Alþýðublaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 9
11. Helga Einarsdóttir, kennari 12. Marinó Jóhannsson, flirgumsjónarmaður 23. Sigfús Bjarnason, 24. Sigurður Ingimundarson, varaform. Sjóm.fél. Rvíkur alþingismaður - SEGIR SIGURÐUR GUÐMUNDSSON, SEM SKIPAR 3JA SÆTI LISTANS □ Nýr maður skipar 3. sæti A-listans í Reyk.favík að þessu sinni. Hefur Sigurður Ingimund arson dregið sig í hlé eftir Iangt starf á þingi en sæti hans á listanum hefur Sigurður E. Guð mundsson tekið. Sigurður hefur mi um langt skeið tekið öfl- ugan þátt í flokksstarfinu í Reykjavík, bæði innan flokks- ins og eins hefur hann verið einn af talsmönnm flokksins í kosningum undanfarin ár. Hef- ur hann til þessa skipað 5. og 6'. sæti listans og sat því á þingi sem varamaður litla hríð á því kjörtímabili, sem nú er að baki. Fréttamaður Alþýðublaðsins hefur átt stutt viðtal við Sigurð af þessu tilefni. Sagðist hann fagna því að fá nú tækifæri til þess að heyja nú kosningabar- áttu í fremstu víglínu fyrir Al- þýðuflokkinn. „Mér er ljóst, að vegið verður að flokknum úr öllum áttum og vafalaust af meiri ósvífni og meira harðfylgi en nokkru sinni fyrr — en mál efnaleg staða flokksins er góð og flokksfólkið stendur einhuga saman. Þetta verður ekki fyrsta stórárásin, sem gerð hefur verið á Alþýðuflokkinn og enn sem fyrr munum við hrekja árásar- liðið af höndum okkar“. „Á því kjörtímabili, sem nú er að baki, hefur margt verið gert, sem sýnir starf Alþýðu- ^okksins fyrir hinn almenn.a borgara, alþýðuna í Iandinu. Ég vil aðeins nefna þrjú mál, sem sýna máske glöggar en sum önnur, að hverju starf Alþýðu- flokksins beinist, að hverju hann stefnir. A síðasta kjörtíma bili fór fram ítarleg endurskoð- un á löggjöfinni um húsnæðis- mál. f kjölfar þessa hafa enn siglt verulegar framfarir í hús- næðismálunum, einkum að þvi er snerti verkamannabúst|aða- kerfið, sem er eitt af okkar hjaríans málum. í annan stað fór fram nýskipan almanna- trygging#. sem veldur því, að íslendingar geta enn á ný stært sig af því að þeir eiga sér trygg ingakerfi, sem sambærilegt er við tryggingakerfi annarra þeirra þjóða, þar sem áhrif jafn aðarmanna eru ríkust, í þriðja lagi vil ég minna á það, að á síðasta kjörtímabili fór fram um.fangsmikil nýsköpun skóla- og mennlamála í landinu. Frum varpið um grunnskóla sýnir þó, ekkert lát er á nýskipan þeirra mála, þótt þau séu nú komin í mjög gott horf. En auk þessa er auðvitað létt verk að benda á marga aðra málaflokka, sem st.anda mjög vel, t. d. sjáv- arútvegsmál og utanríkismál. Þegar á allt er litið held ég, að Alþýðuflokkurinn hafi sjald an gengið til kosnir.ga með betri samvizku enda hefur af- bragðsvel verið unnið af hans hálfu að hagsmunamálunt fólks ins í landinu undanfarin ár, eftir þvi sem aðstæður hafa frekast leyft“. ,,í þeim kosningum, sem nú eru framundan, mun Iandhelg- ismálið bera hæst. Það er út af fyrir sig athyglisvert, að stjórnarandstæðingar vilja ekki að þessu sinni kjósa um stefnu stjórnarinnar í efnaliags- og at- vinnumálum heldur grípa þeir tækifærið og rjúfa eininguna þegar mest á ríður að þjcðin standi saman. Alþýðuflokkur- inn gengur þó óhræddur til kosninga um það mál; stefnan í því hefur öðrum fremur verið mörkuð af þeim merka og trausta forystumanni Emil Jóns syni utanríkisráðherra. ráðhcrr um flokksins og þingflokki. Betri Ieiðsögn í því máli eða öðrum gat flokkurinn okki feng ið“. ..En þótt öðru frernur verði sjálfsagt kosið um landhelgis- málið, og þótt að baki sé nú merkilegt og mikilvægt starf af hálfu Alþýðuflokksins á þeim sviðum, þar sem áhrifa hans gætir, er skemmst frá því að segja, að í hönd fer á komandi árum stórkostleg verkefni fyrir alþýðu þessa lands. Meðal slíkra mála má nefna nýskipan orlofs málanna í landinu, bæði fyrir al menna launþega, hiísmæður og aðra. Að þeim málum hef ég unnið undanfarið á ýmsum vettvangi og mun halda því á- fram af enn meiri krafti gef- ist mér tækifæri til þess. Þá má minna á nauðsyn aukinna tnöguleika almennings til auk- innar fræðslu og menntunar en einmitt um þessar mundir er ég að reyna að vekja athygli á þeim málum með tveim útvarps erindum. Þá er sjálfsagt að vekja athygli á nauðsyn þess, að jafnréttisbaráttunni verði hald.ið áfram, jöfn laun kvenna og karla var ekki síðasti áfang- inn á þeirri braut heldur einn sá fyrsti og þáð eru ótrúlega margir í þessu þjóðfélagi, sem ekki njóta jafnréttis. Þá má ekki gleyma skyldum okkar við meðbræður okkar, sem líða nauð í þróunarliindunum. Eg hef um langt skeið verið mikill áhugamaður fyrir aðstoð af Is Iands hálfu við þróunarlöndin og fagna því að nú er verið að stíga fyrstu skipulegu sporin í þá átt“. „Á fjölmargt annað má drepa, sem ekki er unnt í stuttu við- tali sem þessu. Á ég enda eft- ir að gera nánari grein fyrir því á komandi dögum og vikum -- og vonast síf^an til að fá tæki- færi til þess, að vinna enn frek- ar áð framgangi þeirra á kom- andi árurn". „Aiþýðuflokkurinn gengur nú til kosninga og væntir stuðn- ings þeirra sem hann berst fyr ir: alþýðunn(ar í landinu og allra velviljaðra manna. Ég bið menn að hugleiða hv,að gerist ef flokk urinn fer halloka í kosningun- um. Á hinn bóginn þekkja menn Alþýðuflokkinn af störfum hans. Því getur ekki verið erf- itt að taka afstöðu til hans“, sagði Sigurður að Iokum. — RÁÐSTEFNA □ V erkf ræ'öingaf él ag ísTands gengst fyrir ráðsteifnu um mæl- ingakerfi íslands 7. maí n.k. Til- gangur ráðstefnunnar er að gera no'kkra úttekt á stöðu landmæl- inga og kortagerðar á fslandi nú og ræða leiðir til úrbóta á mæl- ingafeerfum landsins með hlið- sjón af nútíma þörfum og kröf- um um nákvæmni og til sam- ræmingar á verfeefnum á þessum sviðum í framtíðinni. Aðalmál ráðlstefnunnar verða þrihyrningamælingar, hæðar- mælingar og kortablaðskiptingar í framkvæmd hér á fslandi. Nýj- ustu landmælingatæfei verða kynnt og sýnd, þá verða kynnt- ar skýrsTur, sem fjöldamai'gir opinberir og einkaaðillar hafa lagt fram varðandi umræðúefni ráðstefnunnar. — ÞriSjudagur 4. maí 1971 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.