Alþýðublaðið - 17.05.1972, Blaðsíða 3
WALLACE LAMAOUR Á SJUKRAHUSI
CORNELIA TEKIIR UPP
MERKI MANNS SÍNS
— Hann mun halda kosninga'baráttunni áfram
og mæta á flokksþinginu i Miami Beach, jafnvel
þótt hann komi þangað i hjólastól, sagði blaða-
fulltrúi George Wallace, Billy Joe Camp, við
fréttamenn i gær.
Wallace rikisstjóri lá i gærdag á sjúkrahúsi i
nágrenni Washington, lamaður fyrir neðan
mjaðmir, og ekki hafði tekizt að fjarlægja
byssukúlu þá, er sat föst i hrygg hans.
Læknar höfðu i gærkvöldi ekkert sagt um það
hvort hann yrði varanlega lamaður, eöa hvort
reynt yrði að ná kúlunni burtu. Camp, blaðafull-
trúi sagði hins vegar að innan tveggja sólar-
hringa yrði tekin um það ákvörðun.
Læknarnir á Holy Cross sjúkrahúsinu i Silver
Spring i Maryland, þar sem George Wallace
liggur eftir skotárásina, sem hann varö fyrir i
verzlunarhverfi þar i bæ á mánudagskvöld, hafa
sagt að rikisstjórinn hafi tekið verulegum fram-
förum. Samt tóku þeir fram, að maður, sem sær-
ist á þennan hátt og að þessu marki, sé ekki úr
hættu fyrstu fjóra dagana eftir uppskurð.
HUGHREYSTANDI
Wallace lá á skurðarborðinu i fimm tima að-
fararnótt þriðjudags. Hann var með fullri með-
vitund mestan hluta timans á sjúkrahúsinu, og
talaði hughreystandi orðum til þeirra, er voru
kring um hann þar til hann var fluttur inn á
skurðstofuna.
Læknarnir álita að Wallace eigi að geta að
hafa náð sér það mikið eftir fimm til tiu daga, að
hann geti þá farið af sjúkrahúsinu. Nixon forseti
hefur boðið honum forsetaibúðina á Walter Reed
hersjúkrahúsinu i Virginia óski hann þess, eða
flutning með herflugvél heim til Alabama ef
hann óskar þess frekar.
HIN UNGA OG
FAGRA CORNELÍA
Þar til Wallace er sjálfur fær um að taka þátt i
kosningabaráttunni á nýjan leik mun hin unga
og fagra kona hans, Cornelia, koma fram i hans
stað og tala máli hans. Helztu stuðningsmenn
Wallace segja að baráttan fyrir útnefningu hans
sem forsetaefni demókrata muni halda áfram af
fullum krafti, eins og ekkert hafi i skorizt.
Frú Wallace hefur tekið þátt i kosningabaráttu
manns sins af lifi og sál, og árangurinn hefur til
þessa orðið sá, að þau hafa sigrað i forkosning-
unum i suðurríkjunum, Florida, Tennessee og
Norður-Carolina, — einnig á mikilvægum stöð-
um eins og i norðurrikjunum Michigan og
Pennsylvania. Búizt hafði verið við sigri
Wallace i Maryland i gær, en kosningarnar þar
féllu niður vegna þessa atburðar.
ALDA GLÆPA
Banatilræðið við George Corley Wallace hefur
haft djúp áhrif á allt þjóðlif i Bandarikjunum og
út um heim. Ýmsir óttast að þetta kunni að
verða til þess að enn á ný risi alda ofbeldis og
glæpa i Bandarikjunum, og svo mjög hefur verið
hert á öllu öryggiseftirliti með stjórnmálamönn-
um, að það er ekki látið nægja að efla og auka
lifverði frambjóðendaefnanna, heldur einnig til
dæmis Edwards Kennedys, sem ekki er i fram-
boði, en hefur til þessa fengið að jafnaði flestar
morðhótanir.
Shirley Chisholm, hinn þeldökki þingmaður,
og Wilbur Mills, sem enn eru á listum við for-
kosningarnar, eru lika undir 24 tima lifvakt.
Wallace-hjónin á
Indiana riki.
framboðsfundi i
SAMTÖK
Einnig hefur verið sett sérstök gæzla við
sjúkrahúsið þar sem Wallace liggur, þvi enn er
óttast að árásarmaðurinn kunni að vera úr sam-
tökum, sem hyggist myrða rikisstjórann.
Hinn 21 árs gamli Arthur Herman Bremer, sá
sem gripinn var á staðnum örfáum sekúndum
eftir að George Wallace varð fyrir skotárásinni,
hefur enn ekki gefið neinar skýringar á fram-
ferði sinu.
VAR GRUNAÐUR
Hins vegar er vitað að hann komst á skrá lög-
reglunnar um „grunsamlega menn’ á kosninga-
fundi Wallace i Kalamazoo i Michigan á laugar-
daginn var. Lögreglan hafði þá fengið orösend-
ingu um að grunsamlegur maður sæti i bil á
þeim stað þar sem til stóð að Wallace myndi
halda ræðu þá um kvöldið. Hann sagði lögregl-
unni þá að hann væri bara að biða eftir þvi að
fundurinn hæfist, svo ekki þótti ástæða til að
handtaka hann, enda var hann ekki i stolnum bil.
— Annað var ekki hægt að gera, við höfðum
ekkert sem við gátum handtekið manninn fyrir,
sagði lögreglutalsmaður i Kalamazoo.
Lifverðir þeir frá öryggislögreglunni, sem
áttu að vernda Wallace, hafa orðið fyrir nokk-
urri gagnrýni. f sjónvarpi sást greinilega hvar
hendi með byssu komur fram milli tveggja
áheyrenda á fundinum skömmu áður en skotin
kváðu við. Hafa ýmsir viljað halda þvi fram að
árveknir lifverðir hefðu haft aðstöðu til að koma
i veg fyrir skotárásina.
ÞRJÚ ÞÚSUND
SINNUM 200!
Ekki liefur dregiö minnstu ögn
úr áhuganum fyrir Norrænu
sundkeppninni. Umsjónarmenn
keppninnar telja, að nú hafi ts-
lendingar synt 200 metrana 200
þúsund sinnum, eða eitt og hálft
sund á mann! Miöað viö hausa-
tölu ættum við að vera búin að
vinna keppnina fyrir löngu.
Sem dæmi um áhugann fyrir
kcppninni iná nefna, að blokkir
þær sem sundin eru skráð I,
gengu til þurrðar mjög fljótlega,
en áttu þó að duga fram I miöja
keppni.
Nýtt upplag var prentaö i
snatri, en það dugði ekki lengi,
og þriðja upplagið varð þvi að
prenta innan skamms.
t>á hefur mikii ásókn cinnig
STOÐVAÐIST A
STÖÐVUNAR-
SKYLDUMERKINU
Tveir Hafnarfjarðarbílar hitt-
ust heldur ónotalega á Ilverfis-
götunni á sunnudaginn.
Annar billinn var á leið upp
Frakkastfg, cn hinn inn eftir
Ilverfisgötunni, og á gatnamót-
unum skullu þeir saman af miklu
afli.
Kastaðist annar þeirra yfir göt-
una og stöðvaðist þar á
stöðvunarsky Idumerki.
Kræklist stuðari bilsins I
merkið, en annars befði hann að
öllum líkindum endasenzt lengra.
orðið til þess að ráða hefur þurft
fólk til skráningar.
Eykur þetta kostnaö af keppn-
inni, en hann á að borga með sölu
á merkjum keppninnar.
Salan hefur ekki gengið sem
skyldi og eru umsjónarmenn
keppninnar i nokkurri fjárþröng
sem stendur.
OG EINN FRÁ
FÍLABEINS-
STRÖNDINNI
E’yrstu fjóra mánuði ársins 1972
komu 11004 útlendingar til Is-
lands, en á sama tima árið 1971
komu 10508 og er aukningin þvi
5.29%.
Elcstir komu frá Bandarikjunum
(0147) en næstfiestir frá Þýzka-
landi eða 811.
A fyrstu fjórum mánuðum
þessa árs komu 0402 islendingar
til landsins en 5000 árið 1971,
aukningin þvi 29.24%.
i april komu alls 0078 til lands-
ins, tslendingar voru 2220 en út-
lendingar 2758.
Að venju voru Bandarikjamenn
fjölmennastir eða 2005 en
Þjóðverjar 201.
Meðal sjaldséðari gesta má
nefna að einn farþegi kom frá
Eilabeinsströndinni, cinn frá
Kenýa og einn frá Singapore.
BORGARAFUNDUR
UM TÆKNISKÓLA
Á AKUREYRI
Eins og kunnugt er af fréttum
befur staðsetning Tækniskóla ls-
lands verið ofarlega á baugi i um-
ræðunj manna upp á síðkastið.
Eram hafa komið tilliigur um
staðsetningu skólans á Akureyri,
og hafa ilagsmunasamtök Norð-
lendinga um nokkurt skeið unnið
að þvi að afla þessu máli
stuðnings meðal almennings.
Nýlega var haldinn almennur
borgarafundur um Tækniskólann
og byggðastefnuna á Akureyri á
vegum Hagsmunasamtaka Norð-
lendinga.
Samtökin hafa einnig beitt sér
MATVARAN
OG KAUP-
FÉLÖGIN
1UGMILU0NA TAP HEMA
AUCNING VEROIHÆKKUD
llorfur eru nú á þvi, að með
óbreyttri álagningu verði mat-
vöruverzlanir kaupfélaganna
reknar á yfirstandandi ári með
miklum halla.
A árinu 1970 er talið að mat-
vöruverzlun kaupfélaganna hafi
skilað örlitlum hagnaði eða nánar
tiltekið um 0.8% af vöruveltu, en
fyrirsjáanlegt kvað vera, að þessi
hagnaður muni snúast i tug-
milljóna tap á árinu 1972.
Þessar eru að minnsta kosti
niðurstöður skýrslu, sem Skipu-
lagsdeild S.Í.S. hefur nýlega
drcift til kaupfélaganna.
i inngangi hennar segir m.a.,
að tilgangurinn með skýrslunni sé
aðkanna stöðu matvöruverzlunar
kaupfélaganna á árinu með sér-
stöku tilliti til þeirra launahækk-
ana, beinna og óbeinna, sem leitt
hafi og leiða muni af nýlega af-
stöðnum kjarasamningum, stytt-
ingu vinnutima og lengingu
orlofs.
Skýrsla þessi er unnin upp úr
upplýsingum, sem fram koinu i
skýrslum um smásöluverzlum.
Þar var gerð grein fyrir rekstri
og afkoinu 50 kaupfélagsverziana
viðsvegar um iandið, en að meiri
hluta þó á þétlbýlissvæðunum á
Suðurlandi.
Skýrslan er siðan sett upp sem
rökstudd áætlun um rekstur þess-
ara 50 kaupfélagsbúða á árinu
1972.
Af einstökum gjaldaliðum þess-
ara 50 verzlana cr fyrst að nefna
þann stærsta, laun og lifeyris-
sjóði. Sá liður mun væntanlega
hækka um 29%.
'Liðurinn húsaleiga er gert ráð
fyrir að hækki i samræmi við visi-
tölu byggingarkostnaðar eða um
12.1%.
Ljós, hiti og ræsting er gert ráð
fyrir að hækki i samræmi við
hækkanir á þessum liðum um að
meðaltali 12.7% frá 1970.
Aðrir kostnaðarliðir, svo sem
póstur og simi aðstöðugjald og
ýmis opinber gjöld, er gcrt ráö
fyrir aö hækki einnig.
Eramhald á bls. 4
fyrirstofnun sjóðs til tækjakaupa
skólanum til handa, verði hann
staðsettur á Akureyri.
Til fundarins var öllum stjórn-
málaflokkum boðið að senda einn
frummælanda.
Eundarstjóri, Bárður
Halldórsson, form., samtakanna
setti fundinn með stuttu ávarpi,
þar sem hann greindi meðal ann-
ars frá starfsemi samtakanna að
Tækniskóla m álinu og þeirri
byggðastefnu, sem samtökin
liöfðu ákvcðið að beita sér fyrir.
Hann minnti og á þá uggvænlegu
staðrcynd, að landsbyggðin væri
að verða eins konar hjáleiga i
efnahagslegu jafnt sem menning-
arlegu tilliti frá höfuðborgar-
svæðinu, þar scm landsbyggðin
gegndi nú fyrst og fremst frum-
framleiðsluhlutverki gagnvart
Reykjavik. Þvi bæri brýna nauð-
syn til aö auka við þjónustu- og
fullvinnslugreinar utan höfuð-
borgarinnar, ef jafnvægi i
hyggöaþróuninni ætti að koma á.
Erummælendur vöktu allir
nokkuðgang málsins og tóku allir
i sama streng að brýna nauðsyn
bæri til að staösetja fleiri rikis-
stofnanir um allt land og vinna
þannig að jafnvægi i byggöaþró-
; uninni.
i lok fundarins var samþykkt
| ályktun þar sem fagnað eru þeirri
' stcfnuyfirlýsingu núverandi
rikisstjórnar, að unnið skuli að
byggðarjafnvægi með flutningi
rikisstofnana út á land.
Þá styður fundurinn eindregiö
þær hugmyndir sem fram hafa
kotnið um staðsetningu Tækni-
skóla íslands á Akureyri.
Miðvikudagur 17. mai 1972