Alþýðublaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 9
ÍMtmR 2 LEE UR LEIK OG SNELLINGER FER Á BEKKINN Á laugardaginn fara fram fjórir mikilvægir landsleikir i Evrópu. Eru þetta leikir i undankeppni Evrópukeppni landsliða, seinni leikirnir. Að sjálfsögðu mun leik- ur Vestur Þjóðverja og Englend- inga draga að sér mesta athygli. Fyrri leik liðanna á Wembley lauk óvænt 3:1 bjóðverjunum i hag, svo segja má að möguleikar Englands séu litlir En liðið verður að standa sig að dómi Englendinga, og Sir Alf Ramsey getur átt i erfiðleikum með að koma saman liði, einkum framlinu. Francis Lee er meidd- ur, sömuleiðis Allan 'Clarke. Helmuth Schön einvaldur Þjóð- verja á hins vegar ekki i vand- ræðum, hann hefur óbreytt lið, og jafnvel stjarnanri Snellinger verður að sitja á varamanna- bekknum. Ráðgert er að halda Minni—Bolta mót á næstunni. bátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt til Körfuknattleiks- sambands tslands fyrir 15. mai. Dómaranámskeið Dómaranámskeið i körfuknatt- leik verður haldið i íþrótta- miðstöðinni i Laugardal helgina 20. og 21. mai, nánar auglýst sfð- ar. K.K.l. KNATTSPYRNA Á BRYGGJUBRÚN Fáir sýnast standa Vestmanna- eyingum framar að hugmynda- auðgi. Meðan knattspyrnumenn i Eyjum bíða eftir að grasvöllurinn þeirra komist i nothæft ástand, liafa þeir brugðið á það ráð að æfa á einni bryggjunni. Bryggja þessi nefnist Friðar- hafnarbryggja, og er á henni ræktaður grasblettur. Fengu knattspyrnumennirnir leyfi hafnaryfirvalda til þess að æfa á þessum bletti, og settu þeir upp mörk þar í gærkvöldi og byrjuðu æfingar. Grasblettur þessi er að fullri vallarlengd, en nokkuð vantar upp á að breiddin náist. Aðeins eru 20 metrar fram á bryggju- brún, svo háspyrnur verða varla vinsælar þar. Vestmannaeyingar léku bæjar- keppni við Akureyringa á mánu- dagskvöld, og lauk leiknum með sigri heimamanna 3:2. Fimm vindstig voru ■ þegar leikurinn byrjaði, en þegar honum lauk voru vindstigin oröin tíu. IflNDSLIÐIÐ STÓÐST BARA PRÖFIÐ AD HÁLFII LEYTI „Prófraun islenzka lands- liðsins” auglýstu þeir leikinn við Morton. 4000 manns komu að horfa á þessa prófraun, og höfðu litla skemmtun af. 1 fyrsta lagi sýndu erlendu gestirnir ekki neinar kúnstir sem yljuðu i kulda- nepjunni, og i öðru lagi sýndu is- lenzku leikmennirnir að þeir eru ennþá i vorhaminum, og þvi ekki liklegir til stórræða. Allt frá byrjun mæddi mjög á islenzku vörninni, en hún svaraði öllum sóknarlotum Skotanna og lét engan bilbug á sér finna. Ein- staka sinnum sluppu skozku leik- mennirnir inn fyrir vörn Is- lendinga, en þar var Siguröur Dagsson til staðar og bjargaði hann oft gullfallega. Þaö var eirikum vel gert þegar hann varöi skot miðherjans Osborne snemma i leiknum. Sóknarlotur islenzka liðsins voru fáar og strjálar og það var eins og miðjumennirnir gætu alls ekki komið boltanum frá sér svo vit væri i. Gamla sagan, sem við þekkjum svo vel endurtók sig, boltinn gekk i mesta lagi tvisvar milli samherja, en siðan beint til mótherja. t framlinunni var Teitur Þórðarsson sá eini sem barðist, og hann var maðurinn bak við hættulegasta upphlaup landans á 35. minútu, en ekki gaf það upphlaup mark. Myndin er af Teiti (t.v.). Lið Mortons var hvorki fugl né fiskur, og það var dæmigert að beztu menn liðsins voru ,,gömlu mennirnir” úr Celtic, Chalmes og Clark. Sigurmarkið, og eina mark leiksins skoraði útherjinn Gillies á 30. minútu seinni hálfleiks, greinilega rangstæður. 1 heild verður aðeins sagt að islenzka liðið hafi staðist þessa „prófraun” að hálfu leyti. Vörnin kom þokkalega út, miðjan brást og framlinan að nokkru leyti einnig. Samt eru ekki likur á þvi að Hafsteinn Guðmundsson geri breytingar fyrir landsleikina við Belgiu. í mestri hættu eru þeir Haraldur Sturlaugsson og Teitur Þórðarson, og yrðu þeir þá væntanlega settir út fyrir Guð- geiri Leifssvni og Elmari Geirs- syni. Teitur sýndi i þessum leik að hann er verðugur þess að reyna sig i landsliði, og ekki var að marka geta Haraldar f leiknum, þvi hann meiddist snemma. 1 lokin var úthaldið búið hjá nokkrum leikmönnum, en samt var engum skipt inn á, jafnvel ekki óskari Valtýssyni sem kom- inn var frá Vestmannaeyium gagngert til þess að leika.-SS. i kvöld klukkan 20 leika islandsmeistara ÍBK gegn skozka liðinu Morlon. Leikurinn verður á Laugardalsvellinum. Þriðji leik- ur Mortons verður gegn KR, og fer hann fram næsta sunnudag. HVERJIR UNNU - HVERJIR FÖRU UPP UG HVERJIR NHtUR? Það hefur verið vani okkar hér á íþróttasiðunni að taka saman á liverju vori iokaúrslit i öilum heiztu knattspyrnumótum Bret- lands. Keppnistimabilinu ytra er nýlega lokið, og liggja úrslit þvi fyrir. Fyrst eru það úrslitin i Englandi. 1. deild: Þar sigraði Derby mjög óvænt eins og fram hefur komið i fréttum. Derby blandaði sér ekki alvarlega i toppbar- áttuna fyrr en seint i mótinu, og vann hvern sigurinn á fætur öðr- um, þrátt fýrir að framkvæmda- stjóri liðsins, Brian Clough héldi þvi statt og stöðugt fram að liðið væri ekki nógu gott til þess að vinna. Derby var með 58 stig, og hafði lokið leikjum sinum löngu á und- an Leeds og Liverpool. Tvö þau siðastnefndu hlutu 57 stig ásamt Manchester City. Þetta er i fimmta sinn á átta árum sem Leeds lendir i öðru sati i deildinni. Niður i 2. deild falla Notting- ham Forest og Huddersfield, Huddersfield eftir tveggja ára veru i deildinni en Forest eftir 15 ára veru. 2. dcild: 1 2. deild sigraði Norwich, og leikur næsta keppnistiinabil i 1. deild, en þaö hefur liðið aldrei gert áður. Upp i 1. deild fer einnig Birmingham, en það lið hefur áður leikið i 1. deild. Milwall, sem lengi hafði möguleika á þvi að komast upp, lenti i þriðja sæti, einu stigi á eftir Birmingham. Niður i 3. deild falla tvö Lund- únarlið, Watford og Charlton. 3. deild: Þessi deild sigraði sögufrægt lið, Aston Villa sem er frá Birmingham. Hlaut félagið 70 stig úr 46 leikjum, sem er nýtt stigamet fyrir deildina. 1 öðru sæti lenti Brigthon eftir harða baráttu við Bournmouth, og fer einnig upp i 2. deild. Neðst i 3. deild varð Torquay, of fellur það niður i 4. deild ásamt Bradford City, Barnsley og Mansfield. 4. deild: 1 þessari deild vann Grimsby, sem er frá togara- bænum samnefnda. Southend, Brentford og Scunthorpe fara ásamt Grymsby upp i 3. deild. Fjögur neðstu liðin i 4. deild, Crewe, Stockport, Barrow og Northampton verða að fara fram á endurkjör i deildina, og verður kosið um liðin á aðalfundi deild- anna bráðlega. Barrow er i mestri hættu. Bikarar: Eins og flestum er i fersku minni, sigraði Leeds i ensku bikarkeppninni i ár, og margir muna það eflaust lika, að Stoke sigraði i deildabikarnum. Hvorugt þessar-ra liða hafa áður Hvorugt þessara liða hafa áður keppni áður. Þá er i gangi keppni milli enska og skozka liða, Texaco cup, og sigraði Derby þar að þessu sinni. Skotland: 1 skozku bikarkeppn- inni sigraði Celtic Hibernian i úrslitunum 6:1, en Pathrick Thistle sigraði Celtic i deildar- bikarnum. Celtic sigraði einnig i skozku deildarkeppninni með yfirburðum, en Aberdeen varð i öðru sæti. t 2. deild féllu Dun- fermline og Clyde. 1 2. deild sigraði Dumbarton, og upp i 1. deild fer einnig Arbroath. St. Mirren, hið gamla félag Þórólfs Beck tapaði þar naum- lega af strætisvagninum, og verð- ur að leika i 2. deild áfram næsta keppnistimabil. —SS. NORÐMAÐUR MED NÁM- SKEIÐ í hei Fimleikasamband Islands stendur fyrir námskeiði fyrir iþróttakennara, þjálfara, ung- linga og fimleikafólk nú i lok mai mánaðar Námskeiðið mun hefjast laugardaginn 20. mai og standa til 27. mai og starfað alla daga kl. 13.00-17.00 (18.00) og á kvöld- in kl. 20.00 — 22.00 (ekki hvita- sunnudag.) Kennt verður i íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi. Aðalkennari verður Norð- maðurinn Tore Johansen, fim- ieikakennari við Iþróttaháskól- ann i Oslo, með honum kemur 15 ára landsliðs stúlka sem aðstoð- ar hann við kennsluna. Ná mskeiðsatriði verða: 1. Grundvallarþjálfun fyrir áhaldafimleika, fyrir stúlkur og pilta. 2. Skóialeikfimi — sérstök áherzla lögð á uppbyggingu flokkafimleika. 3. Framhaldsþjálfun fyrir áhaldafimleika — stúlkur og piita. 4. Fimleikakerfi kynnt — fim- Framhald á bls. 4 Fimmtudagur 11. mai 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.