Alþýðublaðið - 01.05.1971, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.05.1971, Blaðsíða 8
Útg. Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Sighv. Björgvinssön (áb.) SPOR ÁLÞÝÐU- FLOKKSINS Stofnun í alþjóölegri hreyfingu frjálsra ' verkalýösfélaga. Hún er ekki nema rúmlega hálfrar aldar gömul. Á þeim skamma tíma hefur hún þó unnið Kiarga stóra sigra. Sigrar hennar hafa Orðið íslenzkri alþýðu dýrmætir sigr- ar. Þeir hafa gert íslenzkt alþýðufólk að frjálsum og réttháum manneskjum 'ii' stað undirokaðra lítilmagna eins og yar hlutskipti þess fólks á þeim tím- um er verkalýðshreyfingin hóf fyrst baráttu sína fyrir frelsi, jafnrétti og foræðralagi allra manna. Jafnharðan og íslenzka alþýðufólkið stofnsetti sín faglegu samtök stofnaði það sín stjórnmálasamtök, — Alþýðu- flókkinn. Hlutverk hans var að vinna sigra fyrir málstað alþýðufólksins á stjórnmálalegum vettvangi á sama hátt og það var hlutverk verkalýðshreyfing- arinnar að vinna sigra fyrir málstað al- þýðunnar á hinum faglega vettvangi. Og Alþýðuflokkurinn hefur reynzt hlut Verki sínu trúr. Spor hans sjást hvar- vetna, sem litið er. Vinnulöggjöfin var verk Alþýðu- [flokksins. Þar má sjá hans spor. Lögin um verkamannabústaði eru verk Al- þýðuflokksins. Þar má sjá hans spor. 'Almannatryggingarnar eru verk Alþýðu iflokksins. Allt frá þvz bau lög voru sett og fram á þennan dag hafa áldrei verið gerðar neinar umtalsverðar umbætur í tryggingamálum, nema Alþýðuflokks- ins hafi notið við. Þar má sjá hans spor. Launajafnrétti karla og kvenna er verk, sem Alþýðuflokkurinn vann. Þar má sjá hans spor. Alger nýsköpun allrar 'skólamenntunar í landínu er verk Al- þýðuflokksins. Þar má einnig sjá hans spor. Þegar atvinnuerfiðleikanna fór að gæta á síðustu árum s. I. áratugs hækkaði Alþýðuflokksráðherrann, Egg- ert G. Þorsteinsson, umsvifalaust og að eigin frumkvæði atvinnuleysisbætur ["épp í á 10. þúsund kr. á mánuði fyrit 'fjölskyldu. Þau spor voru mörkuð af Al "þýðuflokknum. Og nú síðast er þingi var um það bil að Ijúka voru tvö mál, sem\ stjórnarflokkarnir lögðu áherzlu á að 'fá samþykkt. Annað, — mál Sjálfstæð- isflokksins, — var a.ð breyta skattamál- um fyrirtækja. Hitt, — mál Alþvðu- 'flokksins, — var að stðrhækka trygging- urnar. Annað málið viðkom fyrirtækj- unum. Hitt snerti fólkið í landinu og ÞAÐ var mál Albvðuflokksins. ÞAR markar Alþýðuflokkurinn sín spor. Saga íslenzku þjóðarinnar s. 1. hálfa 'öld er sigursaga verkalýðssamtákanna, ?- sigUrsaga alþýðufólksins í landkiu. Þá sigra vann verkalýðshreyfingin á hin- um faglega vettvangi og Alþýðuflokk- urinn á hinum pólitíska. Spor Albýðu- flokksins og verkalvðshreyfingarinpar liggia samhliða og bau stefna fram á veginn, — til nýrra og enn stærri sigra. 8 Laugardagur 1. maf 1971 eirra dagur ? í d.ag er 1. tnaí alþjóðleg- ur bátiðisdagur verkafdlks. íslenzk verkalýðshreyfing hefur á rúmlega b.álfrar aldar ferli sínum farið um langan veg. Hún hefur unnið mikla sigra á þeirri löngu vegferð. Hún hefur leyst alþýðumann- inn og alþýðukonuna úr fjotr- um ófrelsis og kúgunar og haf ið hugsjónina um mannhelgi og frelsi allra einstaklinga til vegs og virðingar. Hér í opnu birtir Alþýðu- blaðið í dag myndir af fólki úr síö starfsstéttum, sem allar eiga aðild að Alþýðusambandi íslands, ásamt stuttri frásögn um aðbúnað þess og kjör. Þess ir sjö eru fulltrúar fyrir all- ar þær mörgu stéttir launþega, sem i dag balda bátíðlegan 1. maí. Sá dagur er dagurinn þeirra, og Alþýðublaðið ósk- ar þeim til hamingju rneíí þann dag. — Verkakona Hún er í Verkakvennafélag- inu Framsókn og vinnur í fiski. Byrjunax'launin hennar eru 82,05 kr. á tímann í dagvinnu, en eftir tveggja ára starf hækkar kaupið um 3,30 á tím- ann. Nokkuð hærra kaup fær hún, ef hún starfar við vélar. Hún hefur haft isœmil'ega trygga vinnu að undanförnu, en ef tdgararnir sigla, verður hörgull á hráefni og vinnan minnkar. Ein af kröfum fé- lags hennar í kröfugöngunni í dag er: „Aukáð öryggi á vinnustað." Hún öðlaðist á s.l. ári aukin féiagslieg réttindi, sem komu við stofnun lífeyris sjóðs verkalýðsfélaganna, enda þótt enn sé ekki farið að greiða úr honum. Samningar verka'kvenníafé- lagsins eru lausir 1. október nk. og er undirbúningur hafinn að næstu sarrwiingsgerð. ÁRNUM YKKUR HEILLA 1. MAÍ HÚN AF- GREÍÐIR OKKUR Hún er í Verzlunarmannafé- laginu og vinnur í búð. Laun- jn hennar fara að verulegu leyti eftir raenntun hennar um- fram skyldunám. Byrjunar- launin eru 11.984 krónur á mánuði, en geta sarnkvæmt samningum komizt upp í 19.- 470 krónur á mánuði. . Vinnutíminn hennar er óhóf- ltega langur ag einhver sá leragiti, sem þekkist hér á landi. Vorið 1969 var henni gert skylt að vera í lífeyrissjóði VR og öðlaðist við það mikil- væg félagsleg réttindi. Samningar verzlunarfólks renna út 1. október næstk. og er félagið þegar farið að ieggja drög að nýrri samningsgeirð. Bátasjómenn Hann er bátasjómaður og er í Sjómannafélagi Réykja- víkur. Hann heifur hlut úr afJa og ef vel veiðist geta launin orðið ailsæmileg og jafnvel mjög góð.' Ef ekkert veiðist hefur hann lágmarksliaun, sem eru 19.780 krónur á mánuði að viðbættum 2.000 krónum í fatapeninga. Hafi hann verið meira en sex mánuði á sjó á árinu, hefur hann ennfremur nokkur skattfríðindi. Hann er í lífeyrissjóði sjó- manna og samkvæmt sanin- ingum er hann tryggður fyrir 600 þús. kr. vegna dauða og 800 þús. kr. vegna 100% ötr- orku. Bygginga- verkamaxiur Hann er byggingaverkamað- ur og það er mikið að gera um þessar mundir og skortur á vönum verkamönnum í bygg- ingarvinnu. Hann hefur 82,05 kr. á tímann í dagvinnu fyrstu tvö árin, en að þeiim liðnum hækkar tímakaupið upp í 85,35. Hann vinnur 44 stundir í dag- vinnu á viku og 10 stundir i eftirvinnu og vikuikaupið rtál'g- ast 5.000 krónur. Yfirborganir til bygginga- verkamanna tíðkast nökkuð, og einnig ákvæðisvinna, eink- Um hjá sérhæfðum mönnum með langa starfsreynslu, ¦ sem geta gengið í hvaða vexk seni Bann hiefur rétt á þriggja vikna sumarfrii. Ef hann verð- ur veikur, á hann rétt á ein- um veikindadegi fyrir hVern mánuð, sem hann hetfuir verið h.iá sama atvinnurekanda. Eftir að hafa verið hjá honum í eitt ár eða lengur, á hann rétt á 4 vikna veikindafríi mieð ó- skertu kaupi eins og hann hefði verið í vinnu. Hann missir þessi mikilvægu réttindi sín, fiytji hann sig milli atvinnurekenda. Samningar verkamainna renraa út 1. október næstk. og hefur Dagsbrún kosið 13 raanna samninganefnd. Hún vinn- ur skrif- stofu- störfin Hún, er í Verzlunarmanna1- félaginu og vinnur á skrif- stofu. Byrjunarliaunin eru 11.984 krónur á mánuði, en geta skv. sarnningu'm komizt upp í 19.470 krónur á mánuði. Ritarar hafa upp í 20.816 krón- ur í mánaðarlaun. Vinnutími hennar er skikk- anlegur eða 38 stundir á viku, en hún vill eims Og reyndar annað skrifstofufólk hafa frí á laugardögum. Hún er í líf- eyrissjóði eins og afgreiðslu- stúlkan. Núgildandi kjarasamningar, sem stúlkan fær greidd laun eftir, renna. út 1. október. Hann er járnsmiður og er í Félagi járniðinaðarmanna. — Samningsbundið vikukaup fyr- ir 41V^ stundar vinnuviku er 5.293 krónur. Yfirleirtt hefur hann 8—10 stunda eítirvinnu á viku. Vikukaupið er þannig 6.200—6.450 krónur. Atvinnuástand hjá járnsmið- um hefur að undanförnu ver- ið heldur gott og verið nokkui eftirspurn eftir fólki í störf þeirra. Að undanförnu hefur stéttar félag hans unnið að því að fá aðbúnað allan, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum bætt. Hann er í tiltölulega nýstofn uðum lífeyrissjóði, sem stofn- aður var 1969, en greiðslur úr honum hafa enn ekki verið hafnar. Samningar járnsmiða voru undirritaður í júlí síðastl. - og renna út 1. október næUtk. Undirbúningur næstu samninga er þegar haíinn. HAFNARVERKÁMAÐUR Hann vinnur við höfnina. Honum eru greidd laun sam- kvaemt 5. taxta Dagsbrúnar og auk þess greiða skipafé- lögin 5% ofan á þann taxta. Byrjunarlaunin við höfnina eru 88,75 kr. á tímann í dag- vinnu og eftir 2 ár 92,H0 kr. á tímann í dagvinnu að við- bættum 5%. Hann vinnur. yfMeitt frá 8—19 virka daga, og til hádegis á laugardögum og aldrei á sunnudögum. Ann- ars er vinnutíminn nokkuð ó- reglulegur og fer gftir skipa- komum. Hann er eins og flestir hafnarverkamenn fast ráðinn ogv hefur kauptrygg- ingu, en með samningum um þessi atriði, hvarf að mestu gamia „eyrarröltið", leifar kreppuáranna. Sérhæfð störf við eyrina eru heldur hærra launuð en áður greinir. Sömuleiðis tíðkaat bónusvinna, sem hefur gefizt í sumum tilvikum vel en mis- tekizt í öðrum. Hæst munu launin vera við afgreiðslu á togurum, sem er að hluta til unnin í bónusvinnu, sem gefið hefur nokkurn tekjuauka. Félagsleg réttindi hafn-ar- verkamanna eru hin sömu o'g byggingaverkamannia:. Laugardagur 1. maf 1971 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.