Alþýðublaðið - 14.06.1972, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.06.1972, Blaðsíða 1
BANKASTIORANN BANKAKONUNUM STORSLYS OG ÞRÍR í LÍFSHÆTTU Geysiharður árekstur varð undir miðnætti i gærkvöldi Þegar tvær bifreiðar skullu saman á móts við benzinstöð BP i Armúla og voru þrir flutt- ir stórslasaðir á slysadeild Borgarspitalans. Chevrolet-bifreið var ekið eftir lláaleitisbraut og ætlaði að beygja inn i Ármúlann, en i beygjunni mun bifreiðin hafa rekizt utan i gangstéttarbrún og ökumaður misst vald a henni. Kastaðist hún yfir graseyju yfir eitt hundrað metra vega- lengd og hafnaði i leiðinni beint framan á Saab-bilreið. Var höggið svo mikið, að farþegi i Saab-bilnum kastað- ist út úr henni i sjálfu bilsæt- inu. A slysadeildinni fengum við þær upplýsingar, að fólkið væri mjög mikið slasað og allir i lifshættu. UNGIR MENN BRENNA SIG TIL BANA Skýrt var frá þvi i Moskvu i gærkvöldi að ungur maður i sovétlýðveldinu Lithauen hafi fyrirum það bil tiu dögum framið sjálfsmorð af pólitiskum ástæð- um með þeim hætti að brenna sig á báli. Þetta er i annað sinn á fjórum vikum, að ungir borgarar i Lit- hauen svipta sig lifi á þennan hátt til þess að mótmæla stefnu vald- hafanna i Kreml. Óstaðfestar heimildir i Moskvu herma, að ungi maðurinn hafi framið sjálfsmorð fyrir um það bil tiu dögum i bænum Varena, sem liggur um 80 kilómetra suður af Vilnius, höfuðborg Lithauen. i kjölfar sjálfsmorðsins fylgdu miklar mótmælaaðgerðir og tóku þátt i þeim þúsundir ungmenna. Um 300 þeirra voru handtekin og verða um 200 hinna handteknu leiddir fyrir rétt. Meirihluti hinna Þær eru mun fleiri í neðri launa- flokkunum Konur virðast ekki eiga greiðan aðgang að æðstu stöðum i banka- stofnunum hérlendis. Fyrir konur er leiðin upp i bankastjórastöðu bæði löng og erfið. Þetta kemur greinilega i ljós i niðurstöðum rannsóknar, sem nokkrar ungar konur hafa gert á launamálum starfsfólks bankastofnana i höf- uðborginni. Eins og kunnugt er hefur kona aldrei verið bankastjóri á íslandi, en ein kona er i næsthæsta launa- flokki bankastarfsfólks, en i sama launaflokki eru 68 karlar. Our, en það er ungar konur i Kvenréttindafélagi tslands, gerðu umrædda könnun fyrir um það bil tveimur árum og er skýrt frá niðurstöðum hennar i arsriti félagsins, 19. júni, sem komið er út i tilefni kvenréttindadagsins. Breytingar urðu á skipan launaflokka bankastarfsfólks á árinu 1971, eða eftir að þessi könnun var gerð, en engu að siður sýna niðurstöðurnar rétta mynd af stöðu kvenna innan bankakerf- isins. Engar nýrri sambærilegar tölur eru til. Framhald á bls. 9 BÆJAR- PRÝÐI Það blés heldur óbyrlega fyrir gönguhljómsveit norsku stúlkn- anna siðdegis i gær, en þær hlésu þeim mun betur sjálfar. Þessir fallega gestir okkar eru frá Koibotn-Garden skóla i Osló og cru á aldrinum tiu til sautján ára. Þær eru miklir aufúsugest- ir, eins og raunar allir landar þeirra. Þær hafa þar að auki getið sér hinn ágætasta orðstir sem hljóðfæraleikarar, enda er hljómsveitin þeirra vel þekkt bæði á Norðurlöndunum og utan þeirra. Þó að hann rigndi þvi miður á þær i gær, þá voru þær bæjarprýði. ÖLVUN VIB AKSTUR FÆRIST ENN STÓRLEGA í VÖXT REYKJAVÍK VERST, ÞA VOLLURINN Á siðasta ári voru 1657 öku- menn á Islandi kærðir fyrir ölvun við akstur. Þar af voru 832 teknir i Heykjavik eða rétt rúmur helm- ingur. Umferðarráð hefur tekið sam- an mjög athyglisverða skrá yfir fjölda ökumanna, sem teknir hafa verið fyrir meinta ölvun við akst- ur 1971 og sýnir hún, að aukningin menn, þar af 740 einungis i I lögreglan tekur, vex nokkuð jafnt er ógnvekjandi. Reykjavik. I ár frá ári. Aukningin á siðasta ári F'jöldi ölvaðra ökumanna, sem Framhald á bls. 9 Þannig kemur fram, að árið 1966 voru 944 teknir ölvaðir við akstur á öllu landinu, en á siðasta ári voru þeir 1657 eða 715 fleiri. Aukningin frá árinu á undan eða 1970 er 267. Þá voru teknir á öllu landinu 1390 ölvaðir öku- ? Um kvöldmatarleytið i gær var sjúkrabill kvaddur að öskutunnu i Tryggvagötu. Þar hafði maður meiðzt, þegar öskutunnan, sem hann virðist haf <t citthvert erindi ofani valt um koll. Meiöslin munu ekki haia verið alvarlegs cðlis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.