Alþýðublaðið - 17.05.1972, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.05.1972, Blaðsíða 4
Flokksstarfið AÐALFUNDUR Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarð- ar verður haldinn miðvikudaginn 17. maí n.k. kl. 8.30 i Alþýðuhúsinu, Hafnarfirði. Fundarefni: 1. Bæjarmál. Hörður Zóphaníasson, bæjar- ráðsmaður, flytur ræðu og svarar fyrirspurn- um. 2. Almenn aðalfundarstörf. LEIKHÚSFERD AlþýAuflokksfólk, Hafnarfiröi! Alþýöuflokksfélögin i Hafnarfirði efna til hópferöar i Þjóðleik- húsið fimmtudaginn 25. mai n.k. til þess að horfa á leikgerð sög- unnar „Sjálfstætt fólk” cftir Halldór Laxness. Þátttakendum verður veittur 20% afsláttur á miðaverði. I’öntunum verður veitt móttaka i Alþýðuhúsinu n.k. fimmtu- dag 18. mai kl. 8—10 i sima 50499. Alþýðuflokksfélögin i Hafnarfirði. FÉLAGSFUNDUR Kvenfélag Alþýðuflokksins i Heykjavík, heldur félagsfund þriðjudaginn 28. mai, kl. 8,20 i Iðnó uppi. Dagskrá: 1. Minnst látinnar félagskonu. 2. Kosning fulltrúa á Kjördæmisþing Alþýðuflokksfélag- anna i Heykjavik. 2. önnur mál. Félagskonur hvattar til að mæta vel og stundvíslega. Stjórnin. Ég þakka vinum minum, börnum og vandamönnum gjafir og þá miklu sæmd sem þið hafið auðsýnt mér á sextugs- afmæli minu 28. april s.l. Sú gleði og ánægja er þið veittuð mér er langt um- fram það er ég hefi til unnið eða á skilið. Ég þakka ýmsum félagssamböndum. Vil ég sérstaklega nefna Kaupfélag Skagfirð- inga, Fiskiðju Sauðárkróks og starfsfólk þessara stofnana, sem gáfu mér ómetan- legar stórgjafir. Vinátta ykkar og tryggð fylla huga minn gleði og þakklæti. Ég bið ykkur allrar blessunar og farsældar i nútið og framtið. Kærar þakkir. Sveinn Guðmundsson, kaupfélagsstjóri. ROBERT'______________________8. um það. Hitt veit ég fyrir víst, að tómstundastarf hans er frábært og nægir eitt sér tilaðvarpaljóma á nafn hans. Hér á ég auðvitað við þrekvirki það, sem hann hefur afrekað með kórnum Filharm- óniu, flutningi tónverka með henni og Synfóniuhljómsveit Is- lands. Ég geri mér grein fyrir þvi, að kotroskni á ekki við i orð- um sem þessum, en ég vil samt leyfa mér að halda þvi fram, að undir stjórn dr. Róberts hafi stundum svo vel til tekizt hér á Fróni að kalla mætti þeim dulúð- ugu orðum ,,á heimsmæli- kvarða”. Tónlistarunnendur á Islandi og þá ekki sizt þeir, sem kunna að meta söng, eiga sér draum. Sá draumur er að leiða drottningu listanna, sönglistina, til þess há- sætis sem henni ber hér á landi. Við höfum fengið að heyra að þessi draumur sé óraunsær og fjarlægur, en fsland var lika fjar- lægt land ungum Berlinarbúa á sinum tima. Samt kom hann hingað og vakti til lifs fagra gleði, guðaloga. A þessum hátiðisdegi dr. Ró- berts eiga islenzkir söngunnendur að strengja þess heit að krýna nú drottninguna og stofna þann fé- lagsskap sem einn getur haldið merki hennar á iofti, þ.e. óperu- flokk. Öperan er hámark list- sköpunar tónlistarinnar, þar eru áhrif mannsraddarinnar mest og máttur tónlistarinnar viðtæk- astur. Auðvitað nær draumurinn til húsbyggingar lika, annað gæti ekki átt við á tslandi. En mann- virkjagerðin er i rauninni auka- atriði. Við eigum ágætis hús, Þjóðleikhúsið, aðeins þarf að tryggja nýtingu þess i hinum rétta tilgangi. Þetta gæti óperu- flokkur gert. Lágmarkið á að vera ein fullgild ópera á ári, ásamt smærri söngleikjum eftir getu. Dr. Róbert er einn þeirra fs- lendinga, sem mestur yrði mátt- arstólpi slikrar dýrðarstarfsemi. Yfirburða þekking hans og al- þjóðlegur smekkur myndi strax tryggja veg hennar og viðgang, þótt gera megi ráð fyrir miklum byrjunarörðugleikum. Dr. Róbert hefur jafnan færst mikið i fang og vaxið við hverja raun. Hann á sinn stóra þátt i þvi, að koma íslendingum yfir gelgjuskeið tón- listarsögu sinnar, nú er að gera þá að mönnum. Að lokum óska ég svo meistar- anum innilega til hamingju með afmælið og lýk þessu með siðasta erindinu úr Dísarhöllinni hans Einars Benediktssonar. Lát hljóma — svo þrái ég horfnar stundir, svo hjartað slái og taki undir og trega ég finni i taugum og æðum af týndri minning og glötuðum kvæðum, svo hrifist ég með — og hefjist i geði. Min hæsta sorg og min æðsta gleði, þær hittast i söngvanna hæðum. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. HVERS VEGNA 5 forsenda. Ég held, að það sé ekki aðeins æskilegt, að þessir tveir jafnaðarmannaflokkar renni saman, heldur sé það alveg sjálf- sagt. Á það verður að reyna á allra næstu vikum. Þessi samruni hlýtur að gerast á næstu mánuðum eða hann ger- ist hreint ekki. Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna, sem segjast vera jafnaðarmenn, verða á þessu tfmabili að gera það hreinlega upp við sig, i hvort istaðið þeir ætla að stíga. Varla geta þeir ætlazt til, að Alþýðu- flokkurinn biði von úr viti. Þeir verða sjálfir einhvern tima að taka ákvörðun.” VERTÍÐIN 1 ineiru. Snæfellsnesið væri einn af hinum fáum ,,ljósu punktum” vertiðarinnar. Þá hafa aflabrögð á Austfjörðum einnig verið sæmi- leg og mun verri cn f fyrra. Þar hefur meira verið veitt i net f vet- ur en undanfarnar vertfðar. I Vestmannaeyjum var vertiðin mjög svipuð og i fyrra, en þá var hún fádæma léleg. Sömu sögu er að segja um Suðurnesin, þar var vertiðin svipuð og i fyrra, þ.e. mjög léleg. Á báðum þessuin svæðum var um aukna sókn að ræða, svo vertiðin verður einnig að dæmast út frá þvi. Tvær misheppnaðar vertiðir i röð hafa komið hart niður á út- gerðinni eins og vænta má. A Vestfjörðum hcfur vertlð gengið sæmilega, þó er aflinn þar um 1000 tonnum minni en i fyrra. Aflinn á suðurfjörðunum hefur verið betri i vetur en undanfarið, en á norðurfjörðunum hefur hann vcrið mun lélegri. Steinbitsaflinn brást þriðja árið i röð á Vestfjörðum. Norðurlandið fór einna verst út úr vertiðinni, og þar brugðust veiðar togbáta gjörsamlega. Reyndar er svipaða sögu að segja af togbátunum alls staðar á landinu, þær veiðar brugðust alveg. LYFTINGAR 9i YfirþungavigtdlOkg. og yfir). f þessum flokki varð aðeins 1 keppandi Björn R. Lárusson KR. Björn náði frábærum árangri i bekkpressu, pressaði 200 kg., sem er nýtt isl. met og 7.5 kg. betra en fyrra isl. met Björns. Björn lyfti i hnébeygju 250 kg. og i réttstöðu- lyftu 280 kg. Hann fékk i saman- lögðu 730 kg., sem var jafnframt stærsta samanlagða tala mótsins. STARFSLAUN 12 Halldór Kristjánsson, formaður úthlutunarnefndar listamanna- launa, Hannes Davíðsson, for- maður Bandalags isl. lista- manna, og Knútur Hallsson, skrifstofustjóri inenntamála- ráðuneytisins, sem jafnframt er formaður starfslaunanefndar. Jón Óskar hlýtur launin til að halda áfram ritverki, sem hann vinnur að, Vilhjálmur Bergsson og Ágúst Petersen til að starfa að málaralist, Magnús Tómasson til tilrauna í leikskúlptúr á barna- leikvöllum, Nina Björk Árnadótt- ir til þess að semja ljóðaflokk um Jesú Krist og kærleikann í Nýja testamentinu, Steinar Sigurjóns- son til þess að semja skáldsögu i ljóðrænu formi, og Hafliði Hall- grímsson til þess að starfa að tón- smiðum. HftSSFÓlK___________________1_ þögn um þetta mál hjá lögregl- unni, þar sem hún telur, að vissar upplýsingar geti skaðað rannsókn málsins. En Alþýðublaðið hefur fengið uppgefiö eftir öðrum leiðum, að hassneyzla hafi einmitt vcrið mjög almenn meðal ungs fólks i Reykjavik að undanförnu og meira segja hafi hún verið svo al- menn, að merki þess hafi mátt sjá á gestum sumra skemmtistaða i Reykjavik. KAUPFELOG 3^ i skýrslunni segiv að samkv. ofanskráðu sé ljóst. að málefnum kaupfélaganna sé stefnt i beinan voða, ef ekki náist fram nauðsyn- legar úrbætur. Að lokum er svo greint frá þvi, að áætluð meðalá- lagning þessara verzlana vcrði 19.1%, en til þess að tryggja hallalausan rekstur búðanna þurfti meðalálagning að vera 22.4%.______________________ Sumardvöl í Reykjadal Sumardvalarheimili styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra tekur til starfa 9. júni. Skriflegar umsóknir um dvöl barna send- ist skrifstofu félagsins Háaleitisbraut 13. Stjórnin. 8-66-66 RÚSKINNSJAKKAR í MIKLU ÚRVALI RÚSKINNSBUXUR, RÚSKINNSPILS, RÚSKINNSKÁPUR. GRÁFELDUR HF. Laugavegi 3 - IV - Simi 26540 o Miövikudagur 17. maí 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.