Alþýðublaðið - 07.03.1972, Blaðsíða 5
Hútgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri
Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aðsetur rit-
stjórnar Hverfisgötu 8-10. Símar 14-900
(4 linur). Auglýsingasími 14-906. Blaðaprent h.f.
HNEYKSLANLEG AFGREIBSLA
í þessari viku hefst önnur umræða um skatta-
frumvörp rikisstjórnarinnar. Þá eru liðnir
næstum þrir mánuðir frá þvi frumvörpin voru
lögð fram á Alþingi, rúmir tveir mánuðir frá þvi
skattárinu lauk og u.þ.b. einn mánuður frá þvi
framtalsfrestur einstaklinga var útrunninn.
öll þessi langa töf, sem orðið hefur á málinu, er
sök rikisstjórnarinnar. Með hverjum deginum
hefur komið betur og betur i ljós, að frumvörpin
voru svo illa gerð eins og þau upphaflega komu
frá rikisstjórninni, að nauðsynlegt var að gera á
þeim miklar breytingar. Rikisstjórnin sjálf hefur
fyrir löngu gert sér þetta ljóst. Einmitt þess
vegna hefur hún nú eytt bráðum þrem mánuðum
i örvæntingarfullar tilraunir til þess að reyna að
lappa eitthvað upp á upphaflegar skattatillögur
sinar. Hefur það verk gengið bæði seint og illa,
enda hefur allan timann verið mikið ósamkomu-
lag innan stjórnarliðsins um ýmis meginatriði.
Varð ekki úr þeim ágreiningi leyst fyrr en á allra
siðustu dögum.
En það skiptir ekki meginmáli i þessu sam-
bandi, hvort stjórnarflokkarnir eru mikið eða
litið óánægðir. Aðalatriðið er vitaskuld hvernig
málin horfa við frá sjónarmiði almennings, —
þeirra, sem skattana eiga að borga. Og út frá þvi
sjónarmiði er engin launung á þvi lengur, að
skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar hafa i för með
sér gifulega aukna skattbyrði á öllum megin-
þorra manna. Eftir þvi, sem bezt verður séð, er
afleiðing skattafrumvarpanna, ef að lögum
verða, u.þ.b. 710 m.kr. aukning á skattbyrði al-
mennings i landinu. Sú aukning nemur um 2/3 af
öllum tekjusköttunum, sem landsmenn greiddu
árið 1971.
Eins og málið er allt i pottinn búið, er það þvi
hreinlega hneykslanleg framkoma af hálfu rikis-
stjórnarinnar að ætla sér að keyra í gegn um
Alþingi skattafrumvörp, sem hafa svo gífurlega
skattaaukningu i för með sér, mánuðum eftir að
skattári er lokið og mörgum vikum eftir að fram-
talsfrestur er út runninn. Þótt slíkar starfs-
aðferðir eigi sér e.t.v. einhverja lagalega stoð, ef
vel er leitað, eiga þær sér a.m.k. enga siðferði-
lega stoð. Þvi bæði er, að breytingarnar hafa i för
með sér stóraukna skattbyrði og eins hitt, að þær
gera ráð fyrir mjög breyttum álagningarreglum,
þannig að það er i raun og veru verið að koma
aftan að almenningi eftir að bæði skattárið og
framtalsfrestur eru útrunnin.
Tillaga Alþýðuflokksins þess efnis, að málinu
verði frestað til næsta þings á þvi fullan rétt á sér.
Með þvi móti ynnist tvennt. í fyrsta lagi fengist
nauðsynlegur timi til þess að fjalla ýtarlega um
þær skattabreytingar, sem ráðgerðar eru, og
veitir sannarlega ekki af þvi. í öðru lagi ætti
almenningur þess kost að kynna sér fyrirhugaðar
breytingar áður en þær koma til framkvæmda og
er slíkt sjálfsögð skylda stjórnvalda.
UNGIR JAFNAÐARMENN
Ungir jafnaðarmenn i Reykjavik.
Málfundur verður á vegum FUJ n.k. fimmtu-
dagskvöld, staður og timi auglýst i Alþýðu-
blaðinu siðar.
Fundarefni: Ný kynslóð — Ný viðhorf.
Framsögumaður ólafur Ingólfsson. t
Fundarstjóri Matthias Sigurðsson.
F.U.J.
Sextugur í gær
Sigurður Pétursson
AFMÆLISKVEÐJA.
Það er ekki á minu færi aö
skrifa um Sigurð Pétursson, út-
gerðarmann frá Djúpavik, nú
sextugan, eins og vert væri og
hann á skilið. Samt get ég ekki
látið hjá liða að senda honum
stutta afmæliskveðju i Alþýðu-
blaðinu endurbornu. Þar með ætti
að vera tryggt að kveðjan komist
til skila, vel prentuð og læsileg, og
er þá komið tilefni til þess að óska
báðum til hamingju. Sigurði með
afmæliö og Alþýðublaðinu með
útlitsbreytinguna. Þykist ég vita,
að Sigurði sé vel að skapi að
tengja þetta hvort tveggja
saman, vegna þess mikla áhuga,
sem hann hefur alla tiö haft fyrir
málefnum Alþýðuflokksins og
öllu, sem lýtur eflingu hans og
útbreiðslu jafnaðarstefnunnar.
Sigurður er fæddur þann 6.
marz, árið 1912 i Bolungavik,
sonur Péturs Sigurðssonar skip-
stjóra þar og Kristjönu Einars-
dóttur. Móðir hans andaðist frá 3
börnum og gekk siðari kona föður
hans, Guðbjörg Magnúsdóttir,
væn kona og gjörvileg þeim i
móðurstað. Bjuggu þau Pétur og
Guðbjörg á Isafirði á árunum
1930—1934, en fluttu eftir það til
Reykjavikur.
Meðan Pétur heitinn var á Isa-
firði starfaði hann i sjómanna-
félaginu þar og var i tvö ár for-
maður þess. Að atvinnu var hann
stýrimaður á Djúpbátnum.
Sigurður Pétursson fór ungur á
sjóinn með föður sinum, en sem
unglingur stundaði hann nám i
Núpsskóla undir skólastjórn hins
gagnmerka skólastjóra og kenni-
manns, séra Sigtryggs Guð-
mundssonar. Æskustörfin og
skólagangan að Núpi hafa reynzt
honum drjúgt veganesti á lifs-
leiðinni.
Lá nú fyrir honum eins og öðr-
um ungum mönnum, að staðfesta
ráð sitt og velja sér stað til bú-
setu. Miklar vonir voru um þær
mundir bundnar við sildveiði við
Húnaflóa og fyrir Norðurlandi.
Þótti þá Reykjarfjörður á Strönd-
um vera álitlegur staður, og
þangað lá leið Sigurðar. Var hann
fyrst i Kúvikum, og þar tryggði
hann sér kvonfang hið bezta, Sig-
valdinu Jenssen, kjördóttur Carls
Jensen, kaupmanns i Kúvikum.
Settust þau að i Djúpuvik við
Reykjarfjörð, sem þá var i upp-
gangi vegna sildveiðanna.
Þar var á þessum tima reist
myndarleg sildarverksmiðja og
Isildarsöltunarstöð, og þar mynd
aðist litið þorp. Skammt er þaðan
til Arness, sem er búsældarleg og
^fögur sveit. Þarna var þess vegna
ekki siður búsældarlegt en annars
staðar á landinu á þessum árum,
og góðir lifsbjargar möguleikar
fyrir þá, sem vildu standa á eigin
fótum voru bjartsýnir og stór-
huga, en allt þetta á við um Sig-
urð Pétursson og konu hans.
En margt fer öðru visi en ætlaf
er, og sildin er óútreiknanleg
Norður á Ströndum og viðar vií
Sigurður Pétursson, útgerðar-
maður.
landið uppfyllti hún ekki til
lengdar þær vonir sem við hana
voru tengdar. Og ekki nóg með
það. ördeyða varð á fiskimiðum i
Húnaflóa þar sem áður var gnægð
fiskjar. Við þetta varð mikil
breyting á lifsbaráttu fólksins,
sem bjó á þessum slóðum. Djarf-
huga sókn snerist upp i vörn, og
margir leituðu fljótlega til ann-
arra staða.
Á Djúpuvik tók Sigurður
Pétursson að sér forustuhlutverk
meðal þeirra sem eftir voru á
staðnum og vildu freista þess að
komast þar af, þrátt fyrir versn-
andi afkomuhorfur. Það hlóðust á
hann margvisleg störf fyrir
sveitarfélagið. Hann var á Djúpa-
vikurárunum m.a. hrepps-
nefndarmaður og oddviti, og enn-
fremur var hann stöðvarstjóri
Pósts og sima. Jafnhliða gerði
hann út eigin báta, bæði til fisk-
veiða og til áætlunarferða um
Húnaflóa. Munu þær ferðir ekki
hafa verið mikill gróðavegur, og
fremur farnar til þess að leysa
samgönguvandamál héraðsins en
i hagnaðarskyni. Arneshreppur
var á þessum tima ekki búinn að
fá vegarsamband. 1 þessu efni,
sem öðrum, var það félagshyggja
og samhjálparandi Sigurðar, sem
réðu, en hann hefur jafnan verið
boðinn og búinn til þess að veita
öðrum lið, þótt sjálfur þyrfti hann
að sjá farborða stórri fjölskyldu.
Börn Sigvaldinu og Sigurðar
eru niu talsins, en auk þeirra átti
Sigurður eina dóttur fyrir.
Þessi stóri hópur býr nú ekki
lengur á Djúpuvik. Sigurður flutti
þaðan til Reykjavikur með fjöl-
skyldu sina áriö 1956, og getur
enginn með neinni sanngirni
álasað honum fyrir þá ákvörðun.
A Djúpuvik gerði hann margfalt
meira en skyldan bauð og þar
nyrðra minnast sveitungar hans,
hans enn i dag með hlýhug og
þakklæti.
Fyrir börn Sigurðar hefur það
áreiðanlega ii sitt gildi að slita
barnsskónum norður þar og
kynnast stórbrotnu og fögru um-
hverfi og erfiðri lifsbaráttu.
Er skemmtilegt til þess að vita,
að þau hafa tileinkað sér svipað
lifsviðhorf og faðirinn og föður-
afinn, að ég nú ekki tali um minn
góða vin og flokksféiaga Agúst
föðurbróður þeirra á Patreks-
firöi.
Þessu til áréttingar vil ég
benda á að Pétur, sonur Sigurðar,
er nýlega orðinn varaformaður
Sjómannafélags Reykjavikur,
tvö systkini hans eru i stji
F.U.J. i Reykjavik.
A sinum tima stofnaði Sigurði
Pétursson verkalýðsfélag
Arneshreppi, og var lengi for-
maður þess.
Það verður þvi ekki annað sagt
en að þessi fjölskylda hafi bæði
fyrr og siðar lagt Alþýðu-
flokknum og jafnaðarstefnunni til
mikið og gott lið, og fyrir það ber
sérstaklega að þakka á þessum
timamótum á ævi Sigurðar
Péturssönar. Persónulega þakka
ég honum náið samstarf i tvenn-
um kosningum til Alþingis, en þá
vorum við báðir á framboðslista
Alþýðuflokksins á Vestfjarðar-
kjördæmi.
I Reykjavik rak Sigurður um
skeið myndarlega útgerð og fisk-
verkun. Einnig átti hann um skeið
sæti i verðlagsráði sjávarútvegs-
ins, m.a. sem formaður þess, og
gegndi mörgum trúnaðarstörfum
á sviði sjávarútvegsmála. Hefur
hverju þvi máli jafnan verið vel
borgið, sem hann hefur á annað
borð tekið að sér.
Hin siðari ár hefur Sigurður
minnkað við sig störfin sökum
heilsubresj^, en jafnan er hann
glaður og reifur i hópi fjölskyld-
unnar eða góðra vina. Á heimili
hans og konu hans rikir jafnan
glaðværð og gestrisnin situr i
öndvegi.
Ég þakka Sigurður Péturssyni
góð kynni og samstarf og óska
honum og öllu hans fólki alls hins
bezta á ókomnum árum.
Birgir Finnsson.
FAI3. TOGARANN
BORGIH
A fundi borgarstjórnar Reyk-
javikur s.l. fimmtudag var sam-
þykkt með 15 samhljóða atkvæð-
um að óska eftir 3 skuttogurum
frá Spáni til Reykjavikur, en
einum af þeim fjórum skuttog-
urum, sem þar eru i smiðum, er
enn óráðstafað. Fulltrúar minni-
Ihlutaflokkanna i borgarstjórn
létu bóka, að þeir ætluðust til
Iþess, að Bæjarútgerð Reyk-
javikur fengi togarann.
Á fundinum lögöu allir borgar-
fulltrúar minnihlutaflokkanna, —
Alþýðuflokksins, Alþýðubanda-
lagsins, Framsóknarflokksins og
Samtaka frjálslyndra og vinstri
manna, fram eftirfarandi tillögu,
en Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins
fylgdi henni úr hlaði:
„Borgarstjórn Reykjavikur
fagnar þvi, að endurnýjun skipa-
stóls Bæjarútgerðar Reykjavikur
skuli hafin með smiöi 2ja nýrra
skuttogara á Spáni. En borgar-
stjórn telur, að BGR þurfi að
eignast fleiri nýja skuttogara eigi
fyrirtækið að halda hlut sinum i
togaraútgerð landsmanna.
Enn er óráðstafað einum af
þeim 4 skuttogurum sem nú eru i
smiðum á Spáni. Telur borgar-
stjórnin að Reykjavikurborg eigi
nú þegar að tryggja sér skip þetta
fyrir Bæjarútgerðina vegna þess,
að verð er hagkvæmt á þvi, rikið
leggurfram 7,5% af stofnkostnaði
þess og það kemur tiltölulega
fljótt til landsins.
Borgarstjórn samþykkir þvi að
fela borgarstjóra og útgerðarráði
að ganga frá samningum um
kaup á umræddum skuttogara.”
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i
borgarstjórn lögöu fram
breytingartillögu þess efnis, að
borgin óskaði eftir skipinu til
Reykjavikur, en þvi yrði ekki
slegið föstu strax að BÚR fengi
skipið til reksturs.
Minnihlutaflokkarnir féllust á
þessa breytingartillögu, en létu
bóka eftirfarandi:
„Viö greiðum þessari
breytingartillögu atkvæði, þar
sem hún gerir ráð fyrir, að
tryggj3 Reykvikingum um-
ræddan skuttogara. Jafnframt
leggjum við áherzlu á þá skoðun
okkar, að BÚR eignist togarann
og geri hann út.”
Björgvin Guðmundsson,
borgarfulltrúi Alþýðuflokksins.
Þriðjudagur 7. marz 1972.