Alþýðublaðið - 17.05.1972, Blaðsíða 9
iMðTTIR 1
GETRAUNIR
HRðPUÐU
NIÐUR IÍR
ÖLLU VALDI
Sala getraunaseðla hrapaði
niður úcöllu valdi i siðustu leik-
viku, enda var um að ræða
danska seðla. Aðeins voru seldir
um 16 þúsund seðlar. Þetta var
siðasti seðillinn að sinni, þvi get-
raunirnar fara nú i þriggja mán-
aða sumarfri.
Aðeins fundust tveir seðlar með
10 leiki rétta, og fær hvor um sig
70 þúsund krónur i sinn hlut. 20
seðlar fundust með 9 leiki rétta,
og fær hver um sig 3 þúsund krón-
ur i sinn hlut.
Fyrir þá sem ekki hafa ennþá
athugað seðlana sina, verður úr-
slitaröðin talin upp: xxl-xxl-lxx-
x2x.
Nú liggur fyrir Alþingi frum-
varp um getraunir. 1 þvi frum-
varpi er aðeins verið að lögfesta
ýmis framkvæmdaatriði
UWE KVADDIIR
MEU VIRKTUMl
Annað slagið hverfa úr röðum
knattspyrnumanna menn sem
skarað hafa fram úr i Iþrótta-
greininni, þeir leggja skóna á
hilluna einn og einn. Skærustu
stjörnur fimmta áratugsins eru
allar hættar, siðastur þeirra var
spænski snillingurinn Gento,
sent hætti i fyrra.
Nú eru sem óðast að hætta
þeir knattspyrnusnillingar sem
komu fram á seinni hluta
fimmta áratugsins, stjörnur
sjötta áratugsins. Kinn þeirra
er l>jóðverjinn Uwe Seeler, sent
nýlega lék sinn siðasta leik.
Hann lék þá itteð félagi sinu
llamburger Sport Verein (HSV)
gegn úrvali nokkurra fremstu
knattspyrnumanna Evrópu, svo
sent Bobby Charlton, George
Best, Euscbio, Bene,
Beckenbauer og Snellinger svo
einhverjir séu nefntlir.
A sinum langa knattspyrnu-
ferli lék Seeler alls 72 landsleiki
fyrir Þýzkaland, og i þessum
leikjunt skoraði hann alls 43
ntörk. Fyrrir félag sitt HSV
hefur Seeler alls skorað um 700
mörk. Seeler hefur kontið hing-
að til lands, fyrir einum 12 árum
siðan, og vakti hann þá ntikla
athygli.
Eins og gefur að skilja, var
siðasti leikur Uwe Seeler aðeins
vináttulcikur. Markatöluna 7:3
fyrir Evrópuúrvalið ber þvi ekki
að taka ntjög alvarlega. Geoff
Hurst skoraði 1:0 Bene 2:0 og
Beckenbauer 3:0 áður en
heimamenn koniust á blað. Það
var Seeler sent skoraði 3:1 Gerd
Muller skoraði 4:1, Zaczyk
(HSV) skoraði 4:2, Meszöly
skoraði 5:2 fyrir Evrópuliðið,
Best 6:2 og Eusebio skoraði 7:2.
En síðasta orðið í leiknunt á
Seeler, þegar hann skoraði 7:3.
Á efri ntyndinni labba leik-
mennirnir inn á völlinn nteð
Seeler og Bobby Charlton i
fararbroddi, en á neðri ntynd-
inni sést Seeler skora fyrir
Þvzkaland.
NM METIO AF ÖÐRU
í LYFTINGUNUM
r
SKARÐSMOT
UM HELGINA
Skarðsmótið svonefnda verður
að vanda haldið á Siglufirði yfir
Hvitasunnuna. Skarðsmótið er
siðasta punktamótið að sinni, og
þvi er til mikils að vinna fyrir
skiðamennina. Veittur verður
bikar fyrir samanlagðan árangur
i Alpatvikeppni á punktamótun-
um, og koma margir skiðamenn
til greina með að hljóta þann
bikar.
Skarðsmótið hefst á laugardag,
og verður þá keppt i svigi karla og
kvenna. Á sunnudaginn heldur
mótið áfram, og verður þá keppt i
stórsvigi karla og kvenna. Allir
beztu skiðamenn landsins verða
með i mótinu.
Á laugardaginn verður brugðið
á smá glens, og keppt i knatt-
spyrnu. Eigast þar við skiða-
menn, — heimamenn mæta að-
komumönnum.
ÞEIR SVARA í DAG
Knattspyrnuráð Akranes hefur
ekki ennþá sent dagblöðunum
greinargerð vegna málsins sem
kom upp milli þess og landsliðsins
um siðustu helgi. Stóð til að svar
frá ráðinu birtist i blaðinu i dag,
en af þvi gat ekki orðið.
Knattspyrnuráðið mun hafa
haldið fund i gærkvöldi, og á þeim
fundi hefur svar væntanlega verið
samið. Birtist það að öllum lik-
indum hér á siðunni á morgun.
Um siðustu helgi fór fram i KR
húsinu Kraftlyftingameistaramót
Islands. Þar fuku metin eins og
endranær, og talið er að á mótinu
hafi verið sett alls fjögur Norður-
landamet, og auk þess fjöldi Is-
landsmeta. Þar sem Norður-
landametin eru ekki skráð i
kraftalyftingum, verður að taka
þau með fyrirvara, þvi upplýs-
ingar frá öðrum löndum eru af
skornum skammti.
Einar Þorgrimsson KR var
mesti afreksmaður mótsins, setti
alls þrjú Norðurlandamet i milli-
vigt. Þá setti Gústaf Agnarsson
Norðurlandamet unglinga i
þungavikt. Öskar Sigurpálsson og
Guðmundur Sigurðsson tóku ekki
þátt i mótinu vegna utanfarar á
Evrópumeistaramót i lyftingum.
Hér á eftir fer frá sögn Ómars
Úlfarssonar af kraftalyftinga-
mótinu:
í Fluguvigt sigraði ungur og
efnilegur lyftingamaður frá UM
Selfossi, Kristinn Ásgeirsson,
hann lyfti á bekk 50 kg. i
hnébeigju 80 kg. og i réttstöðu-
lyftu 100 kg. sem er nýtt isl. met
og fékk i samanlögðu 230 kg.
i Dvergvigt sigraði Gunnar
Jóhannesson KR, hann pressaði á
bekk 70 kg., lyfti i hnébeigju i
fyrstu tilraun 85 kg., annarri 90
kg., nýtt isl. met og i þriðju til-
raun 92.5 kg., og bætti þar með isl.
metið um 7.5 kg., i réttstöðulyftu
130 kg., og i samanlögðu 292.5 kg.
i Fjaðurvigtsigraði Vilhjálmur
H. Gislason KR, hann pressaði á
bekk 60 kg. nýtt isl. met lyfti i
hnébeigju 90 kg., i réttstöðulyftu
135 kg. isl. met og fékk i saman-
lögðu 285 kg.
i Léttvigt sigraði stálmúsin
Skúli óskarsson ÚIA, hann lyfti á
bekk 100 kg., I hnébeigju i fyrstu
tilraun 155 kg., nýtt isl. met og
bætti enn betur i annarri tilraun
og lyfti 160 kg., isl. met, i rétt-
stöðulyftu þribætti Skúli fyrra isl.
metið er hann átti sjálfur úr 212.5
kg. i 215 kg. i fyrstu tilraun i ann-
arri tilraun i 225 kg. og þriðju til-
raun i 230 kg. og setti einnig isl.
met i 210 kg., sem var jöfnun á
eigin isl. meti, i samanlögðu fékk
hann 552.5 kg., sem er nýtt isl.
met og jafnframt Norðurlanda-
met, Einar setti samtals 5 isl. met
og 3 Norðurlandamet, sem má
telja mjög góðan árangur á einu
móti.
Léttþungavigt (75 kg. til 82.5
kg.). Sigurvegari var Július Bess
LH. Július lyfti á bekk 125 kg., i
hnébeygju 145 kg., i réttstöðulyftu
200 kg. og i samanl. 470 kg. Nr. 2
varð Sigurður Stefánsson KR,
ungur og efnilegur lyftingamað-
ur, hann lyfti á bekk 85 kg. og i
hnébeigju 140 kg. og i réttstöðu-
lyftu 172.5 kg. og fékk i saman-
lögðu 490 kg. samtals 6 isl. met.
t Millivigt (67.5 kg. til 75 kg.).
Sigurvegari varð Einar
Þorgrimsson KR. Einar byrjaði
að pressa á bekk 137 kg. og setja
þar nýtt isl. met, en það fyrra var
135 kg. og átti Einar það sjálfur, i
annarri tilraun lyfti Einar 142.5
kg., nýtt isl. met og i þriðju til-
raun reyndi hann við Norður-
landamet 145.5 kg., en mistókst. I
hnébeigjunni byrjar Einar i 185
kg. og lyftir þvi, i annarri tilraun
reyndi hann við nýtt Norður-
landamet 192.5 kg. og átti létt með
það, en fyrra Norðurlandametið
"» átli F.inar bað siálf-
ur, í þriðju tilraun lyfti Einar 200
Ul, . ----
kg. og setti þar með glæsilegt
Norðurlandamet, i réttstöðulyftu
397 5 kg.
Milliþungavigt (82.5 kg. til 90
kg.). Sigurvegari i þessum flokki
varð Guðmundur Guðjónsson KR,
en hann hefur til þessa keppt i
léttþungavigt. Guðmundur press-
aði á bekk 150 kg, lyfti i hné-
beygju 230 kg., i réttstöðulyftu 235
kú. og fékk samanl.iil5 kg.
Þungavigt (90 til 110 kg.).
Sigurvegari varð hinn ungi og
efnilegi lyftingamaður Gústaf
Agnarsson A. Gústaf pressaði á
bekk 140 kg., lyf-ti i hnébeygju 220
kg., i réttstöðulyftu 275 kg., sem
er nýtt norðurlandamet unglinga
i þessari grein og talinn frábær
árangur af svo ungum manni, i
samanlögðu fékk Gústaf 635 kg.
Framhald á bls. 4
FER ASGEIR
TIL CELTIC
í HAUST
Eins og við skýrðum frá i gær,
hefur skozka liðið Morton mikinn
áhuga á þvi að fá Asgeir Sigur-
vinsson frá Vestmannaeyjum út
til Skotlands i sumar. Einnig
sýndi Morton áhuga á þvi að fá
félaga hans örn óskarsson út.
En þetta er ekki eina boðið sem
Ásgeir á lil Skotlands, þvi hann á
inni heimboð frá þvi I fyrra sum-
ar. Þetta boð er frá ekki ófrægara
félagi en Celtic. Fékk Asgeir boð-
ið i fyrra þegar hann var með Tý
úr Vestmannaeyjum I keppnis-
ferð I Skotlandi. öðrum Eyjapilti
var einnig boðið, Þóröi
Hallgrimssyni.
Nú mun ákvcðið aö Asgeir fari
ekki út til Skotlands fyrr en i
haust, ef hann þá fer, og þá aö öll-
um likindum til Celtic. „Aðeins
það bezta er nógu gott fyrir okkar
menn”, segja þeir I Eyjum.
Miövikudagur 17. maí 1972
o