Alþýðublaðið - 27.04.1972, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 27.04.1972, Qupperneq 3
SÆNSK „UMHVERFIS- LÖGREGLA" í BÍGERD Sænski Jafnaðarmannafiokk- urinn hefur sett fram mjög rót- tæka umhverfisverndaráætlun, sem ineöal annars gerir ráð fyrir, að fyrirtækjum verði gert skylt að sanna, að framieiðsluvörur þeirra séu ekki skaðlegar um- , hverfinu, áöur en þær eru settar á markaö. F'jórtán punkta áætlun flokks- ins gerir einnig ráð fyrir stofnun sérstakrar „umhverfislögreglu”, sem á að gæta þess, að reglurnar séu haldnar. Hækkun rekstrarf járveit- ingar til Háskóla íslands fyrir árið 1972 varð meiri cn dæmi eru til áður, en fjárveitingin nemur samtals rúmlega 153 millj. króna. Til framkvæmda á árinu er áætlað að verja samtals 103.727 millj. króna, en af þeirri upphæð eru tekjur af llappdrætti H.t. 64 millj. króna, sem er talsvert meira en ráð var gert fyrir. i framkvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir að lokið verði öllum undirbúningi að fram- kvæmdum við hús tannlækna- deildar og samciginlegt húsnæði Landspitalans og læknadeildar. Þetta kemur fram I skýrslu samstarfsnefndar um háskóla- málefni, en i henni eiga sæti fulltrúar Háskólans og ráðu- neytanna. t skýrslunni cr gerö grein fyrir skiptingu rekstrarfjárins milli einstakra deilda Háskól- ans, og kemur þar I Ijós, að verkfræði- og raunvisindadeiid er dýrust I rekstri: til hennar eru ætlaöar 32.6 millj. króna Til læknadeildar fara 24,3 millj. kr., heimspekideildar 21.1 millj., tannlæknadeildar 11,9 millj., lagadeildar 7.2 millj., viðskipta- deildar 6.7 millj., guðfræði- dcildar 3.9 mitlj., til kennslu i þjóðfélagsfræöum 3.6 millj. og til lyfjafræði lyfsala 2 millj. 1 skýrslunni segir, að hækkun þessi á rekstrarfjárveitingum séfyrst og fremst vegna sfaukins fjölda nemenda i Háskólanum og aukinnar fjölbreytni þess náms, sem Iláskólinn lætur i té. í framkvæmdaáætlun fyrir árið 1972 er gert ráð fyrir að ljúka húsi lagadeildar og fyrsta áfanga verkfræði- og raunvis- indadeildar. Vegna seinkunar á fram- kvæmdum og hækkunar ýmissa kostnaðarliða hækkar bygg- ingarkostnaður húsanna nokk- uð, og er áætlað að á einu árinu þurfi um 24.1 millj. króna til lúkningar húsanna. Þá er gert ráö fyrir að hefjast handa við annan áfanga verk- fræði- og raunvisindadeildar- húss, og er áætlað að leggja 20 millj. króna til þeirrar bygg- ingar. Þá er ákveöið að kaupa húsið að Tjarnargötu 39 og taka á leigu húsnæði að Grensásvegi 12 og Armúla 30, og eru ætlaðar i þetta 22.4 millj. króna. HVAR ER KLAMH)? Verjandi i málinu krafðist þess, að málinu yrði visað frá á þeirri forsendu, að i ákæru saksóknar- embættisins væri hvergi nákvæmlega tiltekið hvað fiokkaðist undir klám i bókinni og hvað ekki. i varnarræöunni tiltók hann ýmis dæmi úr þekktum is- lenzkum bókmenntaverkum og gerði samanburð á þeim og texta Kynblendingsins. Óskaði hann siðan frávisunar málsins, þar sem ákæran væri gölluð. i henni væri aðeins sagt, að ritið væri klámrit, án þess, að nokkuð væri tekið fram um, hvað i bókinni væri klám. HASKÖLAÁRIÐ 1972 UPP Á153 MILUÖNIR SELDU VER- TÍDARFÖLKINU GLADNINGINN Fjórir leigubilstjórar voru teknir fyrir lcynivinsölu i Sand- gerði fyrir stuttu, og viðurkenndu þeir að hafa selt frá átta upp í 25 flöskur hver fá áramótum, á 1100 krónur stykkið. Þrir bilstjóranna voru af Bifreiðastöð Suðurnesja og einn úr Keflavik, og höfðu þeir aðal- lega selt verbúðarfólki i Sand- gerði vinið, en nokkur drykkju- skapur hefur verið i verbúðunum þar upp á siðkastið. Lögreglan i Sandgerði komst á snoðir um, að bilstjórarnir væru að selja verbúðarfólkinu vin, og hóf gagnasöfnun I þeim tilgangi að geta ákært þá. Fjöldi fólks viðurkenndi að hafa keypt af þeim vin, og þegar nægi- HLUTU VERÐLAUN Það hefur verið venja á und- anförnum árum að veita verð- laun úr Menningarsjóði Þjóð- leikhússins á afmælisdcgi leikhússins. Að þessu sinni hlutu leikararnir Margrét Guðmundsdóttir og Klemenz Jónsson verðlaunin. Þjóðleik- hússtjóri afhenti þau að lok- inni sýningu á Oklahóma á sumardaginn fyrsta. Menningarsjóður Þjóðleik- hússins var stofnaður á sum- ardaginn fyrsta fyrir 22 árum á vigsludegi Þjóðleikhússins og hafa nú 20 leikarar og leik- myndateiknarar hlotið verð- laun úr sjóðnum. legum gögnum hafði verið safn- að, voru bílstjórarnir kallaðir fyrir hjá rannsóknarlögreglunni i Hafnarfirði. Þar viðurkenndu þeir brot sin, sem fyrr segir. Við húsleit heima hjá bilstjórunum, fundust aðeins tvær vinflöskur, en þeir viður- kenndu að hafa geymt vínið úti á viðavangi og i skúrum. Mál hilstjóranna hefur nú verið sent bæjarfógeta i Hafnarfirði til meðferðar. Þess má geta, að sektir fyrir leynivinsölu, geta numið allt að 50 þúsund krónum, og ef um itrekað brot er að ræða, geta leigubil- stjórar misst atvinnu- og ökurétt- indi. — Þarf Flugfelagið leiguvel ef japanski Fokkerinn fæst ekki? í byrjun næstu viku fæst senni- lega úr þvi skorið hvort og hve- nær Flugfélag islands kaupir Fokker-Friendship skrúfuþotu frá Japan, en Landhelgisgæzlan hcfur fest kaup á einni þaðan, og þessa dagana eru flugmenn frá F.i. að fara utan til að sækja þá vél. Um 10-15 notaðar vélar af þess- ari gerð verða seldar þar á næst- unni, þar sem þotur eru teknar inn I áætlanir þess félags, sem selur, Flugfélagið hefur áskilið sér forkaupsrétt á a.m.k. einni vél, enda brýn þörf á henni. Sumaráætlun félagsins á innan- landsleiðum hefst 1. mai, og fer ferðum þá taisvert fjölgandi fram i júnimánuð. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafulltrúa félagsins, liggur ekki Ijóst fyrir hvort nauðsynlegt reynist aö taka á leigu flugvél til að fylgja sumaráætlun, en ákvörðun um kaup á nýrri Fokker flugvél myndi að sjálfsögðu ráða bót á þvi, ef um afhendingu gæti orðið að ræða nægilega timan- lega. Sumaráætlun félagsins á milli- landaleiðum gekk i gildi uin sið- ustu mánaðamót og er hún sú viðamesta i sögu félagsins. Báðar þoturnar verða fullnýttar yfir annatimann. Auk þess mun félagið annast áætlunarflug fyrir SAS milli Framhald á bls. 4 JATen Fyrir skömmu gerðist það í fyrsta sinn i sögu sakadóms Reykjavikur, að kæru af hálfu ákæruvaldsins var visað frá dómi vegna galla, sem taldir voru vera á henni. Dómnum var áfrýjað til Hæsta- réttar og staðfesti hann liéraðs- dóminn. Var hér um að ræða kæru vcgna bókar, sem nefnist Kynblend- ingurinn og kærð hafði verið sem klámrit. Fimmtudagur 27. apríl 1972

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.