Alþýðublaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.06.1972, Blaðsíða 5
Utgáfufélag Alþýðublaðsins h.f. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson (áb.). Aösetur rit- stjómar Hverfisgötu 8-10. Simar 86666. VID LOK SKÖIA Hvergi kemur efnahagslegt misræmi eins berlega i Ijósog hjá aðstöðu barna til náms, þar, sem svo stend- ur á/ að báðir foreldrar verða að vinna utan heimilis til að sjá þvi farborða. í slikum tilfellum er það þvi miður allt of aigengt, að börnin eru í eigin forsjá eða eldri systkina. Það segir sig sjálft, að barn, sem ekki hefur aðhald að námi, má vera sérlega sterkt, til að það sinni því, svo nokkru nemi. Tíðast er það svo, að börn i þeirri aðstöðu koma ólæs eða litt læs í skóla í fyrsta sinn. Og þar rekur barnið sig á fyrsta misréttið i skólakerfinu. Það er dregið i dilk eftir lestrargetunni. Dregið i dilk, sem reynslan sýnir, að það á ákaflega erfitt með að losna úr, a.m.k. ef hreyfingin ætti að vera í dilk til betri nemenda. Þannig gerast hinir stærri skólartil þess, beinlínis, að veita ekki nemendum sínum jafna möguleika til náms. i minni skólum aftur á móti, eru árgangarnir ekki stærri en það, að þeir komast fyrir i einum bekk, eða jafnvel að fleiri árgöngum er kennt saman í smæstu skólum. Þeir skólar hafa þurft að búa við flesta ókosti þessa fyrirkomulags, en fáa kosti. Það fyrirkomulag að raða i bekki eftir getu, hefur gengið sér til húðar hér eins og annars staðar. Flestar þær þjóðir, sem við höf- um sótt fyrirmyndir til, hafa hætt þessari röðun. Hér á landi hafa einnig opnast augu margra skólamanna fyrir þessu, en breytingin gengur hægt. Meginröksemdir þessarar breytingar má telja: Skóli má ekki ýta undirþann félagslega aðstöðumun, sem nemendur hafa til að ná þroska, áður en að skóla- göngu kemur. Miklu frekar ætti það að vera verkefni skólans að jafna hann. Rannsóknir erlendis og þar, sem þetta fyrirkomulag hefur verið reynt hérlendis, hafa sýnt að námsárangur beztu nemendanna erekki lakari en þar, sem raðað er i bekki eftir getu. Miðlungs- og slakari nemendur skila betri árangri. Það er því ekki um að ræða það, sem margir hafa á móti þessari breytingu, að lakari nem- endur dragi þá betri niður heldur hið gagnstæða. Nemanda, sem tregt er um nám, hleypur kapp í kinn viðveru með þeim betri, en séu þeirallir saman ibekk fá þeir á sig hinn niðurdrepandi tossastimpil. Blandaðir bekkir auðvelda færslur nemenda milli árganga, ef þroski þeirra gefur tilefni til. Þannig er hægt að flýta duglegum nemendum um eitt ár, en seinka þeim, sem hafa dregist aftur úr. Heppilegra hlýtur að teljast, að nemendur alist í skólum upp við þverskurð þjóðfélagsins í blönduðum hópi nemenda, heldur en ákveðnu úrtaki, sem óafmáanlega stimplar hann góðan eða slæman. Þessi skipting nemenda eftir getu, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni, fylgir nemendanum áfram úr barnaskóla upp i gagnfræðaskóla og hefur því bein áhrif á lif hans og starf í a.m.k. átta til tíu ár skóla- göngunnar auk óbeinna áhrifa það, sem eftir er æfinn- ar. En leysir afnám þessarar skiptingar þá allan vanda? Nei, fjarri því. Þarþarf meira til. Það þarf að jafna aðstöðu nemenda til þess, sem í dag er kallað heima- nám. Það gerist ekki nema með þvi að leggja heima- nám niður að mestu eða öllu leyti. Skóiarnir eiga og verða aö leggja ofurkapp á, að jafna þá mismunandi aðstöðu, sem heimilin geta búið börnum sinum, til náms heima fyrir. Það gerist með því að koma þeim i það horf að þeir séu allir einsetnir og að öll vinna nemenda fari fram innan veggja skólanna, svo af verði létt því misræmi, sem fylgir mikilli heimavinnu. Það þarf að koma á þvi skipulagi, að nemendur vinni allt sitt starf i skólunum undir stjórn kennara sinna, sem menntaðir eru til að veita þeim forsjá og geta þá látiö jafnt yfir alla ganga, aflétta því að yngstu borgararnir eigi undir högg að sækja með mismunandi næði heimafyrir og mismunandi aðstoðarmöguleika auk mismunandi getu. Því er ekki að neita að mikið hefur áunnizt i þessa átt á undanförnum árum, en betur má, mikið betur, ef duga skal. I skólamálum mega íslendingar aldrei leggjast í doða. Þar verður merkið ávallt að vera á lofti. Þarverðum viðalltaf að vera á hreyfingu í fram- faraátt. Skólar okkar mega ekki, undir neinum kringum- stæðum, stuðla að misrétti eða stéttaskiptingu í þjóðfélaginu. lalþýðuj imm UM LANAMAL IÐNAÐARINS Ég hef margoft á sl. þingi mælt sterklega með ýmsum málefnum iðnaðarins, sem iðnaðarmálaráð- herra, Magnús Kjartansson hefur flutt. Mér finnst að það eigi almennt að viðurkenna jtað, sem vel er gert, þótt það komi frá póli- tiskum andstæðingum. Ég hef lika margoft bent á, að það sé eitt að fá samþykkt l'óg og tillögur og annað að sjá til þess að framkvæmdir séu i samræmi við vilja og óskir alþingis. Ég ætla að þessu sinni aðeins að ræða nokkuð um lánamál iðn aðarins almennt. Seinna ræði ég e.t.v. eitthvað um málefni út- flutningsiðnaðarins sérstaklega. bað er auðvitað áróður af allra ómerkilegast tagi, þegar blöð stjórnarflokkanna halda þvi fram að eiginlega hafi ekkert verið gert i lánamálum iðnaðarins fyrr en nú. f fyrsta lagi hlutaðist fyrrver- andi rikisstjórn til um beina fjár- hagsaðstoð við iðnaðinn á erfið- leikaárunum 1967-68. 1 öðru lagi hefur sérstök fyrirgreiðsla verið veitt fyrirtækjum, sem vinna að iðnaðarframleiðslu til útflutn- ings. Hitt er svo rétt að fyrri rikis- stjórn hlutaðist ekki til um laga- setningu varðandi veðhæfni iðn- aðarvara og hráefnis til þeirra. Ég veit ekki hvers vegna, en bezt gæti ég trúað, að það hafi verið vegna þess, að viðskiptabank- arnir og e.t.v. Seðlabankinn, hafi ekki verið tilbúnir til að viður- kenna þessi veð, sem nægjanlega góða tryggingu. Nú veit ég, að Seðlabanki Islands tók þátt i samningu frum- varps um veöhæfni iðnaðarvara og hráefnis, þar sem honum er uppálagt að endurkaupa slika iðanaðarvixla af viðskiptabönk- unum. En minar stóru spurningar eru þessar: Eru viðskiptabankarnir til- búnir til að ábyrgjast slika vixla? Eru tilbúnar almennar iðn- aðarvörur og hráefni til þeirra næg trygging fyrir þá? betta er raunar algjörlega kjarni málsins. Við þessum spurningum verður iðnaðurinn að fá afdráttarlaus svör. Að visu sagði iðnaðarráðherra á þingi i vetur, að hann teldi að þetta yrði gert, þar sem Seðlabankinn hefði unnið að samningu frumvarpsins, ásamt fleirum. Ég sagði þá —■ og segi enn — að ég dragi þessa full- yrðingu mjög i efa, a.m.k. geri ég það, þar til ég sé þær reglur, sem lánað verður eftir. begar iðnaðurinn hefur fengið nákvæmlega sömu aðstöðu til að fá afurðalán og sjávarútvegur og landbúnaður, þá skal ég ekki segja eitt orð i viðbót um það óréttlæti, sem mér finnst að iðn- aðurinn verði nú og hafi orðið að fást við á undanförnum árum. Ástæðan getur ekki vérið önnur en stjórnvöld og lánastofnanir liti á þennan atvinnuveg sem nokkurs konar annars flokks atvinnuveg. bessu verður að breyta nú þegar. Iðnaðurinn getur ekki sætt sig við neitt minna en að fá fullkomin afurðalán út á fullunnar vörur og hráefni gegn veðum i þeim vörum einum. Hér skiptir vissulega ekki máli, hvort viðkomandi iðnaður er vegna innanlandsneyzlu — gjaldeyrissparandi — eða til út- flutnings, a.m.k. ekki eftir að tollalækkun hefur átt sér stað að fullu. Framsókn með bórarin bórarinsson i forystu hefur um langt bil lagt til, að iðnfyrir- tækjum væri veittur sérstakur vixlakvóti og hlaupareiknings- yfirdráttur. Viðmiðunin átti að vera þriggja mánaða framleiðsla annars vegar og þriggja mánaða launagreiðslur hins vegar. Ég hef dregiö mjög i efa, að nokkur lánastofnun muni taka þessa viðmiðun gilda, til að lána út á hana. bvi var ekki mótmælt i þinginu i vetur, að svo væri. Engu að siður var þessi tillaga sam- þykkt i vor, augljóslega til að full- nægja þeim óskum Framsóknar- manna, að geta haldið þvi fram, að þeir séu lika talsmenn iðn- aðarins, jafnvel þó ljóst sé að til- lagan sé óframkvæmanleg, og öldungis ófullnægjandi. bessi vinnubrögð verð ég að kalla sýndarmennsku og ekkert annað. bað er ekki þetta, sem iðnaðurinn þarf, heldur raunhæfar aðgerðir. Eftir þeim biða allir, sem reka iðnfyrirtæki i dag. Eftir þeim að- gerðum biður lika allt það fólk, sem vill sjá islenzkan iðnað vaxa og dafna á næstu áratugum, til þess að þessi atvinnugrein geti veitt fleiri og fleiri landsmönnum atvinnu, sem landsmenn þurfa á að halda. Að lánamál iðnaðarins komist i viðunandi horf er forsenda fyrir eflingu iðnaðarins. Égskal taka ofan fyrir iðnaðar- ráðherra, þegar hann hefur leyst þetta mál að fullu. RÁÐ TIL ÚRBÓTA Kaupábyrgðasjóður Hvað gerist, ef fyrirtæki greiðir ekki vinnulaun starfsmanna sinna? Fyrsta skrefið er venjulega, að viökomandi verkalýðsfélag tek ur upp hanzkann fyrir þá og gerir tilraunir til að fá launin greidd. En ef það tekst ekki? bá kemur til vinnustöðvun, og greiði fyrirtækið ekki vinnulaun- in, þrátt fyrir þær aðgerðir, er kröfunni visað til lögfræðings til innheimtu. Komi þá i ljós að ekki séu fyrir hendi eignir, sem vinnu- laununum nemur,þá eru þau glöt- uð að einhverju eða öllu leyti. Hvað tekur þetta umstang svo langan tima? Oft geta liðið vikur þar til gripið er til fyrsta úrræðisins að leita til verkalýösfélagsins. Forystumenn þess eru oftast þannig skapi farnir, að þeir gripa ekki til vinnustöðvunar fyrr en i siðustu lög, enda oft erfitt um vik. Tökum sem dæmi sjávarþorp, þar sem um er að ræða eitt fisk- vinnslufyrirtæki, sem tekur við afla nokkurra báta. bað er þeim ekki ljúft, þó nauðsyn sé að stöðva rekstur bátanna að ósekju vegna vanskila f iskkaupandans við verkafólk sitt i landi. Að fáum dögum liðnum i sliku verkfalli, er þó þrautreynt, hvernig ganga muni að fá endanlega lausn. 1 versta falli lýsir atvinnurekandi sig gjaldþrota, og skuldareigend- ur verða að fara i mál fyrir skiptarétti. Á þrautastigi málsins getur borið við að atvinnurekandi grip ur til ávisanaheftisins og greiðir launin þannig. Að litlum tima liðnum fær viðkomandi launþegi kröfu um að innleysa ávisun, sem „ekki reyndist næg innistæða fyr- ir”. bar var verr farið en heima setið. Forgangskrafa á atvinnu- rekanda fyrir laun horfin, en i staðinn komin skuldarkrafa, sem næst seint eða aldrei. Skipting þrotabús tekur langan tima i aug- um þess, sem biður verkalauna sinna. bað, sem hér hefur verið rætt, er dökk hlið samskipta atvinnu- rekenda og launþega. Ef til vill sú dekksta i augum launþegans a.m.k. Hvað er þá til úrbóta? Svariö er að finna, að nokkru, i málefnasamningi rikisstjórnar Ölafs Jóhannessonar. bar stend- ur: (Rikisstjórnin hefur sett sér það mark m.a.) „Að tryggja með löggjöf, að vinnulaun fáist greidd þrátt fyrir gjaldþrot atvinnu- rekanda”. bar er drepið á gott mál og þarft einsog raunar viðar i þvi plaggi. En þvi miður brennur við hjá stjórninni, að ekki fara saraan orð og efndir. Siðastliðið haust var flutt á al- þingi frumvarp til laga um kaup- ábyrgðasjóð. Tilgangur hans átti að að vera aö tryggja greiðslu launa, orlofsfjár og annarra greiðslna fyrir framlagða vinnu, sem ógreiddar hafa verið þrjá mánuði eða lengur, ef atvinnu- rekandi verður gjaldþrota, kemst i greiðsluþrot eða greiðir ekki laun af öðrum ástæðum. Tekjur sjóðsins voru áætlaðar sem við- auki við iðgjald atvinnurekenda til atvinnuleysistryggingasjóðs auk þess sem sjóðurinn eignaðist kröfurétt launþega á atvinnurek- anda. betta þarfa frumvarp var væntanlega flutt af rikisstjórninni i samræmi við málefnasamning hennar ? Nei, aldeilis ekki, enda fór þá mestur timi þeirra herra i að finna botn i furðu þá sem lögð var fram undir nafninu fjárlög. Nei, það voru ekki einu sinni stjórnar- þingmenn, sem lögðu málið fram. baö voru tveir þingmenn Alþýðu- flokksins, þeir Eggert G. bor- steinsson og Jón Ármann Héðins- son, sem það gerðu. Og móttökurnar. Varla hafa þær verið dónalegar. bær eru fljótfrásagðar. Frum- varpinu var visað til nefndar og skilaði sér ekki þaðan. betta er þvi ennþá mál framtið- arinnar. BÓKMENNTKVÖLD ÍSLENZK-SÆNSKA Islenzk-sænska félagið stofnar til bókmenntakvölds i samvinnu við Norræna húsið (þar i húsinu) á föstudagskvöld klukkan 20.30. bar segir sænski bókmennta- fræðingurinn Ulf örnkloo frá ný- útkomnum sænskum bókum og fluttur verður af segulbandi Iest- ur nokkurra sænskra skálda úr verkum sinum. — ----------------------o Fimmtudagur 15. júní 1972

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.