Alþýðublaðið - 07.03.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 07.03.1972, Blaðsíða 9
Úrvaliö var aldrei nógu ógnandí A laugardag mætti tírval HSI Tékkneska liðinu Gottwaldo i Laugardalshöllinni og vann úr- valið verðskuldaðan sigur, sem eftir atvikum hefði getað verið stærri. Sóknarleikur úrvalsins var aldrei nógu ógnandi og verður liðið að sýna annan og bcittari leik á Spáni ef það ætlar sér að komast áfram i þeirri keppni. Geir, Viðar og Gisli skoruðu þrjú fyrstu mörkin fyrir úrvalið, en liðnar voru 7 min. þegar Tékkar komust á blað með sitt fyrsta mark, sem Moringl skor- aði. Ólafur skorar þá 4. markið, en Moringl skorar aftur með góðu marki. Á 15 min. varði Birgir Finnbogason vitakast og eftir 20. min. er staðan 6-2 fyrir úrvalið. Tékkarnir minnka muninn í 6-3, en Geir skorar þá fyrir úrvalið, 7- 3. Tékkarnir sækja nú i sig veðrið og skora þrú mörk i röð, en rétt fyrir lok hálfleiksins skorar Ólafur Jónsson, þannig að staðan er 8-6 fyrir úrvalið i hálfleik. Gisli Blöndal skorar tvö fyrstu mörkin i siðari hálfleik, en Réhák svarar með tveim mörkum og var það fyrra mjög glæsilegt. Gcir skorar svo fallegt mark og Ólafur Jónsson annað skömmu siðar með skoti eftir uppstökk, en staðan er þá orðin 13-8 fyrir úr- valið. Tékkunum mistekst þá vitakast, er Foloz missir boltann I hendur Birgis og skömmu siðar mistekst Gisla Blöndal að skora úr vitakasti, sem Arnost varði mjög vel. Og aftur tekst Tékkum að skora, cr Birgir varði vel af linu skol frá Pospisil, en hann komst inn i sendingu. Eftir 20 min. skorar Ctvrtnik, cn Axel svarar skömmu siðar með góðu marki og aftur skora þeir Ctvrtnik og Axel og er staðan þá 15-10. ólafur Jónsson skorar 16 markið en Divoka skorar fyrir Tékkana, en siðasta orðið hafði Gisli Blöndal er hann vip- paði knettinum yfir Arnost mark- vörð, sem stóð framariega i teignum og alls óviðbúinn. Úrvalið vann þvi þennan leik með 17-11 og var sanngjarn sigur, sem hefði mátt vera stærri, þvi Tékkneska liðið sýndi alls ekki góðan ieik og það sama má raunar segja um úrvalið, sem aldrei náði að leika sannfærandi né ógna vcrulega. Leikurinn var i heild lélegur og lciðinlegur á aö horfa, sérstaklega þó fyrri hálf- leikur. Ekki er ástæða til að liæla neinum islenzku leikmannanna sérstaklega, en Birgir varði vel og sömuleiðis voru Geir og Ólafur ágætir. Mörk úrvalsins skoruðu: Gisli Blöndal 6 (viti). Ólafur Jónsson 5, Geir Hallsteinsson 3, Axel Axelsson 2 og Viðar Siminarson 1. Fyrir Tékkana skoruðu: Moringl, Král, Ctvrtnik og Kehák 2 hver og Poloz, Michalik og Divoka eitt hver. VÍKING Hallstcinsson aðeins eitt mark og Viðar Simonarson tvö. Víkingslið var i þessum leik allt miklu daufara en i tveimur fyrri leikjum liðsins á mótinu og enn bar á mistökum þjálfara liðsins varðandi innáskiptingar. Mörk Vikings skoruðu: Einar 6, Guðjón 4, Georg 2, Sigfús 2, Stefán.Magnús og Páll eitt hvcr. Mörk landsliðsins skoruðu: ólafur 4, Gisli 4, Sigurbergur 3, Stefán Gunnarsson 3, Axel 2, Við- ar 2, Gunnsteinn 2, Björgvin , Stefán Jónsson, Agúst og Geir eitt hver. I HARDASTA 06 GRÖFASTA LEIK FÚRU LÉn MEB Landsliðið vann léttan sigur yf- ir Viking, þegar liðin mættust i Víkingsmótinu á sunnudaginn. Lokatölur urðu 24-16. Vikingur byrjaði á þvi að skora tvö fyrstu mörk leiksins, en þá tóku landsliðsmennirnir sig til og skoruöu næstu fimm mörk. i hálfleik var staðan 10-5 eftir að allt hafði gengið á afturfót unum fyrir Vikingsliðinu. Og það átti ekki eftir að batna i siðari hálfleik. Þegar leikið hafði verið i 10 minútur hafði landsliðið náð 8 marka forskoti. Vfkingar reyndu að krafsa I bakkann, en allt kom fyrir ekki. Þeim tókst þó aðeins að laga stöð- una og minnka forskot landsliös- ins i fimm mörk. i heild var leikurinn heldur leiðinlegur á að horfa og ekki var aö sjá, að Víkingur ætti i höggi við beztu h and kna ttleiks m enn islands. Og af leikjum liðsins að dæma i þessu móti verður ekki séð, að liöið geti náð góðum árangri i leikjunum, sem liðið á framundan crlendis. Til dæmis má nefna það, að i leiknum gegn Viking skoraði Geir Siðasti leikur Vikingsmótsins var á milli Hamburger Sport Verein og tékkneska liðsins Gottwaldo. Mestan hluta leiksins voru Þjóðverjarnir yfir, en undir lok- in tóku Tékkarnir góða skorpu og löguðu stöðuna, þannig, að lokatölurnar urðu 21-19 Þjóðverjum i vil. Myndin er úr þessum leik. Skemmtilegt Víkingsmót Skemmtilegu stórmóti Víkings i handknattleik lauk í Laugardalshöllinni á sunnudag með sigri úr- vals HSI, sem raunar er íslenzka landsliðið, sem keppa skal á Spáni um miðjan mánuðinn í un- dankeppni ólympíuleik- anna. Auk þess tóku þátt í mótinu tvö erlend lið, Gottwaldo frá Tékkó- slovakiu og Hamburg SV frá Vestur-Þýzkalandi. Mótið heppnaðist í alla staði mjög vel og margir leikirnir mjög spennandi og úrslit óvænt, sérstak- lega kom sigur Vikings yfir Hamburg SV á óvart. Úrval HSi og Hamburg SV hlutu 4 stig en úrvalið vann á mun hagstæðari markatölu. Þá komu Gottwaldo og Víkingur með 2 stig, en Tékkarnir hlutu 3ja sætið á hag- stæðari markatölu en Víkingur. Við höfum þegar sagt frá fyrsta leik mótsinshér í blaðinu, en frá hinum fimm er sagt annars- staðar á siðunni i dag. Við viljum svo að lokum þakka Víking fyrir að hafa lagt i það stórvirki að halda slíkt mót og von- andi hafa þeir haft af því árangur sem erfirði. hdan ÞJODVERIARHIR IINNU ÚRVALIU Þýzka liöið Hamburg SV lék fyrsta leik sinn i Vikingsmótinu i Hafnarfiröi á föstudagskvöld gegn Úrvalsliði HSÍ. Þjóðverj- arnir, sem hafa lagt nokkur landslið að velli bættu enn einu I safn sitt, þvi þeir sigruðu i einh- verjum harðasta og grófasta leik, sem sézt hefur hér á landi. Þeir notfærðu sér allt sem hægt var, til að stöðva andstæðing sinn og varð vel ágengt. Dómararnir Magnús Pétursson og Einar Hjartarson voru sannarlega ekki öfundsverð- ir af hlutverki sinu og misstu þeir leikinn meira og minn úr höndum sér og áttu að visa mun fleiri þjóðverjum af leikvelli, þvi varla brutu þeir svo af sér, að þeir verðskulduðu ekki að kæla sig nokkra stund. Þjóöverjarnir skoruðu fyrsta mark leiksins, á 5. min., en Gunn- steinn jafnaði skömmu siðar. Þá skoraöi Berg, en Geir jafnaði. Ólafur Jónsson skoraði siðan 3-2 fyrir úrvalið, en Germer jafnaði með langskoti. Nú kom slakur leikkafli hjá úr- valinu og skoraði ekki mark i stundarfjórðung og var staðan oröin 7-3 fyrir Þjóðverjana eftir 19 min. Þá skoraði Geir úr vitakasti, en siöan skorar Sigfús tvö mörk og Axel eitt og eftir 27 min. er staðan orðin jöfn 8-8. Gisli Blöndal kem- LYKUR í KVOLD Heimsókn erlendu liðanna Hamburg SV og Gottwaldo lýkur I kvöld með leikjum i Laugardalshöllinni þar sem Gottwaldo leikur við FH og islandsmeistarar Fram við Hamburg SV. Vonandi verða Fram og FH með sin sterkustu lið og verði svo, er ckki að efa að um skcmmtilega og spenn- andi leiki verður að ræða. ur úrvalinu yfir með þrumuskoti, en Germer jafnar úr vitakasti á siðustu sek. hálfleiksins. Beissel, sem átti mjög eftir að koma við sögu í þessum leik fyrir ruddalegan leik, skoraði fyrsta markið i siðari hálfleik, en Sigur- bergur jafnaði og Axel kom úr- valinu enn yfir með skoti i stöng og inn. Berg jafnar fyrir Þjóð- verjana 11-11, en Geir bætir við tveim mörkum og var það síðara mjög fallegt. Heiden lagfærði stöðuna i 13-12 og aftur bætir Geir marki við, 14-12 fyrir úrvalið. Berg og Pickel skora næstu tvö mörk fyrir Þjóðverjana og aftur er jafnt, 14-14. Geir skorar nú fjórða mark sitt i röð með hörku- skoti, en Berg jafnar úr vitakasti. Nú kom slæmur kafli hjá úrval- inu, þvi Axel á skot i stöng og aft- ur á hann skot, sem markvörður varði og kastaöi knettinum langt fram á völlinn til Ivers, sem skor- aði. A 25. min. skoraði Geir úr vitakasti og jafnar, en á 27. min. skoraði svo Ivers sigurmarkiö. En úrvalið átti enn tækifæri til að jafna, þvi á 28. min. var dæmt viti á Þjóðverjana, en Geir hitti i utanverða stöngina - og tapið var staðreynd, 17-16. lslenzka liðið var misjafnt i þessum leik. ólafur Benedikts- son, sem leysti Hjalta af hólmi i markinu snemma i fyrri hálfleik, varði mjög vel og var bezti maður liðsins. Geir lét litið á sér bera til að byrja með, en átti góðan kafla og skoraöi þá falleg mörk. Gunn- steinn var sterkur I vörninni og sömuleiöis Ólafur Jónsson. Þjóðverjarnir voru mjög sterk- ir likamlega og kunna auk þess mikið fyrir sér i handknattleik. En harkan, sem þeir sýndu og leiðinlegir tilburöir við andstæö- ingana og dómara var leiðinlegt á að horfa, svo ekki sé meira sagt. Fyrir úrvalið skoruðu: Geir 6 mörk, (1 viti) Axel 3, Sigfús 2, Gisli 2 (1 viti), Gunnsteinn, Ólaf- ur og Sigurbergur eitt hver. Fyrir Hamborg skoruðu: Berg 6 (1 viti) Germer 3 (2 viti) Pickei, Ivers og Heiden 2 hver og Tessloff og Beissel eitt hvor. SEM SÉST HEFUR Þriðjudagur 7. marz 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.