Alþýðublaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 2
Kópavogsbúar Óskum að ráða 2 menn á aldrinum 35-40 ára til framtiðarstarfa i málningarverk- smiðju vorri. Upplýsingar hjá verkstjóra. MÁLNING H/F Kársnesbraut 32. Breiðholtsprestakall Séra Páll Pálsson umsækjandi Breiðholts- prestakalls heldur guðsþjónustu i Bú- staðakirkju, sunnudaginn 14. mai kl. 11 fyrir hádegi. Safnaðarnefnd. I.andssamband vörubifreiðastjóra TILKYNNING Samkvæmt samningum Vörubilstjórafélagsins Þróttar, Keykjavik við Vinnuveitendasamband ísJands og annarra vörubifreiðastjórafélaga viö vinnuveitendur veröur leigu- gjald fyrir vörubifreiðar frá og með 11. mal 1972 og þar til öðruvisi verður ákveðið sém hér segir: Nætur- Kyrir 2 1/2 — tonns bifreiðar — 2 1/2 — 3 tonna hlassþunga — :t — 3 i/2. -• — 3 1/2 — 4 — 4 —4 1/2” — 4 1/2 — 5 — 5 — 5 1/2 — 51/2—6 — 6 — 6 1/2 — 6 1/2 — 7 — 7 — 7 1/2 — 7 1/2 — 8 Dagv. Eftirv. og Helgidv 335,70 383,80 431,90 372,60 420,70 468,80 409,60 457,70 505,80 443,40 491,50 539,60 474,20 522,30 570,40 498,90 547,00 595,10 520,40 568,50 616,60 542,00 590,10 638,20 560,40 608,50 656,60 578,90 627,00 675,10 597,40 645,50 693,60 615,90 664,00 712,10 Aðrir taxtar breytast á sama hátt. Landssamband vörubifreiðastjóra. HROSSASÝNINGAR Á SUÐURLANDI 1972 verða sem hér segir: 17. mai kl. 10 Máni kl. 15 Sörli og Andvari kl. 20 Gustur 18. mai kl. 10 Kjós kl. 15 Kjalarnes kl. 20 Mosfellssveit 19. mai kl. 14 Á gamla skeiðvelli Fáks 23. mai siðdegis og fh. 24.mai austan Mýrdalssands 24. mai kl. 14 Vik, siðdegis i Mýrdal og Eyjafjöllum 25. mai Rangárvallasýsla 26. mai Árnessýsla, lágsveitir. 27. mai Árnessýsla uppsveitir. öll sýnd hross skulu vera vel tamin, 4 vetra og eldri. Vel ættaðir og glæsilegir 3 vetra stóðhestar, hnakkvanir koma til greina. Munið eftir, að afkvæmasýna hryssur, sem eiga eigi færri en 4 afkvæmi, þar af 2 tamin. Tilkynnið þátttöku strax til formannaa hestamannafélaganna eða stjórnar Hrossaræktarsambands Suður- lands. Búnaðarfélag íslands Hrossaræktin. HALLDÓR BAUÐ BETUR - SEGJA LÆKNARNIR JA, YSA VAR ÞAÐ, HEILLIN . . . Hér getur að lita einskonar millistig á leið blessaðrar ýsunnar i hendur húsmóðurinnar. Við áttum erindi í fiskmóttökuna hjá Bæjarútgerð Reykjavikur til þess að ræða „læknamálið” (sem enn er á döfinni hér efra á siðunni) við fólkið i fiskinum. Við það tækifæri tók ljósmyndarinn okkar þessa mynd ásamt öðrum. Þarna er kominn fisksali og hefur fengið að fara í kösina að ná sér i slatta af ýsu að höndla með. Nú hljóp heldur en ekki á snærið hjá læknum. Samkvæmt þvi, sem þeir segja i fréttatil- kynningu, virðist fjármálaráð- herra, Halldór E. Sigurðsson, hafa gert sér litið fyrir á dögun- um og „yfirboðið” upphaflegar kröfur lækna um launahækkun. „Má því merkilegt heita, að samningar skuli ekki hafa náðst”, segir Læknafélag Reykjavikur, en slær þó að visu þann varanagla, að verið geti, að „Timinn” fari rangt með tilboð fjármálaráðherra. 1 fréttatilkynningu Lækna- félags Reykjavikur, sem Alþýðu- blaðinu barst i gær, mótmæla læknar þvi m.a„ að sú fullyrðing ráðherra sé rétt, að kröfur þeirra jafngildi u.þ.b. 1 millj. kr. kaup- hækkun á ári á hvern sjúkrahúss- lækni. Segja þeir, að af þeim 102 millj. kr. útgjaldaauka, sem kröfurnar hefðu I för með sér ef samþykktar yrðu, færu 25 millj. kr. i launa- hækkanir til annara lækna en þeira, sem beina aðild eiga að launakröfunum, 15 miilj. kr. stöfuöu af áætlaðri aukningu yfir- vinnu, 10 m.kr. rynnu I lífeyris- sjóð, 6 m.kr. til greiðslu stað- gengla sjúkrahússlækna vegna afleysinga i sumarfrium og 4 m. kr. rynnu i vísindasjóð til eflingar visindastarfsemi við rikis- spitalana. Þessir útgjaldaliðir gerðu alls 60 millj. kr. af þeim 102 millj. kr„ sem fjármálaráðherra segði, að læknar krefðust f beinar launa- hækkanir á ári. Þá sendir Læknafélag Reykja- víkur einnig frá sér samanburð á núverandi launum sjúkrahúss- lækna og launakröfum. Samkvæmt þvi yfirliti eru mánaöarlaun (föst) sérfræöinga nú kr. 69.500, en krafa gerð um, að þau verði 86.150. Aukavinna sérfræðinga fæst nú fyrst greidd eftir að þeir hafa unnið 6 klst. yfirvinnu og er 289 kr. á klst i eftirvinnu og 375 kr. á klst. í næturvinnu. 1 launakröfum læknanna er þess krafizt, að greiðsla auka- vinnu hefjist strax að dagvinnu lokinni og eftir- og næturvinnu- taxtar séu sameinaðir i einn taxta, þar sem yfirvinnukaupið sé 934 kr. á klst. fyrir sérfræðinga. Mánaðarlaun aðstoðarlækna (föst) eru nú kr. 45.242, en krafizt, að þau verði kr. 56.100. Eftirvinnukaup aðstoðarlækna er kr. 246 pr. klst. og næturvinna kr. 313 pr. klst, en krafizt er, að öll aukavinna verði greidd skv. einum yfirvinnutexta, þar sem kaupið verði kr. 696 á klst. i lok fréttatilkynningarinnar segir svo, að ef gengið hefði verið að öllum upphaflegum kröfum læknanna, hefðu mánaðarlaun þeirra, föst laun auk aukavinnu, numið alls 122,888,00 kr. Fjár- málaráðherra segir hins vegar i viðtali við Tlmann, að hann hafi boðið læknunum 130 þús. á mánuði. „Verður eigi betur séð, en fjár- málaráðherra hafi nú yfirboðið upphaflegar launakröfur lækna, og má ^þvi merkilegt heita, að samningar skuli ekki hafa náðst”, segir í fréttatil- kynningunni. ÚSKA EFTIR BORGARAFUNDI TIL AD MÓT- MÆLA „AÐFÖR AD FASTEIGNAEIGENDUM” Aðalfundur Húseigendafélags Iteykjavikur var haldinn 28. april. Fundarstjóri var Páll S. Pálsson, hrl. Framkvæmdastjóri félagsins, Þórður F. ólafsson, lögfræðingur. flutti skýrslu um starfsemi fé- lagsins á siðastliðnu ári og las upp endurskoðaða reikninga fé- lagsins. Samþykkt var svohljóöandi til- laga frá Pétri Guðjónssyni, forstj. „Aðalfundur Húseigendafélags Rcykjavikur skorar á stjórn fé- lagsins að gangast bráðlega fyrir almennum borgarafundi til að kynna og mótmæla aðför þess opinbera að fasteignaeigendum i Reykjavik og landinu öllu". Leifur Sveinsson, lögfræðingur, sem verið hefur formaður fé- lagsins undanfarin fjögur ár, baðst eindregið undan endur- kosningu, en gaf hins vegar kost á sér i stjórn félagsins. o Fimmtudagur 11. maí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.