Alþýðublaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 3
NfJA MITTIÐ Á KÚPAVOGI Stefnt er að þvi, að miðbær Kópavogs taki á sig nýja og glæsilega mynd i framtiðinni og hefur nú verið gert likan að hinu nýja miðbæjarsvæði kaupstað- arins. Á Digraneshálsi, þar sem Hafnarf jarðarvegur liggur gegnum Kópavogskaupstað, hefur með heimild skipulags- yfirvalda rikisins verið sam- þykkt skipulag að miðbæjar- byggð fyrir kaupstaðinn. Það er fyrirhugað aö hefja svo fljótt sem auðið er byggingu ibúðarhúsa, verzlana, skrif- stofubygginga og annarra mannvirkja, sem nauðsynleg þykja i miðbæ. Til þessara framkvæmda er fyrirhugað að virkja einstakl- inga, félög og stofnanir með nokkuð nánu samstarfi bæjar- félagsins til þess að tryggja viö- stöðulausar framkvæmdir, skipuleg áfangaskil og sam- ræmingu útlits og afnotaskipt- ingar. Sett hefur verið á laggirnar sérstök upplýsinga- og fram- kvæmdastofnun miðbæjar Kópavogs. Verkefni stofnunar- innar er að stuðla að þvi, að miðbær Kópavogskaupstaðar byggist svo hratt og hagkvæmt sem kostur er. Stofnunin mun m.a. kynna það hlutverk og þá möguleika, sem miðbæjarsvæði Kópavogs hefur upp á að bjóða, og verða kynningarrit send til stofnana og einstaklinga um þetta efni. Uppdrættir verða ennfremur til sýnis á skrifstofu stofnunar- innar að Álfhólsvegi 5 og verður hverjum áhugaaðila veittar þar munnlegar og skriflegar upp- lýsingar um aðstöðu á svæðinu og byggingarskilmála. Á hinu nýja miðbæjarsvæði Kópavogs er gert ráð fyrir að hinar ýmsu opinberu stofnanir verði staðsettar, þ.á.m. bæjar- skrifstofur, skrifstofa bæjar- fógeta, löggæzla, póstur og simi, heilsugæzla og ef til vill ein- hverjar rikisstofnanir. Þá er gert ráð fyrir, að á mið- bæjarsvæöinu verði hótel ásamt veitingahúsi og samkomusölum og svo kvikmyndahús. Menningarstarfseminni i kaupstaðnum mun einnig vænt- anlega verða helgað svæöi i miðbænum, m.a. fyrir bóka- safn, leikhús og sýningarsali Miðbæjarsvæðið er hugsað sem miðstöð viðskipta og þjón- ustu i kaupstaðnum og er þvi gert ráð fyrir, að þar verði komið upp bæði almennu skrif- stofu- og verzlunarhúsnæði. Að lokum er i frumhugmynd- unum að nýja miðbæjarsvæðinu gert ráð fyrir byggingu ibúðar- húsnæðis. Þctta eru rósirnar i blómaskrúöi mannlifsins I borginni á sumrin. I>ær eiga hvað mestan þátt i þvi að gera borgina okkar að einhverri fallegustu borg og hreinustu, sem finnast. Um þær tegundir sem eru al- gengastar i ár sagði Hafiiöi, að mikið bæri á hunangsflugu og jötunuxa. Þessi skordýr eru þó ekki ýkja hættuleg gróðri, þar eru lúsin og maðkur birkifiðr- iidisins hættulcgust. Ungum trjágróðri cr niest liætta búin af skordýrum, en þar sein tré eru orðin hávaxin og limamikil og sömuleiðis þar sem mikið er af trjám og þvi af nógu að taka, er hættan ekki eins mikil. Þar sem fuglalif er mikið þarf hcldur ekki að hafa miklar áliyggjur af skordýrum á gróðri, fuglarnir sjá fyrir miklum hluta þeirra. Kaunar ætti að láta náttúruna sjá fyrir að halda jafnvæginu, sagði liafliði, og benti á, að á Akureyri er sáralitið úðað, þótt þar sé talsvcrt af lús. Þá vildi liann i lokin koma þeirri spurningu á framfæri, þvi i ósköpunum enginn islendingur l'ari i nám i skordýrafræði. Þar sé mjög mikið starf óunn- ið við raiinsóknir, en garðyrkju- menn, sérstaklega þeir sem reka gróðurhús, standi ráðþrota gagnvart alls konar snikjudýr- um, sem herjar á gróður þeirra. — Nú er enginn starfandi skor- dýrafræðingur á landinu fyrir utan (íeir tiigju, og að þvi er Hafliði bezt vissi er enginn við slikt nám nú. I.ýs og maðkar i görðum hér i Ueykjavik og næsta nágrenni njóta þess nú, að i vor gekk i gildi ný rcglugerð um notkun eiturefna, þar sem bannað er að úða garða með háþrýstidælum. Það er kannski eins gott að það var gert, þvi að sögn llafliða Jónssonar garðy rk justjóra Koykjavikurhorgar, cr að mörgu leyti vafasamt að taka fram fyrir ..hendurnar” á nátt- urunni. Að siign llafliða komu aðeins fimm lágþrýstidælur til lands- ins i vor, og þar af keypti borgin eina. Það eru þvi mun færri garðyrkjuinenn sem ganga á milla garða og bjóðast til að úða, i ár en undanfarið. Iláþrýstidælurnar voru bann- aðar vcgna mengunar sem frá þeim stafa, en þar sem hvcr garður i heilum hverfum er úð- aður með slikum dælum liggur þétt ský af eiturefnum lengi á eftir. Kf fólk andar að sér þessari eiturgufu getur það valdið eitr- un, sem m.a. kcmur fram i upp- köstum, og skaða á augum. Að sögn borgarlæknis hafa engin sjúkdómstilfelli vegna úðunar komið upp i vor. Um útbreiðslu lúsa og maðka i görðuni Keykvikinga i ár sagði ilafliði, að hún liafi oft verið magnaðri, en i þessari viku hafi fjöldi skordýra aukizt stórlega. HflSSIÐ BRÁTT TIL SAK- SÚKNARA Mjög bráðlega er þess að vænta að saksóknara rikisins verði sendar niðurstöður dómsrannsóknar i hassmál- inu. Unnið hefur verið sleitulaust að rannsókn þess bæði hjá bæjarfógetaembættinu i Kópavogi og sakadómi Reykjavikur, auk þess, sem lögreglurannsókn stendur ennþá yfir vegna ýmissa upp- lýsinga, sem frani koniu vegna þessa máls. Þegar saksóknara liafa borizt gögn i málinu tekur liann ákvörðun uin ákæru á grundvelli þeirra. DAGGJOLD Á SIUKRAHÚSUM MIINII NÆKKA Gera má ráð fyrir að daggjöld sjúkrahúsanna hækki um næstu mánaðamót. Að sögn Þorsteins Magnússon- ar, starfsmanns daggjaldanefnd- ar sjúkrahúsanna, sem blaöiö hafði samband við i gær, er ekki gert ráð fyrir verulegum hækkun- um að þessu sinni. Aðspurður um áhrif hinna nýju kjarasamninga sjúkrahúslækna á daggjöldin, sagði Þorsteinn: „Samningar læknanna hafa ekki nein veruleg áhrif i þessu efni, en ákvöröunin um hækkun daggjald- anna hefur enn ekki verið tekin og er þvi á þessu stigi ekki hægt að segja til um, hve mikii hún verð- ur’. Ný daggjöld á sjúkrahúsunum munu taka gildi 1. júli. — IUNSKÖmT GÆRKVÖLDI Joseph Imns, aðalfram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, kom með einkaflugvél til Keykjavikur klukkan 21.00 i gær- kvöldi. Eins og áður hefur verið skýrt frá i blaðinu mun hann eiga hér viöræður við islenzka ráðherra m.a. forsætisráöherra og utan- rikisráöherra. RAFVIRKJAR í VERKFALL Kal'virkjar hafa boðað verkfall frá og með 17. júni n.k. hafi samn- ingar ekki náðst fyrir þann tima. Komi til verkfalls mun það ná til allra félaga i Félagi rafverktaka i Keykjavik. Magnús Geirsson formaður ralvirkjafélagsins tjáði blaðinu i gærkvöldi, að enn hafi sérsanin- ingar ekki náðst milii rafvirkja og vinnúveitenda þeirra, en sam- k v a> ni t ramniasamkomulaginu frá 1. desember i vetur var vtö það miðað, að sérsamningar næð- ust fvrir 15. janúar s.l. Siðan eru nú liðnir fiinni mánuðir án þess að samningar um sérkröfur raf- virkja hafi náöst. Verkfall rafvirkja myndi mjög fljótlega gæta i byggingariðnað- inu iii.— UÐID ADALLEGA MED VARÚÐ. SEGIR HAFLIDI Fimmtudagur 15. júni 1972 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.