Alþýðublaðið - 17.07.1971, Blaðsíða 6
Útg. Alþýðuflokkurinn
Ritstjóri:
Sighv. Björgvinsson (áb.)
Utanríkismálin
1 gær ræddi Alþýðublaðið -um þann þátt,
málefnasamnings ríkisstjórnarinnar,
sem fjallar um innanlandsmálin. Þar er
um að ræða langa skrá um fögur fyrir-
heit. Allir eiga að fá heilmikið í sinn
hlut. Ekkert er á það minnzt, að allar
kjarabætur og framkvæmdirnar kosti
nokkurn skapaðan hlut. Enginn á að
fórna neinu. Hin nýja stjórn virðist
hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að sú
gamla hafi skilið svo mikið eftir í hand
raðanum, að það dugi til þess að upp-
fylla ótal óskir.
En fögru fyrirheitin í stjórnarsátt-
málaoum eru einungis á sviði innan-
landsmálanna. Ákvæði hans um utan-
ríkismál eru sannarlega annars eðlis og
stórlega varhugaverð. Stjórnin ætlar að
haga framkvæmdum í landhelgismál-
inu eins og boðað var í kosningabarátt-
unni og hún ætlar að láta varnarliðið
hverfa úr landinu á kjörtímabilinu.
Engin nágreiningur er milli þing-
flokka um takmarkið í landhelgismál-
inu. Það er yfirráð íslendinga yfir land
grunmnu. Stjórnarflokkarnir hafa hins
vegar í fljótræði og athugunarleysi
bundið sig við 50 mílna landhelgi, en
landgrunnið og 50 mílna fjarlægð frá
landi fer ekki saman. Landgrunnsstefn
an er íslendingum hagstæðari en 50
sjómílna stefnan, og miklu auðveldara
að sækja málið á þeim grundvelli, bæði
frá vísindalegu og þjóðréttarfræðilegu
sjónarmiði. Þá ætlar ríkisstjórnin að
segja upp samningunum við Breta og
Þjóðverja frá 1961. Þar með væri við-
urkenning á þeirri stækkun landhelg-
innar, sem þá fékkst viðurkennd, niður
fallin, og öll samningsaðstaða okkar
gagnvart þessum þjóðum og öðrum verri
en ella. Ekkert er á það minrtzt, sem þó
er sjálfsagt, að setja þurfi nýja löggjöf
um rntí íslendinga til landgrunnsins, en
Alþingi hefur samþykkt ályktun um það.
Miklu alvarlegri eru þó fyrirætlanir
ríkisstjórnarinnar varðandi varnarsamn
inginri. Það mál var sáralítið rætt í kosn
ingabaráttunni. Samt ætlar ríkisstjórn
in sér að láta varnarliðið hverfa úr land
inu á kjörtímabilinu. Ekkert er um það
sagt, hvað þá skuli gerast. Á landið að
vera algerlega varnarlaust? Eiga fslend-
ingar að taka að sér varnir landsins?
Á að semja við Atiantshafsbandalagið
sjálft um rekstur stöðvanna á Keflavík
urflugvelli? Eða telur ríkisstjórnin það
fcÞirlitskerfi, sem nú er á flugvellinum,
óþarft og ætlar hún þá að segja Atlants
hafs'bandalaginu að rífa stöðvarnar?
Um þetta hefur ekkert verið sagt. Er
hér um að ræða einhverja flausturs-
legustu og ábyrgðarlausustu stefnuyfir-
lýsingu, sem ný íslenkk ríkisstjórn hef-
ur gefið. Hún er auk þess gefin án um-
boðs frá þjóðinni, þar eð kosningarnar
snerust ekki um þetta mál með sama
hætti og segja má, að þær hafi snúizt
um landhelgismálið.
S Laugardagur 17. júlí 1971
□ í stórborgum er leit
grænum svæðium. Reykjav:
engin stórborg, en samt eru
eWi margir blettirnir i
borgarmarkanna, scni lað
sér fólk á sóilieitum isumai
um. En í sjálfu sér er það
&vo mikið vandamál, því £
kriingum Rieykjavík er heil ;
af skemmtileguim. stöðum
Stöðium, sem fólk þekkir
sennilega fleiri, sem
þiekkir ekki nema af afspi
Aiiþýðuiblaðsmenn fóru í
reisu út fyrir borgina í f;
SVIPAZTU
d<
Tombóiustúilkurnar heita
rún B. Benediktsdóttir, S
unn Eimilsdóttir og Lára
gerðiur Emilsdóttir. „Við <
bara að þessu að gam.ni ok
sögðu þær „og við gerum
eitthvað við peningana“. t
við hittum þær, þar sem
voru að störfum í lidum
inni í Sogamýri voru þær
ar að selja fyrir 20 krónui
miðiann seildu þær á k
stykkið.