Alþýðublaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 12
alþýdu mnTsfm Alþýöubankinn hf KÚPAVOGS APÓTEK Opið öil kvöld til kl. 7. Laugardaga til kl. 2. Sunnudaga milli kl. 1 og3. SENDIBIl ASTOÐIN Hf ykkar hagur/okkar metnaóur ■ ■■■■■ • • DmiKII HLIÐABMflR 1 ÞIOÐHflTIÐIHMI SÚBASKAPUR. H.ÆTI Ot FVLLERI! Mjög hefur borið á þvi undanfarin ár hve umgengni almennings hefur verið á- bótavant á þjóðhátiðardaginn. Á þetta aðallega við um sóðaskap og ólæti. Að visu er það tiltölulega þröngur hópur fólks sem setur svartan blett á hátiðina með ólátum og þá einkum vegna drykkjuskapar. Alls konar skemmdaverk hafa verið unnin og þá mestmegnis á gróðri og i gróðurreitum borgarinnar og i fyrra gekk það svo langt, að blómsveigarnir fengu ekki að vera i friði fyrir ólátasömu fólki. Drykkjuskapur og sóðaskapur almenn- ings á þjóðhátiðardaginn og þá einkum unglinga hefur aukizt mjög frá ári til árs og hefur það sett mjög leiðan svip á hátið- ina. Það er þvi eindregin von þjóðhátiða- nefndar að Reykvikingar gangi vel og snyrtilega um hátiðarsvæðið og sameinist um að gera þjóðhátið þessa sem glæsileg- asta. ... og enn einu sinni á hefðbundinn hátt 17. júní hátíðarhöldin i Reykjavik verða með svipuðu sniði i ár og undanfarin ár. Há- tiðarhöldin hefjast með sam- hljómi kirkjuklukkna i Reykja- vik kl. 9.55. Útisamkoma verður á Aust- urvelii um morguninn og hefst með þvi, að Markús örn Antonsson, formaður Þjóðhátið- arnefndar, setur hátiðina. For- seti Islands, dr. Kristján Eld- járn, leggur blómsveig frá is- lenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Þá mun Ólafur Jóhannesson forsætisráö herra, flytja ávarp og einnig verður flutt ávarp fjallkonu. Kl. 13.30 hefjast svo skrúð- göngur og verður safnast saman á Hlemmtorgi, Sunnutorgi, Grensásvegi og Kleppsvegi og gengið frá þessum stöðum inn i Laugardal, þar sem haldin verður barnaskemmtun. Félagar úr Flugbjörgunar- sveitinni munu sýna fallhlifar- stökk og skátar munu hafa sýn- ingu á útbúnaði sinum og leik- tækjum á Laugardalssvæðinu. 17. júni mótið hefst svo kl. 15.30, og verða þar meðal ann- ars fimleikasýning, glima og boðhlaup unglinga. Þá verður sundmót og sundknattleikur i Laugardalslauginni. Um kvöldið verður svo dansað á þrem stöðum i gamla miðbæn- um, á Lækjartorgi, i Templara- sundi og við Vesturver, þar til að hátiðinni verður slitið kl. 2 eftir miðnætti. Þjóðhátiðarnefnd hefur látið útbúa merki hátiðarinnar og er það að þessu sinni helgaö út- færslu landhelginnar. Allur á- góöi af merkjasölunni rennur i sjóð þann, sem stofnaður var fyrir nokkrum árum, i þeim til- Framhald á bls. 8. Við reyndumst sann- spáir á baksiðunni i gær þar sem við gátum okkur þess til, að nú ætti að fara að rækta upp gamla kirkjugarð- inn við Aðalstræti, þar sem hann Skúli Magnússon trónir á stalli sinum. Það er búið að girða i kringum garðinn, og þegar okk- ur tókst að ná tali af Hafliða Jónssyni garðyrkjustjóra i gær- dag sagði hann, aö ræktun garðsins hæfist liklega i þessum mánuði. Þá verður blikkbeljunni út- rýmt fyrir fullt og allt úr þess- um fyrrum fagra garði. En hún ber þó litt skarðan hlut frá borði, þar sem Ingi Ú. Magnús- son gatnamálastjóri sagði okkk- ur, að samhliöa þessum fram- kvæmdum verði ráðizt i aö breikka Kirkjustrætið og fram- lengja bilastæðin fyrir framan Landsimahúsið. Þær framkvæmdir takmark- ast þó af Uppsalalóðinni en hún verður bannsvæði i sumar fyrir aliar gatnaframkvæmdir, en núna um helgina koma til lands- ins sænsku fornleifafræðinga- hjónin, sem voru þar við rann- sóknir á landnámi Ingólfs i fyrrasumar, og þau hefjast handa strax i næstu viku. Þau halda áfram rannsóknum sinum á Uppsalalóðinni, en bæta svo við sig lóðinni þar sem eitt sinn var Aðalstræti 14, en nú bilastæði. Það kann að vera að þau þurfi að grafa út i Aðal- stræti en þá verður götunni að sjálfsögðu lokaö á meðan. Annars fræddi Ingi okkur á þvi, að samkvæmt aðalskipu- laginueigi að loka Aðalstrætinu nema fyrir gangandi umferð, og Framhald á bls. 8. „SKÚLAGARDUR" SKIPTIR UM SVIP BILARNIR REKNIR BURT BtOM KOMA I STABINN OVlST HVORT BRUNASÁRIN MUNINOKKRU SINNI GRÚA Þótt nú séu liðnir um fjórir sjóðandi vatni yfir þann fyrr- mánuðir frá þvi hellt var sjóðandi nefnda með þeim afleiðingum, að vatni yfir skipverja á bát, sem lá i hann skaðbrenndist. Ólafsvikurhöhn, er enn ekki útséð Framhald á bls. 8. um þaðhvortsár hans muni gróa. Hann hlaut rúmlega 20% bruna af fyrstu og annarri gráðu á höfðu, brjósti og höndum og mun hann bera þess merki alla ævi. Rannsókn málsins er nú að fullu lokið. Akæra var gefin út i marz s.l. og er þess að vænta mjög fljótlega, að málið verði flutt og dómtekið i beinu fram- haldi af þvi. Hér er um að ræða atvik, sem er með þeim hroðalegri, sem komið hafa til kasta ákæruvalds- ins, enda litur það málið mjög al- varlegum augum. Við skýrðum frá þvi skömmu eftir að ákæran hafði verið gefin út, að likindi væru til þess, að sá, sem framdi verknaðinn hefði ver- ið undir áhrifum eiturlyfja, þvi við leit á honum fundust á honum pilluglös. Málavextir eru þeir, að sjó- maðurinn lá i koju sinni um borð i báti, sem lá i Ólafsvikurhöfn. Hann var sofandi, þegar skips- félagi hans vakti hann með mikl- um hávaða og krafðist peninga og áfengis, sem sjómaðurinn kvaðst ekki eiga. Þvi er haldið fram, að skipsfé- laginn hafi þá hellt fullum potti af STOPPABI OF SNÖGGLEGA OG FÉKK 3 BÍLA Á SIG Fjórir bílar stórskemmdust i keðjuverkandi árekstri, sem varð á Hafnarfjarðarveginum á móts við Alaska i Kópavogi undir kvöldmat í gær. Þegar Alþýðublaðið leitaði upplýsinga hjá lögreglunni i Kópavogi i gærkvöldi lágu ekki fyrir nákvæmar upplýs- ingar hvernig þetta vildi til, cn eftir þvi, sem komizt verður næst mun fremsti billinn hafa stöövaö snögglega. Var ekki að sökum að spyrja og lentu bifreiðarnar saman hver á eftir annarri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.