Alþýðublaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.05.1971, Blaðsíða 8
Útg. Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Sighv. Björgvinsson (áb.) A-listinn í Reykjavík t dag birtir Alþýðublaðið framboðslista Alþýðuflokksins í Reykjavík, en listinn var samþykktur einróma á fundi í full- trúaráði Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík, sem haldinn var s. 1. fimmtu ! dagskvöld. í tveim efstu sætum A-listans eru ráð 'herrarnir Gylfi Þ. Gíslason og Eggert G. Þorsteinsson, sem á undanförnum árum hafa farsællega leitt störf Alþýðu flokksins. Þeir Gylfi og Eggert njóta al- Kienns trausts og álits fyrir störf sín i stjórnmálum. Þeir hafa unnið Alþýðu- flokknum og jafnaðarstefnunni mikið gagn á umliðnum árum, njóta almenns álits fyrir sanngirni, réttsýni og grand- varleik og eiga miklu fylgi að fagna meðal almennings í landinu. Sigurður Ingimundarson, sem í und- anförnum kosningum hefur skipað 3ja sæti listans hverfur nú úr því sæti sam- kvæmt eigin ósk og skipar að þessu sinni heiðurssæti listans. Sigurður hefur reynzt einn nýtasti þingmaður Alþýðu- flokksins, traustur, staðfastur og starf- samur maður. Sæti Sigurðar Ingimundarsonar á A- listanum í Reykjavík tekur ungur mað- ur, Sigurður Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Húsnæðismálastofnunar ríkisins. Sigurður er þrautreyndur mað vr í félagsmálum og hefur til að bera mikla þekkingu á stjórnmálum. Hann var formaður FUJ í Reykjavík, forseti SUJ um margra ára skeið, hefur lengi 'átt sæti í flokksstjórn og framkvæmda Stjórn Alþýðuflokksins og gegnt ýms- um öðrum mikilsverðum trúnaðarstöð- um á vegum flokksins. Sigurður Guðmundsson hefur einnig tekið mjög virkan þátt í öðrum félags- málum, Meðal helztu áhugamála hans má nefna aðstoð við þróunarríkin, en hann var fyrsti formaður framkvæmda nefndar „Herferðar gegn hungri“ og fræðslustarfsemi á vegum alþýðusam- takanna, en Sigurður var einn af helztu frumkvöðlum að endurreisn Menning- ar- og fræðslusambands alþýðu. I starfi sínu í Húsnæðismálastofnun ríkisins hef ur hann einnig gerkynnzt húsnæðis- málunum í landinu og hefur aflað sér mikillar þekkingar í félagsmálum. I öðrum sætum A-listans er ýmist fólk, sem áður hefur verið í framboði fyrir Alþýðuflokkinn, traust Alþýðu- flokksfólk og landsþekkt, eins og t. d. verkalýðsforinginn Jónína Guðjónsdótt ir, eða ný andlit, eins og t. d. hinn þekkti listamaður Gunnar Eyjólfsson, sem skip ar 5. sæti listans. A-listinn í Reykjavík er skipaður mætu fólki, sem nýtur virðingar og álits meðal allra. Listinn er því vel skipaður og Alþýðuflokksmenn í Reykjavík eru staðráðnir í því að fylkja sér um hann í komandi kosningum og fylgja honum fast fram til sigurs. 7. Björn Vilmundarson,. deildarstjóri u. Helgi E. Helgason, formaffur F U J 13. Jon Ivarsson, verzlunarmaffur 19. Kristmann Eiðsson, kennari 14. Guðmundur Magnússon, skólastjóri 20. Þóra Einarsdóttir, formaður Verndar 9. Guðmundur Ibsen, skipstjóri 21. Sigurður Jónsson, skrifstofustjóri 15. Kristín Guðmundsdóttir, form. Kvenfél. Alþýðufl. I Þriðjudagur 4. maí 1971

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.