Alþýðublaðið - 14.06.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 14.06.1972, Blaðsíða 3
lélegt pulsuár Afburða SPORÐRENNUM UM 10,000 Á OAG! Það er hart i ári hjá pylsuæt- unum og útlit fyrir, að ástandið eigi enn eftir að versna. Eftir þvi sem Alþýðublaðið kemst næst er pylsuframleiðsl- an á dag helmingi minni núna en eftirspurnin og reiknað er með, að ástandið eigi eftir að verða mun verra ,,pylsumánuð- ina” tvo, júli og ágúst. Erfitt er að segja til um, hversu íslendingar borða marg- ar pylsur á dag, en gizkað er á, að þær séu um tiu þúsund og jaínvel helmingi fleiri i júli og ágúst. Við höfðum samband við Slát- urfélag Suðurlands og voru þeir óhressir yfir ástandinu. „Jú, þetta er mjög fátæklegt hjá okkur og eftirspurnin er geysileg”, sagði Vigfús Tómas- son hjá Sláturfélaginu i viðtali við Alþýðublaðið. Sagði hann, að þeir hefðu orð- ið að gripa til þess ráðs að skammta pylsur til verzlana og veitingastaða. Þó væru vissir aðilar, sem fengju pantað magn, þar sem þeir byggðu verzlun sina að miklu eða öllu leyti á pylsusölu og sumir þess- ara aðila væru einmitt þeir, sem hjálpað hefðu til við að byggja upp pylsuframleiðslu Sláturfé- lagsins. Þá nefndi Vigfús einnig að á sumrin tækju margir upp á þvi að selja pylsur, en eins og á- standið væri núna yrði litið um slika verzlun að þessu sinni. ()g ástæðan fyrir þessu slæma ástandi er sú, að i fyrra var slátrað miklu minna en undan- farin ár og vinnslukjöt varð mun minna. Vigfús kvaðst hins vegar hafa vonir um að ástandið skánaði á næsta ári. Til þess að bæta úr pylsu- skortinum sótti Sláturfélagið fyrir tveimur mánuðum um leyfi til innflutnings á vinnslu- kjöti, en að sögn Vigfúsar hefur þeirri beiðni ekki verið sinnt. t þvi skyni að leysa þennan vanda hefur fyrirtækið gert að undanförnu tilraunir með fram- leiðslu á hvalkjötspylsum, en þær hafa þó ekki gefið nógu góða raun. Aðalvandinn er hið sterka hvalbragð. „Við höfum ekki sett þær á markaö”, sagði Vigfús, ,,en við ætlum að reyna okkur áfram enn og þegar við höfum náð þeim árangri, sem við teljum írambærilegan setjum við þær örugglega á markaðinn”. Ef reiknað er með, að tslend- ingar borði 10 þúsund pylsur á dag og allt að helmingi meira i júli og ágúst, lætur nærri, að samtals séu borðaðar um þrjár og hálf milljón af pylsum á ári. SÁ TÝNDI FÚRÁ FISKIRÍ Lögreglan i Hafnarfirði aug- lýsti eftir manni á sunnudaginn eftir að hans hafði verið saknað frá þvi 6. þessa mánaðar. Sú auglýsing bar engan árangur. Hún var svo endurtek- in i hádegisútvarpi i fyrradag og þá fékk lögreglan upphringingu frá togaranum Haukanesi, sem er staddur úti á sjó. Var tilkynnt, að maðurinn væri þar um borð við beztu heilsu. BÍLSTJORINN HIRTI GARMINN Átján ára gamall piltur var gripinn um helgina, þegar hann var að rogast með útvarpstæki og peningakassa út úr hús- gagnaverzlun i Skipholtinu. Hafði hann brotizt þar inn og gramsað, en þegar hann var á leið út úr verzluninnj sá leigu- bilstjóri, sem þarna var á ferð, hvað var á seyði. Snaraðist hann út úr bifreið sinni, greip piltinn og hélt hon- um föstum, þar til lögreglan kom og hirti kauða. Sýning Steingrims Sigurðssonar i Akóges húsinu i Vestmannaeyj- um hefur gcngiö vonum framar, að þvi er listmálarinn segir. Hann liefur þegar selt meira en 10 af 50 myndum á sýningunni, en af þess- um 50 eru 40 nýjar. Fyrstu tvo daga sýningarinnar komu 300 manns að sjá hana. Á myndinni er listamaðurinn ásamt dóttur sinni, Halldóru Mariu, H ára. LOKAD OG LÆST HJÁ SÍS Það er ekki aðeins sjónvarpið, sem lokar mánuð vegna sumar- leyfa. t nýjum Sambandsfrétt- um kemur fram, að allar verk- smiðjur StS á Akureyri munu loka á timabilinu 17. júli til 14. ágúst, meðan starfsfólkið nýtur sumarleyfis. Þá verða Kafvélaverksmiðj- an Jötunn h.f. i Keykjavik lokuð vegna sumarleyfa frá 15. júli til 9. ágúst og svo Kataverksmiðj- an Gefjun við Snorrabraut i Keykjavik frá 15. júli til 14. ágúst. — BORGARDU OF MIKHI FYRIR FASTEIGNINA? Húseigendafélag Reykjavíkur hefur sent frá sér aðvörun til allra fasteignaeigenda i Reykjavik þess efnis, að þeir athugi gaum- gæfilega, hvort fasteignaskattur, sem lagður er á eignir þeirra, sé rétt útreiknaður, Er fasteignaeigendum bent á að kæra þegar i stað til yfirfast- eignamatsnefndar rikisins, ef rangt er á lagt. 1 fréttatilkynningu frá Hús- eigendafélagi Reykjavikur segir ennfremur: ,,Þá skal sérstaklega vakin athygli á 3. og 4. mgr. 5. gr. og 6. grein laga nr. 8 frá 22. marz 1972 um tekjustofna sveitarfélaga, sem hljóða svo: 5. gr., 3. og 4. mgr.: „Heimilt er sveitarstjórn að lækka eða fella niður fasteigna- skatt, sem efnalitlum elli- og örorkulifeyrisþegum er gert að greiða. Sama gildir um slfka lif- eyrisþega, sem ekki hafa veru- legar tekjur umfram elli- og örorkulifeyri. Heimilt er sveitarstjórn að undanþiggja nýjar ibúðir og ibúðarhús ásamt lóðarréttindum fasteignaskatti i allt að tvö ár eft- ir að afnot hefjast”. 6. gr.: „Nú er afnotum fasteignar, sem metin er ein heild, þann veg háttað, að greiða ber fasteigna- skatt af henni samkv. báðum. gjaldflokkum 2. gr. og 3. gr., og skulu þá þeir, sem annast mat ný- bygginga og endurbóta fasteigna, ákveða hlutfallslega skiptingu matsverðs slikra eigna eftir af- notum”,— RÉTT UM NELM- INCIIR NÁUI M) LANUSPRÚFINU Af þeim, sem reyndu við lands- próf á Stór-Reykjavikursvæðinu i ár, náði aðeins prófi rétt rúmur helmingur. Fjöldi þeirra, sem féll var 448, en af þessum hópi fá 123 tækifæri til þess að þreyta haust- próf. Samtals tóku prófið 960 nemendur. Af þeim náðu Tág- markseinkunn 542,123 fá að taka haustpróf, en 325 verða að sitja heilan vetur ef þeir ætla að reyna aftur. Að prósentutölu náðu þvi prófi 56,5%, en i fyrra 63,5%, Hins veg- ar eru þeir nokkru fleiri, sem fá að fara i haustpróf, að þessu sinni, ef miðað er við siðasta ár eða 12,8% en i fyrra 10,6%. Lágmarkseinkunn á landsprófi er 6,0 en til þess að fá að fara i haustpróf verða nemendur að fá einkunn yfir 5,6. Aðrir falla hreinlega. Samkvæmt ofangreindu er árangurinn á Reykjavikursvæð- inu nokkru lakari i ár. Enn er ekki hægt að dæma um árangurinn á öllu landinu, þvi niðurstöður utan af landi hafa enn ekki borizt landsprófsnefnd. HÓTEL BIFRÖST TEKID TIL STARFA Hótel Bifröst I Borgarfirði tók til starfa siðastliðinn laugardag. Þegar er pantað allmikið gisti- rými fyrir innlenda og erlenda ferðamenn i sumar, en hótelið verður rekið i ár með sama sniði og áður. 1 sumar verða haldnar i Bifröst nokkrar minni ráðstefnur, aðal- lega i upphafi og við lok rekstrar- timabilsins. 1 nýjum Sambandstiðindum er tekið fram að stöðugt fari i vöxt, að fjölskyldur minnist tyllidaga sinna i Bifröst, svo sem stóraf- mæla, brúðkaupa Ekki er heldur vitað nákvæm- lega hve margir þreyttu prófið á öllu landinu. Gizkað er á töluna i kringum 1630, en i fyrra var sam- svarandi tala 1465. Eins og svo oft hefur komið fram, hefur komið til tals að leggja landsprófið niður i þvi formi, sem það er i dag. Þau mál eru i deiglunni, en samt er talið liklegt, að enn eigi eftir að liða tvö ár þar til það verður. Efst á landspróíi á Stór-Reykja vikursvæðinu varð að þessu sinni Agústa Andrésdóttir úr Réttar- holtsskóla. Hún hlaut einkunnina 9,3. Litháen 1 handteknu eru verkamenn og stúdentar. Olgan i Lithauen hófst 14. mai siðastliðinn, er annar ungur mað- ur brenndi sig á báli. Þúsundir ungmenna tóku þátt i mótmæla- aðgerðum eftir sjálfsmorðið. Sovézk yfirvöld hafa enn ekki viljað staðfesta fréttina um sið- ara sjálfsmorðið. Siðustu vikurnar hefur hvað eltir annað borizt fregnir um mikla ólgu i Lithauen, en ibúar lýðveldisins eru um 31/2 milljón. Hópurinn, sem stóð að mót- mælaaðgerðunum eftir siðara sjálfsmorðið, hefur m.a. dreift flugmiðum, þar sem þvi er mót- mælt, að sovézkir borgarar njóti ekki trúabragðafrelsis. Sovézk yfirvöld hafa sam- kvæmt heimildum vestrænna lréttastofnana i Moskvu brugðizt hart við til að hindra frekari mót- mælaaðgerðir i Lithauen Þvi er l.d. haldið fram, að fjölmennar lögreglusveitir og fallhlifaher- menn hafi verið sendir til borgar- innar Kaunas, þar sem fyrra sjálfsmorðið var framið. - Vegna tilmæla hefur siðari fundi ársþings I.B.R. verið frestað til þriðjudagsins 20. júni, kl. 20.30 i húsi S.V.F.Í. á Granda- garði. Stjórn I.B.R. Læknisstaða Staða sérfræðings i liffærameinafræði við Rannsóknarstofu Háskólans er laus til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamn- ingum Læknafélags Reykjavikur og stjórnarnefndar rikisspitalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnar- nefnd rikisspitalanna, Eiriksgötu 5, fyrir 14. júli n.k. Reykjavik, 13. júni 1972 Skrifstofa rikisspitalanna. Miðvikudagur T4. júni 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.