Alþýðublaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 1
alþýðu LÆKNARNIR SVARA A BLS. 2 AVISUNIN KOSTAÐI FYRIRTÆKIÐ YFIR 700,000 KRÓNUR Stærsta innistæöulausa tékka i sögu islenzkra bankaviðskipta, rak fyrir skemmstu á fjörur Seðlpbankans. Var þar um að ræða sjö milljón króna ávisun, gefna út af einu hinna kunnari fyrirtækja landsins. Eftir þvi sem blaðið hefur kom- izt næst mun útgefandi ávisunar- innar hafa haft óljós loforð ENN TOKU ÞEIR HASS- NEYTENDUR Að undanförnu hefur borið nokkuð á þvi, að fólk hefur verið tekið í Reykjavik undir áhrifum hass og I viðtali við lögregluna i gær fékk Alþýðublaðið þetta stað- fest. t nótt voru tveir ungir menn teknir undir áhrifum með nokkr- ar birgðir af hassi i fórum sinum og á sunnudaginn handtók lög- reglan pilt fyrir utan Hótel Borg. Var hann undir annarlegum áhrifum og við leit á honum fann- st eitthvert inagn af hassi. ATVINNU- LAUSUM FÆKKAÐI UM 107 Um siðustu mánaðamót voru 417 skráðir atvinnulausir á land- inu. Hafði þeim þá fækkað um 107 i april. Flestir voru atvinnulausir á ólafsfirði (70) en á Siglufirði voru þeir 69 og á Sauðárkróki 58. A Húsavík, Seyðisfirði, Nes- kaupstað, Vestmannaeyjum, Keflavik og i Hafnarfirði var eng- inn skráður atvinnulaus og aöeins einn i Kópavogi. Atvinnulausar konur voru 211, en karlar 196. RfnA R0ÐIN Mistök urðu við niðurröðun mynda á forsiðu i gær. Rétt röð mannanna á neðri myndunum er þessi, talið frá vinstri: Uni Björnsson, verkstjórinn i BÚR, Ilörður Kristjánsson og Egill Bjarnason. Biðjum við þá og aðra lesendur velvirðingar. NYR STOR- MILLJÓNER Enn gcrist það sem varð í siðasta mánuði, að stóri vinningurinn i Happdrætti Háskólans kemur á röð miða, sem sami maðurinn á. Sá sem varð riflega fjórum milljónum króna ríkari i gær átti miða sina i aðalumboðinu Tiarnargötu 4. Númer miðans er 33636. ÞORSKURINN STENDUR STEIKUNUM Á SPORDI Okkar ferski og enn ómengaði fiskur spjarar sig i „lifsbarátt- unni" á bandariskum markaði þrátt fyrir minnkandi fisk- neyzlu þar i landi. Aðalástæðurnar fyrir minnk- andi fiskneyzlu þar eru taldar þær, að fiskverðið var orðiö hærra en verð á kjúklingum og svínakjöti. Seinni hluta ársins i fyrra náði verðið hámarki, og i búðum urðu einstaka fiskhlutar dýrari en kjúklingar eða kjúkl- ingahlutar. Þetta leiddi svo af sér meiri eftirspurn eftir kjötvörunni, og er talið að fiskneyzla i Banda- rikjunum minnkium allt að 10% á þessu ári, segir í grein i Fisk- aranum fyrir nokkru. Minnkandi fiskneyzla Banda- rikjamanna kemur vart til með aðkoma niður á islenzkri fram- leiðslu. Varan er svo eftirsótt, að hún selst jafnóöum og hún er sett á markaðinn, og frekar að ekki sé liægt að anna cftirspurn en hitt. Mynd þessa tók blaðamaður Alþýðublaðsins, Bjarni Sig- tryggsson i fiskréttaverksmiöju Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna i C'ambridge i Mayland lyrir skemmstu, en i verksmiðj- unni starfar nær eingöngu þel- dökkt fólk. bankastjóra um fyrirgrciðslu vegna greiðslu aðflutningsgjalda á bifreiðum. Mun upphæðin hafa verið notuð til að leysa bifreiðar úr tolli áð- ur en siðasta verðhækkun varö, þ.e. þegar innflutningsskatturinn var lagður á fyrir skemmstu. Sú fyrirgreiðsla gat ekki orðið jafn skjótt og innflytjandinn haföi gcrt sér vonir um, og þvi fór ávisunin til Seðlabankans. Útgefandinn gat þó mjög fljótlega greitt þetta upp, en varð þó að bita i það súra epli &ð greiða á áttunda hundrað þúsundáHJtostn- að vegna þessarar einu ávisunar, þvi reglur eru fyrir þvi að greiöa skuli 10% i sekt til Seðlabankans fyrir allar innistæöulausar ávis- anir að upphæð meira en 5.000 krónur, auk 1% dráttarvaxta fyrir fyrstu 30 daga. Auk þess þóknun 1.000 krónur. Hæsta ávisun, sem áður hafði komið til innheimtu hjá Seðia- bankanum, var um tvær millj- onir. BEÐIÐ EFTIR SKÚLA- BÖRNUM í VINNU ,,fcg held að atvinnurckendur bíði hungraðir eftir þvi að skóla- fólkiðkomi á atvinnumarkaðinn i vor” sagði Guðmundur J. Guð- mundsson varaformaður I)ags- brúnar í gær, þegar við inntum hann eftir atvinnuhorfum hjá skólafólki i sumar. í samtalinu við Guðmund kom þaö fram, að atvinnuhorfur skól- afólks hafa ekki verið jafn góðar i fjölda ára, ,,enda allur atvinnu- rekstur nú i bullandi gangi”, eins og Guðmundur orðaði það. Atvinnuhorfurnar eru nokkuö mismunandi hjá hvoru kyninu fyrir sig, þannig virðist piltum ganga betur að fá vinnu heldur en stúlkum, og atvinnusvið stúlkn- anna er nokkru þrengra. Guð- niundur sagði að svona þyrfti það ekki að vera, að sinum dómi gætu stúlkur tmiiiö fjölbreyttari störf en þær nú gera. Það hefði sýnt sig að þær stæðu mörgum af „stcrk- ara kyninu” ekki að baki i ýmsum atvinnugreinum sem flokkaðar hafa verið undir erfiðisvinnu, svo sem byggingarvinnu og vörubila- akstri svo eitthvað sé nefnt. Þá sagði Guðmundur að það hefði greinilcga sýnt sig undan- farin ár, að tekjur skólastúlkna hafa verið lægri en tekjur skóla- pilta. Ekki endilega að þær hafi svo miklu lægra timakaup, heldur fá piltarnir miklu meiri vinnu. væri til dæmis áberandi munur á tekjum skólapilta og skólastúlkna annarsvcgar, og verkamanna og verkakvcnna hins vegar. Að sögn Guömundar verða by ggingaframkvæmdir mjög ■niklar um allt land i sumar og byggingaiðnaöurinn inun taka við stórhópum af skólafólki, skóla- piltum nær eingöngu. Þá eru aðr- ar framkvæmdir á döfinni, svo sem stórvirkar hraðbrautafram- kvæmdir og raflinulagnir. Þá mun frystiiðnaðurinn taka viðstórum fjölda skólafólks, enda vantar tilfinnaniega starfsfólk i frystihúsin sem stendur. Skóla- stúlkurfara flestar i frystihúsin, i verzlanir, i afleysingar á skrif- stofur eða eitthvað slikt, en þá eru atvinnumöguleikar þeirra að Framhald á bls. 4 FIMMTA HVERJUM BIL ER KIPPT TIL HLIÐAR Þó að ástand bila nú sé með betra móti neyðast starfsmenn Bifreiðaeftirlits rikisins til þess að senda 20% allra bifreiða, sem þeir skoöa, i viðgerð eða hrein- lega að taka þá úr umferð. Það er þvi uni fimmti hver bill, sem eftirlitið kippir til bliöar. Og það er vissara að hafa bil- inn i lagi, þvi ef þú átt óskoöaöa bifreið, sem ber einkennisstafi undir 6150 máttu alveg eins búast við þvi, að lögreglan stöðvi þig og færi bilinn til skoð- unar hjá eftirlitinu. Hefur Bifreiðaeftirlitið ákveðið að leita liösinnis lög- reglunnar i þvi skyni að hcrða á bileigendum aöfæra bila sina til skoðunar á réttum tima. Að sögn Guöna Karlssonar, forstöðumanns Bifreiða eftir- litsins, hafa heimtur reyndar verið sæmilegar í ár, en til þess að endar nái saman verður allt að ganga eftir áætlun. Er reiknað með 150 bifreiöum til skoðunar i dag, en Guðni sagði, að yfirleitt fengju þeir til meðferðar um 200 bifreiðar á dag. „Það er hámark hjá okkur að skoða 150 bifreiðar á dag, en reynslan hefur sýnt, að þessi tala fer alltaf upp I 200 vegna aukaskoöana, skráningar og umskráningar.” Þessu verkefni sinna aðeins 5- 6 menn, auk þess sem Guðni kvað vinnuaðstööuna mjög slæma. Frainhald á bls. 4 SJALFSABYRGÐIN: HEIMTUR SLÆMAR A næstunni má búast við þvi, að 200-300 manns verði stefnt vegna vangoldinna sjálfs- ábyrgöaskulda við tryggingar- félögin. Enn hefur ekki verið stefnt i neinu sliku máli, en á næstu dögum og vikum má búast við skriðu slikra mála. Innheimta' vegna sjálfs- ábyrgða hefur gcngið sæmilega og munu flestir hafa greitt það, sem þeim ber að greiða. En það eru margir innanum, sem skirrast viö að greiða tryggingarfélögunum 7500 króna sjálfsábyrgðina. Nú eru liðnir þrir mánuðir siðan hún kom til framkvæmda og samkvæmt upplýsingum Kristjáns Iiall hjá Sjóvá var lega 50 manns sent bréf i marz siðastliðnum og þeim gefið sið- asta tækifæri til þess að greiða áður en mál þeirra yröu gerð að dómsmálum. „Það er feikimikil vinna við þetta og kostnaður og fyrirhöfn mikil”, sagði Kristján, en hann tók einnig fram, ,að ef til þess kæmi gætu tryggingafélögin fengið bifreiðar viðkomandi teknar úr umferð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.