Alþýðublaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 2
ÞETTA GERÐIST LÍKA ...
Paö er
súkkulaói
bragð
af kókó
mjólkinni
Jced í nœstu mjóllmrbúð
ÞESSIR
HLUTU
HNOSSIÐ
A iundi stjórnar húss Jóns
Siguróssonar ti. júni s.l. var
samþykkt að veita eftirtöldum
aðilum kost á afnotum af fræð-
imannsibúð hússins á timabil
inu 1. september 1972 til ill.ágúst
197:t:
Steindóri Steindorssyni skóla-
meistara frá 1. sept. til 30. nóv.
1972., Sveini Kinarssyni leikhús-
stjóra frá 1. des. 1972 til 28. feb.
1973., Haraldi Ásgeirssyni verk-
fræðingi frá 1. marz til 31. mai
1973., og Lárusi H. Blöndal
bókaverði frá 1. júni til 31. ágúst
1973.
SAMNINGUR UM
FLUGÞJQNUSTU
Hinn 14. júni 1972 var undirrit-
aður i Reykjavik samningur milli
rikisstjórnar tslands og rikis-
stjórnar Sameinaða konungsrik-
isins Stóra Bretlands og Norður-
lrlands um flugþjónustu og tók
hann gildi þann dag.
Samningur þessi kemur i stað
loftflutningasamnings milli sömu
rikja frá 26. mai 1950.
Af hálfu rikisstjórnar lslands
undirritaði samninginn Einar
Ágústsson, utanrikisráðherra, en
af hálfu rikisstjórnar Sameinaða
konungsrikisins Stóra Bretlands
og Norður-trlands John
McKenzie, sendiherra.
,,19. júni", ársrit Kvenréttinda-
félags islands, 1972, er komið út.
Uitið er 64 siður auk kápu. t>etta
er i 22. sinn, sem ,,19. júni” kemur
út i tilel'ni kvenréttindadagsins.
Uitið er efnismikið að vanda og
hel'st það með stuttri grein i til-
efni af 65 ára afmæli félagsins.
1 ritinu eru m.a. viðtöl við Jó-
hönnu Egilsdóttur, Guönýju
llelgadóttur og Ingu Birnu Jóns-
dóttur.
1 ritinu birtast átta greinaflokk-
ar. Har skrifa m.a. Sigurlaug
Bjarnadóttir um efnið ,,að spjara
sig i lifsbaráttunni", prófessor
Tómas Helgason um efnið ,,Lif-
fræðilegu hlutverki verður ekki
breytt með uppeldi”, Edda Ósk-
arsdóttir um efnið „Sömu kröfur
lil beggja kynja '.
Ejórar konúr sitja fyrir svörum
i ritinu. þær Adda Bára Sigfús-
dóttir, Ingibjörg U. Magnúsdótt-
ir. Vigdis Finnbogadóttir og
Steinunn Finnbogadóttir.
Auk annars efnis birtist i ritinu
grein um byggingu fæðingadeild-
ar Lanrispitalans og viðtal við
Hóru Einarsdóttur um hjálpar-
starf við stúlkur, sem eiga viö á-
fengis- og umhverfisvandamál aö
striða.
Vegna aukinnar aðsóknár verð-
ur sýningin ..Norræn grafik” i
Norræna Húsinu. framlengd til
sunnudagskvölds 18. júni.
30 myndir hafa þegar selzt.
Eldur varð laus i Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri i
fyrradag, en hann náði aldrei
neinni útbreiðslu.
Slökkviliðiö var þegar kvatt á
staðinn og reyndist eldurinn
hafa kviknaö i kjallara hússins.
Slökkviliðsstarfið gekk vel.
Nýlega er afstaðinn fundur
NOMUS-nefnda Norðurlanda,
þ.e. ráögjafanefnda um tónlist-
armál og tónlistarsamvinnu
Norðurlanda. Uessar nefndir
eða ráð starfa á vegum hinna
norrænu menntamálaráðuneyta
en hafa samt nokkuð ólika af-
stöðu hver til sins ráðuneytis.
Tónlistarráðin hafa samvinnu
við Alþjóða Tónlistarráðið,
ICM þ.e. International Council
and Music, en forseti þess er
Yehudi Menuhin.
KARLAKOR RVK
TIL AUSTFJARÐA
Karlakór Ueykjavikur fer i
söngferðalag á Austfirði um
næstu helgi og er þetta i fyrsta
sinn sem hann syngur á Austur-
landi.
Kórinn mun syngja i Vala-
skjálf á föstudaginn en i Egils-
búð á laugardag. A sunnudaginn
heldur kórinn svo til Horna-
íjaröar og syngur i Sindrabúð
um kvöldið.
A efnisskránni eru að mestu
islenzk lög, auk nokkurra er-
lendra. Söngstjóri er Páll Pam-
pichler Pálsson.
Sjúklingum og starfsfólki staf-
aði aldrei nein hætta af eldinum.
Þá kom upp eldur i ibúðarhúsi
i Ytri-Njarðvik.
Eldsupptökin voru i kyndi-
klefa hússins og um tima logaði
glatt en slökkviliðinu tókst að
ráða niðurlögum eldsins fremur
fljótt.
Eldur í sjúkrahúsi
ÞEIR
ÞURFA
1000 Á
KVðLDI
Þúsund áhorfendur á kvöldi
nægja til þess að heims-
meistaraeinvigiö standi undir
sér fjárhagslega, segja for-
ráðamenn einvigis þeirra
Spasskys og Fischers.
Til þess aö þessu marki
veröi náö þurfa 20.000 íslend-
ingar, eða 10% þjóðarinnar, að
koma einu sinni i Laugardals-
höilina og fylgjast með einni
af þeim tuttugu skákum, sem
áætlaö er, að kempurnar tefli.
Eitt fyrirtæki i Reykjavík,
Breiðholt h.f., hefur keypt að-
göngumiða að einni umferð
fyrir alla starfsmenn sina, en
þeir eru um 200 talsins.
Kiwanis klúbburinn Esja i
Reykjavik hefur pantað 60—70
miða, sem félagar klúbbsins
ætla siðan að dreifa meöal
ungra og áhugasamra skák-
manna, m.a. til þeirra, sem
þátt tóku i skákkeppni skól-
anna i vetur. —
PODGORNIE GEFUR
SKÝRSLU í HANOI
Moskva 14/6 Forseti Sovétrikj-
anna, Nikolai Podgornie, sem i
gær kom til Kalkutta á leið sinni
til Hanoi, mun að öllum likindum
gefa leiðtogum Norður-Vietnam
skýrslu um það, sem fram fór og
ákveðið var á fundum Nixons for-
seta Bandarikjanna og sovézkra
leiðtoga i Moskvu fyrir skömmu.
Stjórnmálafréttaritarar benda
á, að skömmu eftir heimsókn
Nixons til Kina i febrúar, fór
Chou-en-Lai, forsætisráðherra
Kina i heimsókn til Hanoi.
Podgornie heimsótti Hanoi i
október i fyrra um svipað leyti og
ákveðið var að Nixon færi i opin-
bera heimsókn til Kina.
Stjórnmálafréttaritarar álita,
að ekki sé nauðsynlega samhengi
milli ferðar Podgornies til Hanoi
og tilkynningarinnar um, að for-
maður bandarisku samninga-
nefndarinnar um frið i Vietnam
hafi snúið aftur til Parisar. En
bandariska samninganefndin vis-
aði i gær á bug kröfu stjórnar
Norður-Vietnam og Sameinuðu
þjóðanna þess efnis, að friðarvið
ræðurnar hæfust að nýju, en þær
hafa legið niðri siðan 4. mai s.l.
Opinberlega hefur ekkert verið
minnzt á heimsókn Podgornies til
Norður-Vietnam, hvorki i Moskvu
né Hanoi. Fréttin um ferðalag
forsetans er höfð eftir indverskri
fréttastofu sem skýrði frá þvi, að
hann hefði komið til Kalkútta i
gær.
AFSAKIÐ - RANGT STRIK
Nýlega lét Kópavogsbær
merkja rækilega akreinar á
Kringlumýrarbrautinni, þar sem
ieiðir skiljast inn i gjána til Hafn-
arfjarðar, upp á Kópavogsháls og
i vesturbæ Kópavogs.
1 gær var hinsvegar unnið að
þvi að breyta þessum merking-
um, þar sem kom i Ijós, aö þær
voru rangar.
Sigurður Jóhanns-
son, skipstjóri látinn
Siguröur Jóhannsson lézt að-
faranótt 14. júni s.L, 58 ára að
aldri.
Sigurður var fæddur i Reykja-
vik 25. jan. 1914, sonur hjónanna
Jóhanns Guðmundssonar, skip-
stjóra, sem lézt 1946 og Sigriðar
Dagfinnsdóttur. sem lifir þá
feðga nú á niræðisaldri.
Sigurður fluttist til Hafnar-
fjarðar með foreldrum sinum ár-
iö 1916 og útskrifaðist úr Flens-
borg sem gagnfræðingur.
Starf 5igurðar var lengst af á
sjónum og fór hann fyrst til sjós
16 ára og þá á mótorbát, siðan á
e/s Esju og þaðan réðst hann til
Eimskipafélags Islands og hefur
starfað hjá þvi félagi i fimmtiu
ár.
Fyrst fór hann á e/s Brúarfoss
og4ar á honum '34—‘36, en stund-
aði jafnframt nám við Stýri-
mannaskólann og lauk far-
mannaprófi 1937.
Að þvi loknu fór hann sem þriðji
stýrimaður á e/s Goðafoss og sið-
an á Brúarfoss aftur og þá sem
þriðji stýrimaður. Þá var hann
annar stýrimaður á e/s Fjall-
fossi, m/s Dettifossi og m/s Gull-
fossi til ársins 1951, en þá varð
hann fyrsti stýrimaður á e/s Lag-
arfossi og ýmsum öðrum skipum
félagsins. Auk þess gegndi hann
oft i afleysingum sem skipstjóri.
Á árunum 1957 og 58 fór Sigurð-
! ur i land og gerðist yfirverkstjóri
hjá Eimskipafélaginu, en fór aft-
ur til sjós og þá sem skipstjóri á
m/s Goðafossi árin '59—'64. Þá
fór Sigurður aftur i land og hefur
verið forstöðumaður vöruaf-
greiðslu félagsins siðan.
Eftirlifandi kona Sigurðar er
Hjördis Einarsdóttir Jónssonar
fyrrum hafnsögumanns og skip-
stjóra i Reykjavik og konu hans
tsafoldar Einarsdóttur. Börn
þeirra eru: Sigriður, sem verður
stúdent nú i vor, tsafold og Erla,
sem báðar eru i skóla. Ennfremur
átti Sigurður uppkominn son Kari
Harry. bankamann, sem kvæntur
er Helgu -Hóhannsdóttur Möller,
frá Siglufirði.
Sigurður var mikill áhugamað-
ur um félagsmál og tók þátt i
þeim eftir þvi sem timi og geta
sjómannsins leyfði. Var hann
m.a. i Sjómannafélagi Reykja-
vikur, áöur en hann varð yfir-
maður á skipum. siðan i Stýri-
mannafélagi islands og Skip-
stjórafélagi Islands.
Sigurður Jóhannsson var mikill
persónuleiki, sem tekið var eftir
j hvar sem hann fór og ekki sizt i
störfum sinum til sjós og lands.
Sigurðar verður nánar getið i
blaðinu siðar.
0
Fimmtudagur 15. júní 1972