöru Verðlags var 342,3 og vísi- tala framfæo’slukotetnaðar vair 284,3, en eru nú 395.8 og 324.9. Sé litið á þessa þætti, þá kemur í ljós að kaupmáttur eili- og örorfculífeyris og reyndar allra bóta, hefur orð ið mestur á árinu 1967, hvor vísitalan sem lögð er til gnmdvallar. Þannig varð kaupmáttur bótanna í apríl 1967 miðað við vísitöluna 100 í apríl 1969, 146,9 mið- að við neyzluvöruverölag og 171,5 miðað við framfærslu Des. 1959 Jan. 1971 Hækk- kr. kr. un % 829.54 4.900.00 486 425.41 2.149.00 404 1.165.50 6.140.00 426 874.13 4.604.00 426 829.54 4.667.00 462 kostnað. Hins vegar var kaupmáttur bótanna í nóv- ember 1969 126,4, miðað við neyzluvöruverðlag og 152.1, miðað við framfæa’slukostnað. Athugun var gerð á kaup- mætti bótanna í nóvember 1969 og þá komizt að þeirri niðurstöðu, að til þess að ná þeim kaupmætti, sem bætur höfðu rhastar haft, þ.'e.a.s. eins og hann var í apríl 1967, þá þyrftu bætur þá að hækka um 16.2% miðað við neyzlu- vöruverðlag, en 12,8%, mið- að við framfærslukostnað. Þetta bil var síðan brúað á árinu 1970, fyrst með 5.2% hækkun bóta frá 1. j anúar 1970, síðan með 20% hækk- un bóta frá 1. júlí 1970 og loks með 8,2% hækkun bóta frá 1. janúar 1971, eða sam- tals frá því að athugunin var gerð í nóv. 1969 og til árs- byrjunar 1971, 36.6% hækk- un bóta Og er þá gert ráð fyrir að kaupmáttur bótanna sé í janúar 1971 jafnmikill og sennilega aðeins meiri en hann var á þessu 10 ára tíma bili þegar hann var hæstur, þ.e.a.s. á árinu 1967. ★ Samband launahækk- ana og bóta. Það er einnig hægt að reyna að gera sér grein fvrir sam- bandinu á milli launahækk- ana almennt og hækkana bóta og verður þá að minna á, að á árunum 1965—1967, þá var greidd verðlagsupp- bót á bætur almannatrygg- inga eftir sömu reglum og giltu á Verðlagsuppbætur á laun. Þetta samband á milli bóta og launa var rofið í árs- lok 1967, en síðan þá hefur verðlagsuppbót á laun ver- ið greidd í samræmi við samn inga milli verkalýðsfélaga og samtaka vinnuveitenda, sem gildi tóku 18. marz 1968 og 19. maí 1969, en bætur al- mannatrygginga voru tvíveg- is hækkaðar á þvi timabili með lögum. Til þess að reyna að athuga hvernig þessi tilhögun hfefur reynst bótaþegunum, þá er Framh. á bls. 8. I afgreiðslusa! a!mannatryg?inganna. KAUPMÁTTUR BÓTA HEFUR ALDREI VERIÐ MEIRI EN NÚ ÞANKASTRIK „MÉR SÝNIST KLASKAN FARA í 200 KRÓNUR" EKKI „YFIRSKIL VITLEGT" □ Eins og kom fram í erindi því, sem Karl Sigurðsson kenn- ai’i flutti í útvarp þann 3. de3. síðastl. þá eru útlendir vís- índamenn farnir að nálgast þann skilning á eðli drauma, sem íslenzkur vísindamaður var farinn að halda fram fyrir nálega 60 árum. Er það sá skilningur, að fjai’hrif milli manna komi þar til greina, en hinn frægasti sálfræðingur ald- arinnar, Sigmund Freud, full- yrti afdráttarlaust að svo væri ekki. „Die Telepathie hat mit dem Wesen des Traumes nichts zu tun,“ voru eitt sinn hans orð. En þó að loks sé nú farið að nálgast þessa íslenzku nið- urstöðu, þá vlerður ekki anmað sagt en að hægt gangi, — og sýnir það takmarkanir þessara útlendu athugana, að því skuti þar vera haldið fram, að hinn sofandi mann dreymi efcki nema' stund og stund og alls ebki fyrr en nokkuð löngu eftir að hann er sofnaður. Hefðu þessir á- gætu athugarar gætt nógu vel að eigin svefni og draumum og ekki aðeins einblínt á sof- enduma, sem þeir höfðu til at- hugunar, þá hlytu þeir þegar að hafa komizt að því sem er, að draumur hefst undir eins og manni fer að renna í brjóst. Og þetta, sem hér ræðir urn, er fjarri þvi að vera neitt „yf- irskilvitlegt," eins og mörgum hættir yið að telja, því að þar liggur t'il grundvallar, þó að á öðru stigi sé, nákvæmlega hið sama og þar sem eru fjarflutn- ingar útvarps á máli og mynd- um. Eins og þar er hér að sjálfsögðu um geislan að ræðá, sem því aðeins kemur fram hjá viðtakanda, að hann sé stilltur til sama ástands og er hjá sendanda. Eru til mörg dæmi, sem sýna þetta Ijóslega eins og t. d. það, hve fjarhrif eiga sér auðveldlega stað milli eineggjatvíbura, sem eins og vænta má eru jafnan sérstak- lega eðlisástæðir. Mig dreymir en efcki ég dreymi er hin íslenzka málvenja að segja, og er það í góðu sam- rærni við, að á íslandi skyldi það fyrst vera vitað, að hinnl sofandi maður er ekki höfund- ur tlrauma sinna. Á íislandi var það fyrst vitað, að draumur eins er ævinlega að undirrót vökulif annars, og að sofand- inn er því fyrst og frlemlst þol- andi og þiggjandi. Og ief til vill hefur það mest verið vegna þess, hve mikla og furðulega útsýn þessi íslenzka niðurstaða veitir, að menn, og þá vitan- lega fyrst og fremst íslending- ar, hafa verið svo tregir til að fallast á hana. En þar Sem nú af mikilsvirtum, útlendum fi’æðimönnum er verið að mj-ak- ast í átt til hennar, þá kynni svo að fara, að íslenzkir fræði- menn sæju sér ekki annað fært en að gera hið samáw | , lír yri þ Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum. 6 ÞRIÐJUDAGUR 2 MARZ 1971 ÞRIÐJUDAGUR 2. MARZ 1971 7

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.