Alþýðublaðið - 11.05.1972, Blaðsíða 5
Útgáfufélag Alþýðubtaðsins h.f. Ritstjóri
(áb.). Aðsetur ritstjórnar Hverfisgötu 8-10.
Sighvatur Björgvinsson
Blaðaprent h.f.
LANAMALIN
Á næstu árum munu næstum
1800 nýir einstaklingar bætast á
vinnumarkaðinn á íslandi ár
hvert. Þessu fólki verður að sjá
fyrir atvinnu.
i þvi sambandi bindum við is-
lendingar miklar vonir við iðn-
aðinn. Þar eygjum við mikla
möguleika til atvinnuaukningar
og þá atvinnugrein höfum við
þegar valið til þess að veita
móttöku meginþorranum af þvi
vinnuafli, sem kemur nýtt út á
vinnumarkaðinn á næstunni.
En jafnvel þótt við bindum að
þessu leyti miklar vonir við iðn-
aðinn höfum við þó ekki ræktað
þá atvinnugrein eins og verðugt
væri. Iðnaðurinn er enn hálfgert
oinbogabarn á islandi. Hann
nýtur t.d. ekki sömu aðstöðu og
landbúnaður og sjávarútvegur
og er að þvi leytinu til nánast
annars flokks atvinnuvegur i
augum stjórnvalda.
Þessu verður að breyta þann-
ig, að iðnaðurinn verði jafnrétt-
hár öðrum aðalatvinnuvegum
landsmanna. Eitt af þvi, sem
gera þarf, er að sjá svo um, að
iðnaðurinn fái notið sams konar
fyrirgreiðslu i sambandi við af-
urðalán og bæði sjávarútvegur-
inn og landbúnaðurinn hafa
lengi notið. Jafnréttisaðstaða á
þessu sviði er án efa stærsta
mál iðnaðarins i dag.
Einn af þingmönnum Alþýðu-
flokksins, Pétur Pétursson, hef-
ur sérstaklega barizt fyrir þessu
máli á Alþingi. Ilann hefur ekk-
ert tækifæri látið ónotað til þess
að krefjast leiðréttingar á
rekstrarlánamálum iðnaðarins
og hefur margoft vakið athugli á
þvi ófremdarástandi, sem þar
rikir.
Þessi barátta áhugamanna
um uppbyggingú islenzks iðnað-
ar hefur leitt til þess, að nýlega
var lagt fram á Alþingi stjórn-
arfrumvarp um veðtryggingu
iðnrekstrarlána. Þessi laga-
setning á að tryggja iðnaðinum
jafnréttisaðstöðu i orði á við
landbúnað og sjávarútveg i
sambandi við afurðalán.En er
sú jafnrettisaðstaða einnig
tryggð á borði? Lagasetningin
er þörf, en framkvæmdin skiptir
öllu máli.
Eins og Pétur Pétursson benti
tvivegis á i umræðum um þetta
frumvarp ber að lofa, að það sé
loks fram komið. En aðalatriði
málsins er þó, eins og Pétur
réttilega tók fram, hvort eitt-
hvertfjármagn hafi verið tryggt
til þess að veita lán skv. frum-
varpinu eftir að það er orðið að
lögum. Engin slik fjárframlög
hafa enn fengist tryggð og engin
fyrirheit um slikt gefin af
bankastofnunum, svo þess
vegna gætu lagaákvæði um af-
urðalánveitingar til iðnaðarins
alveg eins orðið pappirsgagnið
eitt.
Útvegun fjármagns til af-
urðalána til iðnaðarins er kjarni
málsins. Það er þarft og gott, að
frumvarp skuli vera komið
fram á Alþingi, sem stefnir að
þvi að gera iðnaðinn jafnréttháa
atvinnugrein i afurðalánamál-
um og sjávarútveg og landbún-
að. En aðalatriðið er, að eitt-
hvert fjármagn sé fyrir hendi til
lánveitinganna. Það fjármagn
verður fyrirfram að reyna að
tryggja t.d. með samkomulagi
við bankana og er sjálfsagt að
rikisstjórnin hafi þar forgöngu
GENGID
FELLT
„Stoíngengi krónunnar” er
fyrirsögn á eindálka smáfrétt i
„Timanum” i gær. Um hvað
skyldi nú sú frétt vera? Varla
neitt stórvægilegt, svo smávax-
in, sem hún er á siðum blaðsins.
Fréttin er um það, að gengi is-
lenzku krónunnar hafi nú form-
lega verið lækkað um 7,9%
gagnvartgulli. Sú gengislækkun
hefur smátt og smátt verið að
eiga sér stað á undanförnum
mánuðum og nú hefur hún verið
formlega staðfest af Seðlabank-
anum.
Gengislækkun þessi er ráðin
af rikisstjórninni. Við þær svipt-
ingar, sem orðið hafa á gjald-
eyrismörkuðunum undanfarið,
átti hún um þrjár leiðir að velja
varðandi gengi islenzka gjald-
miðilsins. Fylgja Bandarikja-
dollarnum, sem hefði haft i för
með sér mestu gengislækkun-
ina. Fylgja öðrum gjaldmiðli,
t.d. pundi eða marki, sem hefði
haft i för með sér gengishækkun
gagnvart sumum öðrum gjald-
miðlum. Fara bil beggja, þann-
ig að nokkur gengisfelling hefði
átt sér stað gagnvart gulli, en þó
hvergi hærri eins mikil og ef
Bandarikjadollarnum væri
fyigt.
Rikisstjórnin og viðskiptaráð-
herra hennar, sem ella virðist
ekkert sérstaklega hrifinn af þvi
að elta bandariska dollara,
völdu þá leiðina samt i þetta
sinn. Óhagkvæmari leið hefði
stjórnin ekki getað valið fyrir
hinn almenna neytenda á ís-
landi. Þessi leið felur i sér lang
mestu gengislækkun krónunnar
af þeim leiðum, sem um var að
velja. Hún gerir það að verkum,
að gengi hennar gagnvart gulli
hefur lækkað um 7,9% og gagn-
vart öðrum gjaldmiðlum um
3,9% eða 5,4% eftir þvi, hvernig
sú meðaltalslækkun er metin.
„Rikisstjórnin mun ekki beita
gengislækkun gegn þeim vanda,
sem við er að glima i efnahags-
málum. . .”, segir i málefna-
samningi rikisstjórnarinnar. Nú
hefur gengið verið lækkað um
7,9%. Um það birtist i „Timan-
um” eindálka smáfrétt. Á mál-
efnasamning er þar ekki
minnst.
Þau voru mörg og fögur lof-
orðin, sem stjórnarflokkarnir
gáfu þá, — bæði skriflega og
munnlega. En næsta litið hefur
orðið af efndunum, eins og allir
vita. Hvertloforðiðaf öðru hefur
verið rofið.
Þess vegna er það nú orðið
daglegt brauð, að stjórnarblöðin
birti þessar litlu eindálka fréttir
um verðhækkanir og nýjar álög-
ur á almenning. Hvernig með
þær fréttir er farið af stjórnar
blöðunum sýnir, að stjórnendur
þeirra kunna þó, enn að
skammast sin, þegar rikis-
stjórnin rýfur heit sin við ,al-
menning i landinu.
ELDHÚSH) ER
• •
ANNAÐ KVOLD
Nú er farið að siga á seinni
hluta þingins og, eins og venjan er
um það leyti, verður þá útvarpað
almennum stjórnmálaumræðum
frá Alþingi, eldhússdagsumræð-
um.
Umræðurnar standa i tvö
kvöld, fyrri umræðan verður ann-
að kvöld, föstudagskvöld, en sú
siðari n.k. mánudagskvöld.
Að venju hefjast umræðurnar
kl. 8 e.h. og fyrra kvöldið fær hver
þingflokkur til umráða tvisvar
sinnum 20 minútur, þannig að
umræðunni mun væntanlega
ljúka á 12. timanum um kvöldið.
Ræðumenn Alþýðuflokksins i
útvarpsumræðunum á föstudags-
kvöldið verða þeir Pétur Péturs-
son og Stefán Gunnlaugsson og
hefur hvor þeirra um sig 20 min.
til umráða.
Á mánudagskvöldið, siðara
kvöld umræðnanna, verða þrjár
umferðir og fær hver flokkur til
umráða 20 mín., 15 min. og 10
min.
Ræðumenn Alþýðuflokksins
það kvöld verða þeir Benedikt
Gröndal, Jón Armann Héðinsson
og Gylfi Þ. Gislason.
SÍÐASTI SAMEIN-
INGARFUNDURINN
Ungir menn’ úrf jórum stjórn-
máiaílokkum, - Alþýðuflokknum,
Samtökum frjálslyndra og vinstri
manna, Alþýðubandalaginu og
Framsóknarflokknum, hafa i vet-
ur gengizt fyrir fundum viðs veg-
ar um land um sameiningarmálið
og samstarf vinstri manna.
Fundir þessir hafa yfirleitt verið
vel sóttir.
Siðasti fundurinn að sinni
a.m.k. i þessari fundarherferð
verður haldinn n.k. sunnudag i
Kópavogi og hefst kl. 3.
Ræöumenn verða:
Frá SUJ: Kjartan Jóhannsson
Frá SUF: Már Pétursson
P'rá AB: Ólafur R. Einarsson
Frá SFVM : Haraldur Henrýsson.
Að loknum framsöguræðum
verður orðið gefið frjálst og fram-
sögumenn svara fyrirspurnum.
Fundurinn er öllum opinn.
HEILDARSTEFNA EKKI MOT-
I EFNAHAGSMÁLUNUM
Eins og komið hefur fram i
Alþýðublaðinu var framkvæmda-
áætlun ríkisstjórnarinnar fyrir
yfirstandandi ár til fyrstu um-
ræðu á Aiþingi s.l. föstudag.
Af hálfu Alþýðuflokksins tók
formaður flokksins Gylfi Þ.
Gislason, til máls og lýsti viðhorfi
sinu til áætlunarinnar i stórum
dráttum. Kjarninn i ræðu Gylfa
fer hér á eftir:
Meginspurningin i sambandi
við framkvæmdaáætlunina er
þessi: Er þessi framkvæmda-
áætlun, sem við fáum nú lagða
fyrir okkur likleg til þess að örva
verðbólguþróunina, til þess að
auka verðbólguhættuna eða
draga úr henni? Mat okkar á
þeim fyrirætlunum, sem hér er
um að ræða, hlýtur fyrst og
fremst að byggjast á þessu
meginatriði.
Ef nokkur meginatriði þessarar
skýrslu eru skoðuð, þá er niður-
staðan þessi:
1 fyrra var heildarfjáröflun til
þeirra framkvæmda, sem hér er
um að ræða, 778 millj. kr.
Á þessu ári er gert ráð fyrir
heildarframkvæmdum' og
heildarfjáröflun að upphæð 2022
millj. kr.
M.ö.o., heildarframkvæmda-
magnið og þar af leiðandi nauð-
synleg fjáröflun til þess næstum
þvi þrefaldast.
Dettur nokkrum manni annað i
hug en að þreföldun á fram-
kvæmdamagni og fjáröflun til
slikra framkvæmda hljóti að hafa
verðbólguaukandi áhrif undir
þeim kringumstæðum, sem nú
eru i islenzku efnahagslifi? Ég
held, að engum manni, sem af
alvöru skoðar málið, geti bland-
azt hugur um þáð, að þreföldun á
framkvæmdamagni eða fjáröfl-
un, hvort sem hún er innlend eða
erlend, hlýtur að hafa verðbólgu-
aukandi áhrif.
Innlenda fjáröflunin var í fyrra
upphaflega ráðgerð 75 millj. kr.
Siðan voru seld spariskirteini
undir árslokin fyrir 200 millj. kr.,
þannig að innlend fjáröflun var i
fyrra 275 millj. kr.
Samkv. skýrslunni er hún nú
áætluð 500millj. kr. að viðbættu
Skeiðarársandsláninu, sem þegar
hefur verið boðið út og nemur 100
millj. kr., þ.e.a.s. um a.m.k. 600
millj. kr. innlenda fjáröflun með
sölu spariskirteina verður að
ræða á þessu ári.
Hér er um meira en tvöföldun á
innlendri fjáröflun með sölu
spariskirteina að ræða. Þetta
bendir enn i sömu átt.
Slikar ráðstafanir geta ekki
annað en haft verðbólguaukandi
áhrif.
Þess vil ég svo geta, að lántök-
ur erlendir eiga að minnka, en
það vegur engan veginn upp á
móti þeirri miklu aukningu, sem
verður á innlendu fjáröfluninni.
Ég saknaði þess i ræðu
hæstvirts fjármálaráðherra, að
hann gæfi upplýsingar um,
hvernig hugmyndin væri að selja
þau spariskirteini, sem hér er um
að ræða. Sú spurning hlýtur að
vakna, hefur verið samið við
bankana um að kaupa einhvern
aukinn hluta af spariskirteinum
rikissjóðs miðað við það, sem áð-
ur hefur átt sér stað ? Engar upp-
lýsingar hafa Verið gefnar um
það og ég dreg mjög i efa af
reynslu fyrri ára, að bankarnir
væru fúsir til þess að auka kaup
sin af spariskirteinum. Ef það er
rétt, þá hlýtur þessi aukna spari-
skirteinasala rikissjóðs að verða
þeim bein samkeppni við banka
og sparisjóði um sparifé lands-
manna.
Ég minni á það, að sparnaður
er nú áætlaður minni en hann var
i fyrra. Ef sparnaður er settur i
hlutfalli við þjóðartekjur, þá var
hann i fyrra 26% af þjóðartekjun-
um. t þeirri áætlun, sem við höf-
um nú fengið, er sparnaðurinn
áætlaður aðeins 23% af þjóðar-
tekjunum. M.ö.o., sérfræðingar
rikisstj. gera ráð fyrir minnkandi
sparnaði.
Um leið er gert ráð fyrir þvi, að
þrefalda opinberar framkvæmd-
ir. M.ö.o., samfara minnkandi
sparnaði, sem er eini raunveru-
legi grundvöllurinn undir aukn-
um framkvæmdum, eiga fram-
kvæmdir að þrefaldast.
Þetta hlýtur enn að stuðla að
þvi, sem ég sagði áðan, að þær
fyrirætlanir, sem hér eru á prjón-
unum, ef ekki annað kæmi þar á
móti, hljóta að verka verðbólgu-
aukandi. Meginspurningin, sem
þarf að fá svarað er, hvaða
athugun hefur verið gerð á þvi og
hvernig það framkvæmdamagn,
sem hér er gert ráð fyrir, sam-
rýmist öðrum þáttum i efnahags-
lifinu, - öðrum þáttum efnahags-
kerfisins. Það er auðvitað hægt að
auka opinberar framkvæmdir,
eins og hér er gert ráð fyrir. En
þá verður efnahagsstefnan að
öðru leyti að vera þannig, að hún
geri það kleift. Og það er það,
sem mér sýnist hér alvarlega
skorta á. Það er ekki um að ræða
Frh. á bls. 4.
Fimmtudagur 11. maí 1972