Alþýðublaðið - 06.01.1972, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.01.1972, Blaðsíða 7
Útg. Alþýffuflokkurinn Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Þjóðviljinn rýfur þögnina Strax og skattamálafrumvörp ríkis- . stjórnarinnar komu fram á Alþingi kom Alþýðublaðið auga á, að eitt af megin- atriðum í þessum tillögum ríkisstjórn- arinnar var að samhliða því, sem auka átti stórlega skattbyrðina á öllum al- menningu í landinu, áttu hálaunamenn- imir að sleppa. Hvað eftir annað benti Alþýðublaðið á þessar fráleitu hug- myndir ríkisstjórnarinnar og mótmælti þeim harðlega. Loks neyddist Þjóðvilj- inn til þess að viðurkenna, að gagnrýni Alþýðublaðsins væri á rökum reist og sagði: þessu verður að breyta. Alþýðublaðið vakti einnig athygli á því í sambandi við skattamálatillögur ríkisstjórnarinnar, að þar væru uppi ráðagerðir um að svipta launþega allri þeirri kauphækkim, sem um var sam fyrir skömmu. Þetta á að gera með því að fella niður nefskatta, sem reiknaðir eru til útgjalda í vísitölu, en hækka í staðinn tekjuskatta, sem ekki eru reikn- aðir með í vísitölunni. Þannig skapar ríkisstjórnin sér svigrúm til að geta hækkað landbúnaðarvörur stórlega án þess að þurfa að svara þeirri hækkun nauðsynjavara með kauphækkun. Þann- ig rænir ríkisstjórnin verkalýðshreyfing una nær allri umsaminni kauphækkun frá í desember. Þessar ráðagerðir hefur Alþýðublaðið harðlega gagnrýnt hvað eftir annað síð- harkalega á Alþýðublaðið og Álþýðu- flokkinn fyrir að vilja verja þann rétt verkafólks, að það fái að halda því kaupi fyrir ríkisstjórninni, sem um hefur ver- ið samið. Þannig rauf þá Þjóðviljinn þögnina! Alþýðublaðið spyr hann umbúðalaust. Er hann svona innilega sammála þessum •kftupránsaðgerðum? Sér hann ekkert at- hugavert við, að einungis nokkrum dög- um eftir að verkalýðshreyfingin hefur samið um það, sem fjármálaráðherra nefnir nú „óverulega kauphækkun“ þá ræni ríkisstjórnin þeirri kauphækkun allri með vísitöluskollaleik af allra ómerkilegasta tagi og fyrirvaralausri verðhækkun á þýðingarmestu nauð- synjavörum heimilanna, sem ætlunin er að verkafólk fái aldrei bætta þrátt fyrir verðbindingu launa? Þykir Þjóðviljan- um slíkt kauprán svo sjálfsagt að hann fái ekki skilið, að nokkuð sé þar við að athuga? Er ríkisstjórnin honum svona margfalt meira virði, en verkafólkið í landinu? RÆÐA SIGURÐAR GUÐMU NDSSONAR A ALÞINGI ER HANN MÆLTI FYRIR ÞINGS- ÁLYKTUNARTILL. GEGN HÚSALEIGUOKRI Herra for&eti. Ég hief leyít 'mér að ílyíja á þingskjali nr. 131 ályktunar tiilögu 'þeís efnii, að rikis- stjórninni vérði íaiið að láta fram fara könnun á því með hverjum hætti tryggja megi að leigugjaldi fyrir íbúðir verði í hóf stillt og komið í veg fyrir húsaleiguokur. Um þörf- ina fyrir þessa könnun o. fl. vil ég því leyfa mér að fara nokkmm orðum. 10—11 þúsund leiguíbúðir Ekki li’ggur ljóst fýrir, svo' •að óyggjandi sé, hve margar íbúðir eru nú fyrir hendi í landinu, Er könnunin á þvi jafnan gerð á 10 ára fresti o@ ;er hin sí'ðasta, miðuð við skatt framtöl fyrir árið 1970, enn ekki tiibúin. Fróðustu menn um þessi rná'l haía þó tjáð mér, að gera m'egi eindregið ráð fyrir því, að íbúðafjöldinn í land- inu sé samtals u. þ. b. 53—54 þús. íbúðir nú. Þeir sömu vísu menn telja, að þar af séu því sem næts.t 80% eignaríbúðir eða 43 þúsund talsins, en 20 % séu leiguíbúðir, eða um þaAý bil 10—1:1 þús. talsins. Ekki er vitað hve stór hluti leigu- íbúðanna er í opinberri eða félagslegri eigu en ólíklegt þykir mér, að þær séu öllu flteiri en eitt þúsund samtals. Á Þar langstærstan 'hlut að máli Borgarsjóður Reykjavík- arborgar, sem átti um sl. ára- mót 536 íbúðir. Virðist mér, að við þá tölu þurfi að bæta a. m. k. 140 íbúffum, er full- gerðar haf,a orðið á árinu við göturnar Yrsufell og Nörður- brún í Reykjavík. Enn er einn ig nokkuð um það, að önnur sveitaxfélög eigi íbúðir, sem leigðar eru, þótt eigi munu vera mikil brögð að því. Þá mun ríkið einnig eiga leigu- íbúðir, einkum embættisbú- staði og loks eiga ýmsar stofn- anir og félagasamtök íbúðir, sem leigðar enu. Méðal þeirra eru lelliheimili og Öryrkj a - bandalag íslands, svo að dænii iséu tekin. Síðast en ekki sízt eru leiguíbúðir í eigu einstak- linga og er það sýnilega lang- stæi-sti hluti þeirra. Fáir ein- staklingar munu þó eiga marg ar íbúðir, sem eru leigðar með samfelldum hætti, þótt dæmi séu þeiis. Reglan er sú, að mik iíl fjöldi manna á íbúðir, sem þeir þurfa ekki að nota í eig- in þágu og eru því leigðar öðrum. Ekki veit ég hvort það kemur mönnum á óvart hve fjöldi a'lmennra leiguíbúða. virðist vera mikiH, það er um 10—11 þúsund íbúðir, fimmt- ungur allra íbúða í landinu. Hins vegar kemur það á ó- vart, hvernig samfélagið hefur langtum of lengi látið næstum sem það tsæi ekki vanda þeirra, sem þarna eiga hlut að máli. Mikið vantar á að hann hafi verið tíðræddm- í sölum Alþingis á umliðnum árum og ler svo enn. Það er því fyllsta ástæða til aS gefa því máli nokkurn gaum nú og verja nokkrum mínútum af dýrmæt- um tím,a háttvirts Alþingio í því skyni. Hinir efnaminnstu búa í verstu íbúðunum Vafalaust munu allir sam- sinna þeirri skoðun, að yfir- leitt geri menn vel við eigin íbúðir, haldi þeim vel við og' láti fram fara nauðsyniegar viðgerðir svo fljótt sem við verður komið. Þetta kemur vissulega fram í því, að eftir því sem bezt er vitað eru eign- arfbúðir yfirleitt í góðu ásig- komulagi. Á hinn bóginn get ég ekki neitað því, >að með miér býr gi-unur um, að eigi sé lögð á það jafn mikii áherzla af bálfu eigenda leiguíbúða, að h'glda þeim í betra ásigkomiu- lagi en nauðsyn krefur, oft og tíðum a. m. k. Væri máiið iskoðað niður í kjölinn er ég sannfærður um, að leiguifoúðix eru, upp tif hópa,' í laiiara ástandi en eignarífoúðir eru ai mennt. Ég er líka sannfærður um, að í hópi • leiguíbúðanna eru hlutfallslega mun fieiri íbúðir, sem hvorki hafa vetrið byggðar með samþykki hlut- aðeigandi byggingaryfirvalda né heilbrigðisyfirvalda. Og í framhaldi af þessu þykist ég þess einnig fullviss, að lélegar og heilsuspill>andi íbúðir séu mun fleiri meðal leiguíbúðanna en meðal eignaríbúða. Á bóginn tel ég svo vfst, að menn muni verða sammála því, að þeir, s,em eiga fleiri en eina íbúð, búi sjálfir í þeim beztu en leigi hinar lakari. Lélegar íbúð- ir taka hins vegar ekki þeir á leigu, sem hafa efni á öðru betra. Á þessu sviffi sem svo mörgum öffrum verffur þvi reyndin sú, aff, þeir, sem eru verst efnum búnir, neyffast íil aff lúta aff því, sem Iakast er. í fiestum tilfelllum er þar um. að ræða lág!iau;nafölk, oft með stór ar fjölskyldur, aldrað fólk meö lágar tetojur, ungt fól'k við nám með stórar fjölskyildur, sjúkt fólk ojfll'. Fæst þessa fóKfcs á þess kost á að fá leigðar íbúðir, sem ætlaðar eru sérstaklega handa því. Þvert á móti verður það flest að sæta því að leita á náð- ir hinna, sem eiga flleiri eina íbúð og leigja út í ábataskyni. Það er hinn almenni maiikaður. Þar er barizt hai-t á báða bóga og í fæstum tilfellum miskunn sýnd. Að vísu gildir jjar ekki löigmálið um peningana eða líf- ið — þótt á stundum sé að vísu mjótt á þeim munum — hieldur lögmál einlcafiamtak.sins i allri sinnd dýrð: lögmálið um pen- ingana eða húsnæðið. Sá, sem efcki getur boðið nógu hátt leigu gjald, sk>al ekkert húsnæði fá, sama hvað fjölskyldan er stór; þess í stað skal hinn fá íbúðína leigða, sem bezt býður, sama hvað h>ans fjölskylda er lítil. < Ean mikii húsnæðisvandræði Öll þessi mál bafa verið óvenjumikið í isviðsljósinu í haust, einkum hér á Reykja- víkur-svæðinu. Stafar það af þvi, >a'ð er hausta tók komu í ljós mikil dulin húsnœðisvand- ræði, er menn höfðu ekki vitað af. Síðan hefur margt komið fram, er sýnir hvíiíkt ófremd- arástand ríkir í þehsum málum. Hesfur það einkumi Verið í Rteykjavík og næsta nágrenni, en raunar er einnig viflað um mikil húsnæðisvandræði í mörg um kaupstöðum og öðmm sveit arfélögum annars staðar í land- inu. Engin almenn eða opinber iskýrslugerð er til um þetta 'ástand, svo að mér sé kunnugt, þegai’ undan er talin skýrslu- gerð Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar. Samkvæmt upplýsingum, sem ég hef aflað mér, hafa henni á þessu ári, þa'ð er frá síðustu áramótum fram til 1. desember, borizt 409 um- sóknir um leiguíbúðii’. Mjög margar þeirra hafa fengið af- greiðslu, með ýmlsum hætti. Enginn vafi er þó á því, að húsnæðisvandræðin í Reykja- vík og byggðarlögunum í ná- grenninu hafa verið miklum mun meiri í haust heldur en þessi tala s>egír tii um, því >að eflaust hafa ekki aðrir látið skrá sig eða leitað ti'l Félags- málastofnunarinnar en þeir, sem við mest vandræðin hafa búið. Er því ljóst, að vandinn hefur verið gífurlegur og er enn að nokkru fyrir hendi. Ég skal ekki fara út í að skýra orsakir hans, þótt ljóist sé, að meðal þeirra er mikil fjölgun ungs fólks á giftingaraildri svo og ó- venjugóð efni áHs álmennings. En ég vil ekki láta hjá líða að rekja nokkur dæmi þess, hvílík um koistum menn hafa mátt sæta, því að cinmitt þau sýna betur og sanna en flest rök hve mikil þörf er á, að hafa uppi nokkrar aðgerðir á þessu sviði, til að þar sé verði og öðru í hóf sti'llt og forðað okurLeigu. Fyrsta dæmið og hið skapleg- asta segir frá 5 manna fjöl- skyldu er leigir 4ra herbergja íbúð í Fellsmúla í Reykjavík. Leigugjaldið er 9 þúsund krón- ur á mánuði og voru 50 þúsund krónur greiddar fyrirfram. — Ekki er mér kunnugt um hvort einhver hluti leigugjaldsins er svikinn undan skatti eður ei. Næsta dæmi segir frá 5 manna fjölskyldu er leigir 3ja her- bergja íbúðl í Breiðbolti í Reykjavík. Hún greiðir 8500 krónur á mánuði í leigugjald, gerir það mánaðarlega og þurfti ekki að greiða nieitt fyrir- fram. Samið var um, að leigu- takinn gefi upp til skatts að hann greiði aðeins 4 þúisund krónur á mánuði í húsal'eigu. Þriðja dæmið og hið versta, seg- ir frá einstæðri móður með bam, s'em leigir tveggja her- bergja íbúð í mdðborg Reykja- víkur, Fyrir hana greiðir hún 10 þúsund krónur á mánuði, 70 þúsxmd krónur mátti hún greiða fyrirfram og varð jafn- framt að undirgangaist að gefa ekki upp til skatts einn eyri af þessu leigugjaldi, að því er heimildarmaður minn sagði mér. AuðVitað eru til fjölda mörg dæmi þessum lík. Þetta er ekki skemmtilegt til fráisagn ar en er samt nauðsynlegt að rekja, slikt ófremdarástand sem þetta á fullt erindi inní hina virðulegu sali Alþingis. Margar íbúðir ieigðar alltof dýru verði í framhaldi af þeissu vil ég ekki láta hjá líða að rekja nokkrum, orðum könnun, er fram fór fyrir um það bil 3 — 4 vikurn síðan á Vegum áreiðan- fegs opinfoers aðila á leigu- gjaldi þvi, er 86 láglaunafjöl- Iskyldur í Reykjavík greiða fyrir íbúðir. Könnunin l'eiddi það í Ijós, er nú skal greina: Fyrir 1 herbergi og eldhúis voru greiddar að meðaltali 36 þús. kr. á ári auk rafmagns og hita. 1 Fyrir 2 herbergi og eldhús voru greiddar að meðaltali 59.788,00 kr. á ári, auk raif- magns og hita, Fyrir 3 herb. og eldh. voru greiddar að meða'ltali 73.004,00 kr. á ári auk rafmagns og hita. Fjnir 4 herb. og eldh. voru greiddar að meðaltali 87.680,00 kr. á ári auk rafmaigns og hita. Fyrir 5 herb. og eldh. voru greiddar að meðaltali 117,- 000,00 kr. á ári auk raflmagns og hita. Verðið reyndist Kokkru lægra þegar í hlut áttu íbúðir, sem ekki voru á hæð, þ.e. í kjall ara, rishæð eða öðrum slíkum stöðum. í slikum tilfellum yar árs leigugjald fyrir 2ja herb. íbúð kr 41.300,00 að meðal- tali; fyrir 3ja herb. íbúð kr. 55.333,00 að meðaltali og fyrir 4ra herb. íbúðir reyndist árs- lei.gan kr. 54.000,00. í sí'ðaista tilfellinu náði könnunin aðeiins til tveggja íbúða og niðurstað- an þvi ekki byggð á nógu víð- um grundvelli. Nú er skemmst frá þvi að segja, að áðurgreindar meðai- talstölur bera -em slíkar ekki keim af húsateiguokri, þótt sumum kunni jafnvel að þykj>a OLÍUMILLJÓNARI FRÁ TEXAS SEM SENDIHERRA BANDARÍKJA NNA HJÁ ER SÞ D 'Sivo er sagt að Nixon for- seti hafi reiðst ilila, þegar hann fylgdist með sjónvarpssendingu frá alls'herjarþingi Sameinuðu þjóðanna á dögunum og sá iMkvittnislegt glott sumra full trúanna, er Bandarikjamenn biðu ósigur í átökunum um spurninguna hvort Taivan eða Alþýðulýðveldið kínverska skyldi fara með umboð Kína hjá þeim samtökum. Eigi að sí'ður er sennilegt að enginn hafi tekið þann ósigur jafn nærri sér og Georg Bush, am- bassador Bandaríkjanna hjá Sameimiðu þjóð'unum. Hiann halði barizt fyrir því með oddi o-g egg ásamt bandariska ut- anríkismálaráðherranum, — Rogers, að það yrðd þjóð- ernissinnastjórnin kinivtersik'a, sem færi framvegiisi með um- boð Kína á vettvangi Samein- uðu þjóðanna eins og áður. Þeim var það báðum mikil- vægt stetfnuatriði. Ósigurinn. varð Bush því s'árari, að hann hafði sætt hairðri gagnrýni, þegar hann var útnefndur til að geigna am bassadorflembættinu. i desem- ber í fyrra. Þá var þessum oMumiIljónara frá Texas lýst þannig í bandariska stórblað- inu New York Tjm'ies, að hann viæri hvorki g’aeddur diploimat- iáfcum hæfileikuim né rlíynslu 1 uitainríkismálum. Þvií var bætt við þ'á lýtsdngu í iblaðinu, að ekfci yrði s.éð að hanri. hiefði nieitt það ti-1 að 'bera, siem rétlælt.ti að hann skýildi vera vaílinn tilL' að giegna þessari mjög &vo mikiilivægu og vándasömu sitiöðu. Og slíkt er ekki unnt að kalla glæsileg misð mæli með aðila, sem á að koma tfram sem fuHtrúi jafn J’oldugs stórveldis og Bandavíkj'anina á ■\jettvangi jafn. þýðingarmiki'lla alþjóðlegra samtaka og Samein uðu þjóð'anna. ■ Á það b’er og að líta að for- verar hains í þessu embætti, — msinn eins og Adlai Stevenson og Arthur J. Goldbefg, hafa reynzt þess umkomnir að sel.ja svipmót sitt á starfsemi Sam- einuðu þjóðanna. Jafnvel þótt Bush væri eklci gœddur viðiíka diplomatiskri reynslu. og þeir, var ekki þar með sag.t að hann væri úhæfur til að gegná em- bættinu. Það ér og iíklegt að ósigurintn fúi enn meira'á foann vegna þess að hann hefur haft óbilandi trú á mifcilvægi Sam- einuðu þjóðanna. Þ'eii- sem hiið hoHastir voru útnefningu hans gerðu sér yóiná'r um. að hann mundi flytja með sér nýjan, og hriessandi gust inn á málþing stoifnu'narininar. Og en-n, er ekki að vita nema svo verði. George Bush er nú kominn fást áð fiinmtugú, fæddur í Massaschusetts 12. júní, 1924. Hann komst í vhsa snertingu við stjórnmálin þegar á barns a'ldri, því að faðir hans var öldun gadeildarþ i ngm aður f y r- ir Connecticut í 10 ár. Sem ungur maður fylgidi Bush rep- blikönum að málum, en var þó ófeiminn við að segja eins og honum bjó í brjósti, þegar hamn ta'ldi að flokkurinn nálg aðist „kyrrstöðu og afturha!d“ i íhaldsemi, eins og hann orð- Framh. á bls. 8. þær fuHháár. En þá m ; að líta, að hér er aðeins um meðalt'alstölur að ræða, sýni- lega eru fjöldamargar íbúðir leigðar á mjög skaplegu og hóf- legu verði og er sannarlega gott til þess að vita. En sýni- lega eru líka nijög margar ífoúff- ir lejgffar alltof tlýru verði. í nmræddri könnun reyndist t.d. leigugjaldiff fyrir 3ja herb. íbúð irnar vera á bilinu 42 þús. krón ur — 100 þúsund krónur. En meðaltalið fyrir þá iibúða- stærð reyndist, eins og áður s’eg ir, kr. 73.004,00. í könnun þesls- ari kom einhig fr-am, að sáralít- ill rnunur er á lei'gU'gjaldi í Kópavogi og Reykjavík. Þar kom líka fram, að leigu'gja'ld , hefur sterka tilhneigingu til að fara hlutfailslega lækkandi því Itengur s:em leigutaikinn leigir íbúðina. Aðrar athuganir ásamt þessari benda til þess, að sölu verð íbúffa hafi á tímabilinu frá 1870 hækkaff aff meðaltali um 20%, en á sama tíma hafí leigu verff, samkvæmt nýjum leigu- samningum, hækkaff um 8— 10%. Og talið er, aff leigtigjald sé nú, almennt séff, um þaff bil 6% af samningsbundnu sölu- verði íbúffa. Þessi könnun, er ég hef nú greint háttvirtu Alþingi fhá. er mjög svo ný af nálinni og gerð af traustum aðila eftir eins á- reiðanl. heimildum og fáan - legar voru. í framhaldi af þvf vil ég leyfa mér að spyrjast fyrir um það hjá hæstrfrtum félagsmálaráðherra, hvort verð stöðvunar'lögin hafi ekki átt að ná til íbúðaverðs og leigugjalds fyrir íbúðahúsnæði og hvort því hafi þá verið framfylgt. íbúffaeigendur njóta mikilla hlunninda i Þeir, sem um húsnæðiismál 'hafa fjaHað á undangengnum áratugum hljóta að viðurktenna, að þar hefur verið lögð yfir- gnæfandi áherzla á sjá'lfseignar stefnuna í húsnæðism álunum og það svo rækilega, að leigu- íbúðirnar og íbúðaleigj endur hafa orðið nær algjör hornreka, gteymd böirn tröllum gefin. — Samt s.em áður er hér um mjög í'jölmennan hóp að ræða. Áðúr hefur komið íram, að telja má víst. að Iteiguíbúðirnar séu um það bil 10—11 þús. t'alste. Búi 3 — 4 manns í hverri eiga hér hiut aff máli um 30—40 þúsund m£*nnS, Það er ekki lít- ill fjöldi. Samt nýtur hann engr ar verndar og engra lögvend- aðra réttinda gagnvart leigu- isölum, sem í fl’estum tilfellum eru eignamenn, sem leitast við að varðveita gildi fjármuna sinna með því að hafa Þá fólgna í íbúðarhúsnæði. Þeim er vteittur allur réttur gaginvart hinum, sem eftir leiguíbúðum leita. Þar gildir réttur hins sterka gagnvart hinum veika. En þaff er ekki affeins, aff eig- endur leigníbúffa eigi þar verff- tryggffa fjármuni, heldur selja þeir afnotaréttinn einnig að jafnaffi hæstbjóðanda, sem jafn iramt verffur aff skuldbinda sig til aff veita leigusalanum um- talsverff skattfriðindi, ef al- mannarómur segir satt. — Framh. á bls. 11. 6 Fimmtudagur 6. janúar 1972 Fimmtudagur 6. janúar 1972 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.